Morgunblaðið - 08.01.1958, Side 11

Morgunblaðið - 08.01.1958, Side 11
Miðvik'udagur 8. Jan. 1958 MORGUNBLAÐIÐ 11 Bréf fra stúdent við Lomonossov-háskólann í Moskvu Eignarréttur vinnandi stétta á fram- leiðslutækjunum aðeins á pappírnum Þetta var niburstaðan á umræðufundi stúdenta og ungra rithöfunda i Moskvu, fyar sem ræddir voru viðburðirnir i Ungverjalandi og ofskipu- lagningin heima fyrir í Sovétrikjunum Á TÍMUM czarsins voru það rússneskir menntamenn, sem áttu hvað mestan þátt í að gera byltingaráformin. Margt bendir til þess, að stúdentar við rúss- neska háskóla séu enn á ný orðn- ir stjórnarvöldunum óþægur ljár í þúfu. o—★—o Hér á eftir fer bréf frá stúdent við Lomonossov-háskólann í Moskvu. Var það fyrst birt í austurríska menningartímaritinu Forum, síðan í Encounter, og norska tímaritið Farmand birti bréfið fyrir nokkru. Öll þessi tímarit njóta mikils álits, og telja ritstjórar þeirra heimildar- gildi bréfsins óvefengjanlegt. Bréfið er stytt í þýðingunni. 30. nóvember 1956 — minnisstæður dagur „30. nóv. 1956 var rússnesk- um stúdentum minnisstæður dag- ur — margir telja, að það hafi verið sögulegur dagur. Eftir að prófessor Syrojetsj kovitsj hafði af mikilli skyldu- rækni lesið útdrátt úr verkum Marx og Lenins, hófust venju- legar umræður. í umræðunum lagði stúdent nokkur fram spurn- ingu, sem getur orðið örlagarík fyrir okkar marxiska skipulag, Fyrst vitnaði hann í þá kenn- ingu Lenins, að allsherjarverk- fall sé vopn öreiganna og að allsherjarverkfall geti við ákveðn ar sögulegar aðstæður breytzt í stjórnmálalegar aðgerðir og að síðustu endað í stjórnmálalegri uppreisn. o—★—o Er stúdentinn hafði vitnað þessar kenningar Lenins og bætt því við, að allsherjarverkfall geti aldrei verið vopn í hönd- um yfirstéttanna, spurði hann, hvernig mögulegt væri, að alls- herjarverkfall hefði verið gert í landi, sem byggi við sósíaliskt stjórnarfar — sem sé í Ungverja- landi — þar sem vissulega væri ekki hægt að gera allsherjar- verkfall í landi, sem býr við kommúniska stjórn verkamanna og bænda. Prófessorinn vitnaði aðeins í dagblöðin í svari sínu gat prófessorinn aðeins vitnað í dagblöðin. Það þótti samt ekki nægilegt í aka- demiskum umræðum. Hann tók að spjalla um þau hryðjuverk, sem liðsforingjar Horthystjórn- arinnar hefðu gert sig seka um, og tilraunir Vesturlanda til að stofna til óeirða, en orð hans drukltnuðu í mótmælum frá stúdentunum. Þeir jusu yfir prófessorinn tilvitnunum úr verkum Lenins, og sýndu hon- um þannig fram á, að hann hefði ekki svarað spurningunni, sem þeir höfðu lagt fyrir hann. Að lokum vitnuðu þeir í hina sí- gildu skilgreiningu Lenins á hlutverki þess flokks, sem ber skylda til að fallast á kröfur verkamanna í allsherjarverkfalli og beina verkamönnum á hina réttu leið. Þegar hér var komið urðu umræðurnar svo róstusam- ar, að prófessorinn kaus að draga sig í hlé. En fréttin barst þegar tíl stúdentabústaðanna bak við há- skólann, og umræðurnar héldu áfram langt fram á nótt. Ung- verskir stúdentar, sem voru í heimsókn, voru vaktir upp, rekn- ir fram úr rúmunum og spurðir spjörunum úr um allar aðstæð- ur í heimalandi þeirra. Ungverj- arnir reyndu að komast hjá að svara spurningum um viðkvæm mál, en þær upplýsingar, sem