Morgunblaðið - 15.01.1958, Side 17
Miðvikudagur 15. jan. 1958.
MORGVTSBLAÐÍÐ
17
Hlustað á útvarp
RÍKISUTVARPIÐ hefur ætíð
látið flytja þætti um íslenzkt
mál. Hafa hinir fróðustu menn
þar gefið hlustendum góða
fræðslu og svarað fyrirspurnum.
Þetta er ágætt, einnig gott
að þáttum þessum hefur heldur
farið fjölgnadi, held ég. Menn
nota sér þetta allvel, að því er
ég bezt veit og er ég sannfærð-
ur um að þessir stuttu þættir
eru gagnlegir. — En það er ann-
að, í sambandi við ísl. mál í
Ríkisútvarpinu, sem þörf er að
um sé rætt og úr bætt. Eins og
kunnugt er og allir vita, er
áherzla jafnan lögð á fyrsta at-
kvæði orða í ísl. máli. í söng-
textum hjá útvarpinu, skortir
mikið á, að þessari sjálfsögðu
reglu sé beitt. Einkum á þetta
við, er dægurlög, svonefnd, og
danslög eru sungin. Er þá al-
gengt, að áherzla sé lögð á síð-
ari atkvæði í tveggja atkv. orð-
um, einkum í enda setningar, og
er hörmung á að hlusta. Einnig
kemur þetta fyrir í öðrum lög-
um, svo sem þjóðlögum, nýrri
útsetningum þeirra og svo frum-
sömdum söngvum. Þetta má ekki
óátalið vera og skora ég á þá
Vilhjálm Þ. Gíslason, útvarps-
stjóra og Helga Hjörvar skrif-
stofustjóra, en þeim treysti ég
bezt í þessu máli, að losa útvarp-
ið við þessa ófétis söngva, sem
spilla máli voru og brengla mál-
smekk fólks svo, að slíkt er með
öllu óþolandi. Það ætti að vera
auðvelt að raula vísu eða syngja
lag án þess um leið að misbjóða
máli voru.
XJm helgina 5. janúar, þáttur
þeirra Páls Bergþórssonar og
Gests Þorgrímssonar, var helg-
aður áramótum, ýmsu gamni og
siðum er við þá árstíð er bund-
ið. Svo sem brennum, sem vafa-
laust eru jafngamlar því, að fólk
fór að nota eld. Eldur og bál er
tignarleg sjón hvort sem um er
að ræða Heklugos eða lítinn bál-
köst á bæjarhólnum í sveit-
inni. Jafnvel logandi kertaljós
eru töfrandi fögur, ef horft er á
þau með réttu hugarfari. Hér í
Reykjavík var mikið af brennum
um hátíðirnar, bæði gamanbrenn
ur og eldsvoðar sem ollu stór-
tjóni.
Gaman var að heyra Stefáns-
vísuna, sænsku, sungna, hún var
þýdd á íslenzku, mjög smekk-
lega að því er virtist í fljótu
bragði heyrt. Þetta er fallegt og
hrifandi þjóðlag og prýðilega
sungið í þetta sinn; — kallast
þessi gerð söngva vikivakar (svo
sem t. d. kvæðið og lagið um
Ólaf liljurós). — Jón Árnason,
spekingur, kom fram í þættin-
um og talaði um stjörnuspár og
slík forn (og ný) vísindi, astrologi
og astronomi. Kvað hann þetta
einhver elztu vísindi mannanna,
Stundsjá (horoskop) manna má
athuga og þar sjá örlög þeirra,
er það mikið og flókið verk og
ekki á allra færi. Eldgos og fjöldi
atburða er í sambandi við stöðu
pláneta og stjarna og kunna
stjörnuspekingar að athuga þetta
og vita því margt fyrirfram. —
Fleira var um spádóma í þætt-
inum til fróðleiks og gamans.
o—O—o
Annar Jón Árnason, fyrrver-
andi Landsbankastjóri, talaði
um daginn og veginn á mánu-
daginn 6. janúar. Hann er mjög
raunsær maður og hélt sér alveg
við jörðina og hlutina eins og
þeir eru frá hans sjónarmiði, og
raunar fjölda margra annarra
manna. Kvað hann mjög gott ár
liðið, öndvegistíð til sjós og lands
hvað veðráttu snertir, næga at-
vinnu. Dýrtíð ekki mikil miðað
við kaupgetui. Miklar tekjur
manna góðar, ef sparnaður og
hófsemi fylgir, þannig að menn
leggi upp fé á góðu árunum. En
því er ekki hér að heilsa hjá
öllum þorra manna. Við flytjum
inn vörur fyrir 30—40% meira
en við öflum — og er þó mikils
aflað. Togaraútegrðin fær um
5.500 kr. á hvern togara á dag,
en þykist nú þurfa 9—10 þús.
