Morgunblaðið - 23.01.1958, Page 6
6
MORCVN JtL 4 ÐIÐ
Fímmtudagur 23. tan. 1958
Höskuldur Ólafsson sparisjóðssfjóri:
Æskan kýs forystu Sjálfstæðis-
manna um menntun, íjDröttastarf
atvinnuöryggi, húsnæðis- og
framfaramá
í ÞEIM bæjarstjórnarkosning-
um, sem í hönd fara, er kosið um
það, hvort sú stefna, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefir markað í
bæjarmálum Reykjavíkur, hlýtur
traust bæjarbúa við kjörborðið á
sunnudaginn kemur eða hvort
stefna eða öllu heldur stefnu-
leysi vinstri flokkanna á að verða
alls ráðandi í bæjarmálum
Reykjavikur næsta kjörtimabil.
í þessum kosningum, sem svo
cft áður, verður þungt á metskát-
unum það lóð, sem æskan leggur
á þær. Nokkur þúsund æsku-
manna og -kvenna ganga nú í
fyrsta sinni að kjörborðinu í
bæjarstjórnarkosningum. Þetta
æskufólk hefir á undanförnum
árum verið beinir þátttakendur í
uppbyggingu bæjarfélagsins og
borgarinnar. Það fylgist vel með
þeim málum, sem æskuna varða
og bæjarstjórnin lætur til sín
taka. Og þegar æskufólk gengur
að kjörborðinu, metur það í ljósi
slaðreyndanna, hvað gert hefir
verið því til hagsbóta af forráða-
mönnum bæjarfélagsins og hver
aðbúð og aðstaða því er búin í
framtiðinni.
í hverju nútímaþjóðfélagi með
lýðræðisskipulagi er lögð á-
herzla á alhliða menntun æsku-
lýðsins og að hver æskumaður
og kona geti öðlazt þá þekkingu,
sem hugur hans eða hennar
stendur til. Hér á íslandi er
skólamálum þannig skipað, að
ríkisvaldið hefir yfirstjórn þeirra
mála í sinum höndum, en þó eru
bæjar- og sveitarfélögum lagðar
á herðar ríkar skyldur í fram-
kvæmd þeirra mála. Reykjavík-
urbær hefir ætíð staðið við þær
skuldbindingar, sem löggjöfin
gerir ráð fyrir, og í mörgum til-
fellum gert betur. Þannig hefir
bæjarfélagið á undanförnum ár-
um byggt margar veglegar skóla-
byggingar, án þess að rikið hafi
innt af hendi lögbundnar greiðsl-
ur af kostnaðarverði, og skipta nú
milljónum króna vangoldnar
greiðslur til bæjarsjóðs. En jafn-
framt þeim stórátökum, sem
gerð hafa verið í skóla- og
fræðslumálum innan ramma hinn
ar almennu löggjafar, hafa sér-
skólar ýmsir verið studdir í
starfi. öll þessi starfsemi miðar
að því að búa æskuna sem bezt
undir framtíðina. Samhliða fjöl-
breyttu skólastarfi hefir nú á
síðustu árum verið hafin undir
íorystu bæjarfélagsins fjölbreytt
tómstundaiðja fyrir unglinga á
vegum Æskulýðsráðs Reykjavík-
ur og hefir sú starfsemi þegar
gefið góða raun og ber tvímæla-
laust að efla hana í framtíðinni.
Á sviði íþróttamála hefir bæj-
arfélagið ekki setið auðum hönd-
um. Starfsemi íþróttafélaga
margs konar hefir hlotið stuðning
og fyrirgreiðslu bæjarstjórnar-
innar og hafa íþróttafélögum ver
ið fengin athafnasvæði fyrir starf
semi sína víðs vegar í bænum.
