Morgunblaðið - 23.01.1958, Page 10

Morgunblaðið - 23.01.1958, Page 10
10 morcijn nr. 4 niÐ Fimmtudagur 23. jan. 195& Útg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson. Aðarntstjorar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Emar Asmundsson. Lesbók: Arm Ola, simi 33045 Auglysingar: Arni Garðar Knstmsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargiald kr. 30.00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. GLUNDROÐINN KEMUR ALLTAF SKÝRAR OG SKÝRAR í LJÓS AÐ fum og fálm, sem gripið hefur um sig með- al stjórnarflokkanna nú fyrir kosningarnar verður sífellt augljósara öllum almenningi. Út- varpsumræðurnar í fyrrakvöld báru þess ljósan vott. Þar strit- uðust kommúnistar við að bera af sér að þeir mundu koma ná- lægt gengislækkun. Alþýðuflokk- urinn lagði þar ríka áherzlu á, að hann hefði ekki komið nálægt „gulu bókinni." Það var líka stritazt við að láta líta svo út sem frumvarpið, sem útbýtt var á Alþingi um húsnæðismálin, en kippt til baka í ofboði á síðustu stundu, hefði í rauninni ekki ver- ið^nein alvara! Þetta eru aðeins fá dæmi um það fum og ráðleysi, sem ríkir innan þessara flokka. Ofan á allt þetta bætist svo málefnaleysi minnihlutaflokk- anna varðandi Reykjavíkurbæ, eins og einnig kom skýrt fram í útvarpsumræðunum. Uppistað- an var af þeirra hálfu nart og niðurrif í sambandi við forustu Sjálfstæðismanna í málefnum Reykjavíkur, en varla örlaði á tillögum eða nýtilegum ábend- ingum um eitt eða annað í rekstri bæjarins eða stofnana hans. En eitt athyglisvert bar þó við í þessum umræðum af hálfu miniu hlutamannanna, en það var að einstöku þeirra sáu að nú er ekki lengur til neins að berja höfð- inu við steininn og reyna að sannfæra Reykvíkinga um það að hjá Sjálfstæðismönnum sé um að ræða kyrrstöðu og afturhald eins og lengst af hefur kveoið við í ádeilunum af hálfu þessara manna. Bárður Daníelsson, efsti maður á lista Þjóðvarnarmanna. játaði að Sjálfstæðismenn skorti ekki framkvæmdahug eða fram- faravilja og Magnús Ástmarsson, efsti maður á lista Alþýðuflokks ins, talaði um að Sjálfstæðismenn hefðu gert lofsvert átak í hús- næðismálunum og reist glæsileg- ar skólabyggingar. Þetta er dæmi um, að minnihlutaflokkarnir sjá nú, eins og vikið var að hér á undan, að það er fullkomlega tilgangslaust að veifa því fram- an í Reykvíkinga, að Sjálfstæð- ismenn hafist ekki að, en haldi að sér höndum og hirði ekki um framfaramál Reykjavíkur. Til þess eru verkin of augljós og þess vegna komu nú í fyrsta sinn fram menn sem töldu hagkvæmt að viðurkenna þetta, enda er annað þýðingarlaust. Umræður stjórnarfiokkanna um bæjarmálin báru vott um glundroðann innan ríkisstjórnar innar og stjórnarliðsins og fálm- ið og stefnuleysið í bæjarmálun- um. Á hinn bóginn kom svo Gunnar Thoroddsen borgarstjóri fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn og markaðist ræða hans af ein- beittni og stefnufestu, sem er hið sama, sem einkennt hefur stjórn Sjálfstæðismanna á bæjarmálun- um. Borgarstjórinn ræddi hin ýmsu mál, sem nú eru efst á baugi í Reykjavík, atvinnumálin. húsabyggingarnar, héffnarmálin og raforkumálin. í sambandi við raforkumálin vakti hann athygli á þvi, að í stjórnarsamningnum sumarið 1953, þegar Sjálfstæð- ismenn mynduðu ríkisstjórn með Framsókn hefði verið ákvæði um að hraða virkjun Efra-Sogsins. Það ákvæði hefði verið sett inn í stjórnarsamninginn eftir kröfu Sjálfstæðismanna. Stjórn Sogs- virkjunarinnar hefði síðan átt marga fundi með fyrrverandi ríkisstjórn út af þessari virkjun. og hefði hún margsinnis farið fram á það, að ríkisstjórnin tæki að sér lánsútveganir fyrir þetta mannvirki eða samþykkti að Sogsstjórnin sjálf leitaði fyrir sér um slíkt lán og fengi rikis- ábyrgð. En hér hefði alltaí strandað á Eysteini Jónssyni fjár- málaráðherra, sem hefði talið að hvorugt væri hægt að gera fyrr en tilteknar aðrar lánbeiðnir sem lágu fyrir Alþjóðabankanum, hefðu fengið