Morgunblaðið - 08.12.1957, Side 2
MORGVNBl 4ÐIÐ
Sunnudagur 8. des. 1957
2
Veruleg tekjoaukning á starfsárino
nægði ekki til að mæta tilkostnaði
Nær 1 millj. kr. ha
AÐALFUNDUR Flugfélags ís-
lands fyrir árið 1956 var haldinn
föstudaginn 6. desember 1957 í
Kaupþingsalnum í Reykjavík.
Formaður félagsstjórnar, Guð-
mundur Vilhjálmsson setti fund-
inn og stjórnaði honum, en fund
arstjóri var Jakob Frímannsson.
Framkvæmdastjóri Flugfélags
íslands, Örn O. Johnson flutti
skýrslu yfir reksturinn á árinu
og skýrði efnahags- og reksturs-
reikninga.
í skýrslu framkvæmdastjórans
kom m.a. fram, að farþegum
með flugvélum félagsins fjölgaði
mjög á árinu, eða í innanlands-
fluginu um 25 af hundraði og
millilandafluginu 49, 8 af hundr-
aði miðað við árið áður.
Innanlandsf lugið:
Innanlandsfluginu var hagað
svipað árið 1956 og árið áður, en
ferðum fjölgað á helztu flugleið-
inn félagsins, t.d. voru farnar
tuttugu ferðir vikulega miiii
Reykjavíkur og Vestmannaeyja
yfir sumarmánuðina. Flugvéla-
kostur félagsins til innanlands-
flugs var á árinu: Fjórar Dakota
flugvólar, tveir Catalína flugbát-
ar og emnig voru Skymasterflug-
vélarnar „GULLFAXI" og „SÓL-
FAXI“ teknar til innanlandsflugs
öðru hvoru. Farþegafjöldinn á
flugleiðum innanlands var 55.480
og er það 25% aúkning frá árinu
áður.
Mesti farþegafjöldi á einni
flugleið var milli Reykjavikur
og Akureyrar 17.113 farþegar, en
næst eru Vestmannaeyjar —
Reykjavík með 11.821. farþega.
Vöruflutningar innanlands námu
1.179 lestum og jukust um 26%.
Póstflutningar námu 144 lestum
og jukust um 32%.
Flugfélag íslands hélt uppi
reglubundnum flugferðum milli
tuttugu og eins staðar á landinu.
Millilandaf lugið:
Þótt innanlandsflugið gengi
vel, varð þó ennþá meiri aukning
I millilandaflugíriu. Yfir sumar-
mánuðina voru farnar sex ferðir
í viku milli fslands og útlanda og
áætlunarferðum haldið uppi til
sömu staða og áður: Kaupmanna-
hafnar, Osló, Glasgow, Hamborg-
ar og London.
Mestur var farþegafjöldinn
milli Kaupmannahafnar og
lli á rekstri F. í.
Reykjavíkur, 6633 farþegar, en
alls voru farþegar í áætlunar-
flugferðum félagsins 12.627.
Auk áætlunarflugferða voru
farin mörg leiguflug og voru
í þeim ferðum fluttir 2.907 far-
þegar.
Heildartala farþega í milli-
landafluginu árið 1956 var því
15.534 sem er 49,8% meira en
árið áður.
Flestar leiguferðirnar voru
farnar til Grænlands og var m.a.
flogið til þessara staða: Thule,
Station Nord, Syðri Straumfjarð-
ar, Angmagsalik, Narsauak og
Meistaravíkur.
Rekstur félagsins
Sem fyrr segir starfrækti Flug-
félag íslands átta flugvélar á ár-
inu, þar af tvær Skymaster flug-
vélar, fjórar Dakota flugvélar og
tvo Catlína flugbáta.
Alls voru fluttir með flugvélum
félagsins 71.014 farþegar og varð
aukning á heildartölu þeirra
29,7%. Vöruflutningar jukust
einnig verulega. Fluttar voru
1.495 lestir og varð aukning
27,7%. Þá varð auknig á póst-
flutningum. Fluttar voru 179,7
lestir. Aukning 31% miðað við
árið áður.
Alls flugu flugvélar félagsins
8.922 klukkustundir á árinu og
er það heldur meira en að ein
flugvél þess hefði verið á lofti
allt árið.
