Morgunblaðið - 24.12.1957, Blaðsíða 4
48
MORCUN BLAÐIÐ
Þrlðjudagur 24. des. 1957
Hvers vegna er gaman að vera kona ?
ÞEGAR mér datt í hug að senda
spurninguna „Hvers vegna mér
þykir gaman að vera kona' til
nokkurra kvenna hér í bæ, kom
mér til hugar að undirtektir yrðu
svo lélegar sem raun hefir á
orðið. En af 7 konum, sem fengu
bréfið svöruðu aðeins tvær.
Ég fór svo að velta spurning-
unni fyrir mér sjálf. Ég komst
að þeirri niðurstöðu að það er
nú bara býsna erfitt að svara
henni, eins og segir í svari Þór-
unnar hér á eftir. Maður veit
ekki hvers vegna hitt eða þetta
er gaman, það er það bara.
Og svo er það annað, sumum
konum finnst alls ekki gaman
að vera konur, og þær hálfgert
fyrirverða sig fyrir það og vilja
ekki segja frá því. Ég man eftir
því þegar ég var „lítil“, þá lang-
aði mig svo sannarlega ekki til
þess að verða „kona“. Ég vildi
miklu heldur vera bara maður
Og þegar við krakkarnir í sveit-
inni fórum í „mömmuleik“ þá
„pantaði" ég alltaf að vera
„pabbinn". Hann hafði það alltaf
svo rólegt, fór í vinnuna sína
(suður fyrir vegg í sólbað) á
meðan ,,konurnar“ á heimilinu
voru að baka drullukökur og
elda grauta og gæta barna og
þvo þvottana. Ég var hæst
ánægð, það var svo inniiega
amsturslaust að vera maður í
vinnunni sinni!
En þetta breytist eins og allt
þegar árin færast yfir mann. Nú
vildi ég ekki skipta um hlutverk
við manninn minn, þótt ekki
væri nema vegna þess að ég
væri þess fullviss að hann myndi
ekki halda sínum sálarheill eftir
að hafa hugsað um heimilið í
heilan dag (24 klst.). Allt það
amstur sem er á einu heimili á
meðan börnin eru lítil og jafn-
vel sérlega erfið, — það er ekki
fyrir nokkurn karlmann að
standa í því.
Og einnig fyndist mér ég ekki
fá eins skemmtileg laun fyrir
starfið ef ég ynni fyrir heimil-
inu. Er ekki skemmtilegra að fá
ánægjuna af því að hafa hugsað
um heimilið og elsku barnanna
sinna, heldur en umslag með
peningum og kvittunum fyrir
skatti?
Og jafnvel þótt konan hafi
ekkert unnið sér til frægðar
heldur en að ypr-a „kona“, þá
finnst mér hún geti verið stolt
af því. Hún er þá systir þeirrar
manneskju, sem hefur verið dáð
mest af öllum i heimi hér. Sú
sem ég á við er auðvitað engin
önnur en María mey, sem gaf
okkur jólabarnið. Þegar þannig
er litið á málið má segja að það
sé konu vegna sem við nú höfum
heilög jól.
Og þegar við lítum á mann-
kynssöguna þá bera nöfn kvenna
oft hærra en nöfn karlmannanna,
þótt segja megi að engin kona
sé virkilega kona, nema hún hafi
karlmanninn sér við hlið.
Nú skulum við líta á hvað
þessar tvær ungu hugrökku kon-
ur segja í svari sínu við spurn-
ingunni minni góðu.
i kenna því það bezta og fegursta.
Með góðu uppeldi barnsins legg-
ur konan hornstein að framtíð
mannkynsins. Og einmitt þessu
starfi konunnar fylgir mikill
unaður. Hvað er yndislegra, en
finna litla barnshönd í lófa sér,
finna að barnið treystir manni
og reiðir sig á mann í einu og
öllu.
Að afloknum vinnudegi sækir Þórunn börn sín, Sigurð og
Áslaugu, í Laufásborg. Ljósm. Mbl. var nærstaddur.