fengust, gáfu ágætt tilefni til samanburðar við samsvarandi að- stæður í Sovétríkjunum, Embættismannalið flokksins — sérhagsmunastétt Brátt snerust umræðurnar um það vandamál, sem hefur mesta þýðingu í þjóðfélagi, þar sem „sósíalisminn hefur verið gerður að raunveruleika". „Hefur ekki embættismanna- lið flokksins — þó að það hafi ekki formlega eignarrétt á fram- leiðslutækjum þjóðfélagsins — orðið að sérhagsmunaflokki — í þeirri merkingu, sem Marx upphaflega notaði það orð — þar sem það stjórnar beinlínis framleiðslunni með því að ákveða, hvernig nota á fram- leiðslutækin, og hefur yfirum- sjón með vinnukrafti og laun- vandamálið í ljósi kenninga Marx og Lenins“ væri eina mál- ið á dagskrá. Var því ekki hægt að takmarka málfrelsi þátttak- enda. o—★—o Fyrsti ræðumaðurinn sneri sér þó strax að höfuðvandamálinu, sem krefðist úrlausnar Sovétríkjunum sjálfum, „skrif- stofubákninu" og ofskipu lagningu stjórnarinnar", sem hefði breikkað svo bilið milli þjóðarinnar og yfirvaldanna, að foringjarnir yrðu nú að beita sömu aðferðum og Bería til að halda völdum. Hann skírskotaði til Ungverja- lands, en samlíkingin við Sovét- ríkin var svo náin, að ræðumað- ur komst ekki hjá að minnast á 20. flokksþingið og „hvort vorir verkamenn munu ekki einnig á um á flokkinn og reyndi að taka orðið af ræðumanni, en fundar- menn gerðu þá hark og háreysti. Linkov varð að yfirgefa salinn með fylgifiskum sínum, og um- ræðunum var haldið áfram. Hóp- ur stúdenta og ungir rithöfund- ar tóku upp þráðinn að nýju um kvöldið í svokölluðu „Bókmennta húsi“. Viðburðirnir í Ungverja landi voru á dagskrá, en um- ræðurnar beindust eins og áður að vandamálum innan Sovét ríkjanna, einkum stéttaskipting- unni. Og niðurstaðan varð sú, að eignarréttur vinnandi stétta framleiðslutækjunum væri að- eins til á pappírnum. Flokks- stjórnin hefði tekið þungaiðnað- inn fram yfir allt annað, og hefði það orðið til þess að stuðla að því að lögfesta stéttaskiptinguna. Sovézkar bókmenntir — fram- leiddar í áróðursvél Óhjákvæmilega tóku ungir rit- höfundar að ræða um frelsi á sviði bókmennta og lista. For- dæmdu þeir sovézkar bókmennt- ir undanfarinna áratuga, og kváðu þær vera framleiddar áróðursvél, sem stjórnað hefði verið af þeim, sem aðhylltust persónudýrkun. o—★—o Næsta dag var boðað til fund ar af bæjarráði Komsomol Moskvu til að ræða atburðina við Lomonossovháskólann. Var þar samþykkt að skora á rektor Krúsjeff flytur þriggja klukkustunda ræðu um afbrot Stalins á 20. flokksþinginu um miðjan febrúar 195G. Á fundi stúdentanna minntist einn ræðumanna á 20. flokksþingið og varpaði fram 1 eirri spurning'u, „hvort vorir verkamenn munu ekki einnig á sínum tíma gera uppreisn undir merki Lenins gegn skriffinnunum, sem arðræna þá“. um? Og er því ekki leyfilegt eða allt að því nauðsynlegt að grípa til gömlu klassísku stéttarbar- áttuvopnanna — t. d. allsherj- arverkfalls — einnig gegn em- bættismannaliðinu? “ Þegar hér var komið, lauk umræðunum án þess að menn yrðu sammála um svarið. Krafizt sannra frásagna um atburðina í Ungverjalandi Daginn eftir var handskrifuð tilkynning fest á auglýsingatöfl- una í Lomonossov-háskólanum, og þar var þeim tilmælum beint til Komsomol, að sönn frásögn um atburðina