Morgunblaðið - 24.12.1957, Síða 2
46
MORGVNRT.AÐ1Ð
Þriðjudagur 24. des. 1957
— Samtal við
Sigurð Nordal
Framhald af bls. 45.
fann síðar, þegar ég kom í ha
skólann, hvað við vorum miklu
betur undir háskólakennslu búmr
en danskir stúdentar. Það gilti
einu fyrir okkur, hvort við lærð-
um í skóla eða utan. Við höfð-
um lært að treysta á sjálfa okk-
ur og það kom sér vel. Danskur
kunningi minn kvartaði undan
því við mig, ekki alls fyrir löngu,
að menntun stúdentanna versnaði
með hverju ári. Ég sagði að þaV
væri vegna þess að skólarnir
færu síbatnandi. Held það sé dá-
lítið sannleikskorn í þvi. Þó má
kannski segja, heldur Nordal á-
fram, að skipti kennara og nem-
enda hafi ekki verið eins og
skyldi á mínum skólaárum. Bil-
ið var of breitt. Bjarni frá Vogi
var sá af kennurunum, sem hafði j
einna helzt lag á að skrafa við
pilta og vekja þá til að hugsa.
Hann kenndi okkur þýzku og
latínu. Latínutímarnir fóru oft í
skemmtilegt rabb um hitt og
þetta, en síðustu tíu mínúturnar
lét Bjarni tafsa, sem kallað var,
— þ. e. a. s. hann lét einhvern
piltanna þýða það, sem okkur
hafði verið sett fyrir. Þar með
var það mál afgreitt! Og þegar
Bjarni lét okkur íesa Faust í 4.
bekk, komust allir í hátíðaskap.
Annars fannst mér, að félags-
skapurinn hafi verið meira virði
en allt annað í skólanum. Það
var mikið lesið, skeggrætt og
orkt. Aðalskólaskáldin voru
Lárus Sigurjónsson og Jóhann
Gunnar og síðar kom Jónas Guð-
laugsson til sögunnar. Þeir orktu
margt vel, einkum fór mikið orð
af Jóhanni sem skáldi, enda orkti
hann flest kvæði sín í skóla, og
er það út af fyrir sig allmerki-
legt.
— En hvað um þín ritstörf á
þessum árum?
— Þau voru mjög lítil, réttara
sagt engin. Það var helzt, að
við Jón Kaldi, sem var bekkjar-
bróðir minn og vinur, skiptumst
á kvæðum í gamni og alvöru, án
þess þó að taka þann skáldskap
of hátíðlega.
— Þér hefur þá ekki dottið i
hug á þessum árum að leggja
fyrir þig skáldskap?
— Nei, aldrei. Mér hefur aldrei
dottið í hug annað en yrkja eitt
og eitt kvæði, eins og allir fs-
lendingar gera og hafa gert. Og
án allra skáldskaparhugleiðinga
fór ég úr skóla og hélt til Hafnar
III Takmarkið — að
kvnnast lífinu
— Takmark? Þegar við höld-
um út í lífið, hljótum við að
hafa eitthvert takmark. Allir
menn eiga sér einhverjar innstu
og hugfólgnustu óskir, hvort sem
þeir gera sér það sjálfir Ijóst
eða ekki og hversu mikið af því.
sem örlögin leyfa þeim að fá upp •
fyllt. En vitanlega breytast þær
eftir aldri og aðstæðum. Ég orð-
aði mitt takmark, eitthvað á
þessa leið, þegar ég var rúmlega
tvítugur og nýkominn í Hafnar-
háskóla: Að kynnast lífinu í öll-
um þess myndum. Þetta var hung
ur og þorsti að þekkja, reyna,
vita, skilja. Ég þekkti þá ekki
það, sem Óscar Wilde sagði á
sama reki, að hann ætlaði sér
að eta af öllum trjám í aldin-
garði lífsins. En ég átti við eitt-
hvað líkt. — Ef til vill hugsa ali
ir unglingar svipað þessu. Ég veit.
