Morgunblaðið - 15.12.1957, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.12.1957, Qupperneq 23
Sunnudagur 15. des. 1957 llORfílJA’nt 4Ð1Ð 23 Dr. Magnús Jónssön Einars saga Ásmundssonar Arnór Sigurjónssom: Ein- ars saga Ásmundssonar. — Fyrra bindi: Bóndinn í Nesi. —— Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs. ARNÓR SIGURJÓNSSON er stór lega fróður um þingeyska menn- ingu aldarinnar sem leið, ag hefur sú þekking komið honum að góðu haldi í ritgerðum og bókum, sem eftir hann hafa birzt. Hef ég ver- ið að vona að hann sneri sér að því að rita um þingeyska menn- ingu geysistóra bók, án þess að taka sér nokkurt annað tilefni. Þessa leið hefur hann -þó ekki val- ið enn, heldur kosið sér Einar í Nesi og sögu hans að tilefni. í þessu verður hver að fara eftir sínu höfði. En ekki er Einar verulega heppilegur fulltrúi, því að hann var einmitt sérstakur og ólíkur sínu umhverfi eftir því sem einstaklingi er mögulegt. Hann er þvei'summaður, og þó vitanlega ekki óháður þeim jarðvegi, sem hann spratt úr. 1 bessu er Tryggvi Gunnarsson miklu heppilegri full- trúi síns tíma og síns umhverfis. Þetta veldur því, að í þessum fyrri hluta ævisögunnar gætir Einars sjálfs næsta lítið móts við umhverfið og „ævisagan" sjálf gengur hægt fram. En höfundur hefur frá nógu að segja og bókin er fróðleg þeim, sem kynnast vilja þessum tíma, og mér finnst hún skemmtileg, eins og annað, sem ég hef lesið eftir Arnór. Fyrsti kafli bókarinnar er um uppruna Einars og æskuár. Rekur höfundur sögu forfeðra hans nokk uð og þó í hófi, sem vera ber. Stappar oft nærri því broslega, þegar ættir eru raktar frarn um siðaskipti og þar leitað einhverra skapeinkenna. Arnór hefur frá- sögn sína á Jóni Kolbeinssyni, langafa Einars í Nesi. Er það freistandi því að ýmis einkehni Einars sýnast búa þar, ’þótt ekki verið fullyrt um erfðina, til dæm- is fíkn Þóris í bóknám og erlend- ar tungur, þó að þjóðsagan geri það allt sögulegra, svo sem um steininn í askinum. Þá er og gam- an að athuga ættarfylgjumar í Birni í Lundi, afa Einars, stríð- lyndið og ðviljann að láta í minni pokann fyrir heldri mönnum, nokkurs konar minnimáttar- kennd, sem birtist jafnvel í upp- reisn gegn Kristjáni br-óður hans, af því að hann fann yfirburði hans. Mér þykir höfundur skeyta of Ktið um að láta skýrt koma fram fæðingardaga og þess háttar, vegna þeirra, sem um slíkt vilja fræðast. Meira að segja verður að leita með logandi Ijósi að því, hve nær sjálf söguhetjan er fædd. Um það er getið sem hreint aukaatriði 1 sambandi við búferlaflutninga foreldra hans og t.d. um fæðingar dag Gísla, hálfbróður Einars með síðari konu Ásmundar, held ég, að ekki sé getið yfirleitt. Þetta er ekki neitt aðalatriði, en fyrir þá, 6em bó'kina nota til frððleiks eða sem heimdld, er mikill fengur í að hafa öll þess háttar vegamerki sem glöggvust. Þessi kafli um forfeður Einars er skemmtilegur og dregur höf- undur upp myndir merks fólks, ekki ósvipað því, sem hann hefur dregið upp í upphafi bókarinnar um hundrað ára sögu samvinn- unnar á íslandi. Að vísu eru þess ar myndir með þeim skemmtilega þjóðsögublæ, sem einkennir ná- lega allan þann fróðleik, sem geng ur um