Morgunblaðið - 15.12.1957, Side 4
4
Sunnudagur 15. des. 195T
MORfíVHBr 4Ð1B
Bæta þarf kjör fiskimanna
Sjálfstæðismenn leggja til að sjó-
menn verði undanþegnir tekjuskatti
Á MIÐVIKUDAG fór fram á Alþ.
1. umræða um frumvarp það,
sem 3 Sjálfstæðismenu flytja um,
að fiskimenn skuli undanþegrnír
tekjuskatti. Flutningsmenn frv.
eru þeir Sigurður Ágústsson.
þingm. Snæfellinga og Ilnapp-
dæla, Björn Ólafsson, 2. þingm.
Reykvíkinga og Kjartan J. Jó-
hannsson, þingm. ísfirðinga. —
Sigurður Ágústsson fylgdi frum-
varpinu úr hlaði og mælti á þessa
leið:
Ftsklmenn verði undanþegnir
tekjuskatti
Herra forseti.
Frv. á þskj. 131, sem tekið er
hér til meðferðar, fjallar um að
Siguröur Ágústsson
fella niður tekjuskatt sjómanna,
af þeim tekjum, sem þeir afla
yfir þann tíma, sem þeir eru lög-
skráðir á ísl. fiskiskip á skattár-
inu. Skal þetta gilda jafnt um
þá sjómenn, sem taka kaup í hlut
af afla, sem hinna, sem greitt er
kaup í peningum.
1 greinargerð um málið segja
flutningsmenn m. a.:
Frv. samhljóða þessu var flutt
á síðasta þingi, var afgreitt tii
nefndar, en hlaut ekki frekari
afgreiðslu. Frv. fylgdi þá svo
hljóðandi greinargerð:
Það er alkunna, að fjárskortur
stendur þeim félögum og stofnun-
um, sem í frumvörpum þessum
greinir, einatt fyrir þrifum. Efna
þær því til fjáröflunar af ýmsu
tagi, og hefur það oftast mikinn
kostnað í för með sér. Auk þess
njóta flest þessara félaga og
stofnana styrkja frá ríki, bæjar-
og sveitarfélögum. Flestir þeir.
sem látið geta eitthvað af hendí
rakna, leggja þeim lið. Fullvíst
er, að margur legði fram stærri
skerf, ef hann þyrfti ekki jafn-
framt að greiða opinber gjöld af
þeim tekjum sínum, sem til al-
mannaheilla er varið. Augljóst
er einnig, að væri ofangreindum
aðilum unnt að fá stærri fúlgur
í frjálsum framlögum en verið
hefur, mundi fé þeirra nýtast bet-
ur, þar eð minna yrði um kostn-
aðarsamar aðgerðir til fjáröflun-
ar.
Aðgerðir mega ekki bíða
Eins og fram er tekið í grein-
argerð með frv., verður ekki
lengur hægt af hendi hins háa
Alþingis og hæstv. ríkisstjórnar
að skjóta á frest nauðsynlegum
aðgerðum, til að tryggja sjávar
útveginum nægilegt vinnuafl á
fiskiskipin. Þessi mikilvæga lífæð
þjóðarinnar, má ekki veikjast,
vegna samkeppni frá öðrum at-
vinnugreinum þjóðfélagsins, um
vinnuaflið — atvinnugreinum,
sem sjálfsagt eiga rétt á sér —
en hafa þó ekki jafnríka þýð-
ingu fyrir efnahagslega afkomu
þjóðarinnar og sjávarútvegurinn.
íslenzkar fiskveiðar
Hnattstaða íslands veldur því,
að á sviði sjávarútvegs höfum
vér betri skilyrði til fiskveiða en
flestar, ef ekki allar, aðrar þjóð-
ir. Við strendur landsins eru
aflasæl fiskimið, sem íslending-
ar sjálfir hafa ekki fram til þessa
getað hagnýtt sér sem skyldi.
