Morgunblaðið - 24.12.1957, Page 6
50
MORCUNBLAÐIÐ
Þrlðjudagur 24. des. 1957
nærri geta að eitthvað hefir þurft
af tólg til þess að þessu skilyrði
væri fullnægt, svo að ekki hefir
veitt af, að mörklína fengist úr
prestlömbunum.
Árið 1871 eru svo Miklagarði og
Hólasóknir lagðar undir Saurbæj
.arprestakall en úrið 1922 er kirkja
lögð niður í Miklagarði og Saur-
bæjarkirkja látin þjóna fyrir
bæði köllin. Árið 1907 er Saur-
bæjarprestakall lagt tii Grund-
arþinga og hefir svo haldist síð-
an, en prestur var þó í 'Saurbæ
til 1916.
Ég fræðist meira um þessa
litlu torfkirkju. Hér hefur vafa-
lítið staðið til forna glæstara
guðshús að öllum búnaði en nú
er. Sr. Benjamín Kristjánsson seg
ir mér fróðlega og merkilega sögu
um helgun kirkjunnar, en hún
var helguð rómverskum kven-
dýrlingi heilagri Ceciliu meður-
guði. Segist honum svo frá.
Til forna var kirkjan vel búin
að bókum og munum og var þar
langt að kveðin var á brúðkaups-
stefna.
Ekki þorði brúðurin að láta upp
skátt að hún unni Kristi einum,
því að hún var kristin á laun.
Það var því hennar ráð að hún
fastaði ferdægur og sexdægur og
kallaði á helga engla í bænum
sínum, bað postula með tárum
og hét á helga menn að duga sér,
að hún mætti halda meydómi sín
um.
Fór svo brúðkaupið fram með
íjölmenni og við gleði alþýðu. En
hin heilaga Cecilia söng lof einum
guði og mælti í hjarta sínu:
„Verði ósaurgað hjarta mitt og
líkami, að eigi skömmurnst ég“.
Og er þau voru leidd í eina sæng,
hún og brúðguminn, þá mælti
Cecilia:
„Þú minn innilegasti drengur.
Hlutur er sá einn er ég vii segja
þér, ef þú heitir að leyna meðan
ég vil að þú leynir“.
Valeríanus sór að þegja um
þetta. Þá mælti hin heilaga mær:
Hin hundrað ára gamla kirkja í Saurbæ. Sérstæður „fulltrúi“ hverfandi tíma.
(Myndirnar tók vig.)
Saurbæjarkirkja var helgub
dýrÍLngi híjómiistar og hreinlífis
Heimsókn í hrörnandi guðshús
Á NÖPRUM vetrardegi geri ég
ferð mína fram í Saurbæ í Eyja-
firði til þess að skoða íornfáleg-
ustu kirkju er við eigum í Eyja-
fjarðarprófastdæmi, þá einu, sem
hlaðin er úr torfi og grjóti. Ég á
því láni að fagna að hinn lærði og
fróði prestur, séra Benjamín
Kristjánsson á Laugalandi, er
mér til fylgdar og leiðbeiningar.
Leið okkar liggur frá Lauga-
landi fram Eyjafjörðinn austan-
verðan. Förum við því um hlaðið
á Möðruvöllum, en þar er mjög
forn og merk kirkjubygging,
eldri en Saurbæjarkirkja, en að
öllu gerð af timbri.
Að hallandi hinum stutta miðs-
vetrardegi rennum við í hlaðið
við hinn reisulega bæ í Saurbæ.
Fornfáleg kirkjan framan við
bæinn stingur mjög í stúf í við
umhverfið. Þessi sérstæðn bygg-
ing, sem vitnar um fátækt í lífi
forfeðra okkar, á fremur heima
í stórþýfðum túnskika á 19. öld en
rennisléttum nýræktum hinnar
tuttugustu, þar sem vélarnar hafa
tekið við af orfinu og hrífunni.
Þannig er þessi gamia kirkja
eins og dapur einstæðingur horf-
innar kynslóðar sem mænir tóm-
um veðurbitnum augum á hina
hraðfara nútíð án þess að eiga
þess nokkurn kost að fylgjast
með í þeim Hrunadansi.
Umhverfis þessa gömlu kirkju
er lítill kirkjugarðurinn eins og
virki, sem staðið hefir af sér ár-
ásir þróunarinnar. Þar er heilög
jörð og þangað hefir vélakraft-
urinn ekki náð, enda þá hætt við
að gömlu torfveggir kirkjunnar
hefðu lítt staðið fyrir tönn jarð-
ýtunnar.
Við göngum inn í kirkjugarð-
inn í áttina til þessa litla helga
húss þar sem guð hefir verið
ákallaður í hunrað ár. Þekjan er
þur og brunnin svo að torfið er
tjásulegt og gras aðeins á blett-
um. Veggirnir, sem eru víða
sprungnir húsa frá svörtum stöf-
unum svo að sér í gegn frá stafni
til stafns milli þyls og veggjar.
Við komum að hvítmálaðri
hurð milli tveggja lítilla glugga
með hvitmáluðum körmum. Yfir
okkur hanga á stafninum tvær
klukkur, önnur nokkru minni en
hin, en báðar litlar af kirkju-
klukkum að vera. Nú tek ég eftir
því að annar veggur kirkjunnar
er hlaðin úr torfi eingöngu, norð-
urveggurinn, en suðurveggurinn
bæði úr torfi og grjóti. Er sýni-
legt að suðurveggurinn hefir þol-
að ver að sólbakast , staðviðrum
Inn-Eyjafjarðar, enda er frá bví
skýrt er úttekt fer fram í kirkj-
unni tíu árum eftir að hún cr
byggð eða 1868 að þá sé sprung-
inn sujurveggur og þurfi að
hlaða hann að nýju.
