Morgunblaðið - 15.12.1957, Side 16
íe.
ugnGVNBi^Ðw
/•:’ 7a i\ /«v.
Sunnudagur 15. des. 1957
••-•-• • 'Trrr^j..
Það er alls ekki eins auðvelt og
jnargir halda, að skrifa bækur fyrir
börn, og því síður að semja ævin-
týri við barna hæfi. Norska skáld-
konan Synnöve G. Dahl kann
þessa list, það sannar þessi litla bók.
Forráðamönnum Bókaforlags Odds
Björnssonar er það sönn ánægja
að fá tækifæri til að kynna
íslenzkum foreldrum og börnum
þeirra verk þessarar ágætu, norsku
skáldkonu.
Þeir foreldrar, sem ekki hafa jafn
mikla ánægju af að lesa þessi fallegu
ævintýri fyrir börn sín, eins og börn-
in munu hafa gaman af að hlusta á
. þau aftur og aftur, geta skilað bók-
inni aftur óskemmdri til forlagsins
fyrir næstu áramót, og munum við
þá endurgreiða kaupverðið!
Bókaforlag Odds Björnssonar
Nýjar
IMORÐRA
BÆKUR
Einar E. Sæmundsen:
Saga um hest og eigendur hans
væri réttnefni á þessari bók. Hestar eiga sinn lífsferil og
sín örlög engu síður en menn. Einar E. Sæmundsen var
rnikill hestamaður, mannþekkjari og skáld. Þess vegna hef-
ur honum tekizt að rita þessa áhrifamiklu og sannfróðu
skáldsögu um sambúð íslendinga við þarfasta þjón sinn
í margar aldir, — hestinn.
Sleipnir er sérstætt verk og fagurt í íslenzkum bókmenntum.
Guðmundur Gíslason Hagalín:
í KILI SSCAL KMRVmm
Minningar M. E. Jessens, fyrrverandi vélskólastióra.
Allir þeir, sem komið hafa nálægt vélum, skipum og
viðgerðum að ótöldum nemendum vél- og stýrimannaskól-
ans, þekkja náið M. E. Jessen. Ákafamanninn, sem fluttist
hingað ungur að árum til þess að kenna íslendingum með-
ferð véla. Jessen man tímana tvenna frá því að menn og
skepnur fældust, er þeir heyrðu mótorhljóð, þar til að nú,
er vélar hafa tekið við vmnu hestsins, að mestu og mað-
urinn stjórnar, léttri hendi afkastamiklum vélum.
Nemendur sögðu að Jessen þyrfti ekki á vélum að halda
við kennsluna, hann léki þetta allt fyrir þá. Hann var kenn-
arinn — bilaða vélin, bullan eða strokkurinn og viðgerða-
maðurinn — og viðgerða vélin, sem gekk mjúkt og létt,
taktíöstum slögum.
Guðmundur Gíslason Hagalín, er viðurkenndasti ævi-
sagnaritari landsms og það hefur ekki brugðizt, að minn-
ingar þær, er hann hefur fært í letur eftir frásögn annarra
hafa borið af. Hann hefur lag á því að láta sagnamann-
inn vera á sviðinu og segja frá, en búningur, hfandi og list-
ræn meðíerð efnisins, er Hagalíns.
IMORÐRI
Jólapottar Hjálp-
ræðishersins
HJÁLPRÆÐISHERINN er nú
þessa dagana að setja út jóla-
potta sína. Þeir eru orðnir kunn-
ir Reykvíkingum og það að góðu
einu. Þeir eru tæki til þess að
gefa mönnum tækifæri til þess að
gleðja þá um jólin, sem eiga
við vanheilsu og fátækt að stríða.
Mörg eru þau gamalmenni,
fátæk heimili og sjúklingar, sem
Hjálpræðisherinn hefir rétt hjálp
arhönd með aðstoð hinna örlátu
Reykvíkinga, síðan hann hóf
starfsemi sína hér á landi fyrir
rúmum sextíu árum.
Þótt ástandið sé betra hér í
bæ, en árið 1895, þá eiga ennþá
mörg heimili og einstaklingar við
bág kjör að búa. Minnizt þess
að Kristur sagði: Það sem þér
gjörið einum af mínum minnstu
bræðrum, það gjörið þér mér.
Stuðlið að því að gleðja hina
fátæku, sjúku og hrumu, núna
um þessi jól, og Guð mun ekki
láta yður fara varhluta af laun-
unum.
Munið eftir jólapottunum þeg-
ar þér eigið leið um miðbæinn.
r
Islenzk koiia
vekiír atliygli
BINNA MANN, sem er íslenzk
kona, gift Bandaríkjamanni, hef-
ur vakið á sér mikla athygli fyrir
margvíslegar blómaskreytingar,
sem hún hefur gert. Hefur frúin
tekið þátt í morgum blómasýning-
um og jafnan fengið hina beztu
dóma fyrir hugmynd ^ríkar og
fagrar skreytingar.
Fyrir skömmu var slcrautmun-
um, sem hun hefur gert, sjónvarp
að um öll Bandaríkin og hefur
henni með því hlonazt hin mesta
viðurkenning.
Binna er dóttir Hendrik Bernd-
sen, kaupmanns í Blóm & Ávextir,
25. NÓVEMBER var til moldar
borinn frá Fossvogi Pétur Jóns-
son frá Tungu, eins og hann var
kallaður hin síðari ár.
Pétur var Skagfirðingur aS
ætt, fæddur að Hamri í Stíflu 16.
ágúst 1877. Ungur fór hann frá
foreldrum sínum að Svaðastöð-
um í Skagafirði, og var alinn upp
hjá Jóni bónda þar til fullorðins-
ára. Þá kvæntist hann Sæunni
Björnsdóttir, og bjuggu þau
mestan sinn búskap að Lamba-
nes-Reykjum í Fljótum. Þau eign
uðust 8 börn, en aðeins 3 þeirra
eru á lífi. Jón búsettur í Borgar-
nesi, Jóhanna búsett í Reykjavík
og Axel búsettur í Ólafsfirði.
Sæunni missti Pétur 1917. Hann
kvæntist aftur árið 1919 Einar-
sínu Jónasdóttir. Þau eignuðust
tvo drengi, og er annar þeirra á
lífi, Bjarni, búsettur í Reykja-
vík.
Margt hefur á daga Péturs drif
ið og mætti skrifa um það heila
bók. En Pétur, kæri gamli vinur!
Þetta á ekki að vera nein meiri
háttar minningargrein, heldur að
eins vildi ég þakka þér fyrir allt
liðið.
Ég het ekki gieymt því, þegar
ég, sem óþroskaður og óharðn-
aður unglingur, kom sem háseti á
hákarlaskip, þar, sem þú varst í
skiprúmi og hve mjög þú hjáip-
aðir mér. Oft og mörgum sinnum
vannst þú mín verk i hvíldartíma
þínum. Taldir í mig kjark í vond-
um veðrum, því aldrei hræddist
þú neitt. Fyrir þetta vil ég þakka
þér, og svo margt fleira.
Einnig vil ég þakka börnum
þínum, Jóhönnu, Jóni og Bjarna,
Kristínu tengdadóttur þinni og
barnabörnum, fyrir alla þá ástúð
og umhyggju sem pau sýndu þér
í veikindum þínum allt fram á
síðustu stund.
Guð blessi þau öll.
Gatnall vinur.