Hins vegar hafa fiskimið vor ver-
ið öðrum þjóðum gullnáma um
langan aldur. Fyrir stórhug þjóð-
arinnar, hafa þó verið stigin merk
spor undanfarna áratugi í þess-
ari atvinnugrein, bæði til lands
og sjávar, sem hafa orsakað, að
efnahagsleg þróun þjóðarinnar
hefir verið meiri og öruggari á
þessu tímabili, en nokkurn ís-
lending hefði dreymt um fyrir
tveimur áratugum. Skefjalaus
rányrkja annarra fiskveiðiþjóða
við strendur íslands — og þá
sérstaklega á grunnmiðunum,
hefur að sjálfsögðu átt sinn ríka
þátt í því, að sjómenn vorir hafa
oft gengið með skarðan hlut frá
borði. Öll þjóðin treystir því, að
ekki verði langt að bíða, þar til
stækkun landhelginnar verður
framkvæmd. Ég tel þá fram
kvæmd vera mjög aðkallandi oe
að engan veginn megi slá henni
á frest mikið lengur.
1 10. gr. núgildandi skattalaga
er afdráttarlaust tekið fram, að
tekjur þær, sem til greina koma
við skattákvörðun, séu skatt-
skyldar, þótt þeim sé varið til
gjafa. — Frádráttarheimildir
svipaðar þeirri, sem hér um ræð-
ir, eru í skattalögum sumra ann-
arra þjóða og hafa verið um langt
skeið, t. d. í Bandaríkjum Norð-
ur-Ameríku. Hér á landi hafa
slíkar heimildir til þessa aðeins
náð til tiltekinna líknarStofnana
um takmarkaðan tíma.
Hér á landi er mikil uppbygg
ing og þjóðlífið í stöðugri fram-
þróun, en óleyst verkefni blasa
þó hvarvetna við. Mörgum góð-
um málum hefði verið lengra
þokað, ef fjárþröng hefði ekki til
komið. Það hefur oft komið í
ljós, að almennur menningar- og
mannúðaráhugi íslendinga er
mikill. Það væri því sómi íslenzka
ríkisvaldsins að styðja þann á-
huga og lögvernda með því að
skattleggja ekki gjafir fólks til
þessara mála. Sennilega mundi
þá einnig verða unnt að minnka
opinhera styr'ki til þeirra.
Tæplega verður um það deilt,
að sjávarútvegurinn hlýtur enn
um langan aldur að verða sá at-
vinnuvegur, sem sér þjóðinni fyr
ir mestum hluta þess gjaldeyris,
sem henni er nauðsynlegt að hafa
til ráðstöfunar, til kaupa á nauð-
þurftum sínum.
Færeyingar á flotanum
A undanförnum árum hefir
verið reynt að halda í horfinu
með útgerð fiskiskipaflotans með
því að ráða mikinn fjölda er-
lendra fiskimanna, aðallega Fær-
eyinga, á skipin. Á sl. vetrarver-
tíð munu hafa verið ráðin á
fjórtánda hundrað erlendra sjó-
manna á ísl. fiskiskipin — og
munu íslendingar verða að yfir-
færa rúmar 20 milljónir kr. í er-
lendum gjaldeyri, til greiðslu á
tekjum hinna erlendu sjómanna
á þessu ári. Þegar það er svo
haft í huga, að færeysku sjó-
mennirnir, sem ráðnir eru með
sömu kjörum á fiskiskipin og
stéttarbræður þeirra hér heima,
fá mikinn hluta af þessum tekj-
um sínum yfirfærðar í erlendri
mynt — er þar um hlunnindi að
ræða, sem ísl. sjómennirnir fara
gjörsamlega á mis við. Færeying-
arnir fara með sinn aflahlut til
Færeyja — og kaupa þar nauð-’
þurftir sínar fyrir helming þess
verðs, sem stéttarbræður þeirra
verða að greiða fyrir sams konar
varning á íslandi. Á þennan hátt
bera færeysku sjómennirnir mun
meira úr býtum en ísl. sjómenn-
irnir. Það er því ekki að undra,
þó að færeyskir sjómenn vilii
frekar ráða sig á ísl. fiskiskipin
en á fiskiskip annarra þjóða
enda fara þeir ekki dult með þá
skoðun sína.