Inni er kirkjan hvorki há til
lofts né víð til veggja 14% alin
á lengd, en 7 álnir og 13 þumlung
ar á breidd. Hún er snauð af
skrauti nema lítilli altaristöfu
tveimur ljósakrónum og nokkr-
um kertastjökum. Komið hefir
verið fyrir kolaofni í miðri
kirkju og spillir reykrörið mjög
svip hennar.
Fyrsta úttekt fer fram á Saur-
bæjarkirkju hinn 26. ágúst árið
1858 og er hún því 100 ára á sumri
komanda.
'Séra Einar Thorlacius, mikill
lærdóms-og kennimaður, var í
þann mund klerkur í Saurbæ.
Nokkurri furðu gegnir að hann
skuli hafa látið gera kirkjuna
með torfveggjum, þar sem þá eru
þegar fyrir tvær kirkjur í Eyja-
firði, gerðar úr timbri. Þegar bet
ur er að gáð er þetta ekki eins
undirlegt og í fljótu bragði kann
að virðast. Það mun hafa sýnt
sig þá þegar að timburkirkjunnar
voru mjög kaldar og af þeim sök-
um óvistlegar að vetrinum. Séra
Einar sá því að betra mundi að
hafa gamla byggingariagið þótt
ekki væri jafn glæsilegt hið ytra
en kvelja söfnuðinn úr kulda á
jólaföstunni. Varla hefir fátækt
gengið til að kirkjan var ekki
gerð úr timbri að öllu, því hún
átti allmargar jarðir og ýmis ítök
og eignir aðrar. Jarðir Saurbæjar
kirkju voru auk Saurbæjar Sand
hólar, Krýnastaðir, Háls, Vellir,
Strjúgsá, Rauðhús og Melgerði
og hafði kirkjan 20 kúgildi á þess
um jörðum og auk þess háa land-
leigu. Fátækt hefir því ekki ver-
ið um að kenna, Saurbær var tal-
inn bezta brauð í Eyjafirði hér
fyrr á árum, þótt prestakallið
væru aðeins 12 jarðir og kirkjan
aðeins ein fram á 20. öld. Mikið
búfé fylgdi og staðnum og tók
prestur leigur af kúgildum.
Um 1200 var klaustur í Saurbæ,
en mun hafa staðið stutt. Er getið
tveggja ábóta við þetta klaustur
og var hinn seinni Eyjólfur Halis
son prestur á Grenjarstöðum
merkur lærdónjsmaður. í kat-
þólskum sið eru tveir prestar og
1 djákni í Saurbæ og skyldi
syngja messu á hverjum degi.
Ljós skyldi brenna allar nætur
í kirkjunni frá því á Maríumessu
(8. des.) og til sumardags. Má
Séð inn kirkjugólfiff.
m.a. til Ceciliusaga bæði á latínu
og norrænu. Cecilia var rómuð
mjög fyrir hreinlífi, Hún var af
göfugum rómverskum ættum og
gullbúin fyrir manna augurn en
klædd hærusekk hið næsta sér.
Nú komst hún í mikinn vanda
er frændur hennar vildu gefa
hana aðalsmanni nokkrum er
Valerianus hét. Gekk það svo
Við altari Saurbæjarkirkju. Milli stjakanua standa þjónustubaukar og vínkanna.
„Engill guðs er unnandi minn,
sá er með miklu vandlæti geymir
likama minn, og ef hann finnur
að þú tekur á mér með óhreinni
ást, mun hann þegar reiðast þér,
og þú týna fegurð æsku þinnar.
En ef hann finnur að þú elskar
mig hreinni ást og varðveitir
meydóm minn óspilltan, þá mun
hann elska þig og auðsýna þér
miskunn sína“.
Hann varð hvumsa við og
sagði: .
„Sýn mér unnanda þinn, og
mun ég gera sem þú beiðir ef það
er guðs engill. En ef þú elskar
annan mann mun ég glata bæði
þér og honurn".
Cecilia sendi þá mann sinn til
Urbans biskups, en hann lofaði
guð og mælti:
„Drottinn Jesú Kristur, góður
hirðir. Cecilia ambátt þín þjónar
þér sem spakur sauður, því að
hún sendir til þín brúðguma sinn
spakan sem lamb, er hún tók ólm
an sem hið óarga dýr. Ljúk þú
upp dyrr hjarta hans að hann
neiti djöfli og öllu glysi hans og
skurðgoðum".
Vitraðist engillnn þá Valeria-
nusi.
Cecelia gerði síðan mörg jar-
teikn, jafnvel hér á landi, og leið
sjálf píslarvætti. Hún var leidd
á bál en eldurinn vann ekki á
henni. Þá var fenginn maður til
að höggva hana á eldinum og hjó
hann þrisvar í höfuð henni og
stóð hún þetta allt af sér, en lézt
þó þrem dögum síðar af sárum.
Bein heilagrar Ceciliú hvíla nú
undir háaltari St. Ceciliubasilik-
unnar í Trastevere á Ítalíu.
Hún er einn hinn frægasti
meydýrlingur Rómverja og var
uppi á 3. öld sögð hafa liðið
píslavætti sitt árið 230. Hún er
dýrlingur hljómlistarinnar og þá
einkum kirkjulegrar hljómlistar.
Framhald á bls. 59.