það ekki, en ég var undir þetta
búinn af uppeldi og umhverfi,
sem smávíkkaði, Vatnsdalurinn,
Reykjavík, Höfn. Þá var, eins og
ég minntist á áðan, miklu meira
fyrir ungan stúdent að koma til
Hafnar en nú. Við vorum ekki
búnir að taka eins mikið í for-
skot. Að koma á listasöfn, í leik-
hús, heyra hljómleika, óperur, sjá
stórhýsi, skóga, vita um ótæm-
andi bókasöfn o. s. frv. Engin
furða, að maður yrði drukkinn.
— Auðvitað vissi ég ekki, hvers
ég var að óska mér, um hvað
að biðja, hvers virði það var,
en eitt er víst: Eg hef a. m. k
fengið meira af þessum kynnum
en mig óraði þá fyrir eða kunm
að biðja um. — Að vissu leyti
hef ég haldið í þessa hugsun, skal
aðeins taka tvö dæmi. Heim-
spekin, forspjallsvísindin, sálar
fræðin opnaði mér fyrsta Hafnar-
veturinn nýja útsýn. Það ætti að
kenna þessi fræði í menntaskól-
um, jafnvel barnaskólum. En
þegar ég fór að lesa meira, til
dæmis Sören Kierkegaárd fann
ég, hversu skammt þetta náði,
var mér torskilið, fannst eg
standa utan garðs, óþolandi. En
seinna fékk ég að stunda heim-
speki nokkur ár og það var fró-
un, þótt það næði ekki lengra.
Og þegar ég fyrir 6 árum var
beðinn um að verða sendiherra!
Ég hugsaði: Ef til vill, iðrast ég
eftir að segja já, en ég iðrast
áreiðanlega, ef ég segi nei. Þetta
var sem sé alveg ný reynsla
Iðrast ég? Veit ekki ennþá. A
eftir að meta reynslu þessara ára,
en — þetta er eins og um ferða-
lög: hvað sem ferðalaginu sjálfu
líður, er a. m. k. alltaf gaman
að koma aftur heim, ekki aðeins
af því að komast í gamla farið
heldur af því, að maður er að
einhverju leyti sjálfur orðinn
nýr.
— Með svona takmarki í líf-
inu væri vafalaust bezt að vera
efnaður og þurfa ekki að hugsa
um að vinna fyrir sér, og tak-
marka sig, slá af, þrengjast, kúld
ast. Og þó! Það er líka reynsla,
ekki minni þótt dýrkeypt sé. Það
eru til menn, sem eru svo var-
kárir, að þeir Ijá lífsbaráttunni
aldrei fangstað á sér, eins og
laxar, sem alltaf éta af, en bíta
aldrei á krókinn. En það er líka
reynsla, sem fæst ekki öðru vísi,
þótt oft sé — eða af því að það
er — erfitt og andstætt. Og skyld
um má taka á ýmsa lund. Það
er hægt að vera sæmilegur þjóð-
félagsborgari án þess að gera alls
konar borgaralegan hégóma og
hleypidóma að guðum sínum. Og
hægt er að laga störf sín meira
og minna í hendi sér, svo að þa'i
gleypi ekki innstu óskir með húð
og hári, að eiga sér eitthvert tak-
mark þar fyrir utan og svo mik
ið af húmor, að unnt sé að horfa
á lífið eins og sjónleik og taka
það ekki alltof dauðans hátíð-
lega. Maður getur verið með-
hjálpari án þess að bera alltaf
kirkjulykilinn á maganum.
IV Leiðinlevt nám —
Eío’in vötiw
— En Kaupmannahafnardvöl-
in, hún vekui forvitni mína.