Kjör sjómanna verri en
annarra stétta
Það verður ekki um deilt, að
útvegsmenn hér á landi gera
betur við sjómenn sína, hvað
ráðningarkjör snertir, en þekk-
ist hjá öðrum þjóðum — og þó
verður erfiðara með hverju ári
sem líður, að manna fiskiskipa
flotann með ísl. áhöfnum. Það
er ekki að ástæðulausu, þó að
spurt sé, hver sé raunveruleg or-
sök þess, að fleiri og fleiri dug-
andi sjómenn hætta að stunda
sjómennsku — og mjög erfiðlega
gengur í mörgum sjávarþorpum
að fá unga menn á fiskiskipin.
Ástæðan fyrir þessari öfugþróun
hjá sjávarútveginum er meðal
annars sú, að ungu mennirmr
sjá fram á það, að ef þeir leggja
fyrir sig sjómennsku, eiga þei’’
í vændum erfiðara og áhættu
samara starf með löngum vinnu-
degi og oft mikið lægri tekjur
en jafnaldrar þeirra hafa, sem
vinna reglubundinn 8 stunda
vinnudag í landi. Þrátt fyrir það,
að ísl. útvegsmenn gera betur
við sína sjómenn, en aðrar þjóð-
ir treysta sér til að gera, verður
að viðurkenna þá staðreynd, að
fiskimenn vorir hafa, þegar á
allt er litið, lakari efnahagslega
afkomu, en þeir menn, sem í
landi vinna. Að sjálfsögðu eiga
Verðhækkanir frá 1955
Að sjálfsögðu eiga verk-
föllin vorið 1955 sinn stóra
þátt í því, að sjómaðurinn unir
nú ver hag sínum en áður. Kaup •
hækkanir, sem þá áttu sér stað
á flestum eða öllum sviðum, hafa
valdið útvegsmönnum stóraukn-
um útgjöldum — og hafa bein
línis orsakað þverrandi getu út-
gerðarinnar til að tryggja sjó-
mönnum lífvænleg kjör. Til að
fyrirbyggja allan misskilning, vil
ég taka það fram, að í sjálfu sér
höfðu breytingar til hækkunar á
launakjörum hins almenna verka
manns ekki veruleg áhrif í þess-
um efnum. En allar hækkanir,
sem sigldu í kjöjfar þessa verk-
falls, á öllum öðrum sviðum —
og sem valdið hafa straumhvörf
um til óheilla fyrir útgerðina,
hafa beint og óbeint valdið því,
að útvegsmenn hafa ekki getað
gert eins vel við áhafnir fiski-
skipa sinna, sun æskilegt og
raunar nauðsynlegt hefði verið
Til sönnunar málflutningi mín-
um, vil eg aðeins benda á eitt
dæmi, að frá því í ársbyrjun
1956 og fram til þessa tíma, hafa
eigendur dráttarbrauta margfald-
að tilkostnað sinn við að taka
fiskibáta upp í dráttarbraut. Er
mér kunnugt um eina slíka drátt-
arbraut, sem hefir á nefndu tíma-
bili fimmíaldað þjónustu sína !
þessum efnum — og telur sig
þar með vera að selja þessa þjón-
ustu sina á sama gjaldi og aðrar
dráttarbrautir gera. Það er ó-
hætt að fullyrða, að aðalmein-
semdin, sem þjáir sjávarútveginn
um þessar mundir, er hinn ört
hækkandi tilkostnaður við rekst-
ur útgerðarinnar — án þess þó
að geta gert sómasamlega við
sjómennina, sem bera hita og
þunga dagsins í sambandi við
þennan rekstur. Það er ekki að
furða, þó margir spyrji: Hvað
veldur því, að svona er komið
fyrir aðalatvinnuvegi þjóðarinn-
ar? Er orsakanna að leita hjá út
gerðarmönnum, að þeir kunni
ekki skil á þessum rekstri? Eða
höfum vér Islendingar lakari sjó
menn en aðrar þjóðir, sem stundn
fiskveiðar? — Eg fullyrði að
þarna sé ekki vandræðanna að
leita. Flestir útgerðarmenn eða
nær allir, hafa fulla kunnáttu til
þessarar starfsemi — og sjómenn
irnir eru án efa mun hæfari til
sinna starfa, en þekkist hjá stétt-
arbræðrum þeirra með öðrum
þjóðum.
