Morgunblaðið - 24.12.1957, Síða 10
54
MORCUNBLAÐIÐ
Þrlðjudagur 24. des. 1957
Spurningar sem vitnið á að
vara:
1. Hvað var klukkan? Dagur
eða nótt?
2. Hvar var brotizt inn?
3. Hvernig var þjófurinn
klæddur?
4. Hvernig gætuð þér þekkt
þjófinn þó hann skipti um
föt?
5. Já, en gæti hann ekki rak-
að af sér skeggið?
6. Hve margir lögreglumenn
voru sendir til að ná í þjóf
inn?
7. Hvað sjást margir aðrir en
lögregluþjónar og þjófur-
inn á myndinni?
8. Og hvað margir kettir?
9. Hver braut rúðuna í bank-
anum?
10. Er tunglið vaxandi eða
minnkandi?
11. Hversu margar hæðir er
húsið þar sem innbrotið
var framið?
12. Hvernig komst þjófurinn
upp á þakið?
13. Eru lögregluþjónarnir
vopnaðir?
14. Hverju hefur þjófurinn
m.a. stolið?
15. Er nokkur verksmiðja í
grenndinni?
16. Hvernig komu lögreglu-
mennirnir til afbrotastað-
arins?
17. í hverju geymir þjófurinn
þýfið?
18. Er nokkur sem aðstoðar
lögregluna við eftirförina?
19. Er nokkur sem sýnir reiði
gegn lögreglunni?
20. Sjást nokkrar konur á
myndinni?
Skákþrautir
A
B
Þruut nr. 10:
Hringferð drottningarinnar
Allir vita hvernig drottningin
í skák getur gengið. Hér er svo
j mynd af „minnkuðu skákborði‘‘.
Skákborð hefur alltaf 8x8--64
reiti, svo „minnkað skákborð"
er ekki til. En hér er samt eitt
slíkt með 7x7=49 reitum. Getið
þér fært drottninguna í 12 leikj-
um þannig að hún hafi farið yfir
alla reiti þess. Hún á að byrja í
reitnum merktum A og enda í
reitnum merktum B.
Þraut nr. 11:
4 riddarar á 9 reitum
Riddararnir mega ekki hreyía
sig nema innan þeirra 9 reita sem
hér sjást og hvítu riddararnir
tveir eiga að skipta um reiti við
svörtu riddarana.
Aldrei mega tveir riddarar
standa á sama reit og riddararnir
mega aldrei standa þannig að
svartur geti drepið hvítan eða
öfugt.
Getið þér annast þessa tilflutn-
inga riddaranna í 8 leikjum þ. e.
8 leikjum hvítra manna og 8 leikj
um svartra?
Þraut nr. 12:
Með 5 drottningar
Þrautin er að koma 5 drottn-
ingum svo fyrir á skákborði að
allra reita skákborðsins sé gætt
af einhverri þeirra (þ.e.) að á
engum reit væri nokkur taflmað-
ur mótherja öruggur um áfram-
haldandi líf ef í tafli væri).-
Til eru margar lausnir á þessari
þraut.
En þessa þraut má líka reyna á
stækkuðu skákborði t.d. sem hef
ur 9x9 = 81 reit. Það eru líka til
margar réttar lausnir á þessum
vanda.
En borðið, má enn stækka í
10x10 = 100 reitir. Er hægt að
láta 5 drottningar gæta allra
reita á sliku borði?
Nei!------en það er hægt að
koma því svo fyrir, að allir reitir
að tveimur undanskildum séu
valdaðir. ( Og þeir reitir teljast
valdaðir sem drottningarnar
standa á). Það skiptir engu máli
með liti reitanna, svo teikna má
svona stækkað skákborð.
(Svör á bls. 23 — blaði I).
E Idspýtnaþrautir
Þraut nr. 13:
Snúið húsinu!!
Á húsinu hér má sjá framhlið-
ina og vinstri gafl þess. Húsið
er byggt úr 10 eldspýtum.