í Ungverjalandi yrði birt og opinberar umræður hal,dnar um málið. Tilkynningin hafði verið tekin niður, þegar fyrirlestrar hófust, en fregnin barst frá manni til manns. Um hádegisverðarleytið hafði Komsomol-nefndin sett upp nýja tilkynningu, þar sem boðað vár til fundar til að ræða það „skammarlega atvik“, sem hafði átt sér stað daginn áður. Strikað var yfir orðið „skammarlegur", en auglýsingin hékk óhreyfð töflunni. Akademisk „frávik“ Linkov, ritari Komsomol, stýrði fundinum og hóf mál sitt með athugasemd, sem hlaut að æsa áheyrendur gegn honum. Lýsti hann yfir því, að það væri skylda Komsomol að koma í veg fyrir, að sams konar akademisk „frávik" ættu sér stað aftur. Menn brugðu skjótt við og gerðu samþykkt um, að „ungverska sínum tíma gera uppreisn undir merki Lenins gegn skriffinnun- um, sem arðræna þá“. Eignarréttur vinnandi stétta aðeins til á pappírnum Linkov mótmælti þessum árás- skólans að" vísa vissum fjölda stúdenta úr skóla, og ritarar Komsomol við háskólann fengu alvarlega áminningu fyrir „van- rækslu í því að halda uppi traustu sambandi við stúdentana og í hugsjónalegri uppfræðslu". 140 stúdentum vísað úr skóla Þann 3. des. vísaði rektor alls 140 stúdentum úr skóla fyrir óspektir og tilkynnti jafnframt, að fyrirlestrar í marxisma og leninisma féllu niður þar til eft- ir nýjár. Þetta var í fyrsta sinni, sem rektor háskólans í Moskvu neyddist til að stöðva fyrirlestra- hald, af því að kennararnir gátu ekki haft stjórn á umræðunum, sem spunnust af fyrirlestrunum. Stjórn Komsomols taldi, að nú myndi storminn lægja, en stúd- entar töldu sig hafa borið nokk- urn sigur úr býtum, og umræð- um var haldið áfram í klúbbum og stúdentabústöðum. o—★—o Og stúdentar annars staðar tóku að stofna til sams konar umræðufunda. Um miðjan des. var viðurkennt, að áþekkir at- burðir höfðu átt sér stað við Leningrad-háskólann. í sam- ræmi við gamlar uppreisnarerfð- ir í Leningrad, gengu stúdent- arnir þar rmklu lengra en við höfðum gert. Þeir gáfu út tima- rit, sem hvorki var undir stjórn rektors né Komsomol. Útgefend- urnir voru látnir óáreittir, þó að Komsomol réðist að vísu gegn þeim. Tímaritið vakti mikla at- hygli í Moskvu. Stúdentum frá Eystrasaltslönd- unum bannað nám við Lomonossov M. a. gripu yfirvöldin til þeirr- ar varúðarráðstöfunar að banna stúdentum frá Eystrasaltslönd- unum að halda áfram námi við Lomonossov-háskólann í Moskvu, þar sem umræðubylgjan meðal stúdentanna hefði nú borizt til Eystrasaltslandanna, og umræð- urnar snerust nær eingöngu „um ýmsar leiðir til sósíalisma", og því leiddu þær til þjóðernislegra, andrússneskra og borgaralegra hugmynda“. Við vitum, að í Kiev, Kharkov, Novosibrisk og jafnvel í Mið- Asíu fóru fram fjörugar umræð- ur við ýmsa háskóla um sama efni. Stúdentarnir stóðu ekki einir Sú afstaða, sem Komsomol tók til þessara atburða, og þær var- úðarráðstafanir, sem gerðar voru með skjótum hætti, veittu stúdentunum þá öryggistilfinn- ingu, að þeir stæðu ekki einir heldur hefði öll rússnesk æska hrifizt með umræðubylgjunni. o—★—o Þetta er vafalaust einhver at- hyglisverðasta pólitíska hreyfing in, sem látið hefur á sér bæra eftir dauða Stalins“. (Undirskrift bréfritarans er sleppt). Tíu ára afmœli ísraels A ÞESSU