krónur á hvern útgerðardag til
þess að þessar fiskveiðar beri
sig. Þó er ríkið að kaupa 15 nýja
togara, taka þarf lán til þess
að greiða þessi skip, auk þess
vantar menn á skipin bæði yfir-
menn og háseta og ríkið verður
sennilega að greiða 40—50 millj.
krónur með þessum 15 skipum
árlega. Margt fleira sagði Jón
Árnason og var ræða hans hin
ágætasta sökum hreinskilni og
laus við alla tæpitungu og gleið-
gosahjal. Vitnaði hann í ræðu
Sigurðar alþm. Bjarnasonar frá
Vigur, er hann hélt í desember,
og sagði að menn yrðu að fá að
heyra sannleikann um fjármál
vor og horfur. Venjulega væri
hér ekki talað um hvað verk-
smiðjur, skip og annað slíkt kost-
aði heldur vitnað í ræður manna
og glæsileika fyrirtækjanna. Jón
Árnason hefur áður bent á ráð
til úrbóta, sem hann telur muni
duga og endurtók þau nú. Það
var hressilegt að heyra þessa
ræðu hins lífsreynda, gáfaða og
gætna manns, sannleikurinn er
alltaf sagnabeztur í þessum
vandamálum og út úr núverandi
fjármálaöngþveiti verður að
komast, þótt það sjálfsagt verði
ekki sársaukalaust.
Erindi um Æviskrá íslendinga
flutti séra Jón Skagan, æviskrár-
ritari. Er ætlazt til þess að spjald
skrá verði gerð og á hana skráð
nöfn allra íslendinga frá land-
námi og áfram, sem lifað hafa
15 ár eða lengur. Eins og nærri
má geta er þetta afar mikið verk,
enda sagði æviskrárritari, að taka
mundi tugi ára, kannske hundr-
að ár, þar til skráin væri komin
í sæmilegt horf. Skrá þyrfti
sennilega, 1 til IY2 milljón nafna,
eins og sakir standa nú og auð-
vitað bætist alltaf við töluna.
Fróðir menn telja að tvær til
tvær og hálf milljón manna hafi
náð 15 ára aldri hér, frá því
landið ók að byggjast. Sennilega
fellur um ein milljón úr, sem
ómögulegt verður að fá vitneskju
um. Skrá þessa á að varðveitast
í Þjóðskjalasafninu og komist
þetta í framkvæmd verður hér
um mikinn fróðleik að ræða.
Það mun hafa verið Jón alþm.
Sigurðsson frá Reynistað, sem
átti hugmynd að samningu skrár
þessarar og kom málinu á fram-
færi á Alþingi — og í gegnum
þingið, svo að lögum varð.
Ný útvarpssaga hófst á þriðju-
dag 7. jan. Les Karl ísfeld úr
ævisögu sænsks læknis, Axels
Munthe, heitir bókin Frá San
Michele. Kom út á íslenzku 1933,
mjög skemmtileg og læsileg bók,
sem margir hafa lesið, oftar en
einu sinni. Ég hefði kosið að út-
varpssagan yrði skáldsaga, eins
og verið hefur, en ekki ævisaga
eða minningar.
Miðvikudag var síðasti þáttur
af „Leitinni að Skrápskinnu‘“.
Þetta var heiðarleg tilraun til
þess að skemmta fólki, ein af
þeim örfáu á þessum vetri. Vona
ég að sem flestir hafi notið þátt-
anna. Hvaða skemmtiþáttur tek-
ur nú við?
Einar prófessor Ól. Sveinsson
hóf lestur Þorfinns sögu karls-
efnis. Hann hefur aðdáanlega
hæfileika til að lesa fornsögurn-
ar á þann hátt, að verður auk
fróðleiks, eitt af því skemmtileg-
asta, sem útvarpið hefur að færa
hlustendum. Hann les á þann
hátt, að maður tekur eftir mörgu,
sem áður hefur farið framhjá við
léstur sagnanna.