meðal fólksins og er skráð- ur af því, og er athyglisvert, hve lí'kt þetta virðist vera, hvar sem borið er niður. Gamansamar kersknisögur, kryddaður vísum og smellnum tilsvörum. Hér er stofn lslendingasagna. En hvað sem er um þjóðsögublæinn, þá eru hér myndir af mönnum, dregnar en ekki Ijósmyndaðar, og geta því verið hvort sem verkast vill, lík- ari eða ólíkari en ljósmyndir. Er vel að þessum sögum sé haldið til skila og oft munu þær vera sann- ari en líkræður eða Andvara- greinar, sem því miður verður oft-1 ast að leggja að jöfnu, báðar góð ar en oftast án skugganna. Hér eru þessar sögur því gagn- legri, sem þær varpa ekki svo litlu ljósi á þann, sem frá skal segja. Og þegar um Einar í Nesi er að ræða, hefur blóðið ráðið meiru en uppeldið. Fara og litlar sögur af uppeldi Einars aðrar en þær, sem heimilishagir segja frá, og heim- ilið er alveg eins og norðlenzk efnaheimili í sveit voru á þessum tímum. Bústörfin taka til sín mest af. tímanum. Bækur eru fáar og helzt notaðar til síns brúks á kvöld vökum, guðsorðabækur og forn- sögur. En áhrifin frá efnaheimil- inu hafa hlaðið undir eðlisein- kenni Einars. Hann er ekki kot- ungur. Já, áhrifin. Menn virðast vera misjafnlega áhrifagjarnir. Flest virðist benda á, að Einar Ás- mundsson hafi farið sinna ferða, og látið annað eiga sig. Þetta kem ur meðal annari. fram í því, að hann sýnist komast í furðulítið samband við þá menn, sem flestir aðrir dáðu mest. Svo er t. d. um Einar og séra Þorstein Pálsson á Hálsi. Og þó dvelst Einar fjög- ur ár á næmustu árunum í nánd við Háls, þegar hann er að nema silfursmíði af Indriða á Víðivöll- um. Það er einnig næsta merkilegt, að Einar, þessi dæmalausi bóka- maður og námshesbur, sem allur virðist vera ein samfelld skynsemi, skyldi ekki ganga menntaveginn, sérstaklega þar sem hann var svo heppinn að hafa sæmileg efni til þess. Verður þetta sjálfsagt aldrei skýrt né skilið, úr því að hinn lærði höfundur þessarar bók ar hefur ekki fundið ástæðuna. Kemur hér ef til vill fnam þessi dæmalausa einþykkni Einars, að vilja ekki vera eins og aðrir. — Hann segir í bréfi frá Kaupmanna 'höfn: „Það er mér mjög fjarri skapi að stunda það, sem ekki má heita annaó en heimska ein og ó- þarfi“. Hver veit nema venjuleg- ur skólalærdómur hafi heyrt þar undir í huga hans á ungdómsár- unum. Aftur á móti getur höfund ur rakið með miklum líkum leið- ina frá Víðivalladvöl Einars til kunningsskapar bans við Magnús Eiríksson og dvalar Einars á Aústurlandi. En í þessum kafla um dvöl Einars við silfursmíða- námið er margvíslegur skemmti- legur fróðleikur um fólk í Fnjóska dal. Er Arnór farinn að umgang- ast það rétt eins og hann hefði verið samtíðarmaður þess. Svo fer Einar utan 19 ára og þá kastar fyrst tólfum um einþykkni hans. 1 hinu fjöruga lífi landanna í Kaupmannahöfn virðist Einar einangraður. Hann farðast þá leið, sem nálega allir gengu þar, að komast í kunningsskap við Jón Sigurðsson, og virðist hann hafa 'haldið því striki áfram, þv; að eng in bréfaviðskipti hafa farið þeirra milli svo vitanlegt sé. Er þetta merkilegra fyrirbrigði en í fljótu bragði er unnt að skýra — nema með þessu sama, að Einar forðaðist þá, sem