En jafnframt því, sem einstök
félög hafa verið studd í starfi
hefir nú á undanförnum árum
verið reist hér í bænum eitt hið
glæsilegasta íþróttamannvirki,
sem nú er á Norðurlöndum,
Laugardalsvöllurinn. Hefir ekk-
ert verið til sparað af hálfu for-
ráðamanna bæjarfélagsins til
þess að það mannvirki hæfði
fullkomnustu kröfum. Er fyrir-
hugað að í Laugardalnum verði
í framtíðinni aðalíþróttasvæði
borgarinnar og með tilliti til
þess er gert ráð fyrir ýmsum
mannvirkjum þar. Hollar íþrótt-
ir eru ekki síður nauðsynlegar
til stælingar líkamanum en
menntun til eflingar andanum og
öflunar þekkingar. Því ber að
efla og styðja allt heilbrigt starf
þeirra félagssamtaka, sem vinna
að íþróttamálum og veita þeim
þá aðstöðu til starfsemi sinnar að
þau geti hvert og eitt náð því
markmiði sem bezt, er þau stefna
að.
Blómlegt og fjölbreytt at-
vinnulíf er undirstaða velmeg-
Höskuldur Ólafsson
unar í sérhverju þjóðfélagi. Við
Sjálfstæðismenn viljum veita ein
staklingunum athafnafrelsi til
uppbyggingar blómlegu athafna-
lífi. Með því móti teljum við
atvinnuöryggi þegnanna bezt
borgið. Við teljum að svo bezt
fái hver einstakur þegn þjóðfé-
lagsins notið sín, að hann hafi
fullt frelsi til orða og athafna.
Hér í Reykjavík hefir einstakl-
ingunum verið veitt sú aðstaða,
sem frekast er unnt til að starf-
rækja avinnufyrirtæki með
þeim árangri að þetta bæjarfélag
er eftirsóknarverðast til búsetu
á öllu Islandi. Það sýnir fólks-
straumurinn til Reykjavíkur og
talar það sínu máli. Eitt af því
eftirtektarverðasta í atvinnu-
legri uppbyggingu bæjarfélags-
ins á síðustu árum er, hve ung-
ir menn hafa stofnsett mörg at-
vinnufyrirtæki í hinum ýmsu
starfsgreinum. Er það gleðileg-
ur vottur þess framfaravilja,
sem ríkir meðal æskufólks og
sýnir betur en nokkuð annað að
höft og hömlur í hvaða mynd
sem er, eru andstæð lífsskoðunum
æskumanna.
Hinn mikli framkvæmdahugur
íbúa Reykjavíkur lýsir sér ekki
hvað sízt í hinum miklu bygg-
ingarframkvæmdum, sem hér
eiga sér stað. Á síðustu fjórum
árum hafa verið fullsmíðaðar
hátt á þriðja þúsund ibúðir og
um síðustu áramót voru taldar
vera um 1600 íbúðir í smíðum
hér í bænum. Stór bæjarhverfi
rísa árlega. í þessum málum,
sem svo mörgum öðrum hefir
unga fólkið í bænum sett sinn
svip á framkvæmdirnar. Þeir,
sem fylgzt hafa með þróun bygg
ingarmálanna hér í bænum á sið
ustu árum hafa greinilega orðið
þess varir, hve ötullega unga
fólkið gengur fram í því að koma
sér upp eigin íbúðum. Athyglis-
vert er, hve mikla vinnu hús-
byggjendur sjálfir leggja af
mörkum við byggingarnar, en
möguleikar sköpuðust til þess
eftir að felld hafði verið niður
skattskylda af vinnu við bygg-
ingu eigin íbúða, en fyrir því
beittu Sjálfstæðismenn sér svo
sem kunnugt er. Stöðugt er unn-
ið að skipulagningu nýrra íbúða-
hverfa af skipulagsdeild Reykja-
vikur og hefir mönnum gefizt
gott tækifæri til að kynnast
skipulagi borgarinnar á hinni
stórfróðlegu sýningu „Bærinn
okkar“.
Hér að framan hefir verið
drepið með örfáum orðum á ým-
is þau mál, sem efst eru á baugi
meðal æskumanna bæjarins:
Menntun, fjölbreytt íþróttastarf,
atvinnuöryggi, húsnæðismál. í
öllum þessum málum hefir bæj-
arstjórn Reykjavíkur undir for-
ystu Sjálfstæðismanna haft á
hendi öflugt og skapandi forystu
starf á undanförnum árum. Fyr-
ir það starf votta æskumenn og
konur Sjálfstæðisflokknum traust
sitt í kosningunum á sunnudag-
inn kemur með því að veita hon-
um brautargengi með atkvæði
sínu til nýrra stórátaka í fram-
fara- og velferðarmálum höfuð-
borgarinnar.
