Morgunblaðið - 08.01.1958, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.01.1958, Qupperneq 6
6 MORCVNfíLAÐIÐ Miðvik'udagur 8. jan. 1958 HIN SUNDRAOA EVRÓPA Mælikvarði '1'195S £YRf*A Gerbylting í landafræðí Evrópu UM áramótin kom fjöldi hinna frægustu landfræðinga saman til fundar á skarfaklettinum Rockall í miðju Atlantshafi. Voru þetta fádæma miklir spekingar, með gleraugu og menntaskalla. Það vakti eftirtekt á ráðstefnu xþessari, að nýjar landmælingar í Evrópu þóttu sanna, að álfa þessi hefur verið teiknuð furðu rangt á landabréf fram til þessa. Nýjustu rannsóknir leiða í Ijós, að landaskipun er allt önnur, en menn héldu. Var samþykkt á Roskall ráðstefnunni að leiðrétta hið bráðasta hinar röngu hug- myndir manna um landaskipun Evrópu. Samkvæmt kenningum nútíma landfræðinga fæst t.d. mjög at- hyglisverð skýring á því, hvers vegna svo illa gengur að sam- eina Evrópu í ein bandaríki. Það stafar af því að menn hafa haft þær röngu hugmyndir af vitlaus um landabréfum yfir álfuna, að Evrópa sé að mestu eitt samfellt meginland. En nú er það komið í ljós að svo er ekki. Nýjustu rannsóknir sýna, að Norðurálfa er öll sundurskipt af höfum og sundum, sem gera samgöngur örðugar. Við skulum nú líta á hinn nýja samþykkta uppdrátt af Evropu, sem birtist hér fyrir ofan, og gera okkur grein fyrir nauðsyn- legustu leiðréttingum landabréfs ins. Austur-Evrópa f gamlá daga gengu menn með þá grillu, að Pólland væri næsti nágranni Rússlands. Nú þekkja menn þá staðreynd að þar er sund á milli, hið svonefnda Tító- isma-sund. Næsta nágrannaiand Rúss- lands og óaðskiljanlegt eins og allir vita er Austur Þýzkaland, en þar hafa Rússar hálfa milljón hermanna og 5000 skriðdreka til að vernda 17 milljónir íbúa. Al- banía er tengd Rússlandi álíka vinsamlegum böndum. Áður var Albanía mjög einangruð, en nú • þykir vissara að staðsetja hana, þar sem Tito nær ekki í hana. Þá er það einnig heppilegt, hve Rúmenía er nálægt hinu rúss- neska móðurríki. Sú uppgötvun nútíma landfræðinga sparaði Rússum mikið af olíuleiðslum. en sem kunnugt er fer öll rúmenska olían til Rússlands. Hefur þessi uppgötvun hraðað frarpkvæmd fimm ára áætlunarinnar rúss- nesku. Ungverjaland ætti að staðsetj- ast austur í Úral-fjöllum vegna hinnar frábæru fangabúðastefnu Kadars. En með því að ungverska þjóðin er haldin hættulegri far- sótt svonefndri „frelsisveiki“ sem kynni að breiðast út um Rússland hafa valdhafarnir kosið að staðsetja þetta vandræðaland sem fjærst hjarta Rússlands. Er það notað sem eins konar brim- brjótur. Eyjar Mið-Evrópu Þá kemur næst að lýsa Titó- isma-sundinu. Jarðfræðilega er þetta heljarmikil jarðsprunga, sem tók að myndast við land- skjálfta á Balkanskaga sumarið 1947. En 10 árum seinna urðu enn skæðari landskjálftakippir norð- ar í álfunni og greindist Pól- land þá frá Sovétríkjunum. er sprungan brast norður eftir. Tító isma-sundið er hyldjúpt, en ekki breiðara en svo, að við og við hafa veikar timburbrýr verið byggðar yfir það. Hluti af þessu eyríki eru hið hlutlausa Austur- ríki. Var það heppilegt til þess að ungversku flóttamennirmr sem áður höfðu flúið til Júgóslavíu gætu flúið til Austurríkis. Einnig er gott samband milli Júgóslavíu og Grikklands. í 'Suðurhafi eru ýmsar eyjar svo sem San Marino, er hefur slitið öllu stjórnmálasambandi við Ítalíu og Suður-Tyrol, sem áður var þrætuepli milli Ítalíu og Austurríkis en hefur nú öð- lazt frið úti á hafi. Milli Póllands og hinnar gömiu Mið-Evrópu er nú hið illviðra- sama Rauðahaf. í því miðju ligg- ur lítil eyja, er nefnist Vestur Berlín. Vegna boðafalla hafsins er eina trygga samgönguleiðin til hennar eftir svonefndri Boft- brú. Ferðamenn ráða Vegna sívaxandi straums þýzkra ferðamanna til Ítalíu hef- ur þótt hentugt að