Kvöldvakan á fimmtudag var
góð. Séra Sigurður Einarsson
skáld, flutti síðara erindið frá
Jerúsalem, sagði hann frá hinum
helgustu stöðum kristinna manna
í þeirri borg og sögu þeirra. Var
frásögn hans lifandi, fróðleg og
ynnileg. Þá voru leikin og sung-
in nokkur skemmtileg lög og vel
gerð eftir dr. Pál ísólfsson. Loks
var ferðaþáttur eftir Sigurð Jóns-
son frá Brún, fróðleg lýsing á
tamningu hryssu einnar, sem var
eitt af þessum ótemjuhrossum,
sem allir gamlir hestamenn kann
ast við.
Á föstudagskvöld var síðara
erindi frú Sigríðar J. Magnús-
son um áhrif iðnaðar á störf
kvenna í þjóðfélaginu. Þykir
frúnni konur tómlátar og lítið
vilja neyta réttar síns, sem for-
ustumenn í þjóðfélaginu. Þetta
er satt, en konur eru nú þannig
gerðar, að þær líta svo á, all-
flestar, að höfuðstarf sitt sé á
heimilunum og við uppeldi barn-
anna. Trúa betur sjálfri sér en
öðrum til þessa. Svo mun og vera
með frú Sigríði, því á þeim ár-
um er börn hennar voru ung gaf
hún sig litt að þjóðmálum svo
vart yrði við. En svo dugleg og
mikilhæf kona mundi varla hafa
gefið sig að kvenréttindamálum
án þess að eftir því hefði verið
tekið. Annars voru þessi erindi
frú Magnússon mjög vel samin
og flutt og eftirtektarverð. T. d.:
er það undarlegt, að aðeins ein
kona er nú í kjöri við bæjar-
stjórnarkosningarnar í öllum
kaupstöðum landsins, sem er í
öruggu sæti til þess að ná kosn-
ingu. Það er mikil hlédrægni hjá
konum, eða hvað er það sem
þessu veldur?
Þorstcinn Jónsson.
Skrifstofumaður
vanur bókfærslu og vélritun óskast til starfa strax
á Keflavíkurflugvelli. Enskukunnátta nauðsynleg.
Tilboð merkt: „Bókfærsla — 1160“ sendist Mbl. fyr-
ir 20. þ.m.
Skrifstofustúlka
með verzlunarskólaprófi eða hliðstæðri menntun
óskast. Tilboð merkt: „Skrifstofustúlka — 3725“
leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 20. þ.m.
VIIMftllNGAR
í happdrætti S.U.F. komu á eftirtalin númer:
10 Opel Kapitan bifreið
10280 Hnattferð
Vinninga má vitja til formanns happdrættisnefndar
S.U.F., Áskels Einarssonar, Nökkvavogi 7, sími 33771.
ALGLYSIIMG
Athygli söluskattskyldra aðila í Reykjavík skal
vakin á því, að frestur til að skila framtali til skatt-
stofunnar um söluskatt og útflutningssjóðsgjald,
svo og farmiðagjald og iðgjaldaskatt samkv. 20.—
22. gr. laga nr. 86 frá 1956, fyrir 4. ársfjórðung 1957
rennur út 15. þ.m.
Fyrir þann tíma ber gjaldendum að skila skatt-
inum fyrir ársfjórðunginn til tollstjóraskrifstofunn-
ar og afhenda afrit af framtali.
Reykjavík, 11. janúar 1958.
Skattstjórinn í Reykjavík.
Tollstjórinn í Reykjavík.
I DAG
Biefst hin árlega útsala okkar
Margskonar vörur á mjög lágu verði
Komið — Skoðið — og kaupið
TE M PLARAS UNDI —
Frimerkjasýning í Beykjavib
— Frímex 1958 —-
Félag frímerkjasafnara hefur ákveðið að gangast fyrir
frímerkjasýningu í Reykjavík á næstkomandi hausti. Sýn-
ingunni hefur verið valið nafnið „Frímex 1958“.
Til sýningar verða tekin einstök frímerki, frímerkja-
söfn (þar á meðal sérsöfn, s.s. Motiv o.s.frv.) umslög og
annað, sem talizt getur til frímerkjasöfnunar.
Einungis íslenzkum söfnurum er heimil þátttaka.
Tilkynna skal þátttöku fyrir 1. apríl n.k., en sýningar-
efni þarf að hafa borizt formanni sýningarnefndar Jónasi
Hallgrímssyni, Pósthólf 1116, Reykjavík (sími 3-4488)
fyrir 1. ágúst 1958.
Sýningarnefndin.
SKYNDISALAN - SÍÐASTI DAGUB
Bútosola — AUar skyndisöluvörur — Gjaiverð