— Já, einmitt. Þegar ég kom
til Hafnar, hafði ég tekið þá á-
kvörðun að leggja stund á íslenzk
fræði, en vissi svo sem ekki að
hverju ég gekk. Á árunum 1905
—1906 hófum við fjórir íslenzkir
stúdentar nám í þessari grein,
Andrés Björnsson, Guðjón Bald-
vinsson, og við Jón Sigurðsson
Þegar ég valdi mér þetta nám.
hafði ég það m.a. í huga, að á
þessu sviði væru íslendingar
bornir til þess að vera í farar-
broddi. Og ég skal ekki neita því,
að ég hef sennilega einnig gerc
ráð fyrir því, að þetta væri til-
tölulega létt nám fyrir íslend-
ing. Finnur Jónsson var aðal-
kennari okkar. Hann var mér á-
kaflega góður og mikill vinur til
dauðadags, en kennsla hans var
miðuð við danska stúdenta og
heldur lítið á henni að græða
fyrir okkur. — Þegar ég hafði
verið í Höfn eitt ár, valdi ég
mér Snorra að kjörsviði í þeirri
trú, að allar undirbúningsrann-
sóknir væru af hendi leystar, svo
að hægt væri að snúa sér að hinu
sem ég hafði mestan áhuga á og
vissi, að hafði verið vanrækt,
nefnilega bókmenntagildið. Að
þessum tíma hafði bókmennta
lega hliðin alltaf setið á hakan-
um, þegar fræðimenn fjölluðu
um fornrit okkar. En bjartsýni
mín reyndist því miður á sand'
byggð. Ég sat sjálfur fastur í
frumrannsóknum, eins og dokt-
orsritgerð mín um Ólafs sögu
helga ber með sér. Sem dæmi um
það, hverjum augum fræðimenn
litu á Ólafs sögu, get ég sagt þét,
að Finnur Jónsson benti mér á að
byrja á því að taka kaflana, sem
eru sameiginlegir í Heimskringlu
og Orkneyinga sögu, og bera þá
saman. Mundi þá koma í ljós
hvernig Snorri hefði unnið úr
heimildum sínum. En þetta reynd
ist öfugt, því að það er Orkney-
inga saga, sem sækir til Heims-
kringlu, en ekki Snorri, sem sknf
aði orðrétt upp úr Orkneyinga
sögu.
— En þú hefur h>ft gaman af
þessu námi, þrátt fyrir allt?
— Nei, yfirleitt hundleiddist
mér það. Á málfræðinni hafði
ég litlar mætur, og svo varð að
lesa allan þremilinn til prófs, sern
maður flýtti sér að gleyma sem
fyrst á eftir. Það var eiginlega
mesta furða, að ég skyldi ílend-
ast í þessu. Sennilega hefur það
verið af einhvers konar skyldu-
rækni. Hins vegar held ég það
sé gott fyrir öll fræði, já allt
mannlegt líf, að hafa óánægða
menn innan um. E. t. v. er helzt
von endurnýjunar frá þeim. —
Mér fannst námið leiðinlegt og
ákvað því að reyna að gera það
skemmtlegra fyrir sjálfan mig.
Ég varð að fara mínar eigin göt-
ur. Og það skiptir miklu meira
máli að Snorri er skáld og rit-
snillingur en þótt hann sé sagn-
fræðingur. Mér er nær að halda
að konungasagnahöfundarnir hafi
ekki fyrst og fremst varðveilt
heldur gefið Norðmönnum sögu.
Hvað hefði orðið um þessar sög-
ur, ef þær hefðu verið skrifaðar
í annálaformi. Þá mundi enginn
þekkja þær né hirða um þær. —
En þú vilt fá að vita meira um
Hafnardvölina. Þetta var yndis-
leg borg og minnistæður tími.
