Morgunblaðið - 08.12.1957, Síða 24
'k 'k
'k 'k J ^ 'k 'k
DAGAR TIL JÓLA
J^fpSttfrlftfrÍfe
280. tbl. — Sunnudagur 8. desember 1957.
i? & J
DAGAR TIL JÓLA
Ljósmyndari Mbl. tók þessa mynd í gær af fulltrúum á Fiski-
þingi. Efst eru (talið frá vinstri): Arngrímur Fr. Bjarnason,
Ólafur B. Björnsson og Davíð Ólafsson. — Önnur röð: Helgi
Benónýsson, Magnús Gamalíelsson og Hólmsteinn Helgason.
— Þriðja röð: Jón G. Benediktsson, Einar Guðfinnsson, Sturla
Jónsson, Óskar Kristjánsson og Ágúst Pálsson. — Fjórða röð:
Margeir Jónsson, Baldur Guðmundsson, Helgi Pálsson, Svein-
björn Einarsson og Þorvarður Björnsson. — Fimmta röð:
Ingvar Vilhjálmsson, Árni Stefánsson, Friðgeir Þorsteinsson,
Níels Ingvarsson, Árni Vilhjálmsson og Jón Guðmundsson.
Báðir belgisku skipstjórarnir
játuðu brot sitt í sakadómi
KLUKKAN 9 í gærmorgun hófust réttarhöld í máli skipstjóranna
á belgisku cogurunum, sem flugbáturinn Rán stóð að veiðum í
landhelgi á fimmtudagskvöldið. Þór kom með skipin hingað tii
Reykjavíkur og var mál skipstjóranna tekið fyrir í sakadómi
Reykjavíkur kl. 9 í gærmorgun. Dómur mun væntanlegur í mál-
inu í dag.
Játuðu báðir
Réttarhöldin voru nær einstæð,
því að skipstjórarnir játuðu án
allra málaienginga að hafa ver-
ið að veiðum innan „línunnar".
Skipstjórinn á „Belgian Skipper"
hafði ekkert við staðsetningu á
skipi hans að athuga, en Guðm.
Kærnested skipstjóri og aðstoð-
armenn hans á flugbátnum,
sögðu togarana hafa verið 1,8
sjóm. innan við „línu“, og var
mjög skammt á milli skipanna.
Skipstjórinn á hinum togaranum
kvað radartækið hafa verið bil-
að og hefði hann fylgt hinum
togaranum að ve'ðum. Skipstjór-
inn á fyrrnefnda togaranum sagði
í réttinum, að hann teldi sig hafa
verið 2 sjóm. innan „línu“. Þá
skýiði hann frá því, að hann
hefði aður verið tekinn 'fyrir
veiðar innan fiskveiðitakmark-
anarma, og hafði það gerzt fyrir
rúmum tveimur árum við Vest-
mannaeyjar, svo að í þetta skipti
er um ítrekað brot hans að ræða.
Hörður Þórhallsson var túlkur
togaraskipstjóranna í réttinum.
Sýndi mikla hæfni í starfi.
í leiðangri þeim, sem Rán var
í þegar hún tók togarana, sýndi
flugmaðurinn, Aðalbjörn Krist-
bjarnarson, mjög mikla flug-
mannshæfileika, er taka skyldi
númerin af togurunum. Stakk
hann sér niður að togurunum á
hinum stóra flugbáti og mun
hafa verið í aðeins 50 feta hæð
ofan við sjávarflötinn til hliðar
við togarana, er hann renndi að
þeim, og tókst þá að sjá númer
þeirra beggja með ljóskastara
flugbátsins. En það var að sjálf-
sögðu aðalatriðið að vita nákvæm
deili á landhelgisbrjótunum. Sem
fyrr segir, lauk yfirheyrslum og
rannsókn málsins í gærkvöldi, og
var talið í gærkvöldi að dómar
myndu ganga fyrri hluta dags í
dag.
ÓLAFSVÍK, 7. des.: — Inflúens-
an hefur verið að stínga sér hér
niður um mánaðartíma. Hefur hún
lagzt fremur þungt á eldra fólk.
Veikin er nú í rénum. Enginn hef
ur látizt úr inflúensunni. — Bj.
Mikhim hafnarframkvœmdum að
l/úka á Akranesi
Þýzku verkfræðingarnir á förum héban
FÉLAGIÐ Habag í Diisseldorf er
nú að Ijúka við hafnarfram-
kvæmdir þær á Akranesi, sem
það tók að sér með samningum,
sem undirritaðir voru snemma á
árinu 1956. I apríl það ár hófst
verkið, og við það hafa síðan
unnið að jafnaði 50—60 heima-
menn og 20 Þjóðverjar, en flest-
ir Þjóðverjanna eru nú á förum
utan.
