Morgunblaðið - 15.01.1958, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐ1B
Miðvikudagur 15. jan. 1958.
Hvernig væri að líta sér nær
um siðabæturnar ?
Skyggnzt um í ráðuneyti
Eysteins Jónssonar
FRAMSÓKNARFLÖKKURINN
Ján A. Gissurarson, skólastjóri •
Skóiamál Reykjavíkur
hefur löngum þótzt vera vin-
veittur Reykvíkingum. Ofan á
fyrri velgerninga bætist nú sá að
gefa Reykvíkingum kost á að
kjósa sérstakan trúnaðarmann
Eysteins Jónssonar til bæjarfuli-
trúa. Það er Kristján Thorlacius.
deildarstjóri í fjármálaráðuneyt-
inu. Það er af, sem áður var,
þegar framsóknarmenn voru
kallaðir óvinir Reykjavíkur!
Að vísu dettur engum í hug, að
maðurinn nái kosningu. Hins veg
ar er rétt að hafa í huga, að
Þórður Björnsson þarf oft á áii
að ræða við opinberar stofnanir
erlendis, enda í flugráði. Af því
má telja sennilegt, að varamaðu-
hans geti slæðzt öðru hverju á
bæjarstjórnarfundi. Það er þó
bundið því, að Reykvíkingar
telji yfirleitt ástæðu til að hafa
nokkurn framsóknarmann í bæj-
arstjórninni. Reynslan hefur
sannað, að furðuauðvelt er að
komast af án slíks.
Eitt kvöldið í fyrri viku héldu
framsóknarfélögin fund i einu
danshúsi hér í bænum. Þar munu
6 efstu menn framsóknarlistans
hafá, flutt ræður.
Eina ræðuna flutti trúnaðar-
maður Eysteins, sem áður er
nefndur. Útdráttur sá úr ræð-
unni, er Tíminn birtir, er næsta
ófullkominn, en gefur þó tilefni
til ýmissa athugasemda. Að svo
stöddu verður aðeins minnzt á
tvennt. Deildarstjóri fjármála-
ráðuneytisins fann meirihluta
bæjarstjórnar mjög til foráttu
hve mikill og vaxandi væri kosti
aður við stjórn Reykjavíkur og
beitt væri pólitískri hlutdrægni
Þar sem Kristján Thorlacius
mun i bókstaflegum skilningi at-
inn upp í fjármálaráðuneytinu og
af Eysteini Jónssyni, virðist eðli-
legt, að hann telji fjármálaráðu-
neytið þá fyrirmyndarstofnun, er
miða beri við, a. m. k. þá deild
er hann veitir forstöðu.
Hér gefst því ærið tilefni til að
athuga þá stofnun lítið eitt og
kanna, hvernig ráðdeildin og ó-
hlutdrægnin er þar og hvernjg
framsóknarmenn telji sanna fyr-
irmyndarstofnun vera.
Eysteinn Jónsson hefur verið
f jármálaráðlierra og þar með hús
bóndi frambjóðandans óslitið síð-
an 1950. Á þeim tíma hefur
launakostnaður við fjármálaráðu
neytið, skv. fjárlögum fyrir 1950
og 1958, hækkað úr 628 þús. kr.
í rúmar 2 miiljónir króna. Af
einhverjum ástæðum eru laun
fjármálaráðherrans sjálfs eigi tal
in þarna með. Launakostnaður-
inn við borgarstjóraskrifstofuna
er gegnir margfallt víðtækari
verkefnum eins og allir vita, hef-
ur hækkað úr 1.250 þús. kr., skv.
fjárhagsáætlun fyrir 1950, i
3.200 þús., skv. frumvarpi að
fjárhagsáætlun fyrir 1958. Hækk
unin hjá borgarstjóraskrifstof-
stofunni er 156%, og þykir sjálf-
sagt ærin, enda stundum á hana
minnzt í Tímanum. En hvað
gerist í þeirri stofnun, þar sem
fjármálasnilld Eysteins Jónsson-
ar og hans trúa þjóns, Kristjáns
Thorlacius nýtur sín til fulls?
Hækkunin hjá f jármálaráðu-
neytinu samkvæmt framansögðu
nemur hvorki meira né minna
en 220%.
Þá var Kristján eitthvað að
tala um hlutdrægni í ræðunni
sinni. Það er rétt að skyggnast
um í fjármálaráðuneytinu og at-
huga hvernig er ástatt þar í
þessu sambandi.
Stöðuveitingar virðast einna
áþreifanlegasti mælikvarði, sen-
hægt er að miða við. Blaðið hef-
ur ekki aðgang að núgildandi
starfsmannatali ráðuneytisins. í
símaskránni 1957 eru taldir þá-
verandi starfsmenn, en vitað er
að einhverjar breytingar hafa
orðið síðan. Þær breytingar
skipta þó ekki máli í þessu sam-
bandi. Það verður varla reiknað
með neinni stefnubreytingu.
Ráðuneytisstjórinn, Sigtryggur
Klemenzson, er yfirlýstur fram-
sóknarmaður, í fulltrúaráði og
hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa
fyrir flokkinn.
Þá kemur deildarstjórinn sjálf-
ur.
Fulltrúar í deild hans eru þess
ir, skv. áðurgreindri heimild:
Einar Ágústsson, formaður
Framsóknarfélags Reykjavíkur,
og frambjóðandi á lista flokks-
ins til bæjarstjórnarkosninganna
Hannes Pálsson frá Undirfelli
sem ekki þarf að kynna frekar
Ingvar Gíslaspn, sem verið hef-
ur erindreki flokksins á Akur-
eyri.
Jón Skaftason, sem er efsti
maður á lista flokksins við bæj
arstjórnarkosningarnar í Kópa-
vogi.
Sigurður Ólason, sem að vísu
gegnir ekki svo vitað sé veruleg-
um trúnaðarstöðum í flokknum
eh er þó ákveðinn flokksmaður.
Þarna eru taldir fulltrúarnir í
deild Kristjáns Thorlacius, en
auk þeirra má nefna einn starfs-
mann undir fulltrúastandi. Hann
GAMANSAMUR náungi úr
stétt kaupsýslumanna vék
sér að Velvakanda á götu í fyrra-
dag, rétti honum bréfsnepil og
hvarf fyrir horn.
Á miðanum stóð þetta:
Reikjavik 13. janúar 1958
Kjæri Velvagandi.
Mér hevur oft lángað til að
senda þér brév út af því kvað
það er ervitt að krægja í skriv-
stovustúlkur sem kunna að stava
orð og sedja upp brév. Það er
öngvu lígara en allar úngar stúlk
ur siggli straks til rívíerustrand-
ar, þegar þær eru búnar að læra.
Kvernig er hægt að redda þessu?
Bless
Velvakandi hélt fyrst, að hann
hefði fengið bréfið sem einhvers
konar sönnunargagn fyrir því, að
kaupsýslumaðurinn kynni fær-
eysku. Við nánari eftirgrennslan
hefur hann þó komizt að raun
um, að hann kann ekkert í fær-
eysku, en bréfið átti að vera sýnis
horn af því, hvernig farið hefði,
ef
1) viðkomandi maður hefði
ákveðið að skrifa Velvakanda
umkvörtunarbréf varðandi rétt-
hefur það sér til ágætis umfram
aðra að vera tengdasonur Ey-
steins Jónssonar.
Af þessari upptalningu úr síma
skrá 1957 verður ljóst, hvernig
óhlutdrægni er gætt, þar sem
Eysteinn Jónsson og Kristján
Thorlacius ráða ríkjum!
Ef athugaðir eru framboffslist-
ar, sem fram hafa komiff við
bæjarstjórnarkosningarnar, sést,
aff á öllum listum andstæðinga
Sjálfstæffismanna er aff finna
nöfn manna, er gegna effa hafa
gegnt störfum hjá Reykjavíkur-
bæ. Sumir sitja meira aff segja
í æffstu stöffum. Þaff er von, aff
Kristján Thorlacius tali um hlut-
drægni!
Vitur maður sagði einu sinni,
að sá, sem ætlaði sér að bæta
heiminn, ætti að byrja á sjálfum
sér. Trúnaðarmaður Eysteins
Jónssonar ætti að byrja á að
bæta sína eigin stofnun og reyna
jafnvel við Eystein sjálfan. —
Slíkt hlýtur að vera ærið starf
Þegar því er lokið — en fyrr
ekki — er mál að hefja siðabót
hjá öðrum.
Y Sjálf-
stæðisfólk
SJÁLFSTÆÐISFÓLK er vildi
aðstoffa viff skriftir er vinsam-
lega beffið að hafa samband við
skrifstofuna í Sjálfstæffishúsinu.
ritunarkunnáttu skrifstofustúlk-
unnar hans
2) hann hefði tekið upp segul-
bandið sitt góða og lesið bréfið
inn á það
3) stúlkutetrið hefði eytt ein-
um morgni í að skrifa eftir band-
inu.
Að því er Velvakanda skilst er
mergurinn málsins þessi: Það er
orðið miklum erfiðleikum bundið
að fá skrifstofustúlkur, sem
kunna vel til verka. Þetta er auð-
vitað ekkert gamanmál, því að
bréf, skýrslur og hvers konar
skriftir fyigja nú öllu, sem gert
er, gera á eða gera mætti og
kosta mikla peninga. Það skiptir
því miklu máli, að þessi störf
sem önnur séu vel og greiðlega
unnin. Ef það er rétt, að erfitt
sé að fá góðar stúlkur í skrif-
stofur ættu fleiri ungar hæfileika
konur — og af þeim er auðvitað
nóg — að læra á ritvél og bæta
svolitlu við tungumálakunnátt-
una.
Útsölur
TÓRIR auglýsingamiðar í öll-
um regnbogans litum prýða
nú fjölmargar verzlunarglugga:
Útsala
Stórkostleg verfflækkun — Hálf-
virffi.
Margir sjá í þessum verziunar-
FYRIR heimsstyrjöldina síðari
voru Reykvíkingar fátækir og
nægjusamir. Þeir bjuggu við
þröngan húsakost. Milli 1930 og
1940 þótti þriggja herbergja í-
búð, þetta 80—90 fermetrar,
kappnóg meðalfjölskyldu. Orlítill
hluti unglinga hafði ráð á ann-
arri skólagöngu en skyldunámi.
Menntaskólinn var lengi vel eini
almenni framhaldsskólinn í
Reykjavík. Þegar um tók að
þrengjast, reyndi ríkið að hemja
aðsókn að Menntaskólanum með
því að leggja skólagjöld á nem-
endur úr Reykjavík. Þegar það
ekki nægði, þá var ákveðið, að
aðeins 25 nýir nemendur á ári
fengju inngöngu í skólann.
Menntaskólinn var þó ekki fyrir
Reykvíkinga eina, heldur fyrir
nemendur hvaðanæva að af land-
inu. Þá voru stofnaðir tveir gagn
fræðaskólar í Reykjavík.
Svona stóðu málin í stríðs-
byrjun, en þá varð á öllu gagn-
bylting. Fólki fjölgaði skyndi-
lega í Reykjavík. Efnahagur fólks
rýmkaðist til muna. Byggja
þurfti yfir fólkið í skyndi, og það
krafðist meira húsrýmis en fyrir
stríð, svo að nú þykja þriðjungi
stærri íbúðir engin ofrausn. Þörf
nýrra skóla óx gífurlega. Liggja
til þess augljósar ástæður. Fjölg-
un unglinga á skólaaldri var hlut
fallslega miklu meiri en heildar-
fólksfjölgunin í Reykjavík. Skóla
skyldan var lengd um eitt ár.
Miklu fleiri höfðu nú ráð á að
senda börn sín í skóla að skóla-
skyldu lokinni.
Hvernig hefði nú mátt mæta
þessiím vanda? Tvennt hefði ver
ið til. Annars vegar aðeins að
ráða bót á brýnustu þörfinni og
byggja bráðabirgðahús, eða reisa
framtíðarskóla. Síðari kosturinn
var tekinn. Gagnfræðaskóli Aust
urbæjar, Melaskólinn og Iðnskól-
inn eru frá þessum tíma. Þeir eru
stórhýsi, sem langan tíma tók að
reisa. En alltaf þrengdi að, svo
að tví- og þrísetja varð í kennslu-
stofur. Engum hefur þó þurft að
úthýsa, þótt nemendum hafi
fjölgað upp í 600 á ári.
Lokið hefur nú verið skipulagn
ingu skólahverfa í Reykjavík og
skólum ætlaður staður í þeim. Er
þegar hafin bygging skóla sam-
kvæmt þewari áætlun.
Ég hefi alltaf haldið því fram,
gluggum svarið við því, hvernig
húshaldspeningarnir eiga að end-
ast og máske gott betur. Með
fullri gát er vissulega unnt að
hafa mikið gagn af útsölum. Þar
er margs konar varningur seldur
fyrir lágt verð, og það er alger
misskilningur, — að allt útsólu-
góss sé ruslvarningur. Útsölur
eru haldnar til að losa um rekstr
arféð og fá nýjan svip á varnings
hillurnar. Þar gera margir kjara-
kaup, og óhætt er að hvetja fólk
til að fara á stúfana fyrr en
seinna og líta í útsöluglugga.
En svo er hin hliðin á málinu.
Hér sem oftar verður að fara
með gát, og margir hefðu gott af
að reyna að nota ímyndunaraflið
og setja sér fyrir hugarsjónir, að
við hliðina á auglýsingamiðun-
um um kostkjörin séu aðrar aug-
lýsingar:
Gjöriff svo vel aff athuga, hvort
þér hafiff nokkra þörf fyrir þaff,
sem þér eruff aff hugsa um aff
kaupa hér á útsölunni.
Þess gætir sem sé nokkuð, já —
meira að segja allmikið, að menn
kaupi fleira en þörf er á, bara
af því að það er svo ódýrt. Þetta
vitum við öll fullvel, en gleym-
um því oft, og þess vegna sakar
ekki að minna á það nú í upphafi
fyrra útsöiutímabils ársins.
að lítill skóli væri, að öðru jöfnu,
betri en stór skóli. En sá böggull
fylgir skammrifi, að litlu skólarn
ir eru óneitanlega dýrari en þeir
stóru, því að margt nýtist betur,
ef byggt er fyrir marga nemend-
ur. Á þessu ára á að byrja á nýj-
um skóla við Hamrahlíð. Ég tel
fyrirkomulag þessa skóla svo
sérstætt, ekki aðeins hér á landi,
heldur og þótt samanburðar yrði
leitað út fyrir pollinn, að ég vil
fara um hann fáum orðum. Þarna
eiga barna- og gagnfræðaskóli að
rísa í nábýli. Barnaskólinn verð-
ur þrjár tveggja hæða álmur,
samtengdar með göngum, annars
sjálfstæð hús. Síðan kemur
tveggja hæða hús, en í því verða
kennarastofur, samkomusalur,
söngsalur, heilsugæzla o. fl. Til
hinnar handar við þetta hús er
svo gagnfræðaskóli. Sérstök hús
eru fyrir leikfimi og handavinnu,
sameiginlega fyrir báða skólana.
Öll eru húsin tengd með göngum,
en auk þess hvert með sínum
inngangi. Álmum barnaskólans
verður skipt í miðju. Verða að-
skilin yngri og eldri börn, hvor
hópur með eigin leikvangi. Við
hliðina á leikvelli gagnfræðaskól-
ans verður leikvangur og sund-
laug sundfélagsins Ægis. Hlýtur
að takast samvinna milli skólans
og félagsins um afnot þeirra.
Ég fæ ekki betur séð, en hér
sé á hagkvæmasta hátt sameinað
ir kostir nábýlis, en sneitt hjá
göllum sambýlis.
Húsin verða byggð í áföngum.
Má taka hvert hús til fullra af-
nota, strax og byggingu þess er
lokið. Á þessu ári verður ein
álma barnaskólans byggð. Á
næsta hausti ættu því að vera til-
búnar átta stofur, því að ekki tók
legri tíma að byggja jafnmarg-
ar kennslustofur á Hagamel.
Bygging þeirra hófst í júní 1957
og voru teknar til afnota nú að
jólaleyfi loknu.
Það er nú komið yfir erfiðasta
hjallann í húsamálum skólanna í
Reykjavík, þótt búa verði við
þröngbýli um sinn. Það er mest
um vert að markvisst er stefnt
í rétta átt.
Innan tíðar verður það ekki
húsakostur, sem hnjá mun við-
gangi skóla í Reykjavík, heldur
kennaraekla.
Lögum samkvæmt skulu Há-
skóli íslands og Kennaraskóli ís-
lands mennta kennara handa
gagnfræðaskólum og barnaskól-
um. Ekkert nothæft náttúrugripa
safn er við Háskólann. Hefur því
ekki verið hægt að kenna náttúru
fræði þar. Það var löngu ákveð-
ið, að næsta bygging Háskólans
yrði náttúrugripasafn. Teikning-
ar og fé var til staðar, en á síð-
ustu stundu venti menntamálaráð
herra sínu kvæði í kross og á-
kveðið var að byggja skyldi kvik
myndahús í stað náttúrugripa-
sáfns. Fé safnsins hefur nú verið
bundið að nokkru leyti í gömiu
húsi. Eru því litlar líkur á, að
kennsla í náttúrufræðum verði
hafin í Háskólanum um langa
framtíð.
Kennaraskóli íslands er I
mestu úlfakreppu vegna húsnæð-
isleysis. Hvað tefur byggingu nýs
skóla? Lóð er löngu fengin, og
fé hefur verið lagt til hliðar á
fjárlögum undanfarin ár. Það
tjóar lítið að fá glæst skólahús,
fáist ekki vel menntaðir kennar-
ar. Þetta er ekkert sérhagsmuna-
mál Reykvíkinga heldur mál
allra fslendinga.
Fjársöfnun Sjálfstæðisflokksins
SJÁLFSTÆÐISMENN og konur!
Söfnunin í kosningasjóff flokksins er hafin!
Leiðin liggur í Sjálfstæffishúsið við Austurvöll, þar sem fram-
lögum er veitt viðtaka.
Sérhvert framlag — smátt og stórt — í kosningasjóffinn er
vel þegiff.
Skrifstofan er opin alla virka daga klukkan 9—7 og á sunnu
dögum klukkan 2—6. Sími 17100.
„25 króna veltan"
SKRIFSTOFAN í Sjálfstæðishúsinu er opin hvern virkan dag kl.
9—7. Símar: 16845 og 17104.
Hver einasti Sjálfstæffismaffur lætur þaff aff sjálfsögðu verffa
sitt fyrsta verk aff taka áskorununni og styrkja meff því Sjálf-
stæffisflokkinn.
Þátttakan í veltunni er þegar orffin mikil. Ef allir þeir, sem
skorað hefur veriff á, taka áskoruninni, verffur árangurinn stór-
glæsilegur. Samtaka nú!
shrif'ar úr
dagiega lífínu
Um skrifstofustúlkur