□-
-□
AKRANESI 20. jan. — í gær-
kvöldi réru héðan 11 bátar, 9 með
línu og 2 með net. Þeir munu
hafa keyrt út í 5—6 tíma og lagt
linuna nokkuð dreift. Ekki er vit
að um aflabrögð, fyrr en þeir
koma að, en það verður frá kl.
10,30—1 í nótt. Belginsvindur er
á norðan, 8 stiga frost um tíma
í dag, en nú 7 stig. Hér var út-
lent skip í dag og lestaði salt-
síld á Póllandsmarkáð. — Oddur.
□-
-□
Á SUNNUDAGINN var auglýstu
kommúnistar í Þjóðviljanum, að
r.ú ætli þeir að fara að byrja
á því í næsta mánuði aj5 grafa
fyrir grunni kommúnistahaliar
við Laugaveg.
Þar stendur ekki á fjárfest-
ingarleyfum, eða fjármagni á
sama tíma sem einstaklingar eiga
erfitt með að fá leyfi til bráð-
nauðsynlegra bygginga, og á
sama tíma sem bæjarfélagið á
einnig í erfiðleikum með að fá
slík leyfi og langur dráttur hef-
ur orðið til dæmis á að veita
leyfi fyrir nauðsynlegum bygg-
ingum barnaskóla í bænum, þó
þau leyfi svo fengjust að lokum.
Það er ekki smáræðis-höll, sem
þarna á að byggja, en teikningin,
sem hér birtist fylgdi með grein-
inni í Þjóðviljanum. Þar segir
að allt húsið eigi að vera 6275
rúmmetrar, breiddin með Lauga-
vegi 10,37 metrar og lengdin með-
fram Vegamótastíg 31,27 metrar.
• i
Nú hugsa kommúnistar ekki
um braggabúana og „smælingj-
ana“, sem búa í óhollum íbúðum
hér og þar um bæinn og þeir
hafa mest talað um nú upp á
síðkastið! Nei, nú ætla kommún.
istar að byggja stóra höll í
Moskvustíl og þá vantar ekki
peninga nú frekar en áður. Þeir
hafa nógar lindir til að ausa úr.
Don Juan
KAUPMANNAHÖFN — Dansk*
lögreglan hefir komið upp um
enn einn Don Juan. Sá hefir átt
vingott við fjölda kvenfólks og
svikið út úr því peninga. Hefir
hann ekki nennt að vinna ærlegt
handtak síðustu árin, en hefur
jafnan fengið unnustur sinar til
þess að láta sig hafa peninga á
þeim forsendum, að hann hafi
þurft að greiða sektir fyrir svarta
markaðsbrask o. fl.
shrifar úp j
daglega lífinu j
Bók Djilasar
EKKI er að efa, að útkoma
bókar Djilasar hins júgó-
slavneska á íslenzku muni vekja
mikla athygli. Bókin, sem nefnist
„HIN NÝJA STÉTT", kom út
fyrir þremur dögum á forlagi
Almenna bókafélagsins, sem hef-
ur gefið út fjölmörg prýðileg og
athyglisverð erlend rit. Hún er
þýdd af tveimur ungum stúdent-
um og er þýðingin gerð úr ensku.
Djilas var víðþekktur maður,
áður en þessi bók hans kom út.
Hann var lengi hægri hönd Títós,
en hin síðari ár opnuðust augu
hans smám saman fyrir því, hver
hætta stafar af kommúnisman-
um, hann var óhræddur að segja
meiningu sína og svo fór, eins
og alltaf í kommúnistaríkjum, að
honum var varpað í fangelsi.