Flytjið til tvær — og aðeins
tvær — eldspýtnanna svo að sjá
megi framhliðina og hægri gafl
þess.
Þraut nr. 14 :
Fimm rétthyrningar
verða að fjórum
Þessar 16 eldspýtur mynda 5
rétthyrninga.
Getið þér flutt til tvær eldspýtn
anna, án þess að snerta nokkra
1
hinna 14, og lagt þær aftur þann-
ig, að eldspýturnar allar 16,
myndi 4 rétthyrninga?
Þraut nr. 15:
Út að baujunum!
I þessari frumstæðu höfn liggja
sex skip, A,B,C,D,E,F. Öll eru
skipin tilbúin þegar merki er
Skipstjórarnir á skipunum hafa
fyrirfram ákveðið siglinguna.
Þeir hafa reiknað hana út
þannig, að siglingaleiðirnar sker-
ast aldrei, því þá er engin hætta
á árekstri.
gefið, að sigla hvert til sinnar
bauju (bauju með sama bókstaf
og skipið ber).
Getur þú lesandi, teiknað sigi-
ingaleið hvers skips þannig?
(Svör á bls. 23 — blaði I).
Eftirfarandi grein hefur
Eiríkur Baldvinsson
tekið saman.
ÞÓ AÐ ALLT sé á huldu um
raunverulegan uppruna spilanna,
er samt talið, að öll eigi þau rót
sína að rekja til Austurlanda.
Það þykir sannað að spilað
hafi verið í Egyptalandi hinu
forna, og í Indalnadi austur
eru til 1000 ára gömul
spil og fundizt hafa regl-
ui um ýmiss konar spil miklu
eldri bæði í Kína og Japan. Til
Evrópu hafa spilin borizt með |
krossförunum, eins og svo margt
annað. Og á öllum þessum öldum
og í öllum þessum löndum hafa
spilin verið dægrastytting og
skemmtan ótal milljóna, þó að
eigi hafi ávallt verið óblandin
ánægjan, enda gekk stundum svo
langt, að spil voru bannfærð af
veraldlegu valdi og kirkjunnar.
Sjálfsagt var orsök þess sú,
hversu með 'þau var farið, en
það var fjárhættuspilið hvað ver-
aldlega valdið snerti og fráhvarf
frá guðsótta og bænahaldi, sem
að kirkjunni sneri.
En allt um það, spilin hafa
breiðzt út um allan heim og til-
brigði þeirra eru óteljandi, en
útbreiddast allra spila er samt
kontrakt bridge enda er það við-
urkennt að standa öllum öðrum
framar að ágæti.
Þó að spil hafi náð síðar út-
breiðslu í Ameríku en öðrum
heimsálfum, hefur þó útbréiðsla
þeirra aukist örar þar en annars
staðar, enda í samræmi við al-
menna skoðun að þar sem annars
staðar sé Ameríka „biggest in
the world“ Og varla mun að
finna annars staðar skýrslur yf-
ir þátttöku og útbreiðslu ein-
stakra spila. Samkvæmt síðustu
skýrslum þaðan er spilað á spil
á 87% amerískra heimila.
Til samanburðar og gamans má
geta þess, að 83% heimila þar
hefur útvarp, 73% rafmagn og
36% síma!
Mest var spilað rommý 49%,
lagðir kabalar 45%, kontrakt-
bridge 44%, poker 37%, aktions-
bridge 34% og pinochle 33%.
Mestu eftirlætisspil kvenna
reyndust vera: Kontraktbridge
47%, aktionsbridge 18% og pino-
chle 11%.
Mestu eftirlætisspil karla:
Kontraktbridge 30%, poker 22%
og pinochle 21%.
Ekki munu vera til neinar
skýrslur né heldur skoðanakönn-
un um spilamennsku hér á Is-
landi og allsendis óvíst er, hve-
nær fyrst var byrjað að spila
hér á landi. Þó að í verzlunar-
skýrslum sé fyrst getið um inn-
flutning spila árið 1864 (þá voru
flutt inn 863 spil), er víst, að spil-
að var hér löngu fyrr, enda er
þeirra getið í handritum frá 17.