Ég gerði það að gamni mínu,
þegar íslenzka stúdentafélagið í
Höfn átti sextíu ára afmæli, að
fletta stúdentatali Bjarna frá
Unnarholti og athuga afdnf
þeirra íslendinga, sem stunduðu
nám við Hafnarháskóla í minm
tíð. Sá ég þá, að aðeins fjórðung
ur þeirra hafði lokið prófi í Höfn
Fannst það gefa dálitla hugmynd
um andann sem ríkti meðal ís-
lenzkra Hafnarstúdenta. Það var
tvennt, sem gerði stúdentalífið
skemmtilegt: Menn gáfu sér góð-
an tíma frá námi, ef það var
nokkurt á annað borð, og svo
skiptust stúdentarnir nokkurn
veginn jafnt á milli margra
greina, svo að í hópnum voru
menn með margvíslegar skoðanir
og áhugamál. Nú eru flestir Hafn
arstúdentar í verkfræði — og all-
ir ljúka námi! — Á námsárum
mínum voru líka nokkrir „eldri
menn“, sem settu mikinn svip
á stúdentalífið, Arni Pálsson,
Jóhann Sigurjónsson og fleiri
Síðar komu til skjalanna tals-
vert yngri menn, sem ég hafði
gaman af að kynnast, m.a.
Tryggvi Sveinbjörnsson og
Sveinn Jónsson, sem álitinn var
mjög efnilegt skáld, en lagði
skáldskapinn síðar á hilluna og
gerðist kaupmaður í Höfn. Þess-
ir menn heyrðu til nýju sénía-
tímabili á íslandi, Sveinn og
Tryggvi höfðu t.d. báðir búið í
Unuhúsi og töldust til þess „is-
lenzka aðals“, sem síðar þótti
ekki ómerkilegt fyrirbæri í okk-
ar þjóðfélagi. Eins og ég sagði
þér, gerðist Sveinn kaupmaður
í Höfn og átti ég því miður ali
mikinn þátt í því stjörnuhrapi.
Það er eina mannsmorð, sem mér
finnst ég hafa á samvizkunni.
Sveinn var ákaflega drykkfelld-
ur og hafði litlum manni að má.
Kvöld eitt kom hann til mín
mjög drukkinn og ákvað ég þá
að athuga hann, enda höfðu fé-
lagar hans áður beðið mig um
að tala um fyrir honum. Ég var
þó ekki ginkeyptur fyrir því að
skipta mér af drykkjuskap
Sveins, en komst ekki undan því
í þetta skipti. Um nóttina lét
ég hann sofa úr sér á dívani mín-
um, og fann, hve herfilega hor.-
um leið, en morguninn eftir fór
ég með hann út í Assistents-
kirkjugarð og sagði honum hrein-
skilningslega að hann væri a
góðri leið með að drepa sig!
Hann kvaðst vita það, og var
svo fastmælum bundið milli okk-
ar, að ég léti Garðlækninn skoða
hann. Síðan var hann sendur á
hæli sumarlangt, en eftir þetta
steinhætti hann að drekka — og
yrkja. Ekki vissi ég til þess, að
Sveinn erfði þetta við mig! En
— hvort íslenzkar bókmenntir
hafa þarna týnt góðu skáldi, það
er annað mál, sem enginn veit.
V Tvenns konar skáld
— Þú spyrð um ritstörfin.
Það er tilviljun, að ég hef lent
í því að skrifa bækur, skylda,
atvinna, ónumin svið, sem varð
að ryðja einhverjar leiðir gegn-
um. Ég hefði vel getað hugsað
mér störf, til dæmis að vera
taugalæknir, þar sem ég hefði
ekki þurft að skrifa neitt nema
fyrir sjálfan mig. Langmest af
því hef ég ekki heldur birt,
Hannesar Árnasonar fyrirlestra
mína, Einlyndi og marglyndi, —
fyrirlestra mína um íslenzka bók-
menntasögu, — allar mínar meir
og minna persónulegu hugleið-
ingar, sem ég hef að mestu leyti
kastað smám saman, — svo að
ég nefni ekki fleira. Það eru til
tvenns konar rithöfundar: Þeir,
sem skrifa til þess að lifa, þ. e.
