Morgunblaðið - 15.01.1958, Page 4

Morgunblaðið - 15.01.1958, Page 4
4 MORCUNBLAÐIÐ MiS''!Vn^a£ur 15 jan 195$. í dag er 15. dagur ársins. 15. janúar. Miðvikudagur. Árdegisflæði kl. 1,26. Síðdegisflæði kl. 13,54. Slysavarðstofa Reykjavíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin all- an sólarhiinginn. Læknavöröur L R (fyrir vitjaniri er á sama stað, frr kl. 18—8. Simi 15030. Næturvörður er i Laugavegs- apóteki, sími 24047. — Ingólfs- apótek, Lyfjabúðin Iðunn og Reykjavíkur-apótek eru öll opin ti' kl. 6 daglega. Apótek Austur- bæjar, Garðs-apótek, Holts-apótek og Vesturbæjar-apótek eru öll op- in til kl. 8 daglega. Einnig eru þessi apótek opin á sunnudögum milli kl. 1 og 4. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. Sími 23100. Hafnarf jnrðar-apólek er opið alla virka daga kl. 9 —21. Laugar daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi- daga kl. 13—ló og 19—21. Næturlæknir í Hafnarfirði er Ólafur Ólafsson. Keflavíkur-apótck er opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga frá 13—16. — Næturlæknir er Hrafn- kell Helgason. un sína í Stokkhólmi ungfrú Dór- is Blumenstein og Uno Nílsson, símvirki, Stokkhólmi. f AFMÆLl ■> Afmæli. Fríða Jóhannesdóttir, kona Sigmundar Jónssonar, kaup manns, Þingeyri, varð 65 ára í gær. RMR V£ — Föstud. 17. 1. 20. — Mt. — Htb. 15^1 Brúðkaup Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Garðari Þor- steinssyni í Hafnarfirði, ungfrú Elsa H. Ágústsdóttir og Baldur Sigfússon. Heimili þeirra er að ölduslöð 4, Hafnarfirði. Hjónaefni Á gamlárskvöld opinberuðu trúlofun sína ungfrú Bára Helga Bjarnadóttir, verzlunarm., Lauga veg 11 og Elías Kristjánsson, verzlunarskólanemi, Melabraut 35, Reykjavík. Á jólunum opinberuðu trúlof- Flugvélar Flugfélag íslands: Millilanda flug: Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar k. 08:00 í dag. Væntanleg aftur til Rvíkur kl. 16:30 á morgun. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, ísaf jarð- ar og Vestmannaeyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Bíldudals, Egilsstaða, Ísafjarðar, Kópaskers, Patreks- fjarðar og Vestmannaeyja. Ymislegt Orð lífnins: — Þá fylltist Ne- búkadnezar reiði og heif t og bauð að leiða fram þá Saðrak, Mesak og Abed-Negó, og voru. þessvr menn leiddir fyrvr konunginn. — (Dam. 3, 13). — ★ ★ Fyrir nokkru birtist í blaðinu trúlofunarfregn þeirra Gerðar Guðvarðardóttur og Gústafs Ein- arssonar. Fregn þessi var borin tii baka daginn eftir þar sem hún var röng, og einnig hafði sá er kom henni j blaðið skrökvað til um heimildarmann, en heimildar- maður fregnarinnar var sögð Birna Árnadóttir. Birna Árna- dóttir hefur nú sannað það, að hún var ekki upphafsmaður þess arar iognu fréttar og er hún hér með beðin afsökunar á þessu. Kópavogsbáar. — Ennþá eru nokkur börn, sem bólusett voru í fyrsta og annað sinn gegn mænusótt sl. haust, ókomin til þriðju bólusetningar. Látið ekki bólusetninguna eyðileggjast með því að vanrækja þriðja skiptið. Lækningastofa mín er í Kópa- vogsapóteki, Álfhólsvegi 9, við- talstími kl. 10—11 og 2—4 dag- lega nema laugardaga kl. 10— 11 og bólusetning er framkvæmd í viðtalstíma, þó aðallega á þriðju dögum milli kl. 2 og 4. Brynjólfur Dagsson, héraðslæknir. Happdrætti ÍBK. Dregið hefur verið í happdrætti íþróttabanda- lags Keflavíkur hjá bæjarfógeta í Keflavík. Upp komu þessi nr.: 690 Ferð Reykjavík—Kaup- mannahöfn-—Reykjavík fyrir tvo. 4705 reiðhjól. 4783 Karlmannsúr. 2792 Kvenarmbandsúr. 2470 Park erpennasett. 152 Parkerpenni. 609 Parker kúlupenni. 462 Brauð rist. 121 Vöfflujárn. 1348 Raf- magnsrakvél. Vinninga skal vitja til Hafsteins Guðmundssonar. Tímarit Iðnaðarmanna 7.