Morgunblaðið - 08.01.1958, Side 2
2
MORGVWELAÐ ÍÐ
Miðvilcudagur 8. jan. 1958
H rossaútskipun
bönnuð í Reykjavík
Alþjóðaskákmóti unglinga er um það bil að ljúka í Oslo. Meðal þátttakenda á mótinu er einn fs-
Iendingur, Ingimar Jónsson frá Akureyri. Hefur hann staðið sig vel og var um sl. helgi í 2.—I. sæti
Forystuna hafði þá Daninn Svend Haman með 6M> vinning, en Ingimar og Norðmennirnir Sven
Johannessen og Ragnar Hoen höfðu 514 vinning. Ingimar var valinn af Skáksambandinu til þessa
móts, en hann hefur m. a. orðið Skákmeistari Norðurlands (í hitteðfyrra) Á myndinni sést efst
t. v. Kai Nilsen, Noregi tefla gegn Per Stavnum, Noregi. Til hægri að ofan sést Hans Ove Halen,
Svíþjóð tefla við Mákiláinen, Finnlandi. Að neðan sést Ingimar (t. v.) tefla við Biebinger
V.-Þýzkalandi en þá skák vann Ingimar.
Mikið vebarríki og eriiðar sam-
göngur í Suður-Þingeyjarsýslu
ÁRNESI, S-Þing, 2. jan. — Veðr-
átta hefur verið hér umhleypinga
söm um hátíðirnar. Á jólanótt-
ina gerði t. d. afspyrnu suðvest-
an veður með skafrenningi.
Verulegt tjón varð þó ekki í
þessu veðri hér svo vitað sé.
Milli jóla og nýjárs var kalsaveð-
ur með nokkurri snjókomu flesta
dagana og síðustu þrjá dagana
hefur kyngt niður miklum snjó.
í dag er hörkufrost, 16—20 gráð-
ur.
Erfiðar samgöngur
Samgöngur eru nú orðnar erfið
ar um héraðið. Mjólkurflutning-
ar hafa þó gengið sæmilega fram
að þessu á stórum og sterkum
bílum, að mestu hjálparlaust.
Þjóðvegurinn frá’ Húsavík fram
að flugvellinum í Aðaldal var
ruddur í gær, svo og sjálfur flug-
völlurinn en á hann hafði sett
allmikinn snjó.
Kom í góðar þarfir
Kom nú hinn nýi flugvöllur í
góðar þarfir fyrir námsfólk og
vermenn sem um þessar mund-
ir eru á leið til Suðurlands.
Höfðu þrjár farþegaflugvélar
lent á vellinum í dag og fóru
fullhlaðnar farþegum héðan.
Fólksekla
Fólksleysi sverfur nú að bænd-
um hér, meira en nokkru sinni
fyrr. Er nú liðinn sá tími, er
veturinn var eins konar hvíld-
artími þeirra.
Fé fóðurfrekt
Sauðfé hefur verið fremur fóð-
urfrekt í vetur, einkum vegna
þess hve snemma það kom á
hús í haust. Þó hefur verið snjó-
létt lengst af í vetur, eða fram
undir jól. —Fréttaritari.
Stjórnarkjör í Sjó-
mannaíél. Hafnar-
fjarðar
HAFNARFIRÐI — Enn stendur
yfir stjórnarkjör í Sjómanna-
félagi Hafnarfjarðar, en því fer
nú senn að ljúka. í kjöri eru
tveir listar: B-listi, sem skipað-
ur er lýðræðissinnum og studd-
ur af andstæðingum kommún-
ista, og A-listi, sem er listi
kommúnista.
Kosning fer fram í skrif-
stofu félagsins að Vesturgötu
10, og er hægt að kjósa kl.
5—6 síðd. dag hvern.
Listi lýðræðissinna, B-listinn,
er skipaður eftirtöldum mönn-
um: Einar Jónsson form., Krist-
ján Kristjánsson varaform., Hall-
dór Hallgrímsson ritari, Guðjón
Frímannsson gjaldkeri, Kristján
Sigurðsson varagjaldk. Vara-
menn: Hannes Guðmundsson,
Sigurður Pétursson. —■ Trúnað-
armannaráð: Þorvaldur Ás-
mundsson, Þórir Sigurjónsson,
Ágúst O. Jónsson, Sófus Hálf-
dánarson, Ingvar Bjarnason og
Baldur Eðvaldsson. —G. E.
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins
KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
er í Vonarstræti 4, V.R. Skrifstofan er opin frá kl. 10—10
daglega. Símar skrifstofunnar eru 1 71 00 og 2 47 53. Upp-
lýsingar um kjörskrá eru veittar í síma 1 22 48.
Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru beðnir að hafa
samband við skrifstofuna og gefa upplýsingar um þa, sem
verða fjarverandi á kjördegi.
Gúmmíbjörgunarbáfar
AKRANESI, 6. jan. — Á Alþingi
1957 var lögskipað að hver ein-
asti íslenzkur bátur, 5 tonn og
stærri, sem hefur haffærniskír-
teini, skyldi ávallt hafa um borð
gúmmíbát eða báta, sem tækju
alla skipshöfnina. Ég er nú stadd
ur hjá Inga Guðmonssyni skipa-
smið, sem athugar til hlítar í
umboði skipaskoðunar ríkisins
gúmmíbáta fiskiskipaflotans á
Akranesi. Höfum við hér fyrir
framan okkur, einn 10 manna
gúmmíbát, 2 m. í þvermál. Bát-
urinn er kringlóttur, tvöfaldur í
botninn og hliðar hans tveir
gúmmíhringir, hver upp af öðr-
um, auðvitað loftfylltir. Upp af
hliðunum eru 4 bogar loftfyllt-
ir, sem bera uppi hringlaga
vatnsgeymi á þaki. Báturinn er
lokaður með nælontaldi sem
hvílir á bogunum. Bátnum fylg-
ir gasflaska. Með henni má með
einu handtaki dæla bátinn upp
á nokkrum sekúndum. Ingi
skipasmiður telur að slíkur bát-
ur sé öruggt björgunartæki í
sjávarháska. —Oddur.
LÖGREGLAN stöðvaði um há-
degisbilið í gær útskipun á fol-
öldum um borð í þýzkt flutninga-
skip, sem flytja á um 100 folöld
og fullorðna hesta til Hamborg-
ar. Síðdegis í gær, er stjórnarráð-
ið og yfirdýralæknir höfðu geng-
ið í málið, var banninu aflétt. —
Aftur á móti hefur Dýraverndun-
arfélagíð kært þetta til sakadóm-
ara, þar eð í lögum stendur, að
flutningur á hestum milli landa
yfir vetrarmánuðina sé óheimill.
Undanfarið hefur folöldum
þessum verið smalað saman suð-
ur í Fífuhvammi, og er einn
helzti maðurinn í „fyrirtæki"
þessu hrossabóndinn Stefán Jóns-
son á Kirkjubæ.
35—40 folöld komin í lestina
Þegar lögreglan bannaði útskip
un folaldanna í gærmorgun, voru
þar komin í lestina milli 35 og
40. Voru kunnáttumenn brátt
kvaddir á vettvang. Höfuð sjón-
armiðin voru þau, að undanþága
hafði verið veitt fyrir þessum
flutningum með Reykjafossi eða
álíka stóru skipi. Hið þýzka skip,
sem heitir Forma Rass, er aftur
á móti miklum mun minna. Loks
var aðbúnaðurinn í lestinni ekki
talinn nógu góður og traustur.
Bent var og á, að skipið væri létt
mjög, því að ekki ætti að taka hér
aðra hleðslu. Því var þá svarað
á þá leið, að botngeymar skips-
ins myndu verða fylltir, en þeir
taka um 300 tonn. Skipið er 999
tonn.
Yfirdýralæknir kvaddur á
vettvang
Yfirdýralæknir var kvaddur á
vettvang og fleiri menn, og voru
m. a. gerðar kröfur til þess, að
betur yrði búið um hestana í
lest skipsins. Þá var einnig ákveð
Gamalmennaskemmfun
á Akranesi
AKRANESI, 6. jan. — S. 1.
sunnudag gekkst kvenfélagið fyr-
ir gamalmennaskemmtun á
Hótel Akranesi. Séra Jón M.
Guðjónsson og Þórunn Bjarna-
dóttir lásu upp, sýndar voru lit-
myndir, börn sýndu listdans
undir stjórn Soffíu Stefánsdótt-
ur, karlakórinn Svanir söng og
fjöldasöngur var undir stjórn
Sigríðar Sigurðardóttur. Veiting-
ar voru fram bornar og loks léku
Eðvarð Friðjónsson og Ásmund-
ur Guðmundsson fyrir dansi.
Skemmtunin tókst mjög vel.
—Oddur.
Álfadans í Þorfinnshólum
AKRANESI, 7. jan. — Álfadans
og brenna var haldin á þrettánda
kvöld við félagsheimilið í Þor-
finnshólum í Innri-Akranes-
hreppi. Fjöldi fólks streymdi að
til þess að njóta þessarar þjóð-
legu skemmtunar. Á annað
hundrað bílar voru komnir á stað
inn og sumir stórir. Seinustu 40
bílarnir af Akranesi mjökuðust
hægt síðasta áfangann og mynd-
uðu tindrandi ljósrók úti á veg-
inum. Á eftir bilaþvögunni komu
ung hjón ríðandi á hvítum hest-
um, en Ijósaskraut í Þorfinns-
hólum heilsaði gestum.