gera sér eitthvað Ijósara, losna
við það, geta tekið fyrir eitthvað
nýtt eins og ormur, sem skiptir
um ham eða hestur sem geng-
ur úr hárum, — og þeir, sem
lifa til að skrifa, þar sem verkið
er takmarkið, eitthvað fullkomið,
frægt, ódauðlegt eða ég veit ekki
hvað. Tvenns konar viðhorf, —
sem vitanlega sjaldan eru alveg
sérhæfð eða óblönduð á annan
hvorn bóginn. Matthías Jochums
son er ágætt dæmi upp á fyrri
tegundina. Aðalatriðið hjá hon-
um var að yrkja kvæðið og síðan
gat hann gleymt því. Alltaf þeg-
ar Árni Pálsson á Hafnarárun-
um talaði um Matthías Jochums-
son fór hann með þessar ljóð-
línur úr eftirmælum, sem hann
kunni ekki meira af:
Eins og mjöll og sjávarhrönn
um haf
hrundi blóminn kinnum
þínum af.
Viku af viku, nótt og dapran dag
dauðans engill söng þitt vöggu-
lag;
söng og skenkti sárra kvala vín,
söng og spann þitt hvíta dáins-lín
Loks kom heilög hönd,
sem um þig bjó,
heilög rödd er sagði: það er nóg.
Þegar Árni hitti síðan séra
Matthías heima á fslandi spurði
hann gamla manninn um hvern
þetta kvæði væri. Matthías svar-
aði: Elskan mín, það man ég
ekki. Ætli ég hafi ekki orkt þetta
eftir einhvern karlskratta í Hafn
arfirði! Nú má ekki misskilja
þetta, því að þetta voru ekki ljót
orð í munni sér Matthíasar. Þeg-
ar hann sagði til dæmis að ein-
hver maður væri „bráðgáfaður
skratti", var vart hægt að hugsa
sér meira hól af hans vörum.
— Skáldskap! Nú heldurðu að
þú hafir gripið á kýlinu. Ég hef
aldrei orkt nema þegar ég hef
mátt til eða ekki verið til neins
annars fær. Reynsla, sem ég vildi
ekki án vera, eitt smásagnasafn,
eitt leikrit, eitt Ijóðakver prent-
að í 50 eintökum. Því miður eng-
in stærri skáldsaga, þótt ég hafi
haft þrjár í smíðum. Fornar ást-
ir? Þó ég færi að skrifa Fornar
ástir, var það síður en svo vegna
þess, að ég ætlaði mér að vera
skáld. Þetta er allt tækifæris-
skáldskapur. Fyrstu söguna,
„Síðasta fullið“, skrifaði ég 1909.
Hún var eiginlega skrifuð upp
úr ræðu, sem ég ætlaði að halda
fyrir minni Bakkusar í íslend-
ingafélaginu. Hafði krotað niður
nokkra punkta á blað. Við Jón
Kaldi fórum að skemmta okkur
dálítið á skírdag. Vorum alla nótt
ina eins og gengur, en þegar ég
kom heim um morguninn svaf
ég dálitla stund og um kvöldið
skrifaði ég svo söguna upp úr
fyrrnefndu uppkasti. í gamla
daga fannst mér timburmenn
ákaflega frjósamir fyrir ímynd-
unaraflið. Mér finnst það ekki
lengur. „Hel“ skrifaði ég á löng
um tíma, lauk fyrst við hana í
Oxford. Nú, og „Ferðin sem
aldrei var farin“ ég hef aldrei
litið á hana sem sögu. Hún er
hluti af fyrirlestri — í hæsta
lagi dæmisaga. Allur minn skáld
skapur varð til sem breyskleika-
synd, en ekki ásetningssynd, en
þú hefur ekki lært Helgakver og
veizt ekki, hver reginmunur er
á þessu tvennu. Þegar ég gaf
þetta út, vakti fyrst og fremst
fyrir mér að losna við það. Ég
hef aldrei borið við að skrifa
sögu síðan. Annars get ég sagt
þér, milli sviga, að ég hef eigin-
lega aldrei haft algerðan áhuga
á öðru en religión, eins og þú
getur séð af því, að ég hef varla
haft eins milda ánægju af nein-
um ritstörfum og þegar ég skrif-
aði um píslarsögu Jóns þuml-
ungs. En þetta var útúrdúr. Við
vorum víst að tala um skáld-
skap. Það er mjög erfitt að hafa
hann í hjáverkum frá öðrum rit-
störfum. En hann hefur sem sagt
verið mér reynsla og ekkert ann-
að. Ég hef alltaf vitað, að ég
gæti ekki skrifað neitt, sem full-
nægði þeim ýtrustu kröfum, sem
ég gerði til skáldskapar. Og
hvers virði var mér það þá að
leggja lífið í sölurnar fyrir það.