öld. í Ferðabók Eggerts Ólafs-
sonar og Bjarna Pálssonar um
miðja 18. öld er getið um, að
meðal alþekktra og gamalla
skemmtana séu spil. Telja þeir
Eggert og Bjarni, að alkort, hand
kurra og trúspil séu einna ís-
lenzkustu spila, en þeir nefna
auk þess styrvolt, imperíál, púkk
og pamfíl. Til viðbótar þessum
spilum minnist Ólafur Davíðsson
á hund, þjófaspil, biðilsspil ým-
iss konar, kóngsspil og púlpas.
Síðar hafa mörg önnur komið til,
og er pikkí eitt hið merkasta
þeirra, en það var mjög algengt
spil í gamla daga. Nú virðist
sem mörg þessara gömlu spila
séu gleymd og þykir því til
gamans rétt að rifja upp eitt
þeirra, en það er
Pikkí
(Piquet)
Spil þetta mun vera franskt að
uppruna og mjög gamalt. Það er
hægt fyrir 2, 3 eða 4 að spila
það og til eru ýmiss afbrigði t.d.
hundraðspikkí (piquet au-cent)
og keisarapikkí.
Upprunalega spilið er tveggja
manna og hér á landi er það
þekktast þannig, og mun s.k.
rubicon piquet hafa almennt ver-
ið spilað, og þó með nokkrum
frávikum á stöku stað. En regl-
urnar eru þannig:
Notuð eru 32 spil frá ás niður
í sjö úr hverjum lit. Gildi spil-
anna er eins og venjulegast er,
ás hæstur síðan kóngur og röð-
in niður í sjö. Allir litir hafa
sama gildi og ekkert tromp er
tii.
Spilarinn lýsir spilunum á
hendi og fær fyrir það eftirfar-
andi tölur:
Sá, sem hefur lengstan lit eða
flest „augu“ í lengsta lit, fær
1 fyrir hvert spil í litnum. (Ef
báðir hafa jafnlangan lit, verður
að telja augun og eru þá 11 fyr-
ir ásinn, 10 fyrir kóng, drottn-
ingu, gosa eða tíu, 9 fyrir níuna
o. s. frv.).
Röð spila í sama lit: Sá, sem
hefur flest spil í röð, fær íyrir
það eftirfarandi tölux:
Að lýsa 90 (Repique): fyrir
að lýsa 30, áður en andstæðing-
urinn hefur nokkuð fengið, fást
60 aukalega.
„Fullt hús:“ fyrir að lýsa öll-
um sínum spilum 50.
í sjálfri spilamennskunni fást
eftirgreindar tölur:
Sé spilað út hærra spili en
níu (sama hvor tekur slaginn
fæst 1.
Slagur, sem tekinn er með
hærra spili en níu, eftir útspil
fæst 1.
Fyrir síðasta slag fæst 1.
Less. Fyrir að taka 7 eða fleiri
slagi fæst 10.
Laskabútur (Capot). Fyrir að
taka alla 12 slagina (en þá fæst
ekkert fyrir síðasta slag og held-
ur ekki fyrir að hafa fengið 7
slagi) íást 40 ef forhöndin fær
þá, en 80 ef gjafarinn fær þá alla.
Að lýsa 60 (Piquet): að geta
talið samtals 30 í lýsingum og
slögum, áður en andstæðingurinn
fær nokkuð, fást aukalega 30.
G J Ö F I N
Sá sem dregur lægsta spil úr
stokk gefur, stokkar fyrst og
lætur forhönd taka ofan af. Gef-
in eru 2 spil í senn, þar til hvor
hefur fengið 12 spil. Þau 8 spil,
sem afgangs eru, leggjast í stokk
í 2 arma, 3 spil í hinum neðri,
en 5 í hinum efri og skulu þau
liggja á hvolfi.
Efri hluti stokksins er fyrir
forhöndina, sá neðri fyrir gjaf-
arann.