ári minnast ísraels- menn 10 ára afmælis hins end- urreista ríkis ísraels. Hátíðahöld af þessu tilefni munu ekki verða bundin við neinn sérstakan dag ársins, heldur verður allt árið 1958 helgað þessum viðburði. Búizt er við því, að um 100 þús- und manns hvaðanæva úr heim- inum muni ferðast til ísraels af þessu tilefni. Verða hátíðahöld þessí undirbúin af allri þjóðinni. hverju þorpi, hverri borg og hverjum einstökum íbúa ísraels- ríkis. í sambandi við hátíðahöld þessi munu margir af frægustu listamönnum heimsins koma fram á hljómleikum, er haldnir verða í hinni nýju hljómleika- höll í Tel-Aviv, er talin er eitt af fegurstu og fullkomnustu hljómleikahúsum veraldarinnar og rúmar 2,700 manns í sæti. Ennfremur rerða haldnar sýn- ingar frægra ballett-flokka og annarra listamanna. Þá hefur verið ákveðið, að minnzt verði heimsóknar hvers einstaklings, er til ísraels kemur í tilefni þessa viðburðar, með bví að leggja stein í „mosaik“-gólf á Herzl-fjallinu fyrir hvern ferða- mann, er til ísraels kemur. Segja má, að ekki sé ríkt til- efni til þess að gera mikið úr 10 ára fullveldisafmæli einnar þjóð- ar. í sambandi við þessi hátíða- höld má þó benda á, að hér er í raun réttri ekki aðeins haldið upp á 10 ára fullveldis-afmæli Ísraelsríkis, heldur er og jafn- framt minnzt endurreisnar þjóð- ríkis, sem ýmist má telja 3000 ára, ef miðað er við Davíð kon- ung, eða 4000 ára, ef miðað er við daga Abrahams. í öðru lagi hafa svo stórstígar framfarir átt sér stað í ísraei á þessum 10 ár- um, að erfitt mun að finna nokk- urn samjöfnuð meðal annarra þjóða. Má t. d. geta þess að á þessum 10 árum hefur íbúafjö’di landsins þrefaldazt á sama tima, sem þjóðin hefur náð ótrúlegum árangri á sviði vísinda, iðnaðar, siglinga, landbúnaðar og lista. Þá má og geta þess, að á þessu tímabili hafa verið gróðursettar 35 milljónir trjáplantna til þess að klæða landið nytjaskógi. Alls þess árangurs, er náðst hefur á þessum sviðum mun m. a. verða minnzt með mikilli sýningu, er haldin verður í Jerúsalem í júni- mánuði 1958. Það, sem er eftirtektarvert við þessa sýningu, sem sýna á sögu ísraels frá upphafi, ræktun Negev-eyðimerkurinnar, fram- kvæmdir og framfarir á vísinda- sviðinu, svo og heimkomu þeirra Gyðinga, er í útlegð hafa verið í gegnum aldirnar — er einkum það, að sýning þessi er, ef svc má segja — lifandi sýning, er sýnir vísindamenn að störfura við ákveðin verkefni í rannsókn- arstofum, er sérstaklega hafa vei ið byggðar af þessu tilefni. Á ýmsum öðrum stöðum í lanc ínu hafa og verið undirbúir margs konar hátíðahöld og sýn- ingar af ýmsu tagi, svo sem stærstu borg landsins, Tel-Avi\ og í Haifa, en þar verður mikil blómasýning í sambandi við upp skeruhátíð ávaxtaræktunarinnar Þá verður seint á árinu haldii mikil hljómlistarhátíð í hinn fornu rómversku borg, Tiberiai við Galíleuvatnið. Vegna þess mikla fjölda ferða manna, er ferðast mun ti landsins helga á þessu ári hafi verið byggð mörg ný gistihús oj gestaheimili af ýmsu tagi ekk einungis í öllum helztu borgun landsins, heldur og úti um lands byggðina, en þó einkum á þein stöðum, þar sem helztu hátíða höldin fara fram. (Frá ræðismannsskrifstofu ísraels í Reykjavík).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.