Kl. 9,40 kveikti brennustjórinn,
Játmundur Árnason, í kestinum,
sem stóð á miðri umgirtri grund.
Fimm mínútum síðar þutu flug-
eldar upp í loftið. Öllum varð
litið til „hólanna“, sem opnuð-
ust, og út gengu 40 prúðbúnir
álfar. Stafalogn var á, svo að
neistaflugið frá brennunni þyrl-
aðist beint í loft upp. Tunglið
sást á gægjum bak við skýja-
þykknið og rofaði aðeins fyrir
stöku stjörnu. Álfarnir gengu
syngjandi í kringum bálið, með-
ið að senda með skipinu ungan
mann, sem er að nema dýralækn-
ingar ytra.
Sjónarmið Dýraverndunarfél. í
máli þessu, er það kærði fyrir
sakadómara, munu hafa verið all
mörg, m. a. það að óhæfa sé að
smala hrossum í stórum stíl um
alllangan veg á þessum tíma árs.
Sé þetta slæm meðferð og hafi
jafnvel sumt af folöldunum í lest
um skipsins borið þess merki, að
þau væru langsoltin, enda hafi
sum virzt kviðdregin.
Á
J dag mun verða haldið áfram
að skipa hestunum um borð í
þýzka skipið, sem láta mun úr
höfn síðdegis, — ef ekki verða
þá frekari tafir á.
Jón J. Maron látinn
BÍLDUDAL, 7. jan. — Þann 2.
janúar lézt hér á 75. aldursári
Jón J. Maron, mætur borgari
Bíldudals, sem mikið hefur kom-
ið við sögu staðarins. Lengi var
hann verkstjóri hér. Hann starf-
aði mikið að sveitarstjórnarmál-
um og var mætur maður.
—Fréttaritari.
Tveir báiar róa
frá Bíldudal
BÍLDUDAL, 7. jan. — Tveir bát-
ar munu stunda línuveiðar héð-
an í vetur. Eru það mótorbátur-
inn Sigurður Stefánsson en skip-
stjóri á honum er Friðrik Ólafs-
son og mótorbáturinn Geysir, en
skipstjóri á honum er Ársæll
Egilsson. Báðir eru um 40 rúm-
lesta bátar. í dag eru þeir að
koma úr fjórða róðrinum á þessu
ári. Afli þeirra hefur verið frem-
ur tregur, þetta 3—4 tonn á bát
í róðri.
Rækjuveiðina hafa tveir smá-
bátar stundað í vetur. Hefur hún
verið sæmileg og gefið konum
og unglingum góða vinnu við að
plokka skelina af rækjunni.
Þriðji rækj ubáturinn hefur ný-
lega bætzt í hópinn. Milli þess
sem rækjan er soðin niður hef-
ur verksmiðjan soðið niður græn
ar baunir. —Fréttaritari.
an logaði á blysum þeirra, en
hurfu svo aftur inn í „hólana“.
Lögreglan af Akranesi var
hálfa aðra klukkustund að greiða
úr bílaflækjunni og margir bíl-
ar runnu út af veginum. Enginn
valt þó um. Bændafélagið gekkst
fyrir álfadansinum og á eftir var
dansað í samkomuhúsinu.
—Oddur.
Söngskemmlun á
Sauðárkróki
SAUÐÁRKRÓKI, 7. jan. — Karla
kórinn Heimir í Skagafirði hélt
söngskemmtun ó Sauðárkróki á
þrettándanum. Fjölmenni var
og söng kórsins vel tekið. Á
söngskrá voru lög eftir erlenda
og innlenda höfunda, þar á meðal
nokkur eftir söngstjórann Jón
Björnsson, Hafsteinsstöðuni. _
Varð kórinn að endurtaka mörg
lög og einnig syngja aukalög.
Að söngskemmtuninni lokinni
var dans stiginn fram eftir nóttu.
—Jón.
U tankjörstaðakosning
ÞEIR, sem ekki verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýslu-
mönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavík
hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkum
sendiráðum og ræðismönnum, sem tala íslenzku.
Kosningaskrifstofa borgarfógetans í Reykjavík er í póst-
húsinu, gengið inn frá Austurstræti. Skrifstofan er opin írá
kl. 10—12 f. h., 2—6 og 8—10 e. h. daglega.
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Vonarstræti 4,
veitir allar upplýsingar og aðstoð í sambandi við utankjör-
fundaratkvæðagreiðslu. Skrifstofan er opin frá kl. 10—10
daglega. Símar: 1 71 00 og 2 47 53. Upplýsingar um kjörskra
í síma 1 22 48.