Starfsfólki fjölgaði nokkuð
vegna aukinnar umsetningar og
var um tvö hnudruð að meðaltali
allt árið. Af þessum hóp eru fimm
tíu áhafnarmeðlimir (flugmenn,
leiðsögumenn, vélamenn og flug
freyjur).
Rekstursafkoman
Tekjur félagsins jukust allveru
lega á árinu miðað við árið áður.
Brúttótekjur námu kr. 39.448.606.
51. Þar af voru tekjur af rekstri
flugvéla kr. 39.338.986.55 (árið
áður voru tekjur af sama lið kr.
28.722.806.72). Tekjur félagsins af
fluginu 1956 skiptast þannig, að
af millilandafluginu eru tekjur
kr. 24.200.368.44, en af innanlands
fluginu kr. 15.188.618.11.
Þótt tekjur félagsin ykjust
þannig verulega, óx reksturkostn
aðurinn hlutfallslega meira, aðai
lega vegna hækkaðs kaupgjalds
og verðhækkana.
Kostnaður við rekstur félagsins
varð á árinu kr. 40.410.536.91. og
varð því óhagstæður um kr.
961.930.40.
Hlutafé félagsias jókst á árinu
um kr. 515.500. Fargjöld voru
óbreytt á árinu bæði innanlands
og milli landa.
Stjórn Flugfélags fslands
Að lokinni skýrslu fram-
kvæmdastjórans, fór fram stjórn
arkjör og var stjórnin endurkjör
in, en hana skipa: Guðmundur
Vilhjólmsson, Bergur G. Gíslason,
Björn Ólafsson, Jakob Frímanns
son og Richard Thors. í vara-
stjórn voru kosnir, Jón Árnason
og Sigtryggur Klemenzson og
endurskoðendur þeif Eggert P.
Briem og Magnús Andrésson.
Margir fundarmanna tóku til
máls og var framkvæmdastjóran-
um, Erni O. Johnson þökkuð vel
unnin störf í þágu félagsins.
Byggingafram-
kvæmdir á ReySar-
arfirði
REYÐARFIRÐI, 7. des. Byrjað
var á barnaskólabyggingu í haust
á Reyðarfirði. Miðar verkinu vel
áfram og hefur verið unnið sleitu
laust að byggingunni til þessa.
Er nú lokið við byggingu kjall-
arans og verður ekki haldið
lengra á þessum vetri.
Þá eru, nokkur íbúðarhús í
b-yggingu og hefur einnig verið
haldið áfram vinnu við þau.
—Arnþór.
Gils, Skálda eg
„Bláa békin"
Á SIÐASTA bæjarsljórnarfundíi
«agði Gils Guðmundsson, að nú
mundi í undirbúningi bókaútgáfa
'lijá Sjálfstæðisflokknum eins og
jáfnan fyrir bæjarstjómarkosning-
ar. Væri á fjögurra ára fresti gef-
'in út stefnuskrá og myndabók,
sem kölluð væri Blái- bókin, en
sem hunn kvaðst heldur vilja kalla
Skáldu.
Gunnar Thoroddsen borgarstjóri
talaði næstur á eftir Gils og sagði
m. a.: Gils Guðmundsson velur
stefnuskrá okkar Sjálfstæðismanna
í bæjarmálum, Bláu bókinni, hið
Verk eftir Sveinbjörn
Sveinbjörnsson flutt á út
varpstónleikum í kvöld
Handrit hans í Landsbókasafninu hafa
verið rannsokuð að undanförnu
í KVÖLD kl. 8,20 efnir Ríkis-
útvarapið til tónleika í hátíða-
sal háskólans. Verða þar flutt
verk eftir Sveinbjörn Svein-
björnsson prófessor, og hafa
sum þeirra aldrei verið flutt op-
inberlega áður. Dr. Páll ísólfs-
son stjórnar Hljómsveit Ríkis-
útvarpsins, sem Ieikur, en óperu
söngvararnir Guðrún Á. Símon-
ar, Guðmundur Jónsson og Þor-
Sveinbjörn Sveinbjörnsson
steinn Hannesson syngja svo og
Dómkórinn í Reykjavík.
Verkin, sem flútt verða, eru
þessi:
íslenzk rapsódía -fyrir hljóm
sveit.