hæst gnæfa. Næst er sagt frá dvöl Einars á Austurlandi. Og þar nær höf- ■undur sér vel upp að lýsa því ágæta mannvali á Fljótsdalshéraði og þeim frelsisanda, sem þar var þá uppi. Er óhugsandi annað en Einar hafi þar orðið fyrir öllum þeim áhrifum, sem hann gat orð- ið, en fáar sögur fara þó af því. Yar ekki nóg með, að Eiinar væri í návistum við þessa ágætu menn og tæki þátt í frelsishreyfingun- um þar, heldur varð hann og t mgdasonur einhvers ágætasta manns héraðsins, séra Guttorms Pálssonar í Vallanesi og svili þeirra nafntoguðu manna Gísla Hjálmarssonar læknis í Brekku og séra Sigurðar Gunnarssonar, sem oftast er kenndur við Hallorms- stað. Varð hann sérstaklega hand genginn séra Sigurði, ferðaðist með honum víða um landið og vann með honum. Tekst höfundi hér sem víðar, þar sem hann dreg ur upp myndir frá þessum tímum, ágætlega að sýna menningaráhug- ann og þann eindregna frelsis- anda gegn hvers konar fjötrum og erfiðleikum, sem uppí var víða um landið á þessum tímum, áður en harðindin eftir miðja öldina slógu margt af því til jarðar. Og enn kemur hér fram þetta sama einkenni Einars. Hann virðist sneiða hjá mesta höfðingjanum, Gísla Hjálmarssyni. Segir og höf- •undur hér það, sem vafalaust hefði mátt \íða segja um Einar: --------„þrátt fyrir hlédrægnina þoldi Einar illa að standa í skugga af manni, sem honum fannst sér miklu öflugri". Hefur það líklega verið óbætanlegt tjón, að Einar @ekk ekki skólaveginn og dró með því úr þairri minnimáttarkennd, sem vafalaust hefur valdið þessu óafvitandi. En hér eystra kemst þó Einar inn í þjóðmálin. Þegar Einar er 25 ára flytur hann í sína gömlu átthaga og byrjar búskap á Þvei'á í Dals- mynni. Og þá koma hans fyrstu, stóru ritgerðir um landsmál í Norðra, að vísu undir dulnefni, en án efa eftir Einar. Þær eru um stofnun allsherjar búnaðarsam- taka og um landsmálafundi o.s.frv. Koma í þessum greinum fram ein- kenni Einars, skýrleiki í hugsun, rólegt ;og sterkt mál og oftrú hans á skipulagningu. Allt er lagt nið- ur nákvæmlega og öllum ljónum rutt úr vegi með rökum. Er eng- inn vafi að hans mikla fyrirmynd er Jón Sigurðsson og greinar í ’Nýjum Félagsritum. Blærinn og málsmeðferð öll er svo svipað. En gallinn á ráðagerðum Einars er hér sú sama, sem ávallt kom fram hjá honum. Hann er of teóretísk- ur, hefur trú á að hver geri sitt verk, fylli sitt pláss, sé liðugt og gott hjól í vélinni. En þar verður, sem kunnugt er, misbrestir á, og á því strandaði, að Einar yrði mik ill forystumaður. Það er því ágæt- lega athugað hjá höfundi síðar, að kunningsskapur og samstarf Ein- ars og Tryggva Gunnarssonar var sérstaklega heppilegt, Einar með hina hvössu greind og skýru skipulagsgáfu og Tryggvi fram- 'kvæmdamaOurinn. Hlaut þó svo að fara að upp úr slitnaði, þegar Tryggvi fór út af „línu“ Einars. Er vert að gæta þess, að í þessu suður-þingeyska umhverf virðist Einar enn sneiða hjá þeim mann- inum, sem ótvíræðasta forustu- hæfileikana hafði, Jóni Sigurðs- syni á Gautlöndum, þó að margvís leg samskipti væru milli þeirra, og er þetta enn sama einþykknin og áður. Hér er svo lýst umhverfi, lands lagi, búskaparháttum, félagslífi og einstaklingum, og er þar