Útgerðin þarf að búa við
efnaliagslegt öryggi
Þó að sjávarútvegurinn sé eina
atvinnugreinin í ísl. þjóðlífi, sem
hefir möguleika til að keppa á
erlendum mörkuðum með sölu
sjávarafurða og l>að jafnvel í
harðri samkeppni við aðrar fisk-
veiðiþjóðir — er honum þó mein
að að geta starfað með eðlileg-
um hætti — þar sem hann um
margra ára skeið hefir ekki feng-
ið greitt það verð fyrir afurðirn-
ar, sem sannanlegt er að hafi
verið raúnverulegt framleiðs^u-
verð. Af þessari ástæðu er kom-
ið fyrir sjávarútveginum eins og
raun ber vitni, þó að segja megi,
að síðastl. tvö ár hafi keyrt um
þvert bak í þessum efnum —
þar sem til viðbótar ranglega
skráðu framleiðsluverði — hefir
sjávarútvegurinn átt við þverr-
andi aflabrögð að etja. Á undan-
förnum árum hefir verið sýnd
viðleitni frá því opinbera til að
bæta hið ranglega skráða fram-
leiðsluverð sjávarafurða, með
löggjöf um bátagjaldeyri, fram-
leiðslusjóð og nú í ár með lög-
gjöf um útflutningssjóð. Það
er þó sorgleg staðreynd, að sjáv-
arútveginum hefir ekki með
þessum aðgerðum frá því opin-
bera verið fært að sjá sér far-
borða og hafa því útgerðarmenn
ekki getað bætt kjör sjómanna
sinna, sem þó var aðkallandi, til
að tryggja rekstur fiskiskip-
anna. Það er höfuðnauðsyn, að
tryggja sjávarútveginum þann
mannafla, sem honum er þörf á,
til að geta gegnt því hlutverki
sínu, að sjá þjóðinni fyrir gjald-
eyri, svo að hún geti keypt hin
ar margbreytilegu nauðþurftir
sínar frá öðrum þjóðum. Þegar
þess er gætt, að sjávarútvegurinn
flytur út árlega afurðir, sem
nema 90—95% af verðmæti allra
útfluttra afurða, mætti ölluni
vera ljóst, hvað það er áríðandi
fyrir þjóðarheildina að viður-
kenna nauðsyn þess, að þessum
atvinnuvegi — og þeim einstakl-
ingum sjómönnunum, sem við
hann starfa — sé séð fyrir efna-
hagslegu öryggi.
Sérstakar ráðstafanir eru
nauðsynlegar
Forráðamenn þjóðarinnar hafa
sýnt viðleitni J þá átt, að aulta
fiskiskipastólinn með því að
gera samning um kaup á 12
fiskibátum 240—250 rúml. frá
Þýzkalandi, auk þess sem ráðgert
er að byggð verði 15 botnvörpu-
skip á næstu árum. Allt krefst
þetta meiri mannafla við sjávar-
síðuna, bæði á skipin og til að
vinna að aflanum í landi.
Af reynslu undanfarinna ára
bera margir útvegsmenn kvíð-
boga fyrir vertíðinni, sem á að
hefjast eftir þrjár vikur. Fæstir
útvegsmenn hafa fullráðnar
skipshafnir — og fyrirsjáanlegt
er að útvegsmenn hafa enn þörf
fyrir fjölda erlendra fiskimanna,
til að geta fleytt skipum sínum á
vetrarvertíðinni. Hvernig til-
tekst í þeim efnum er enn óráðið.