í tilefni þessa bauð bæjar-
stjórn Akraness blaðamönnum
til Akraness í gær og voru þeim
sýnd mannvirki þessi, en þá fór
fram vígsla þeirra að þýzkum sið.
Það er firmað Hochtief, sem séo
hefur um framkvæmdirnar, en
yfirverkfræðingur er Werner
Volland frá Essen. Verkið skipt-
ist raunverulega í þrennt, leng-
ingu hafnargarðsins, bátabryggju
og bryggju fyrir Sementsverk-
smiðjuna.
Hafnargarðurinn
Hafnargarðurinn hefur verið
lengdur með einu keri um 62 m
og er þá orðinn 377 metrar að
lengd. Ker þetta var keypt 1946
og þurfti að gera töluvert við
það. Kerið hvílir á þriggja metra
malaruppfyllingu, sem er varin
að utan með stórgrýti. Mölin var
flutt með ferju úr Hvalfirði. —
Ferja sú var einnig keypt 1946.
Bátabryggjan
Bátabryggjan var lengd um
fjögur ker, sem alls eru 60 m að
lengd. Við enda hennar hefur svo
verið komið stóru keri, sem not-
að er til skjóls fyrir bátaflotann.
Ker þetta, sem keypt vár 1946,
þurfti að endurbæta, en síðar á
' að flytja það við endann á hafn-
argarðinum. Jafnframt því er
ætlunin að lengja bátabryggj-
una.
Bryggja sementsverksmiðjunnar
Sementsverksmiðjubryggjan er
220 metra löng, en þar af er
grjótgarður 80 metrar. Járnþil
hefir verið sett við bryggjuend-
ann til styrktar. Á bryggjunni
hafa verið byggðar undirstöður
fyrir færibönd og ýmsar leiðslur.
Auk þess, sem bryggjan er ætl-
uð sementsverksmiðjunni verður
hún notuð fyrir bátaflotann og
aðra afgreiðslu í höfninni. Áður
en Þjóðverjarnir tóku verkið aS
sér hafði grjótgarður verið hlað-
inn, endakerinu komið fyrir og
einnig nokkrum kerum öðrum.
Iterin steypt.
í sambandi við hafnargerð
þessa hefir verið reistur kera-
slippur. í honum hafa verið
steypt ellefu ker, þau stærstu
18x12,5 m að grunnfleti og 4,5
m á hæð.
20 milljónir kr.
Við þessar endurbætur hefir
viðlegurúm fyrir skip í höfninni
aukizt mikið. Heildarkostnaður
við framkvæmdirnar er rúmlega
20 millj. kr. Mestur hluti þess
fjár er fenginn frá Habag-félag-
inu, en einnig hefir Akranesbær
og ríkissjóður lagt fram nokkuð
fjármagn.
Eftir að gestir höfðu skoðað
mannvirki þessi bauð Daníel
Ágústínusson, bæjarstjóri, þeim
til kaffidrykkju, en að því loknu
var sementsverksmiðjan skoðuð
undir leiðsögn Jóns Vestdals, for-
stjóra hennar. Var kvöldverður
snæddur þar.
Aðalfundur Heimis
í Keflavík
NÆSTKOMANDI þriðjudags-
kvöld kl. 8,30 verður haldinn
aðalfundur Heimis, félags ungra
Sjálfstæðismanna í Keflavík. —
Fundurinn verður í Sjálfstæðis-
húsinu. Félagar eru vinsamlegast
beðnir að mæta stundvíslega. —
Venjuleg aðalfundarstörf fara
fram á fundinum.
Sfeingrimur Her
mannsson
ÞEGAR sagt var hér í blaðinu í
gær frá skipun Steingríms Her-
mannssonar í stöðu framkvæmda
stjóra Rannsóknarráðs ríkisins,
láðist að geta þess meðal verð-
leika hans, að hann er sonur Her-
manns Jónassonar, forsætisráð-
herra, og er, að sögn Tímans,
einn í hópi „ungra íslenzkra vis-
indamanna". Af vísindastörfum
Steingríms mun rannsókn hans á
tilveru Sameinuðu þjóðanna vera
kunnust. — Menntamálaráðherra
hefur bersýnilega metið það af-
rek verkfræðingsins ineira en vís
indalegt nám hinna umsækjend-
anna.