margt í stórfróðlegt. Þá er og vandlega 'lýst hinum merku búskaparhátt- um Einars Er Arnór mikill hag- fræðingur og naskur á tölur um tíundir, útsvör og annað, er sýna má hag einstaklings og héraðs. Ýmsir menn koma þar við sögu og þar á meðal engin smámenni svo sem séra Björn Halldórsson í Laufási. Þykir mér hann taka ó- þarflega grunnt í með árinni, er hann talar um sálmakveðskap séra Björns, því að þótt ekki séu sálmar hans mjög miklir að vöxt- um, þá eru þeir og ýmis vers hans í fremstu röð um innileika og form mýkt og þó að sálmur hans „Á hendur fel þú honum“ sé þýðitng, má um hann segja eins og marg- ar þýðingar yfirleitt, að þær eru að verulegu leyti eign þýðandans. Má vera að meira komi í síðari hluta bókarinnar um séra Björn. Þá hefði og verið forvitnilegt að fá meira um séra Jón Kristjáns- son, því að hann hefur dulizt meira en vert væri. En ekki má þó saka höfund um hvort tveggja, að of margt sé inn í ævisögu Einars ofið og þó of fátt sagt af öðrum en honum. Um búskap Einars er mikill kafli og fróðlegur, er sýnir hvort [ tveggja, búskap hans og búnaðar- hætti þessara tíma. Þá kemur næst langur kafli um hákarlaveiðarnar í Eyjafirði, og er satt bezt að segja, að nóg fer að verða af svo góðu, eftir að ævi- sögur Tryggva Gunnarssonar og Einars koma hvor með langar ritgerðir um þetta efni, sem í raun og veru kemur þessum mönnum ekki sérlega mikið við. Svipað má segja um kaflann um síldveiðarn- ar. Væri nær að rita um þessi efni sérstaklega og þyngja ekki ævisögur með þvl, þó að þetta sé í sjálfu sér merkilegt efni. Síðustu kaflar þessa fyrri hluta ævisögunnar eru skemmtilegir og lýsa vel því skapeinkenni, sem hlaut að loka fyrir Einari dyrum að forustuhlutvei'ki, en það er lag hans á því að vera móti almenn- ingsáliti. 1 raun og veru stafar þetta af hvassri hugsun, því að Einar er á undan sínum tíma, sér staklega í trúfrelsismálunum. En hvað sem um það er, hér ei-u fróð- legir og skemmtilegir kaflar um ! upphaf katólska trúboðsins á ls- landi og um Brasilíuferðirnar. — Mun mörgum þykja að þessu bæði skemmtun og fróðleikur og léttir eftir hina löngu hákarlasögu. Einari tókst hér að gera siig óvin- sælan að marki, fyrst með því að verja Magnús Eix-íksson og ,villutrú“ hans og því næst með kunningsskap sínum við andstæðu Magnúsar, katólsku klerkana. En þó er hitt næstum þvi enn furðu- legri saga, hvílíkt geysilegt starf Einar lagði á sig til þess að und- ii'búa flutning Islendinga til Brasilíu — allt út í loftið, htig- smíðar og oftrú á skipulagningu. Hvert smáatriði vann Einar út í æsar, en ekkert af því komst í framkvæmd, vegna þess að hann átti hér við menn en ekki hjól í vél. Arnór Sigurjónsson er svo mik- ill íslenzkumaður, að hann gerir sjálfsagt viljandi að skrifa til dæmis „öðruhvoru“ þótt um mai-gt sé að ræða, að „flytja" í stað flytj ast og svo þetta skrítna orðalag „getur hafa verið“ í stað hefur getað verið. Þetta er notað og því íslenzka og ég notaði þar til mér var bent á það. Síðan hef ég foi'ð- azt þetta orðalag og skil ekki hvei-nig það er hugsað eða til orð- ið. En ekki rneira um það. Það er erfitt að skrifa um hluta af bók, því að ekki er gott að