—8. hefti er komið út. Efni: Nítjánda Iðnþing fslendinga, Meiri fram- leiðslu. Betri framleiðslu. Full- komnari tækni og betri ástundun. Leiðrctling: — 1 afmælisgrein um Sigurð Sölvason sem birt var í blaðinu í gær, stóð að hann væri fæddur 17. janúar 1898. Þetta var prentvilla. Þar átti auðvitað að standa 14. janúar 1898. ★ Harold Connoly, gullverðlauna- hafi Olympiuleikanna, setti met í sleggjukasti. Hann segir: „Ég hvorki reyki né drekk áfenga drykki“. — Umdæmisstúkan. Crœnlandsþula Eskimóar enga von eiga sér um mettan kvið, fyrr en Henry Háldánsson hefir frelsað Grænlandið. Kominn er nú vetur og klaki í jörð, mörg er nú fáránleg félagsstofnun gjörð. Mörg verður nú fáránleg félagssamþykkt til, því vitleysan þarf útrás, vel það ég skil. Því vitleysan er hláleg og hún er engu lík, brögð eru jafnvel að henni í Bolungarvík. Brögð eru að henni, hörnin mín góð, ekki Iinast gorgeir hjá íslenzkri þjóð. Ekki linast Grænlandsins áhugamenn, margt er beinið kynlegt í kýrhausnum enn. Margt er beinið kynlegt, það kannist þið við, og margur er nú grínleikurinn settur á svið. Já, margt er nú grínið — það segi ég svo: Danskurinn skal nú horfa í heimana tvo, Áður gat hann drepið afa minn úr hor. Nú skælbrosir Dúason, doktorinn vor. Kauni. l^Pennavinir Bréfasamband. Austurrískur piltur 16 ára að aldri, Pfeifer Her bert, Oberpraller 52, Leibnitz, Steiermark, Österreich, óskar eft- ir að skrifast á við íslenzka stúlku 16 ára. Kveðst hann hafa áhuga á ferðalögum, hljómlist og bifreiðum. jggFélagsstörf Færeyskar konur: — Prjóna- klúbburinn er í Aðalstræti 12 kl. 9 á fimmtudagskvöld. Taflfélag Reykjavíkur. Guð- mundur S. Guðmundsson teflir fjöltefli við allt að 30 félagsmenn á æfingunni í kvöld kl. 8 í Þórs- kaffi. Kvenfélag Neskirkju. — Fyrsti fundur félagsins á nýja árinu verður í félagsheimilinu fimmtu- daginn 16. janúar kl. 8,30. Ýmis félagsmál verða rædd. Einnig verður jólakortasalan athuguð og eru félagskonur vinsamlegast f kvöld verður sýnt leikritið um þau Carl Michael Bellman og Ullu Winblad. Á myndinni er Róbert .Arnfinnsson í hlutverki Bellmans. beðnar að gera skil á þessum fundi. Aheit&samskot Lamaði íþróttamaðurinn, afh. Mbl.: Ö J krónur 100,00. Hallgrímskirkja- í Saurbæ, afh. Mbl.: Ó M krónur 50,00. Sólheimadrengurinn, afh. Mbl.: Mauarina kr. 50,00; gamalt áheit H IC kr. 25,00. Parisarræðuna vantar enn Hermann ræðu í skyndi skóp, sem skyldi þjóðin heyra. í útvarpinu á sig hljóp ei var þörf á meira. X. — Svo þið ætlið ekki til París- ar í ár? — Nei, það er til London sem við förum ekki í ár. Það var París sem við ætluðum ekki til í fyrra. ★ — Hvénær ferðu á fætur á morgnana á sumrin? — Um leið og sólin varpar fyrstu geislum sínum inn um gluggann minn. — Jæja, þú ert svei mér árris- ull. — Það læt ég nú vera. Glugg- inn minn snýr nú í vestur og þar að auki sést nú sólin ekki nærri alltaf. ★ Tveir stjórnniálamenn voru á fundi úti á landi. Þegar annar var að flytja sína ræðu greip hinn fram í fyrir honum og sagði: — Þetta er ekki satt! Misjofn áhrif — Víst er það satt, svarar ræðu maðurinn. — Mér ætti nú að vera kunn- ugt um það, því ég var í stjórn- inni þá, kallaði sá sem fram í hafði gripið. — Það er rétt hjá þér, svaraði ræðumaðurinn, þitt var ríkið, en hvorki mátturinn né dýrðin. ★ — Hvernig hafið þér farið að því að verða svona gamall? spurði einn aðdáandi Alexanders Dumas. — Ég bef eytt öllum mínum tíma til þess. ★ Lilla: — Er afi þinn ekki úr allri hættu núna? Dengsi: — Nei, ekki ennþá, læknirinn á eftir að koma einu sinni enn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.