Ég held, að allir eigi að yrkja
eða skrifa einshvers konar skáld-
skap, en guð forði veröldinni frá
því, að það væri allt prentað!
Til hvers lesa menn bækur? Mest
af þeim aðeins til þess að drepa
tímann, gleyma sjálfum sér,
gleyma að lifa. Er ekki furðulegt
að halda sem lengst í lífið og
vera þó alltaf að reyna að losna
við það, drepa tímann, stytta sér
stundir, skemmta sér. Ég er sjálf-
ur feginn að lesa Agötu
Christie í flugvélum og járn-
brautarlestum, en að lesa skáld-
skap, sem bæði er vondur og
leiðinlegur, það tekur út yfir
allan þjófabálk.
— En er þá ekki til góður
skáldskapur?
— Jú, auðvitað er til góður
skáldskapur. Og úr því að hann
heldur ekki aftur af fleirum að
birta sinn vaðal, þá er það, svo
ég tali ekki um verzlunarsjónar-
miðin, annað hvort af því að þeir
hafa aldrei komizt í kynni við
þetta sem bezt er, eða af því að
þeir hafa reynt eitthvað dásam-
legt, meðan þeir voru að bisa
við að yrkja, sem þeir kunnu
ekki að láta í ljós — og eru síð-
an blindir á árangurinn. — Og
nú er ég aftur kominn að marg-
lyndinu. Að kynnast. Að reyna
að eta af öllum trjánum. Hvers
virði er það, auk þess sem eng-
inn kemst yfir það? — Þú lifir
við og við stundir, fáein andar-
tök, þegar þú sérð eins og í þoku-
rofi veruleikann með alveg nýj-
um hætti, þegar gleraugum hug-
mynda, hugtaka, allra venju-
bundinna skoðunarhátta, er
svipt burt og þú skynjar hlutina
sjálfa, eins og þú værir að lifa
sköpun heimsins. Og öll fjöl-
breytni verður einskis virði i
samanburði við þessa undrun og
opinberun. Listin getur hjálpað
til þess að eignast slíkar stundir.
Eitt lítið kvæði, höggmynd, mál
verk og þó framar öllu bygging-
arlist og tónlist. Og þá nær listin
æðsta tilgangi sínum, að sýna
þér í tvo heimannna, hið raun-
verulega bak við blæju hvers-
dagsleikans. En ennþá beinni
leiðir eru til, samband við nátt-
úruna, hugleiðingar, að komast
að kjarna sjálfs þin, sem er hið
eina, sem þú getur þekkt í raun
og veru. — Að komast út úr
myrkviði hversdagsleikans, að
ströndum hins óendanlega. Það
er takmark. Eitt slíkt andartak
er meira virði en öll fjölbreytni
samanlögð, jafnvel þótt þér síðar
finnist þú alla ævi útlagi frá þvi,
sem mestu skiftir í reynslu og
lífi og þótt þú finnir, að þú getir
aldrei fundið orð til þess að lýsa
því.
VI Hvað er að lifa?
Þar sem Sigurður Nordal hafði
sagt, að hann hefði mestan áhuga
á trúarbrögðum, þótti okkur rétt
að láta þetta samtal enda á hug-
leiðingum hans um þau. Hann
sagði:
— Trúarbrögð? Ég get sagt,
eins og þar stendur: Ég trúi, en
hjálpa þú trúarleysi mínu. Ég
skal játa það í dýpstu auð-