tengja þessi lönd betur saman í anda hins forna þýzk-rómverska keisararík is. Danmörk hefur einnig beygt sig fyrir vilja ferðamannanna og skýrt höfuðborg sína Tivoli. Svissland er hins vegar á öðru „plani“ en öll nágrannaríkin. Gömlu Benelux-ríkin hafa sam einazt Þýzkalandi, en viðhalda þó sterkum þjóðlegum einkenn- um. í staðinn fyrir að höfuð- borgirnar voru áður þrjár Bruss el, Haag og Luxemburg hefur nú verið stofnuð sameiginleg höfuð- borg þeirra er nefnist Bruha- burg. Nýlenda Alsír í Frakklandi liggur borgin Fontainbleau. Þar eru bækistöðv ar NATO. Að öðru leyti hefur Frakkland lítið samband við Evrópuríkin. Fyrir sunnan Frakk land liggur hið glóandi heita Alsír-land, en Frakkland er ný- lenda Alsír. Síðustu ár hafa Frakkar gert ítrekaðar tilraunir til að losna undan áhrifum Alsír, en þetta suðræna ríki hefir merg sogið efnahagslíf þessarar norð- lægu nýlendu sinnar. Skammt fyrir vestan Alsír er Marokko, sem heimtar að fá yfir- ráð yfir spönsku borginni Ifni. En stjórn Francos svarar því til, að Ifni sé spanskt land og sýnir landabréfið það, Franco krefst þess hins vegar að fá brezka svæð ið Gibraltar, en Bretar svara því að Gibraltar sé brezkt land og sýnir landabréfið það einnig eftir að fræðimönnum varð það ljós-t, að Spánn .hafði snúizt við. Það var mjög heppilegt, að Gibraltar reyndist svo nálægt Bretlandi, vegna þess að í sparnaðartilgangi eru Bretar að leggja niður ailar herbækistöðvar sínar sem þeir ekki geta eygt með kíki af Ermar sundsströnd. Eyjar Vestur-Evrópu Vatikanið er eins og menn sjá á miðjum Spáni, enda styðst Franco við vald kaþólsku kirkjunnar. Portugal myndar bandarískan brúarsporð til Spán ar, en Andorra hefur lýst sig óháð Spáni og Frakklandi. Svo komum við aftur norður á bóginn. Norður-frland er að sjálf sögðu tengt fast við Bretland en þar sem írska lýðveldið heldur fast við að það tilheyri líka ír- landi hefur það orðið úr að höfuð borg írlands er skírð nafni höfuð borgar Norður-írlands. Það var eina lausnin á deilunni. Finnland er brú til hinnar hlut lausu Svíþjóðar, en Noreg að- skilur frá Svíþjóð hinn langi og djúpi Osló-fjörður. Þá er eiginlega aðeins eftir að athuga hnattstöðu íslands. Það unir sér vel í hinum hlýja golt- straumi frá Gettysburg og snýst í hringiðu hans. 'Stundum snýst það í hringiðunni nálægt NATO- löndunum, en alveg eins getur verið að það berist með kaldari straumum austur fyrir Spitz- bergen. + KVIKMYNDIR + „Tarmhvöss tengdamamma" i T jarnarbiói ÞAÐ er óþarft að kynna efni þessarar ensku gamanmyndar, því að leikritið „Tannhvöss tengdamamrna", sem myndin er gerð eftir hefur nú Verið sýnt í Iðnó á vegum Leikfélags Reykja- víkur, hvorki meira né minna en 88 sinnum og er ekki „útgengið“ enn ef dæma má eftir aðsókninni. — Myndin þræðir leikritið mjög nákvæmlega, en er fyllri og fjöl- breyttari sem svarar því er kvik- myndirnar gefa meira svigrúm en hið takmarkaða leiksvið. — Efast ég ekki um að margir muni vilja sjá þessa mynd, sem er bráðskemmtileg og ágætlega leik- in, — en þau Peggi Mount og Cyril Smith leika hjónin Emmu og Henry Hornett af mikilli snilld. — Er skemmtilegt og fróð- legt að bera saman leikinn í kvikmyndinni og á sviðinu í Iðnó og niðurstaðan er tvímæla- laust sú að okkar ágætu leikar- ar standast vel þann samanburð, einkum þó þau Hornett-hjónin Emilia Jónasdóttir og Brynjólf- ur Jóhannesson. Hið sama má og segja um Nínu Sveinsdóttur í hlutverki Edie Hornett og Þóra Friðsiksdóttir er glæsilegri Shirley en sú, sem fer með það hlutverk í myndinni. Eitt veiga- mikið atriði hefur myndin þó vissulega fram yfir leiksýning- una hér, en það er hið kostulega og óvandaða enska mál, sem tal- að er. í myndinni en af eðlileg- um ástæðum er ekki hægt að ná í þýðingu. Setur þetta málfar