Morgunblaðið - 15.01.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.01.1958, Blaðsíða 12
12 MORGUN BLAÐIÐ Miðvikudagur 15. 5an. 1958. Sigríður á Grímsstöðum 1858 — 15. janúar — 1958 Nýsköpiuiajn.og.tri kcmur ao iaodi Rekstur Akureyrartogaranna fullkomlega eðlilegur Rannsóknarnefnd Ú.A. hefir iokið störfum UM aldamótin 1700 bjó Oddi Guðmundsson að Furubrekku i Staðarsveit; hann var góðia manna um Vesturland og Húna- þing og er talinn í beinan karr- legg frá Sturlu lögmanni Þórðar- syni. Oddi átti Vigdísi Helga- dóttur, en faðir hennar og lang- feðgar voru Skógnesingar. Helgi sonur þeirra (f. 1698) fékk Rann- veigar Magnúsdóttur Hrómunds- sonar, sýslumanns í Skutulsey. Þessi ungu hjón fengu höfuðbóiið Vog í Mýrum (um 1725—30) og þessi Helgi hlaut síðar nafnið: Helgi hinn fyrsti í Vogi. Sonur hans, Helgi annar í Vogi (d 1819), bjó þar eftir föður sinn; þá Helgi hinn þriðji í Vogi, al- þingismaður og dbrm. (d. 1851). En hans son, og Elínar Egils- dóttur frá Arnarholti, var Helgi hinn fjórði í Vogi, f. 1822, d. 1883. Allir voru þessir langfeðg- ar og nafnar miklir menn fyrir sér, smiðir og framkvæmda- menn miklir. Það mun mjög fá- títt hér að slík töluröð hafi orðið í mæltu máli um bændur, eins og varð um þá langfeðga í Vogi. Kona Helga hins fjórða í Vogi var Soffía Vernharðsdóttir, prests í Hítarnesi, Þorkelssonar prests að Stað í Hrútafirði; hún var föðursystir séra Jóhanns Þor- kelssonar dómkirkjuprests, er-. móðir hennar var Ragnheiður systir Eyjólfs í Svefneyjum Helgi og Soffía giftust 19. jújrií 1851, hann 29 ára, hún 22. Þau eignuðust fjórar dætur og einn son. Yngsta dóttir þeirra, Sig- ríður, er fædd í Vogi 15. janúar 1858. Hún er 100 ára í dag. Sigríður fæddist upp í Vogi, við mikið fjölmenni og umsvif á stóru heimili, sem verið hafði eitt og sama höfðingsheimilið langt á aðra öld. Hún ólst upp við hin blikandi sjávarsund, fugl og fisk og eyjargagn mikið. „Vog- skeiðin", sem afi hennar, Helgi hinn 3., hafði smíðað eigin hendi af mikilli stórmennsku, flaut á voginum og var nær aldrei dreg- in í naust. Hún var skipa mest eins konar hafskip Mýramanna í suðurferðum. Þar um var kveð- ið: Skeiðin þýtur eins og ör undir nítján mönnum. Faðir Sigríðar tck ungur við búráðum og framkvæmdum Hann keypti hús Bjarna amt- manns á Stapa, er hann fluttist þaðan (1849), tók sundur húsið, hlóð Skeiðina viðunum og flutti suður í Vog. Þar stendur húsið enn, sterkum stoðum, og kynm frá mörgu að segja, blíðu og stríðu. Það hefur staðið af sér margar kynslóðir, geymt gleði þeirra og erfiði og kvöl. Hinn 11. marz 1869 héldu marg ir næturgestir frá Vogi, en bóndj sjálfur fylgdi þeim langt á leið, á miklum hesti og traustum Helztur fyrirmanna var Jóhann- es sýslumaður í Hjarðarholti og kvaddi húsfreyju með virkt og þökkum. Hvorugt hefur grunað að bæði þau yrði andvana hið sama kvöld. Voðahríð brast 4; sýslumaður varð úti við annan mann hjá túngarði sínum. Bónd- inn í Vogi komst ekki heim, en náði nauðulega mannahúsum; hesturina stóð skyndilega kyrr við bæjarþil. En húsfreyjunni í Vogi blæddi út i rekkju sinni um kvöldið. Föðurbróðir minn, sem þá var þar unglingsmaður og bjargaði fénu í hús, hann sagði mér frá þessu, þá á áttræðisaldri, og táraðist enn af sorg við slíka tilhugsun. Hinn göfugi bóndi í Vogi varð ekki samur eftir þann dag. Hann andaðist rúmlega sextugur 1883. Þá tóku við Vogi Rannveig dóttir hans og Árni maður hennar og bjuggu þar lengi við rausn og vinsældir. En allt austan úr Reyðarfirð; hafði komið ungur smiður, með dóttur Guðnýjar skáldkonu og prófastsins að Staðarstað. Níels | smiður kom í Vog, fyrir tilstilli Sveins prófasts á Staðarstað, og reisti þar aftur af grunni amt- mannshúsið frá Stapa. En þetta varð til þess, að Austfirðingui- inn festi kaup á Grimsstöðum uppi við Mýrafjöll, með raði Helga í Vogi og styrk tengdaföð- ur síns. Og þar bjuggu þau síðan. prófastsdóttirin og Níels úr Reyðarfirði. Ástarsaga þeirra er eins og ævintýri frá krossfara- tímunum. Var það í stjörnum skráð að sú kona skyldi ala hin- um fátæka smið einn hinn mesta kennimann og trúboða? Þau Níels og Sigríðnr Sveins- dóttir áttu sjö börn. Hallgrímur Níelsson var elztur bræðranna. Honum giftist Sigríður Helga- dóttir frá Vogi, 18. júní 1886, og tóku þau við búi. Sigríður frá Vogi var húsfreyja á Gi ímsstöð- um meira en hálfa öld og fékk nafnið: Sigríður á Grímsstöðurn. Heimili þeirra Hallgríms var stórmannlegt, hlýtt og fagurt; hjónabandið ástríkt, með gagn- kvæmri virðingu. Systkini frá Vogi og Gríms- stöðum réðu átta stórheimilum á Mýrum um marga áratugi, og sá þar staðina. Vogssystur bar hátt: Ragnheiði í Knarrarnesi, Rannveigu í Vogi og Sigríði á Grímsstöðum. Þau Hallgrímur og Sigríður á Grímsstöðum áttu sjö börn, og eru öll á lífi. Hallgrímur bóndi var óvenjulegur maður, heitur í lund, fluggáfaður og málsnjail, brennandi í anda, svo sem Hai- aldur var, bróðir hans. Það sagði mér Magnús Jónsson prófessor, sem kynntist Hallgrími á efstu árum hans, að Hallgrímur talaðj við hann i eldmóði og tók til hendi sinni til áherzlu, að það var hönd Haralds; hlýjan og ákafinn í málinu eins. Hallgrím- ur á Grímsstöðum dó 1950. Ég hef talað um þá sem burtu eru farnir. Því að hjá mér situr hinn göfugasti fulltrúi horfinna kynslóða og liðinnar aldar, elsku- leg æskuvina móður minnar. Sig- ríður á Grímsstöðum situr ein eftir meðal vor, hjartahrein. þakklát guði og mönnum fyrn allt gott um eina þá lengstu ævi sem dauðlegum manni hlotnast; les enn bækur og dagblöð hvers dags, fylgist með nútímanum, fer allra sinna ferða, gengur um húsið, grönn og teinrétt og fas- prúð, man alla hina fyrri tíð, eins og lifandi bók væri, alit fram á síðustu missiri, ruglar aldrei blöðum huga síns, en stanzar stundum og bíður við. Og ein er hún ekki; hún er umvafin ástríki meir en 50 af- komenda, yndisleg börn af mörg- um ættgreinum, fríð, harðgerö eða blíð, koma að knjám henm. Hún hefur hin síðustu árin verið hjá dætrum sinum í Reykjavík til skiptis, og er nú hjá Sigríði dóttur sinni, konu Lúðvígs Guð- mundssonar skólastjóra. Vogur, föðurgarður hennar, er nú fallinn í auðn. Straumur tím- ans hefur skilið stórbýlið eftlr utan við sína alfaraleið. Eyja- gagn er markleysa, sjávarafli tekinn í nýjum stöðum, gamla túnið á hólóttri klettaströnd hentar ekki nýjum vélum. Sjáv- arleiðirnar eru ekki framar til. Vogskeiðin mikla er löngu fúin Sigríður segir mér frá æskuleið sinni, úr Vogi upp að Grímsstöð- Akureyri, 13. jan. — í DAG boðaði stjórn Útgerðar- félags Akureyringa h.f. blaða- menri á sinn fund og lagði fram álit nefndar þeirrar, er skipuð var af stjórninni til þess að at- huga rekstur félagsins á árunum 1955 og 1956. Nefndin tók til starfa í byrjun nóvember sl. Nefndarmenn sátu einnig fyrr- greindan blaðamannafund. Eins og kunnugt er, hafa orðið miklar umræður um rekstur og afkomu félagsins að undanförnu. Rannsóknarnefndina skipuðu þeir Halldór Jónsson, Reykjavík, Baldvin Þ. Kri^tjánsson, Reykja- vík og Tryggvi Helgason, Akur- eyri. Allir hafa þessir menn mik- inn kunnugleika á útgerðarmál- um. Samanburður við átta skip Nefndarmennirnir gerðu sam- anburð á aflamagni hinna fjög- urra togara félagsins og átta ann- arra togara frá Siglufirði, ísa- firði og Reykjavík. Ennfremur báru þeir saman rekstur allra skipanna og kynntu sér útkomu fiskverkunarstöðva Ú.A. Náði samanburðurinn eins og fyrr seg- ir yfir árin 1955, 1956 og 1957, að því er tekur til birgða á skreið og saltfiski. um. Þar stóðu í fögrum hvammi tvær háar bjarkir og jafnar, laufi skrýddar. Þar var indælt að æja hestum. En einn dag voru bjark- irnar horfnar, stýfðar við rót. Ekkja átti landið; hún hafði leyft nábúa sínum að taka árefti i skóginum á kindakofann sinn Hann valdi bjarkirnar tvær, seg - ir heimasætan frá Vogi með ævilöngum trega um horfna feg- urð og blindni mannanna. Húi þráði sævarsundin á fögru fjalla- jörðinni sinni, þar sem þó er einna víðsýnast á byggðu bóh. Vorið kom seinna við fjöllir Ég sá blessaðan sjóinn speglast í logni. Ég gat talið Hvalseyjar. Lífið hefur borið vinu minni bikar hundrað ára, beiskan og sætan. Heimur minninganna er fagur og sorgblíður; drottinn hef- ur lagt líkn sína með hverii þraut, fremst af öllu hreina sam- vizku og rósemi hófsamrar sálar, hjarta sem prýtt var þolgæði. Börnin mín öll og barnabörmn gera mér allt til gleði, meir en ég fái fullþakkað. Og aldrei hef ég hugsað það, að góður guð muni sleppa af mér hendi sinrii við umskiptin sem koma skulu, þegar hann vilL Helgi Hjörvar. Rekturinn fyllilega sambærilegur Rannsókn þessi leiddi í ljós, að rekstur Akureyrartogaranna er sízt lakari en samanburðar- skipanna, svo og er aflamagn þeirra vel sambærilegt við hin skipin. Standast Akureyrartogar- arnir því fyllilega samanburð við fyrrgreind átta skip. Tap fiskverkunarstððvanna Á fiskverkunarstöðvunum verð ur aftur á móti all mikið tap. Á skreiðarverkun tapast sem næst 1.340.000 kr., og telur nefndin, að sú framleiðslurýrnun sé óeðlileg. Hins vegar hefir Guðmundur Guðmundsson, framkvstj. Ú.A., gefið á þessu skýringu. Segir hann, að rýrnunin stafi af því, að fiskur hafi í stórum stíl verið hengdur upp að vetri til og fros- ið á fyrsta stigi verkunar, og því rýrnað mun meira en eðlilegt má telja. Aðspurðir á blaða- mannafundinum lýstu fundar- menn því yfir, að þá vantaði reynslu og samanburð til þess að geta gefið fullnægjandi skýringu á þessu atriði. Útflutningstregða 1956 Á saltfiskinun* verður rýrnun sem nemur 1.170.000 kg., og er nefndin öll sammála um, að þessi rýrnun sé ekki óeðlileg, þegar tekið er tillit til þess, að íélagið lá með mjög miklar salt- fiskbirgðir marga mánuði ársins 1956, og stafaði það af útflutn- ingstregðu. Ú.A. reiknar skipunum hærra verð Þá er einnig athyglisvert, að! Ú.A. hefir reiknað skipum sínum hærra verð fyrir þann fisk, sem fer til verkunar hér á staðn- um heldur en annars staðar tíðk- ast. Veldur þetta því, að útkom- an á togurunum sjálfum verður betri en 'verri á fiskverkunar- stöðvunum að sama skapi. Sér- staklega á þetta við á árinu 1955. Þá er saltfiskverð í Reykjavik kr. 1,87, ísafirði 2,21 og á Akureyri 2,54. Allir stjórnarnefndarmenn Ú. A. lýstu því yfir, að þeir tækju skýringar þær, sem fram væru komnar góðar og gildar og teldu tapið ekki óeðlilegt. Sumir kváðu þó ekki fullnægjandi skýringar vera fyrir hendi á skreiðartap- inu. Vissu ekki um rýrnunina Þá kom í ljós, að hvorki stjórn / né framkvæmdarstjóri vissu, að jafnmikil rýrnun hefði orðið á fiski verkunarstöðvanna eins og raun er á. Stafar þetta af því, að fullkomin birgðatalning er ófram kvæmanleg um áramót, þegar fiskur liggur í stöðvunum svo þúsundum tonna skiptir. Hins vegar er fiskurinn veginn blaut- ur upp úr skipunum og siðan dreginn frá eðlileg rýrnun sam- kvæmt reglum lánastofnana til lána út á fiskinn. Tap það, sem hér um ræðir, getur því náð til fleiri ára en þeirra, sem rann- sóknarnefndin athugaði sérstak- lega. Hins vegar var um þessi áramót það lítið fiskmagn liggj- andi hjá félaginu, að unnt reynd- ist að gera nákvæma birgðataln- ingu. Veitir bæiarhúum tug milljónir Formaður rannsóknarhefndar- innar Halidór Jónsson, upplýsti, að nefndin hefði athugað, hve miklar tekjur togararnir hefðu veitt bæjarbúum á Akureyri í vinnulaunum og annars konar þjónustu. Rekstrarkostnaður tog- aranna sl. 5 ár nemur að þessu leyti 221 millj. kr. eða til jafn- aðar 11 millj. kr. á skip á ári. Er talið, að 70—80% af þeirri upphæð renni beint til bæjarbúa í einni eða annarri mynd og örvi að því leyti atvinnu- og við- skiptalífið á staðnum. Auk þeirrar rannsóknar, sem fyrrgreind nefnd framkvæmdi á rekstri útgeðarfélagsins, gerði hún ábendingar, er verða mættu til úrbóta, og eru þær í átta lið- um. Þær snerta þó hvorki félags- legar né persónulegar breytingar. o—O—o Alls er álit nefndarinnar um þrjátíu vélritaðar síður, og er því ekki hægt að svo komnu að gera nánari grein fyrir því í stuttu máli. Leiðrétting frá „íslendin«i4; á Akurevri ./ RITSTJÓRI blaðsins íslend- ings á Akureyri óskar þess getið, að úr aðalfyrirsögn á forsiðu blaðsins á grein um Útgerðarfélag Akureyringa h/f hafði fallið niður hluti úr orði. Fyrirsögnin á að vera þannig skv. handriti: „Rekstr- arafkoma Ú A-togara fyllilega sambærileg við 8 samanburð artogara", en orðið — togara hafði fallið niður í fyrirsögn- inni. Þessa er getið hér í blað- inu sökum þess, að næsta blað íslendings kemur ekki út fyrr en n. k. laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.