Hvað er yndislegra en að
finna barnshönd í lófa sér
Þórunn Benediktsdóttir er
einnig 24 ára að aldri, vinnur á
skrifstofu vélsmiðjunnar Ham-
ars. Á hverjum morgni fer hún
með börnin sín tvö á dagheimilið,
þar sem hún geymir þau á meðan
hún vinnur fyrir daglegum þörf-
um þeirra.
Er mér barst þessi spurning
„Kvennasíðunnar", „Hvers vegna
mér finnst gaman að vera kona“,
komst ég sannarlega í mikinn
vanda með svar.
Það er nú einu sinni svo, að
maður gerir sér sjaldnast grein
fyrir, hvers vegna hitt og þetta
er skemmtilegt. Það er bara svo.
Að vera kona er að mínum
dómi heilt ævintýri. Karlmenn
vilja gjarnan halda því fram, að
konan sé þeim óæðri vera. Til
sönnnunar máli sínu benda þeir
á veraldarsöguna, sem full er af
frásögnum afreksverka kyn-
bræðra þeirra. Karlmenn gera
sér sjaldnast grein fyrir, að bak
við flest stórmenni sögunnar
stendur — kona. Kona, sem örv-
ar til dáða og framkvæmda.
Kona, sem huggar og hjálpar,
Kona, sem skapar heimili, þar
sem maðurinn getur leitað at-
hvarfs í stórviðrum viðburðanna.
Veigamesta hlutverk konunn-
ar er að ala manni sínum börn,
og það er sannarlega ekki auð-
velt hlutverk. Á þvi starfi að
búa barn sitt undir lífið, hvílir
mikil ábyrgð. Það verður að
Ja, náttúrulega er ekki alltaf
jafn gaman að vera kona. Allar
mæður kannast við, þegar bless-
aðir englarnir taka upp á því að
snúa nótt og degi við. Þá er
stundum erfitt að mæta með bros
á vör við morgunverðarborðið!
En nýtur maður ekki einmitt
gleðinnar í enn fyllri mæli, þeg-
ar skin og skúrir skiptast á?
Þórunn Benediktsdóttir.
„Eitl ríi úr mannsÍBS síðn, nnnað
ekki, en ekkert rif ég skenunti-
legrn þekki“
Frú Erla Ólafsson Gröndal er
ung að aldri, ekki nema rétt 24
ára gömul. Hún giftist á s. 1.
vori Þóri Gröndal, skrifstofu-
manni. Erla hefur það eins og
margar ungar konur í dag, hún
vinnur utan heimilisins. Er hún
giftist var hún flugfreyja hjá
Loftleiðum en nú vinnur hún á
skrifstofu O. Johnson & Kaaber.
Lifsviðhorf hennar er dæmigert
fyrir ástfangna konu, sem er
hamingjusöm í hjónabandinu.
Hún segir:
★
JA, hvílík spurning! Ég held satt
að segja, að ég hafi ekki fram að
þessu verið spurð svo erfiðrar
spurningar. Annars hef ég aldrei
hugsað neitt nánar út í það, hvers
vegna mér þykir gaman að vera
kona. Mér hefur bara alltaf þótt
það, og aldrei viljað vera neitt
annað, enda sennilega ekki átt
þess kost. En hvað er konan í
rauninni, og hvaðan er hún kom-
in í upphafi? Jú, jú eins og í
kvæðinu hans Halldórs Gunn-
laugssonar stendur: „Eitt rif úr
mannsins síðu, annað ekki“. í
sköpunarsögunni segir, að Guð
hafi gert Adam af leir, en Evu,
frummóður okkar allra, úr einu
rifi Adams til þess að vera hon-
um til gagns og gamans um aldur
og ævi, ala börn hans (með kvöl-
um þó, vegria þess að hún lét
hann borða eplið) o. s. frv. Þetta
er nú engin samábyrgð, sem Guð
almáttugur í upphafi lagði 'kon-
unni á herðar, en erfið verkefni
eru alltaf skemmtilegust, ég tala
nú ekki um, ef vel tekst að leysa
au af hendi. Eiginkona, húsmóð-
• og móðir — þetta er lokatak-
íark — ég held mér sé óhætt
ð segja — allra kvenna, og hvað
etið þið, kæru meðsystur, hugs-
ð ykkur skemmtilegra en þetta?