Friðrik var í 4-5 sæti
er síðasta umferð liófst
FYRRI umferð skákmótsins í
Dallas í Texas átti að ljúka í
gærkveldi, en þá var 7. umferð
tefld. Samkv. skeyti, er USIS
barst í gær hafði Friðrik Ólafs-
son hlotið 3 vinninga að 6. um-
ferð lokinni — og var hann þá
í 4.—5. sæti.
Úrslit 5. umferðar urðu þessi:
Najdorf — Gligoric Vz:V2
Larsen — Friðrik 0:1
Reshevsky — Yanofskí Vz: Vz
Szabo — Evans 1:0
Úrslit 6. umferðar urðu:
Friðrik — Gligoric Vz: Vi
Yanofskí — Najdorf Vi:Vz
Szabo — Larsen V2: Vz
Reshevsky — Evans 1:0
Fundur Áfengisvarn-
arnefndar í Gúlló
ídag
HAFNARFIRÐI: ■— Það er í dag
kl. 4, sem fundur Áfengisvarnar-
nefndar Hafnarf jarðar er, í Góð-
templarahúsinu. Frummælendur
ve.rða þeir Níels Dungal próf'essor,
sem ræðir um tóbaksmál, og Esra
Pétursson læknir, er talar um á-
fengið og skaðsemi þess. Að er-
indunum loknum verða frjálsar
umræður og geta þeir, sem vilja,
■komið með fyrirspurnir til frum-
mælenda. 1 fundarlok verður svo
sýnd kvikmynd.
Eru allir velkomnir á fundinn
meðan húsrúm leyfir. Tilgangur
Áfengisvarnarnefndar með fundi
þessum, er að veita almenningi
fræðslu um skaðsemi tóbaks og á-
fengis, í von um að það mætti
verða til leiðbeiningar í þessum
alvarlegu málum. — G. E. “
í 7. umferð hafði Friðrik svart
á móti Szabo, Reshevsky mætti
Larsen, Najdorf mætti Evans og
Gligoric mætti Yanofskí.
Eftir 6. umferð var staðan
þannig:
Szabo og Larsen 4 v.
Reshevsky 3 Vi v.
Friðrik og Yanofsky 3 v.
Cligoric 2% v.
Evans og Najdorf 2 v.
Týndi
plastplötu
MAÐUR kom að máli við blaðið
í gær og bað um aðstoð þess. —
Hafði hann ekið með plastplötu
á bíl frá Skipasundi niður í Lækj
argötu. Á leiðinni hefur platan
fallið af bílnum og maðurinn
biður finnanda að hringja í
síma 33796.
Tregur afll í Ólafsvík
ÓLAFSVlK, 7. des. Frá Ólakfsvík
eru gerðir út 5 bátar. Stunda þeir
aðallega línuveiðar. Tveir bátar
eru einnig gerðir út á reknetum
á Suðurnesjum héðan og leggja
upp afla í Keflavík. Heimabátun-
um hefur gengið fremur stirt, en
nú fyrir tveim dögum fékk einn
þeirra, Jökull, T lestir í róðri og
er það bezti róður vertíðarinnar.
Var báturinn að veiðum út af
Jökultungu.
Gæftir hafa verið góðar og gef
ið á sjó all flesta daga. Afli hef-
ur verið sáratregur á heimamið-
um eða um þrjár lestir í róðri og
einstaka sinnum komizt upp í
fjórar lestir. Bátarnir reru allir
í dag út í Jökuldjúp og eru ó-
komnir að landi. — Bjarni.
Jólafundur Hvatar á
mánudagskvoldið
Sjálfstæðiskvennjifélagið
Hvöt heldur jólafund sinn ann-
að kvöld, mánudagskvöld. Hefst
liann kl. 8,30 í Sjálfstæðishús-
inu. —■
I>ar flytur frú Ragnhildur
Helgadóttir alþingismaður, á-
varp og séra Þorsteinn Jóliann
esson fyrrverandi prófastur tal
ar uin jólin fyrr og síðar.
Síðan verður kaffidrykkja og
dans.
Félagskonum er heimilit að
bjóða mönnum sínum og öðr-
um gestum með á fundinn. -
Ennfremur eru allar Sjálfstæð-
iskonur velkomnar, enda þótt
þær séu ekki félagsbundnar.
Jólafundir Hvatar liaia jafn-
an verið fjölsóttir og njóta mik
illa vinsælda.