Morgunblaðið - 08.12.1957, Síða 21
Sunnudagur 8. des. 1957
MOKCVTSBL AÐIÐ
21
Mikil að'sókn hefir verið að málverkasýningu Guðmundar
Einarssonar frá Miðdal og hefir hann ákveðið að hafa sýn-
inguna enn um þessa helgi. Nær helmingur myndanna hefir
þcgar seizt. Hefir Guðmundur nú skipt um allmargar myndir
á sýningunni.
Vænleiki dilka meiri en
nokkru sinni fyrr
Skriðuklaustri 2. desember: —
HÉR er nú blíðuveður og jörð
alauð til efstu heiðabrúna. T. d.
sjást aðeins örsmáir snjódílar á
Múlakollinum. Sauðfé hefur því
ekki verið tekið á hús ennþá,
nema lömb, sem sumir hafa tekið
til hýsingar fyrir nokkru. Tíðar-
farið hefir verið afbragðsgott frá
því um 10. nóvember. Frost er
þó ennþá víðast í jörð. Nokkuð
hefir rignt öðru hverju síðasta
hálfa mánuðinn og mun nú hafa
rætzt úr neyzluvatnsskortinum
hjá flestum eða öllum heimilum
í dalnum.
Tafir i jarðvinnslu
Hér var fyrirhuguð mikil jarð-
vinnsla á sl. sumri á mörgum býl
um í hreppnum með jarðvinnslu-
tækjum Ræktunarsambandsins.
En jarðýta sú er hér var við
vinnu bilaði síðarihluta sumars,
og varahlutir fengust ekki. Er því
allmiklu ólokið af því verkefni,
gem henni var fyrirhugað og er
elíkt mjög bagalegt. Er þó von til
að unnt verði að halda þeim fram
kvæmdum áfram með fullum
kr afti næsta vor.
Byffgdngar
Unnið hefir verið við félags-
heimilið hér í haust og er nú verið
að koma fyrir hitalögn og lýs-
ingu. Kirkjubygging á Valþjófs-
stað hefir og verið undirbúin, en
staðið hefir til í nokkur ár að
byggja nýja kirkju í stað þeirrar
gömlu, sem orðin er mjög hrör-
leg.
Merkjasöludagur
björgunarsveifar
1 33AG er merkjasöludagur Flug-
björgunarsveitarinnar. Ágóð'inn,
sem inn kemur fer til þess að
búa sveitina betur að hverskonar
tækjum þannig, að hún geti
betur leyst af höndum björgun-
arstörf, ef kallið kemur. Þó
flugslys séu blessunarlega fátið
hér á landi, er Flugbjörgunar-
sveifin stöðugt í góðri þjálfun,
og hún skipulögð til samræmis
aðgerða í lofti og á landi. Frá
því var sagt um daginn hér í
blaðinu, er sagt var frá starfi
Flugbjörgunarsveitarinnar í út-
varpsþætti, að það hefði verið
fróðlegt að kynnast þessum
þætti björgunarmálanna og
hvernig sveitin starfar þegar slys
ber að höndum.
Flugbjörgunarsveitin hefir frá
öndverðu notið velvilja bæjarbúa
þegar hún hefur efnt til mei'kja-
sölu og SYO fnun enn verða í dag..
Inflúenza gerir lítið vart við
sig og álíta ýmsir að hún hafi
verið hér á sveimi um langt skeið.
f síðasta fréttabréfi gat ég um
að vænleiki sauðfjár hefði verið
með mesta móti í haust og eink-
um dilka. Meðalþungi hjá Kaup-
félagi Héraðsbúa var 15,3 kg og
er það nær heilu kg meira en
haustið 1956 og meira en nokkru
sinni hefir verið áður. Hefir þó
aldrei verið slátrað svo mörgum
dilkum áður. Er þessi siaðreynd
holl hugleiðing þeim, sem þjást
af sífelldum landþrengslaótta.
Héðan frá Skriðuklaustri var
slátrað sl. haust 606 dilkum. Með-
alþungi þeirra var 16,13 kg. Af
þessum 606 lömbum voru 205 ein-
lembingar, en 401 tvílembingur
og einvetlulömb. Einvetlulömbin,
isem voru 75 höfðu meðalfall
14,41 kg. Þessi meðalþungi slátur
lambanna er um 1,5 kg
meiri en verið hefir áður. Ég
vildi einkum telja þrjár ástæður,
sem valda þessu: Batnandi fóðr-
un, batnandi sauðfjárstofn og
grösuga og vel gróna sumarhaga.
Tíðárfarið myndi ég hins vegar
ekki telja á nokkurn hátt hag-
stæðara sl. sumar, en t. d. næstu
2 sumur þar á undan.
Sl. haust voru rösklega 400
ær reknar héðan frá Skriðu-
klaustri vestur í Rana strax að
afloknum fyrstu göngum og
gengu þær þar um 8 vikna skeið.
Tíðarfarið á Jökuldal var frem-
ur stirt í vetrarbyrjun og kom
þar talsverður snjór og var noltk
ur storka um skeið. Nú er þessi
snjór þar mikið til horfinn, nema
skaflar í giljum og dældum.
Mjög vönduð slcrifborð með bókahillum
Húsgagnaverzlun Kaj Pind
Grettisgötu 46
Erlend hlöð og bœkur
Útvegum erlend blöð, tímarit og bækur. Blöð og tíma-
rit send beint frá útgefendum til kaupenda. Skrifið á
pöntunarseðilinn þau blöð, tímarit (eða bækur), sem þér
óskið að fá, og sendið okkur hann. Tilgreinið einnig nafn
útgefenda og land.
PÖNTUNARSEÐILL
Undirritaður óskar að (kaupa) gerast áskrifandi að:
Dags...............
Nafn: ... ............................
Heimili: . ...........................
Póststöð: ...........................
Til BÖKA- OG BLAÐASALAN, Importers & Exporters
of Booka & Subscription AgeuU
Box 202, Akureyri.
SÉma- og stofuborðin
eru komin aftur
Auglýsing um
mænuveikisbólusetningu
í barnaskólanum í Hafnarfirði, þriðja umferð.
Mánudagtnn 9. desember kl. 16.30—18. börn fædd
árið 1951. Sama dag 18.—19. börn fædd árið 1952.
Þriðjudaginn 10. des. kl. 16.30—18, börn fædd árið
1953. Sama' dag kl. 18.—19. börn fædd 1954.
Miðvikudaginn 11. des. kl. 16.30—18, börn fædd árið
1955. Sama dag kl. 18—19 börn fædd árið 1956.
Fimmtudaginn 12. des. kl. 16.30—19 börn, sem
ekki hafa áður mætt til bólusetningar.
GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA
HéraSslæknirinn.
á jálahorðiö