- að ég tali nú ekki um, að ná
-ettu takmarki, því það hlýtuv
ið gleðja okkur allar.
Hinsvegar er margt annað hægt
fyrir okkur konurnar að gera til
gamans, bæði fyrir og eftir heil-
agt hjónaband, en stjana við
Adam, enda eru nútíma Adam
og Eva ekki eins. háð hvort öðru
og hin fyrstu Adam og Eva
voru, sem ekki höfðu neinar með-
manneskjur til að tala við — og
um — og hafa gaman af. Og eins
og segir í Háva málum: „Maður
er manns gaman“.
Nú til dags gefast okkur konum
svo ótalmörg tækifæri til að sýna,
hvað í okkur býr annað en að
vera Adam til dýrðar enda er nú
frjálsræði okkar orðið svo mikið
á öllum sviðum, að við getum
tekið að okkur flest þau störf
önnur, sem okkur langar til, jafn
vel störf, er hið sterka kyn — þ.e.
karlmenniriiir hafa íengi álitið
sig vera einfæra utn að vinna.
Mörgum manninum hefur líka
orðið það á að líta þetta frjáls
ræði Evu og áhrifamikla þátt-
töku hennar á öllum sviðum hálf
gerðu hornauga, og tundist púu
í rauninni vera að troða sér þar,
sem hún ætti alls ekki að vera,
eða er ekki svo?? En er þetta nú
ekki skemmtilegt? Konur hafa
alitaf stjórnað körlunum sínum
að einhverju leyti (Nota bene:
en það verður að gerast þannig,
að þeir verði ekki varir við það
sjálfir-!) og hafa einmitt mjög
sterk áhrif á athafnir þeirra og
skoðanir, framkvæmdir þeirra og
ákvarðanir. Enda hefur margt
verið skrafað og skrifað um kon-
ur stórmenna, bæði fyrr og nú,
sem eiginlega voru potturinn og
pannan í öllu saman, — eins og
vera ber, þar eð sköpunarsagan
segir, að Drottinn hafi myndað
konuna úr rifinu til þess að hún
yrði „meðhjálp" Adams. Sem
sagt, hvort sem Adam líkar betur
eða verr, þá er þetta nú einu
sinni hlutverk okkar kvenna. Ég
held nú svona persónulega, að í
laumi þá sé Adam þetta ekki eins
leitt og hann vill vera láta, og
Erla við ritvélina
honum líki þetta fyrirkomulag
bara vel, samanber áðurnefnda
vísu í kvæðinu hans Halldórs
Gunnlaugssonar, sem byrjar
svona: „Eitt rif úr mannsins síðu
og annað ekki“ en heldur svo á-
fram: „en ekkert rif ég skemmti
legra þekki". Mér þykir Halldór
í þessari vísu hafa komist sérlega
vel að orði, og lýsir hann mjög
vel áliti karlmanna á okkur kon-
um, — og ég get ekki annað en
verið honum sammála, er hann
segir „en ekkert rif ég skemmti-
legra þekki“.
(Það væri synd að segja, að mað-
ur væri ekki ánægður með sjálf-
an sig og það að vera kona!!!)
Erla Óiafsson, Gröndal.
Sifellt káf barnsins angrar ekki smiðinn, sem er einstakur
skapstillingarmaður.
Veilkleiki þeirra er
styrkleiki þeirra
EINS og ég sagði í upphafi ætl-
aðist ég til að fá fleiri svör til
birtingar heldur en tvö. En það
varð sem sé ekki og ég lenti í
hreinustu vandæðum hvernig ég
ætti að fá einhver fleiri sjónar-
mið,
Er ég var að þusa við smiðinn
sem hefur verið að vinna hérna
heima hjá mér undanfarnar vik-
ur fór ég að segja honum frá
vandræðum mínum á meðan
hann var að negla og skrúfa.
En þessi smiður er alveg ein-
stakur skapstillingarmaður, því
hann skiptir aldrei skapi, jafn-
vel ekki þegar hún yngri dóttir
mín rífur verkfærin úr höndum
hans á meðan hann er að vinna
Framhald á bls. 59.