sinn sérstæða og skemmtilega svip á myndina. Ego. Minning Guðjón Kristinn Jónsson Fæddur 2. júní 1888, Dáinn 26. des. 1957. Ungur varstu, frár og fjarska sterkur flinkur þrátt í hverri mannskapsraun. Við reiðan sjóinn, eld og eyðimerkur áttir glímu og fékkst þín hetjulaun. Öruggur í elfu og sterkum straumi stóðstu oft og kátur fleygðir ör. Vissir þó að veraldar í flaumi er vænzt að brúka gætni í hverri för. Þig kveðja vinir, óska að gæfa og gengi gleðji þig og fegri þína braut Góðvild sanna margir muna lengi, mildur drengur eyddi sorg og þraut. Vinur. Róðrar að hefjasi HAFNARFIRÐI — Nú hafa tek- izt samningar milli sjómanna og útgerðarmanna um kaup og kjör sjómanna á vertíðinni. Verða gerðir út um 20 bátar hér í vet- ur, og eru nokkrir þeirra byrj- aðir á línu, en þeir verða með færra móti, sem þá veiði stunda. Nokkrir bátanna munu núna næstu daga fara á veiðar með ýsunet, og svo síðar með þorskanet. Röðull er nú á leiðinni á er- lendan markað með ísfisk, en hinir togararnir eru á veiðum. Júní hefir legið hérna nokkra daga og ekki komizt á veiðar sökum manneklu. —G. E. OSLÓ, 6. jan. — f gær lézt norskur hermaður í gæzluliði S. Þ. i Gaza, er eldingu sló niður í varðskýli hans. Annar Norð- maður brenndist mikið. —Reuter shrifar úr daglega lífínu Enn um dómkórinn FYRIR jól urðu nokkur orða- skipti í dálkum Velvakanda um orðið dómkór og önnur orð, þar sem forskeytið dóm- er not- að í staðinn fyrir dómkirkju. — Fleiri bréf hafa borizt um þetta mál, en Velvakandi treystir sér ekki til að birta þau og ætlar því hér með að slíta umræðunum um forskeyti þetta. Til þess liggja tvær ástæður: Hann fær ekki séð, að nein ný atriði, sem verulegu máli skipta, hafi komið fram til viðbótar því, sem áður hefur verið sagt. Og svo eru bréfin, sem borizt hafa, orðin svo per- sónuleg, að þau eiga hér ekki heima. Beðið í kvikmynda- húsum MÆTUR borgari hér í bænum ræddi við Velvakanda í fyrra dag og sagði honum frá þremur bíóferðum sínum milli jóla og nýjárs. Hann sagðist hafa komið í kvikmyndahúsin nokkrum mín- útum fyrir kl. 9 og tekið sér sæti eins og lög gera ráð fyrir. Menn voru að tínast inn fram yfir kl. 9 eins og allt of oft vill verða, en að þessu sinni varð það ekki til að trufla stundvísari gesti eða glepja þá við skoðun myndanna, því að sýningarnar hófust ekki fyrr en nokkru eftir hinn aug- lýsta tíma. í tveimur kvikmynda húsanna ekki fyrr en 15 mínútur yfir 9. Þetta háttalag bíóstjóranna eða sýningarmannanna finnst borgaranum a'ð vonum hvimleitt. Auðvitað eiga sýningar að hefj- ast á hinum auglýsta tíma. Kuldinn í Þjóð- leikhúsinu UM daginn var birt hér í dálk- unum bréf, þar sem kvartað var yfir kuldanum í Þjóðleik- húsinu. Annar lesandi tekur und ir þessa umkvörtun og segir m.a.: „Ég hefi kvefazt þar og fengið gigt í bak, en lítt þolandi gólf- kuldi er oft í leikhúsinu . Skautasvell á Melavellinum EINN af lesendum Morgun- blaðsins hefur talað við Vel- vakanda um nauðsyn þess að kom ið sé upp skautasvelli á íþrótta- vellinum á Melunum. Lesandinn er margra barna faðir og vill, að unga fólkið fái tækifæri til að nota skautana, sem það fékk í jólagjöf. Velvakandi hringdi upp á íþróttavöll og spurðist fyrir um málið. Honum var sagt| að vegna veðurfarsins að undanförnu, hefði ekki verið unnt að fá svell á völl- inn. í frostunum, sem gerði um hátíðirnar, var byrjað að dæla á hann vatni, en þá komu um- hleypingarnir um síðustu helgi og eyðilögðu það, sem gert hafði verið. Þegar misviðri er og snjó- koma, er erfitt að hafast nokkuð að til að gera skautahlaupurum auðveldara að renna sér um vöil- inn, en hafizt verður handa, strax og unnt er. Þangað til verða menn að bregða sér á Skátasvell ið við Snorrabraut.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.