Gefa skal til skiptis af spilur-
unum, þar til gefið hefur verið 6
sinnum og þá gert upp. Þegar
gjöf er lokið, taka spilarar spil
= 3
= 4
= 15
= 16
= 17
= 18
= 3
= 14
sín upp á hendina og skipta á
spilum sínum við stokkinn. For-
höndin skal skipta á minnst þrem
spilum og mest fimm. En fyrst
fleygir hann af sér sínum spilum
frá þrem til fimm (hins vegar
má hann, hve nær sem er meðan
á spilinu stendur, skoða þau) og
tekur jafn mörg úr stokknum.
Hann má skoða þau spil, sem
hann kann að skilja eftir af sín-
um stokk.
Síðan má gjafarinn skipta við
stokkinn jafn mörgum spilum og
þar eru eftir samtals, minnst
tveim spilum. Hann fer eins að
og forhöndin en er skyldur að
taka fyrst þau spil, sem forhönd-
in kann að hafa skilið eftir af
sínum hluta stokksins. Eftir skipt
in má gjafarinn skoða þau spil,
sem hann kann að hafa skilið
eftir, en ef hann gerir það, má
forhöndin sjá þau líka, þó ekki
fyrr en hann hefur spilað út í
fyrsta slag.
AÐ LÝSA SPILUM
Hvor spilaranna hefur nú 12
spil á hendi og hefst síðan lýs-
ing spila, eins og það er kallað.
Forhöndin segir, hversu mörg
spil hann hafi í sínum lengsta
lit. Ef gjafarinn hefur engan
jafnlangan lit, segir hann „gott“,
og sá fyrr nefndi skrifar sína
tölu. Hafi gjafarinn aftur á móti
lengri lit, segir hann „það er ekki
nóg“ eða bara „nei“, og lýsir
sínum lit. Sá, er lengri litinn hef-
ur, fær tölu, hinn enga.
Hafi báðir jafn langan lit, skal
telja augun.
Næst er lýst röð í litum, for-
hönd byrjar og sá vinnur, sem
fleiri spil hefur í röð í einhverj-
um lit. Sé tala þeirra spila jöfn,
vinnur sá, er hærra spilagildi
hefur, sé þá enn jafnt, fær hvor-
ugur neitt.
Sá sem vinnur, færir sína tölu
í reikningshaldið ásamt öðrum
lægri spilaröðum, sem hann kann
að hafa, hinn fær ekki neitt.
Á sama hátt er haldið áfram að
lýsa þremur eins eða f jórum eins,
t.d. vinnur sá, sem á 14 (fjóra)
ása, og andstæðingurinn fær ekki
neitt.
Spilarar keppa að því að fá sem
hæsta tölu, bseði með þvi að lýsa
sem mest af spilum sínum og
með því að fá sem flesta slagi.
Þegar sögnum eða lýsingum er
lokið, og þetta fært í reikning-
inn, slær forhöndin út í fyrsta
slag, hvaða spili, sem hann kýs.
Ávallt skal fylgja lit, sé þess
kostur, annars má fleygja í, hvaða
spili sem er. Slagurinn er eign
þess, sem hærra spiiið hefur í
sama lit, og hann spilar aft-
ur út í næsta slag o. s. frv. þar
til öllum spilunum hefur verið
spilað af hendi.
Tölur, sem fást meðan á spiia-
mennsku stendur, skulu taldar
upphátt jafnharðan. Dæmi: Árni
hafði fengið 15 og Bjarni 20 fyrir
lýsingu spila. Árni spilar út
drottningú og telur um leið 16,
hann fær slaginn og spilar út
aftur tíu og telur um leið 17,
Fyrir: Terts = þrjú spil í röð í einhverjum lit
Kvart = fjögur — - — - — —
15 = fimm — - — - — —
16 = sex — - — - — —
17 = sjö - - — —
18 = átta — - — - —
Þrjú eða fjögur eins spil, t.d. þrjá ása, 4 kónga
— Þrjú spil eins .............................*
— Fjögur spil eins...........................: