Morgunblaðið - 15.01.1958, Page 11

Morgunblaðið - 15.01.1958, Page 11
Miðvikudagur 15. jan. 1958. MORCUNBLAÐIÐ 11 Gubmundur H. Guðmundsson* Reykvíkingar vilja ekki glundroða, heldur örugga stjórn Sjálfstæóismanna I MOTSAGNAMOLDVIÐRI hins rökþrota og málefnasnauða minni hluta í bæjarstjórn Reykjavíkur kennir margra grasa um þessar mundir, og er það að vonum. Aldrei hafa þeir gengið eins aum ir, til kosninga og nú, aldrei kvið- ið eins mikið fyrir dómi bæjar- búa. En þar eiga þeir við sjálfa sig að sakast og eru menn að meiri, ef þeir taka þeim dómi með karlmennsku. ★ Eitt af blöðum minni hlutans ræðir að nokkru „aðgerðarleysi“ vatnsveitunnar. En hver er svo sannleikurinn um framkvæmdir á vegum Vatnsveitu Reykjavíkur á yfirstandandi kjörtímabili? Ár- lega hafa verið lagðar æðar bæði í nýjar götur og ný hverfi, auk enaurnýjunar á eldri æðum. Nema þessar lagnir 5000 m á ári, eða á síðustu 4 árum nálægt 20000 m. Á sama tíma hafa verið sett upp hundruð vatnsmæla hjá vatnsfrekustu neytendum. Farið hafa fram viðgerðir á fjölda bil- ana á götuæðum, auk þess sem á vegum vatnsveitunnar vinna að staðaldri menn að því að þétta og gera við leka í vatnskössum, krönum og öðrum þeim áhöldum, sem tengd eru veltukerfinu víðs vegar um borgina. Komin er til landsins dæla, sem verið er að undirbúa uppsetningu á, og gert er ráð fyrir, að auki svo flutnings getu aðfærsluæða til borgarinnar, að allt það vatn, sem fáanlegt er úr Gvendarbrunnum, verði til um ráða fyrir borgarbúa. Hafinn er undirbúningur að borunum eftir vatni á svæði fyrir ofan Gvendar brunna, ef á þann hátt mætti takast að auka það vatnsmagn, sem vatnsveitan hefur yfir að ráða. Ráðgert er að byggja vatns- geyma á Litlu-Öskjöhlíð, sem gera nauðsynlegt að skipta borg- inni í fleiri þrýstikerfi. Það, sem helzt hefur tafið þær framkvæmd ir, er skortur á tæknimenntuðum mönnum í þjónustu vatnsveit- unnar. Þeir verkfræ ðingar, sem hún hefir nú í þjónustu sinni, eru störfum hlaðnir við önnur verk í þágu fyrirtækisins. Til viðbótar framantöldu hefir verið gerð áætlun um stórfelldar fram- kvæmdir til aukningar aðfærslu vatns til borgarinnar. Oft hefir verið að því fundið, að bæjaryfirvöldin hafi gert of lítið af því að byggja yfir starf- semi sina: skrifstofur og annan þann rekstur, sem rekinn er á vegum bæjarins og stofnana hans. Á því máli eru þó ýmsar hliðar, sem athuga ber, þegar um það er rætt. Hefði bæjarfélagið fyrir tuttugu árum ráðizt í stórfram- kvæmdir á því sviði, t. d. látið hyggja ráðhús eftir þeim hug- myndum, sem þá voru efst á baugi, má telja víst, að með því gífurlega verðfalli, sem orðið hefir á hinum íslenzka gjaldmiðli, hefði slíkt talizt hyggileg ráð- stöfun. En hefði sú bygging full- nægt þeim kröfum, sem nú eru gerðar, miðað við stærð borgar- innar í dag og þær breyttu að- stæður, er síðan hafa skapazt? Ég verð að draga slíkt í efa. Hin síðari ár hafa ýmsar fram- kvæmdir strandað á fjárfesting- aryfirvöldunum og í því sam- bandi hafa bæjaryfirvöldin látið aðrar, að sínu áliti nauðsynlegri, framkvæmdir sitja í fyrirrúmi. Ekki hefur staðið á minnihluta- flokkunum að veitast að hinum ábyrga meirihluta fyrir aðgerðar leysi á þessu sviði, enda lítið bólað á skilningi þeirra á því. Enginn byggir á lánum einum saman og ekki er ósennilegt, að slíkar framkvæmdir kæmu að einhverju leyti við pyngjur borg- arbúa. En þó kemur vesöld þeirra sömu flokka bezt fram í gagn- rýni og vandlætingu þeirra á því, að bærinn fyrir nokkrum árum kaupir fokhelt hús við Skúlatún og innréttar það fyrir skrifstof- ur hitaveitu, skipulags, bygginga fulltrúa og húsameistara, svo og skjala- og minja-safn og alla skrifstofustarfsemi bæjarverk- fræðings, auk þess að þar verð- Guðmundur H. Guðmundsson ur bráðlega tekinn í notkun myndarlegur salur fyrir fundi bæjarstjórnarinnar. Þegar þetta hefir gerzt, ætlar allt að ganga af göflunum hjá hinum „skel- egga“ bæjarfulltrúa Framsóknar flokksins og borgarstjóraefni glundroðans. Æpt er hástöfum um hneyksli og bruðl. Hvaða ábyrgur borgarbúi getur stutt slíka angurgapa til valda og áhrifa um bæjarmál? ★ Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Reykjavíkur hafa nýlega lagt fram tillögur um, hvaða svæði sé heppilegast fyrir væntanlega stækkun hafnarinnar. Hafa þær tillögur komið til umræðu í bæj- arstjórn og var þá ágreinings- laust vísað til annarrar umræðu. Á þeim fundi er enn tekin ákvörð un um frestun vegna þess, að umsagnir skipulags- og umferð- arnefndar höfðu ekki borizt bæ’j- arfulltrúum í hendur fyrr en á fundinum. Um það ' leyti, sem fundi er slitið, birtist bæjarfull- trúi Framsóknarflokksins í gætt- inni og sést á því, hver er hinn raunverulegi áhugi þess „skel- egga“, þegar til á að taka. Metur hann þá meira kaffidrykkju á Borginni eða annað því líkt en að sinna þeim málum, sem hann þó telur sig einan færar. um að leysa, svo viðunandi s \ Þær tillögur aðrar, . stæðismenn hafa lagt .. um hafnarmál, og varða mvverandi innri höfn sérstaklega, hníga að því að fullgera þann hluta hafn- arsvæðisins, sem enn er ekki full nýttur, þ. á. m. viðlegupláss stærri skipa við norðurgarð, auk skjólkvíar í vesturkrika hafnar- innar fyrir smærri báta. Hvort tveggja nauðsynlegar fram- kvæmdir. Um þá fyrri má geta þess, að þá fyrst eru möguleikar fyrir hendi um hafskipabryggju við norðurgarð, að áliti sérfróðra manna, að áður sé byggður skjól- garður úr Örfirisey til norðaust- urs í stefnu á Engey, sem jafn- framt yrði upphaf þess garðs, sem gert er ráð fyrir, að byggður verði, þegar hafizt verður handa um stækkun utan núverandi hafn argarða. Nokkru eftir að tillögur Sjálfstæðismanna um stækkun hafnarinnar urðu kunnar, birtist í „Tímanum“ langhundur mikill eftir einn af frambjóðendum á lista Framsóknarflokksins við væntanlegar bæjarstjórnarkosn- ingar. Þessar tillögur eru, að því er bezt verður séð, að flestu leyti samhljóða tillögum Sjálf- stæðismanna, enda höfundur þeirra velmetinn stýrimaður, starfandi á vegum Skipaútgerðar ríkisins og með þá reynsiu að baki, sem menn öðlast við slík störf. Hitt er svo annað mál, hvort á hans færi er að segja til um, á hvern hátt skuli byggja bryggjur og bólverk innan þeirra hafnargarða, sem hvor tveggja tillögurnar gera ráð fyrir. Ég trúi því, án þess ég á nokkurn hátt vilji vanmeta góðan vilja þessa ágæta manns, sem um sinn virðist hafa lent á pólitískum refilstigum, að til þeirra verka þurfi meiri séi-þekkingu en hann sem leikmaður geti í té látið. Höfuð-atriðið er, og um slíkt á ekki að þurfa að vera ágrein- ingur, að fyrr en síðar sé endan- lega ákveðið, hvort stækka beri núverandi höfn á því svæði, sem tillögur Sjálfstæðismanna gera ráð fyrir, eða á öðrum þeim svæðum, sem oft hafa verið nefnd í þessu sambandi. ★ Þegar Sjálfstæðismenn í bæjar stjórn á sínum tíma beittu sér fyrir byggingu hins svokallaða smáíbúðahverfis, settu minni- hlutaflokkarnir allt á hreyfingu til að spyrna gegn þeim fram- kvæmdum og sýndu með því ber- lega, eins og raunar oft áður og síðar, hug sinn til afkomu hins efnaminna fólks. Er nú löngu viðurkennt, að með þeim fram- kvæmdum var fjölda heimila sköpuð skilyrði til þess að koma upp eigin íbúð, sem ella hefði ekki tekizt. Meðan þær fram- kvæmdir stóðu sem hæst, var það algengt, að öll fjölskyldan, hver einstaklingur, ungur sem gamall, er verkfæri gat valdið, hjálpaði við húsbygginguna. Ég held, að sú gerð húsa sem byggð var í þessu hverfi, sé mjög vinsæl hjá öllum almenningi, enda þarf ef til vill ekki frekar vitnanna við um það en þau við- brögð minnihlutaflokkanna, sem getið er hér að framan. ★ Þegar sú breyting var gerð á sínum tíma, að starfsmönnum í hinum ýmsu greinum bæjar- rekstrarins var gefinn kostur á að nota við störf sín eigin bifreiðir með árlegum styrk úr bæjarsjóði ’ í stað þess, að bærinn ætti sjálfur j bifreiðirnar, eða notaðar væru leigubifreiðir, hafði það í för með sér stórkostlegan sparnað fyrir | bæjarsjóðinn, Þessu gátu bæjar- fulltrúar minnihlutaflokkanna ekki unað, enda hafa þeir við hvert tækifæri síðan, bæði í bæj- arráði og bæjarstjórn, greitt at- i kvæði gegn þessu fyrirkomulagi. I Ber þar enn að sama brunni, að sparnaður í rekstri bæjarfélags- ins er þeim síður en svo áhuga- mál. ★ Við afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar ár hvert bera fulltrúar minni- hlutaflokkanna fram sæg af til- lögum til lækkunar á ýmsum lið- um áætlunarinnar, án þess að þeir séu fáanlegir til þess að benda á, hvort segja eigi upp starfsmönnum eða lækka laun þeirra, enda allar slíkar tillögur bornar fram til að sýnast og í trausti þess, að hinn ábyrgi meiri hlutaflokkur verði að fella þær. Við sams konar tækifæri bera þessir sömu herrar fram tillögur um hækkanir á ýmsum gjalda- liðum og jafnframt aðra nýja án þess að skeyta því, þótt slíkt hefði í för með sér stórfellda hækkun útsvara, sem alli’r virð- ast þó sammála um, að halda beri í skefjum, eins og frekast er unnt. Þegar tekin er ákvörðun um byggingu ákveðins fjölda íbúða, bera þeir fram tillögur um, að byggðar séu á sama tíma helmingi fleiri íbúðir án þess .að láta sig nokkru varða, hvort hægt sé að afla þess fjármagns, sem til þess þarf eða standa undir þeim vaxtagreiðslum, sem slíkt hefði í för með sér. ★ Ætla verður, að í hópi þeirra mörgu utanbæjarmabna, sem flutzt hafa búferlum til höfuð staðarins á undanförnum árum, sé margt kjósenda Framsóknar- flokksins. Kann því að virðast allundarlegt, að fylgi flokksins hér hefir ekki vaxið að sama skapi, heldur þvert á móti. Á þessu er þó augljós skýring. Fólk þetta er sem sé fljótt að skynja þann stórhug, er býr að baki hinum mörgu og miklu fram- kvæmdum bæjarfélagsins, eftir að það hefir átt þess kost að sjá þær með eigin augum og er hætt að skoða hlutina gegnúm gler- augu „Tímans". Við bæjarstjórnarkosningarnar 1954 tókst hinum „skelegga" bæj arfulltrúa Framsóknarflokksins að reita af flokkinum um það bil 300 atkvæði frá því í alþingis- kosningunum, sem fram fóru sumarið 1953, og verður ekki annað sagt en hann hafi þar með sannað umbjóðendum sínum ágæti sitt og þá röggsemi („skel- eggheit" væntanlega á máli ,,Tim ans“), sem hann er mest rómaður fyrir í „Tímanum“ að undan- förnu. Þess má geta í þessu sam- bandi, að á sama tíma töpuðu allir glundroðaflokkarnir til sam ans á ,16. hundrað atkvæðum. Sjálfstæðisflokkurinn bætti hins vegar við sig 3397 atkvæðum og fékk næstum 50% allra gildra atkvæða. Sú reynsla sannaði þá, og svo mun enn verða, að kjósend ur í Reykjavík ganga að kjörborð inu og greiða atkvæði eftir eigin sannfæringu án tillits til annarra sjónarmiða en þeirra einna að tryggja sem bezt forsjá og fram- tíð Reykjavíkur undir öruggri stjórn Sjálfstæðisflokksins. Verbomeno nndir rúðstjórn Merkileg bók um þrælkun verkamanna í löndum kommúnista NÝLEGA er kominn út bæklingur er nefnist: Verkamenn undir ráð- stjórn. Höfundur hans er rússneskur rithöfundur, Anatole Shub. Stefán Pétursson fyrrverandi ritstjóri hefur þýtt bókina úr ensku á íslenzku. í bók þessari er lýst lífskjörum verkalýðsins í Rússlandi og þeirri þrælkun og harðræði, sem verkalýður leppríkja Rússa veröur að búa við. Rætt er um uþpreisnir verkalýðsins og andstöðu gegn ofbeldisstjórn kommúnista, bæði í Austur-Þýzkalandi, Póllandi og Ungverjalandi. Hinu algera skipbroti kommúnismans og hagkerfis hans er lýst og sagt frá því volæði, sem það hefur leitt yfir verka- lýð þeirra þjóða, sein við það búa. í lok formála bókarinnar er meðal annars komizt að orði á þessa leið: „En dóm sögunnar um tilraun Lenins er verkalýðurinn sjálfur nú byrjaður að kveða upp aust- ur þar. Barátta hans er farin að lýsa sér í sífeldum fjarvistum frá vinnu, seinagangi á fram- leiðslunni, setuverkföllum á vinnustað, hópgöngum, allsherj- arverkföllum og hreinum og beinum byltingum. Það hefur logað upp úr í verksmiðjunum á öllu svæðinu frá Skoda-smiðjun- um í Pilsen til kúluleguverksmiðj unnar, sem kennd er við Kagano- vitsj austur í Moskvu. I dag er verkalýður ráðstjórnarheimsins að færa mönnum heim sanninn um það, sem Karl Kautsky, hinn frægi sósíaldemokratiski and- stæðingur Lenins, sá fyrir löngu síðan: „Það er ekki hrun einræðis- stjórnarinnar á Rússlandi, heldur áframhald hennar, sem felur í sér alvarlegustu hættuna fyrir frelsisbaráttu verkalýðsins á okk ar dögum“.“ Það er vissulega mikils virði, að þessi bók skuli hafa verið þýdd á íslenzku. Hún á erindi til allra þeirra, sem vilja kynn- ast sannleikanum um hin lam- andi áhrif kommúnismans á bjóð ir þær, sem búa við hagkerfi hans. „Stúlkan v/ð fljótid iTALSKAR kvikmyndir, sem sýndar hafa verið hérlendis und- anfarin ár hafa hlotið miklar vin- sældir, enda hafa þær flestar verið efnismiklar, vel gerðar og ágætlega leiknar. — ítalska kvik myndin „Stúlkan við fljótið" sem Stjörnubíó sýnir um þessar mund ir, hefur alla kosti þeirra góðu ítölsku mynda, sem hér hafa áð- ur sézt. Efni myndarinnar er á- hrifamikið, leikstjórnin, sem er i höndum Maris Soldati, prýðileg og leikurinn afbragðsgóður. Leik urinn gerist meðal verkafólks á Ítalíu og fjallar um ástir ungrar stúlku, Nives, og smyglarans Gino Lodi. Verða kynni þessa unga fólks örlagarík, einkum hinni skapheitu og stoltu stúlku, enda er elskhugi hennar kald- rifjaður og ófyrirleitinn, þar til hinir hörmulegustu atburðir í leikslok, milda huga hans og beina honum inn á braut heiðar- legs lífernis. — Aðalhlutverkin, Nives og Gino Lodi, leika þau Sophia Loren og Rick Bataglia. Er leikur þeirra afbragðsgóður, einkum er þó Sophia Loren sönn í hlutverki sínu og leikur hennar í sorg og angist stórbrotinn og áhrifaríkur. Ættu sem flestir að sjá þessa ágætu mynd, þvi að hún er vissu lega þess virði. // Frumskógavitið " ÞESSI ameríska kvikmynd, sem sýnd er í Austurbæjarbíói, fjall- ar um hreystilega baráttu franska útlendingahersins í loka- orrustinni um Dien-Bien-Phu í Indókína árið 1954. Er þar lýst á mjög raunsæjan hátt hinni von- lausu aðstöðu franska hersins, sem uppreisnarmenn hafa um- kringt á þröngu svæði og hinni hatrömmu baráttu, sem haldið er uppi á báða bóga. Hetjulund hinna frönsku hermann er mikil, en stoðar þó lítið gegn ofurefli hinna innfæddu, kænskubrögðum þeirra og leikni í að fela sig I frumskógunum og koma óvinun- um í opna skjöldu, enda lýkur viðureigninni svo að hin franska herdeild er stráfelld. Mynd þessi er ágætlega gerð og vel tekin og gefur vafalaust góða hugmynd um hinar miklu hörm- ungar og ógnir, sem samfara eru styrjaldaræðinu, sem svo mjög hefur þjáð mannfólkið Ego.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.