segja, hvernig síðari hlutinn fyll- ir upp í skörðin. En þessi fyrri hluti Einai-s sögu Ásmundss. er fróðleg bók og skemmtileg fyrir þá, er sögu unna. Að henni er mik ill fengur og má með eftirvænt- ingu bíða síðari hluta hennar. Ferðabók Hendersons komin út á íslenzku KOMIN cr út á veguni Bókaverzl- unar Snæbjarnar Jónssona- & Co. liin fræga Ferðabók skozka fræði- mannsins og rithöfundarins Eben- ezers Hendersons, í þýðingu Snæ- bjarnar Jónssonur. Bókin er 502 bls. að stærð, prýdd mörgum mynd um og landabrcfi, sem sýnir ferð'a lög Hendersons um landið, en hann fcrðiiðjst bér á vegum Brezka E. Henderson og crlenda Biblíufélagsins á árun- uni 1814—'15 til að dreifn eintök- um af Biblíunni og Nýja testament- inu meðal landsmanna. Hafði hann vetursetu í Reykjavík og reit þá ireginhluta bókarinnar. Ferðabók Hendersons er lang- merkasta bókin um Island, sem gerð var af útlendingi á síðustu öld. Er þar að finna geysimikinn fx-óðleik um jarðfræði og náttúru landsins, en auk þess er bókin frábær þjóðlífslýsing, enda lofuð af öllum fræðimönnum. Útgáfa bókarinnar á íslenzku er vönduð, en það var fyrir margra lilutu sukir erfiðleikum bundið að fá liana útgefna. Rekur þýðandinn þá sögu alla í formálanum. Hann hafði við lilið sér ýmsa sérfróða menn, mcðal þeirra þá Björgúlf Olafsson lækni, dr. Sigurð Þórar- insson jarðfræðing, sem ritar stutt an eftiriné.a um náttúruskoðarann Henderson, og Magnús Má Lárus- son, sem ritar grcinurgott ágrip af sögu íslcnzku Biblíunnar. Þá er í bókinni fjöldi ncðanmálsgrcina til skýringar, sem þeir séra Jón Guðnason og dr. Björn K. Þórólfs- son liafa að mestu samið. Bókin er skemmtilega skrifuð, og hittir lesandinn á síðum henn- ar ýmsa þjóðfi-æga rnenn, sem gaman er að sjá með augurn hins útlenda Islandsvinar. Hún var þýdd á þýzku á síðustu öltl og birt ist auk þess í megindráttum í dönskum tímaritum. Henderson tók sérstöku ástfóstri við lslax\d og Islendir.ga, sem sjá má m. a. af því, að hann nefndi einkadótt- ur sína Thulia, eftir liinu forna nafni Thule, sem þá var talið eiga við ísland. Kanadískir námsstyrkir Menningarstofnunin Canada Council í Ottawa býður fram námsstyrki til dvalar þar í landi skólaárið 1958—59. Styi'kirnir eru tvenns konar: A-styrkur um $ 5000, auk ferðakostnaðar (ennfremur % ferðakostnaðar eiginkonu, ef um er að ræða). B-styrkur, um $ 2000, auk ferðakostnaðar. A-styrkur er veittur fræði- mönnum og vísindajnönnum. B-styrkur einkum kandídötum og kennunim. Styrkurinn er veittur til náms eða rannsókna í húmaniskum fræðum, listum og þjóðfélags- fræðum. Umsóknir um styrkina skal senda skrifstofu háskólans fyrir 1. janúar n.k. Þangað má og vitja umsóknareyðublaða og nánari upplýsinga varðandi þetta mál. (Frá skrifstofu háskólans). - s. u. s. Frh. af bls. 5 flokkum, sem stjórnað hafa Iiafr arfirði að undanförnu. Þar mun saga liðinna ár endurtaka sig, — nauðsynle og aðkallandi verkefni mun enn bíða óleyst. Þetta eru staðreyndir, ser æ fleiri gera sér nú ljósa grei fyrir, staðreyndir, sem mikl munu ráða um úrslit næstu bæj arstjórnarkosninga í Hafnarfirð Hafnarfirði, 10. des. 1957. Árni G. Finnsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.