En eitt er öllum ljóst, að áríð-
andi er, að reyna á allan hátt að
hvetja unga menn til að taka
raunhæfan þátt í störfum við
þennan atvinnuveg þjóðarinnar.
Verður að sjálfsögðu að leita
ýmissa ráða, til þess að það megi
takast.
Með frv. því, sem hér er flutt,
teljum vér flm. stigið rétt spor
til að glæða áhuga ungra manna
fyrir sjávarútveginum.
Það er von mín, að háttv. alþm.
séu sammála flm. um nauðsyn
þeirra skattfríðinda, sem frv.
fjallar um.
Að lokum lagði Sigurður til, að
frumvarpinu yrði vísað til sjávar-
útvegsnefndar til athugunar. —
Kvað hann að vísu venju, að
frumv. um skattamál væri vísað
til fjárhagsnefndar, en sjávarút-
vegsnefnd hefði enn ekki fengið
neitt mál til athugunar á þessu
þingi og vséri eftir öllum atvik-
um réttara að hún fjallaði um
þetta frumvarp.
Ræða Björns Ólafssonar
Næstur tók til máls Björn
Ólafsson, sem sagði m. a.: Frum-
varpi þessu er ætlað að þvo þann
smánarblett af þjóðinni, að ekki
sé unnt að gera út skip hér á
landi nema næstum annað hvert
rúm sé skipað útlendingi. Ungir
menn ganga af skipunum, af því
að þeir fá hærra kaup í landi
og sjómennskan er erfið og á-
hættusöm. Þeir, sem fara í land
og ráða sig til vinnu sem „hand-
langarar" hjá iðnaðarmönnum fá
um 6500 kr. á mánuði fyrir 10
stunda vinnu á dag og 2000 kr.
meira, ef þeir vinna 12 stundir.
Eru það mun betri kjör en fiski-
menn njóta.
í þessu sambandi er rétt að
minna á, að það er ekki vansa-
laust fyrir íslendinga að sjó-
mannafélögin í Færeyjum gera
nú samþykktir um það, að ekki
skuli farið aftur til starfa á ís-
Björn Ólafsson
lenzkum skipum nema gert sé
upp vangoldið kaup frá þessu ári.
Eg veit ekki, hvort hér er við
útgerðarmenn eða gjaldeyrisyfir-
völd að sakast, en hitt er víst.
að hér er um sérstakan vansa
að ræða, þar sem í hlut eiga blá-
fátækir fiskimenn frá öðru landi.
Á síðasta þingi var rætt um
að hækka verulega skattfrádrátt
sjómanna. Þær ráðstafanir, se.n
stjórnariiðið fékkst þá til að gera,
virðast ekki hafa borið neinn
árangur. Þess verður og ekk.i
vart, að stjórnin ætli að beita
sér fyrir tillögum í þessa átt og
þess vegna er frv. þetta íram
komið. Það leysir að sjálfsögðu
ekki allan vanda, en ætti að geta
orðið til mikils góðs. Sjómenn
vinna mikilvæg störf og ættu því
að búa við betri kjör en aðrir
þegnar þjóðfélagsins.
Að lokinni ræðu Björns
Ólafssonar var frumv. vísað til
2. umræðu. Felld var tillaga
Sigurðar Ágústssonar um að
vísa því til sjávarútvcgsnefnd-
ar,- en ákveðið að vísa því tii
fjárhagsnéfndar.
Gjofii til kirkna og vísinda-
raenningar- og raannúðarsiorfa
verði skattlrjáisar
RAGNIIILDUR IIELGADÓTTIR og Björn Ólafsson hafa lagt til
á Alþingi, að nýju ákvæði verði bætt í lögin um tekju- og eignar-
skatt og lögin um útsvör. Er efni þess það, að heimilt skuli vera
að draga frá skattskyldum tekjum gjafir til kirlcna, svo og félaga
og stofnana, sem vinna að vísindum, menningar- og mannúðar-
málum. Frádrátturinn má þó ekki verða meiri en 15% af nettó-
tekjum gefanda.