Sönglögin: Sverrir konungur,
Vetur, The Challenge of Thor.
War og Aldamótin.
Kantata fyrir einsöngvara, kór
og hljómsveit, samin í tilefni af
komu Friðriks 8. til íslands 1907
við kvæðaflokk eftir Þorstein
Gíslason.
Ó, Guð vors lands.
Tónleikunum í kvöld verður
útvarpað, en aðgangur að hátíða-
sal háskólans er öllum heimill
meðan húsrúm leyfir.
í grein í tónleikaskránni ritar
útvarpsstjóri um prófessor Svein
björn Sveinbjörnsson og undir-
búning þessara tónleika. Þar seg-
ir m. a.:
Sveinbjöm Sveinbjörnsson
(1847—1927) skipar ávallt heið-
urssess meðal íslenzkra tón-
skálda. Hann ól að mestu leyti
aldur sinn erlendis. Hann samdi
samt lög við ýmsa ágæta texta
og fór það í vöxt á seinni árum
hans. Um skeið átti hann þá
heima í Reykjavík og hér var
hann borinn til síðustu hvíldar.
Fyrir nokkru skrifaði ég frú E.
Sveinbjörnsson eg fékk heimild
hennar til þess að skoða í hand-
ritakistu manns hennar, sem send
hafði verið Laudsbókasafninu til
varðveizlu, og einnig heimild til
þess, að Ríkisútvarpið ynni úr
handritunum og léti flyjta verk-
in, og benti frúin sjálf sérstak-
lega á nokkur þeirra.
Það kom í ljós, að þarna var
um mikinn og góðan fjársjóð
að ræða, þarna voru ekki ein-
ungis eiginhandarrit að ýmsum
verkum, einkum sönglögum, sem
alkunn eru nú, heldur voru þarna
einnig handrit að verkum, sem
óþekkt eru, og aldrei höfðu verið
flott, bæði sönglög, kórlög og
hl j ómsveitarverk.
Hefur síðan verið að því unniS
á vegum Tónlistardeildar útvarps
ins, einkum Fritz Weisshappel, að
kanna þessi handrit og Ijósprenta
þau og búa til flutnings. títvarps-
hljómsveitin flytur nú fyrstu
tónleikana undir stjórn dr. Páls
ísólfssonar.
Ársrit Sögufélags ísfirð
inga komiÖ út
„AÖ kvoldi" IjóÖ 09 rit-
geröir eftir Karl Finn-
hogason
KOMIN er út bók eftir Karl
Finnbogason, fyrrum skólastjóra
á Seyðisfirði, er nefnist „Að
kvöldi“. Eru þar birt kvæði, sög-
ur, ræður og ritgerðir eftir hann.
Sr. Sveinn Víkingur hefur valið
efnið og búið það til prentunar.
í formála, þar sem sr. Sveinn
ritar um Karl Finnbogason, segir
m. a.: „....þessi bók hefur að
geyma nokkur sýnishorn af ljóð-
um hans og ritgerðum. Verður
þar með lesandanum jafnframt
leyft að skyggnast inn í hugar-
heim þessa gáfaða manns og
kynnast nokkru af því, sem hann
hugsaði og ritaði bæði í bundnu
máli og óbundnu. Sumt er að
vísu aðeins brot, ófáguð og skrif-
uð í flýti í önn dagsins og við
lítið næði. Margt af því hefur
hann sjálfur vafalaust aldrei
ætlað til birtingar. Eiga að síður
vona ég, að menn finni í þessum
brotum leiftur skarpgáfaðs, en
viðkvæms hugar og neista af
innri glóð“.
Bókin skiptist í fimm megin-
kafla, Kvæði, Vökudraumar,
Karl Finnbogason.
Ræður og ritgerðir, Sendibréf og
Sýniskaflar úr landafræði. Hún
er yfir 150 bls. að stærð.
Annar árgangur fjölbreytiur að efní
■virðulega lieiti Skálda. Ég vil
'þakka honum þá nafngift.
Um Skáldu segir Halldói Kiljan
Laxness í hinni frægu bók íslands
klukkuni, að Skálda sé ágætust og
dvrmætust bóka á norSurhveli, bók
bóka og eSalsteinn eSalsteina.
