Morgunblaðið - 24.12.1957, Qupperneq 3
£>riðjudagur 24. des. 1957
MORGUN BLAÐIÐ
47
mýkt, að sú reynsla sem
ég er sannfserður um að sé
æðsta hnoss lífsins hefur fall-
ið hinum miklu guðsmönn-
um ýmissa trúarbragða í skaut í
ríkari mæli en nokkrum öðrum.
En mín trúarjátning nær ekki
lengra en til þessarar vísu úr
Búnaðarbálki Eggerts Ólafsson-
ar:
Látum oss ei sem gyltur grúfa
gæta þær aldrei neitt á svig
akarn við rætur eikar stúfa,
umhyggjulausar fylla sig;
en uppá tréð þær ekki sjá,
akarnið hvaðan kemur frá.
Eða til 38.—40. kapitulans í
Jobsbók. Ég hef sem sé hærri
hugmyndir um alheimstilveruna
en svo, að ég geti trúað því, að
ég sé æðsta skepna hennar. En
um það, sem er.fyrir ofan mig,
verð ég að játa fáfræði mína og
reynsla mín nær ekki lengra en
til þess^ að leita. — Manfred
Björkquist sagði við mig fyrir
meira en 30 árum, að íslendingar
væru svo miklir trúmenn, að
þeir þyrftu engar kennisetningar,
eða m.ö.o. engin trúarbrögð. Og
það er nokkuð til í þessu. Við eig
um a.m.k. svo mikið af örlaga-
trú og hjátrú, sem kölluð er, að
við hugsum flest eitthvað lengra
en nef okkar nær. Til hafa verið
karlar, sem þrösuðu og fáruð-
ust, ef hnappelda týndist á heim
ilinu eða hrífa brotnaði, en þegar
skip fórust eða bæir brunnu
sögðu þeir ekki orð. Það voru ör-
lögin. Um það var ekki að fást.
Og íslenzkar bókmenntir ailt
frá elztu til síðustu tíma bera
þessu órækt vitni. Nú kann svo
að vera í bili, eins og oft er á
miklum uppgangs- og breytingar
tímum,- að við séum nógu önnum
kafin við pólitik og efnahagsmál
til þess að finna ekki.þörf á neinu
öðru, höfum engan tíma til þess
að staldra við og hugsa um, til
hvers þetta sé allt saman. En að
því kemur, að við förum að
spyrja, hvort við lifum til þess
að eta eða etum til þess að lifa,
— og síðan hvað sé að lifa í raun
og veru. Margar manneskjur
ganga gegnum þrjú þroskastig:
Að vera börn, full af forvitni,
undrun og tilfinningu fyrir dá-
semdum tilverunnar, unglingar, I-
sem kunna svör við öllum spurn-
ingum barnsins, finnst þeir vita
allt, — og æskumenn, sem sjá
fánýti þessara svara og kasta því
frá sér í dáleysi eða fyrirlitn-
ingú að hugsa frekar um þessa
óræðu leyndardóma. Spurningar
eru alltaf í gildi, en að þykjast
geta svarað þeim, er ábyrgðar-
hluti og hættulegt. Guðfræðin
hefur rekizt á það sker að svara
of miklu, svo að menn hafa hætt
að hugsa um leyndardómana bak
við þessi svör og ekki komizt
lengra í leit sinni en að rengja
svörin. Og það fer alveg eins fyr
ir efnishyggjunni, þegar hún
kann sér ekki hóf og ætlar að
skýra það, sem hún nær ekki til.
Það eina, sem við höfum ein-
hver skilyrði til þess að þekkja
beinlínis, sagði pófessor Sigurð
ur Nordal að lokum, er okkar
eigin skynjun og hugsun. Þess
vegna erum við og verðum fram
ar öllu það, sem við hugsum, og
ef við aldrei stöldrum við til þess
að skyggnast inn í eigin
barm, heldur berumst með skynj
unum og lausbeizluðum hugrenn
ingum, eins og strá fyrir
straumi, þá lifum við í eilífri
skuggatilveru. Af öllum synd-
um er sú verst að hugsa ómerki-
lega, enda undirrót allra .ann-
arra. En ég er alveg viss um að
okkur er óhætt að gera okkur
allar þær hugmyndir, sem við
getum gert stórbrotnastar um
þessa furðulegu tilveru, sem við
lifum í. Þær geta þó aldrei verið
nær hinum æðsta veruleika en
sjón gyltunnar er krónu eikar-
innar. En ennþá betra en öll slík
háspeki er ef til vill að taka upp
fyrstu steinvöluna, sem fyrir
þér verður á götunni og spyrja
sjálfan þig: Hvað veit ég í raun
og veru um þessa steinvölu,
þangað til þig sundlar yfir ævin
týrinu að vera til og kunna að
hugsa um að vera til.
Samtalinu var lokið. Við stóð-
um upp og Nordal sýndi mér
nokkur málverk, sem hengu á
veggnum í stofu þeirra hjóna.
Hann benti á þunglyndislega
mynd eftir Jón Stefánsson. Á
henni voru tveir hestar, sem
stóðu á snjóugu hrjóstrinu sunn-
an við Hafnarfjörð. Þeir stóðu
í höm, skjóllausir fyrir nöprum
vindum og horfðu út á sjóinn. —
Tveir heimspekingar, sagði Nor-
dal. Svo kvöddumst við.
R afmagnsverkfœri
V erkfœrakassar
Griptengur
nýkomið
== HÉÐINN =
FAIRBANKS MORSE & Co„ Chicago, U.S.A.
er nafn, sem vert er að muna í sambandi við:
A) OieseSvéSar
til sjós og lands frá 10—3000 ha.
R) Vogir, —
frá stærstu til smæstu
€) DæSur,
allar gerðir.
D) Ljósavéla-samsfæður, Rafala og Rafmótora E) Síldar-Sóndunartæki
E) Sjálfvirkar færibandsvogir (fyrir frystihús)
Einkaumboðsmenn a íslandi:
aa
Co hf.
LækjargÖtu 4
Símaefni AGNAR
Símar 17020 & 13183