Ekki sannfærði það hann um
kosti kommúnismans. Hann skrif
aði „Hin nýja stétt“ í fangelsinu
og, að því er okkur hefur verið
sagt, tókst loks að smygla hand-
ritinu út úr fangelsinu, til Banda-
ríkjanna. Hann bað um, að bók-
in yrði gefin út hið bráðasta og
sagði, að engu skipti hver yrðu
afdrif hans sjálfs, aðeins ef hinn
frjálsi heimur gæti kynnzt efni
bókarinnar og fengið þannig ein-
stakt tækfæri til að sjá Kommún-
ismann í réttu ljósi. í „Hin nýja
stétt“ er kommúnismanum lýst af
þeim manni, sem þekkir hann
betur en flestir menn aðrir. Þess
vegna er bókin jafnmikils virði
og raun ber vitni. Þess vegna
hefur hún vakið heimsathygli og
aflað höfundi sínum óvenjulegr-
ar 'frægðar. Hér er sagður sann-
leikurinn um kommúnismann
umbúðalaust. Aldrei hefur hann
verið afhjúpaður á jafnátakan-
legan hátt og í þessari einstöku
bók Djilasar.
Góð aðvörun
EINS og Djilas, sem þekkti eðli
kommúnismanns og réttar-
far út í yztu æsar, grunaði, vtr
settur réttur yfir honum og hann
dæmdur til enn þyngri refsingar
en áður. Og nú situr hann í fang-
elsi fyrir það eitt að segja sann-
leikann og snúast öndverður gegn
einhverju svartasta íhaldi og
viðbjóðslegasta kúgunartæki,
sem mannsandinn hefur fundið
upp. Hugrekki hans, einlægni og
sánnleiksþrá ættu að vera öllum
frjálsbornum mönnum til fyrir-
myndar. Bók hans ætti að vera
þeim sú aðvörun, sem dugir.
Ungverjar gleymdir?
FYRST við erum farin að ræða
um kommúnismann dettur
mér í hug samtal, sem ég heyrði
nýlaga milli tveggja ungra
manna. Þeir ræddu um Ungverja
land og hörmuleg örlög þeirrar
þjóðar, sem þar býr. Þeir undr-
uðust mjög hversu fólk virðist
gleymið á hina hræðilegustu at-
burði. Þegar Rússar óðu inn í
Búdapest eins og villidýr og all-
ur heimurinn hlustaði á sendi-
stöðvar Ungverja hrópa yfir
heimsbyggðina: Hjálp, hjálp,
hjálp.......... þá tókum við öll
þátt í sorgum þessarar hug-
prúðu þjóðar og báðum þess eins,
að hún fengi sjálfstæði sitt aftur
hið bráðasta. Engum datt í hug,
að hljótt yrði um Ungverjaland.
Engum datt í hug, að frjálsir
menn mundu gleyma þessu fórn-
ardýri hins alþjóðlega kommún-
isma. Annar ungu mannanna,
sem fyrr eru nefndir, sagðist eklci
trúa því, að svo væri, en hinn
fullyrti, að nú hefðu margir
gleymt Ungverjum og sefjunar-
herferð kommúnista hefði borið
einhvern árangur. Ekkert skal ég
um það segja, en ólíklegt þykir
mér, að íslenzka þjóðin hafi
gleymt Ungverjum. Þó hafa vafa
laust einhverjir, sem fylltust rétt
látri reiði í desember 1956, gleymt
frelsishugsjóninni eða jafnvel
kastað henni fyrir borð. Þeir hafa
ekkert lært og engu gleymt. Vel-
vakandi man t.d. eftir því, að
einn núverandi frambjóðenda
Framsóknarflokksins sat Ung-
verjalandsfund stúdenta og rit-
höfunda í Gamla biói á sínum
tíma og hljóp í fundarlok upp á
stól sinn og hrópaði: „Förum upp
í rússneska sendiráðið og mótmæl
um ofbeldinu". Þá var hann hug-
djarfur baráttumaður, ósvikinn
frelsisunnandi. En nú? Jú, nú er
hann aftur orðinn hugdeigur
broddborgari, sem hefur fullt í
fangi með að halda vörð um
þjóðfélagslega aðstöðu sína og
kýla sína aumu sís-vömb. Nú
er Ungverjaland gleymt. Nú er
honum sama, þó að hann gangi
í eina sæng með þeim mönnum,
sem kölluðu ungversku frelsis-
hetjurnar „fasista" og lofsungu
Rauðaherinn í einum kór með
Krúsjeff. Þetta var öll hugsjónin.
Hún risti ekki dýpra. Eða getum
við kallað þetta hugsjón? Á þetta
ekki frekar eitthvað skylt við
snobb? Lýðræðissnobb, getuia
við kallað það. —