Borgarsljóri kvaSst vilja flytja
Gils þakkir fyrir að líkja Bláu bók
'inni við slíkan gimstein.
KEFLAVÍK, 7. desember, — Mik-
il brögð eru að því hér í Keflavík,
að menn taki kopar ófrjálsri hendi
og hefur það endurtekið sig hvað
eftir annað. Síðasti koparstuldur-
inn gerðist í nótt. Var stolið frá
■Rafveitu Keflavikur einni rúllu
af 16 kvaðrata koparvír, sem
geymd var í húsasundi, sem Raf-
vcitan hefur til geymsluafnota,
við Hafnargötu.
4 þús. kr. verðmæti.
Á rúllunni voru um það bil 100
kíló af koparvír, og er gizkað á, að
verðmæti vírsins sé um 4 þús. kr.
í heildsölu. Þessi vír er lítt fáan-
legur, og er þetta því mikill skaði
fyrir Rafveituna og raunar alla
bæjarbúa, og ekki hvað sízt, þar
sem hér er um að ræða heimtaug-
i arvír. —
ÁRSRIT SÖGUFÉLAGS ÍSFIRÐ
INGA er nýlega komið út. — En
þetta annar árgangur ritsins, sem
er hið fjölbreyttasta að efni. Má
m. a. nefna greinarnar „Úr minn-
isblöðum Ólafs Ólafssonar", skóla
stjóra á þingeyri, „Fyrsta ferð
Óljós för.
Áður hefur verið stolið frá Raf
veitunni, koparvír, og var verð-
mæti hans um 60 þús. kr. Talið
■er, að þjófnaður sá er framinn
var í nótt, hafi farið fram á tíma
bilinu frá 5—7 í morgun, en lög-
regluþjónn fór af vakt kl. 5, en
lögreglustöðin er þarna næsta hús.
Athugaði hann nágrennið og sá,
að ekkert hafði þá verið hreyft í
‘húsasundinu. Óljós för fundust,
sem sýndu, að rúllunni hafði ver-
ið velt út úr húsasundinu, en þau
hurfu er á götuna kom, og er tal-
ið sennilegt, að þar hafi hún vér-
ið látin á bíl.
Fólk, sem einhverjar upplýsing
ar gæti gefið, er því vinsamlegast
beðið að gefa sig fram við lögregl
una í Keflavík. — Ingvar.
mín með vélbáti", eftir Valdimar
Þorvaldsson, „Byggðasafn Vest-
fjarða“ eftir Jóhann Gunnar Ól-
afsson bæjarfógeta, „Úr rímu af
Sigurði þögla“ eftir Brynjólf Þor
steinsson, „Aldarháttur í önundar
firði" eftir Guðmund Eiríksson,
„Síðasta vísa Jóns Hjaltasonar“,
„Auðkúla í Arnarfirði eftir Jón
Á. Jóhannsson, „Bæjarhús á Vest-
urlandi á 19. öld“, „Sjóferð" eftir
Gísla Maríasson, „Vestfirzkar veð
uriarslýsingar", „Fimm gamlir
legsteinar", „Þorvaldur Jónsson
læknir“ eftir Krigtján Jónsson,
„Frá búendum í Mjðafirði“ eftir
Runólf Þórarinsson, „Úr bæjar-
vísum yfir Vatnsfjarðarsveit" og
I „Ævisaga Hallbjörns E. Oddsson-
ar“ eftir sjálfan hann.
Auk þess eru í ritinu lausa-
vísur og stökur.
Ritstjórar þess eru Björn H.
Jónsson, Jóliann Gunnar Ólafsson
og Kristján Jónsson frá Garðsstöð
um.
Vestfirðingar hér syðra ættu að
gerast félagar í Sögufélagi Isfirð-
inga. Fá þeir þá ársrit félagsins
sent. Þeir Valdimar Björn Valdi-
marsson, sími 1-06-47 og Gunnar
Andrew, sími 1-06-47, veita mót-
töku inntökubeiðnum í félagið.
Samkvæmt félagsskrá, sem birt
er í ritinu eru meðlimir Sögufó-
lags Isfirðinga nú um 130.
Koparvír stolið ffró Raff-
veitu Keflavíkur