afgreiðslu. Borgar- stjóri lýsti því yfir, að sér væri kunnugt um, að vorið 1956 hefðu verið tvær leiðir til að afla fjár til Sogsins, önnur með láni í Bandaríkjunum og hin með láni í Vestur-Þýzkalandi. En í því bili, sem þessir möguleikar opn- uðust rauf Framsóknarflokk'ur- inn stjórnarsamstarfið, en ríkis- stjórnin sem tók við, fékk svo lán í Bandaríkjunum, eins og stóð til boða um vorið, svo sem kunnugt er. Þar með hefur borg- arstjórinn í Reykjavík að fullu og öllu hrakið það sem Eysteinn Jónsson hefur haldið fram um Sogslánið, en fjármálaráðherr ann hefur látið sér sæma að gefa landsfólkinu alrangar upplýsing- ar á opinberum vettvangi um það mál. Raunar hafði það áður verið hrakið, sem ráðherrann hélt fram, en yfirlýsing borgarstjór- ans í útvarpinu frammi fyrir Reykvíkingum og alþjóð er ný staðfesting á því, hvernig þessu máli raunverulega var farið. Borgarstjóri talaði síðan all ýtarlega um fjármál Reykjavík- ur, en kom loks að því hvað tæki við, ef glundroðaflokkarnir yrðu ofan á, en þeir hafa hingað cil hvorki komið sér saman um mál- efni né menn, ekki getað komið sér saman um framboð né sam- eiginlega stefnuskrá og væri ljóst, að stjórn Reykjavíkur yrði ofurseld sundrungunni, ef þess- ir flokkar mæðu meirihluta. Útvarpsumræðurnar minna á, að nú styttist óðum til kosninga. Ekki eru nú nema þrír dagar þar til kjördagur rennur upp. Þetta eiga allir Sjálfstæðismenn og þeir aðrir bæjarbúar, sem fylgja þeim að málum, að hafa í huga Það er margt unnt að gera til að tryggja sem bezt meirihluta Sjálfstæðismanna óg þann tíma, sem enn er eftir, þarf að nota sem bezt. — Allir Sjálfstæðis- menn og fylgjendur D-listans eiga að hafa í huga að sá meiri- hluti, sem Sjálfstæðismenn hafa haft í bæjarstjórn Reykjavíkur, veltur aðeins á einu atkvæði í bæjarstjórninni. Hér má því sízt af öllu miklu muna, en það sem nú verður að gerast er að meiri- hluti Sjálfstæðismanna í bæjar- stjórn Reykjavíkur verði stærri og öflugri. Hann þarf að verða miklu tryggari en áður. Um þetta eiga allir hugsandi Reykvikingar að sameinast og nota tímann fram að kjördegi og á kjördaginn sjálfan til að tryggja sigur D-listans. UTAN UR HEIMI „ Kartöflurœktunarafkastahetjur" og aðrar sllkar a-þýzkar „hetjur" missa nafnbœtur ÞESS VAR getið í fréttum ekki alls fyrir löngu, að a-þýzkir kommúnistar væru að endurbæta siðareglur sínar. „Öreigamenn- ingin“ er úrelt orðin að dómi a-þýzkra ráðamanna og í dag- legri umgengni er A-Þjóðverjum nú ráðlagt að taka upp borgara- lega 18. aldar siði. í nýútkomnu tveggja binda ritverki lýsir rit- höfundurinn Carl Kleinscmidt hinum nýju viðhorfum, eins og það er nefnt — og hinum nýju umgengisvenjum, sem Þjóðverj- um eru boðaðar. Maður þessi var áður og fyrr guðfræðingur, en guðfræðin þokaði fyrir komm únismanum, þegar kommúnistar tóku völdin í A-Þýzkalandi með aðstoð Rússa eftir styrjaldarlok- in. Undanfarin ár hefur Klein- schmidt ritað mikið í a-þýzk dag- blöð um alþjóðastjórnmál og jafn an verið fylgispakur við Moskvu línuna — hver svo sem hún hef- ur verið í það og það sinnið. Hann er jafnlaginn við að þræða línuna eins og að handleika hníf og gaffal, segja þeir, sem til þekkja — og þess vegna má ætla að uppgjör hans við „öreiga- menninguna“ sé í algeru sam- ræmi við ákvörðun miðstjórnar a-þýzka kommúnistaflokksins í því efni. Aðalsmerki ,,öreiganna“ afnumið. Eitt hið athyglisverðasta í þess ari nýju siðalöggjöf er það, að afnumin verður „ÞÚUN“, sem kommúnistar hafa hingað til tal- ið aðalsmerki „öreigasamfélags- ins“ og hefur átt að taka af allan vafa um það, að stéttaskipting væri engin í ríkjum kommúnista. Jafnvel félagar í kommúnista- flokknum eiga nú að hætta að ávarpa hvor annan „félaga“. Þar sem arðræningjar eru eng- ir til í hinu stéttlausa þjóðfé- lagi okkar, segir rithöfundurinn, þurfum við nú ekki lengur að halda fast við „þúunina" — og þérum við hvern annan, jafnvel getum við ávarpað verksmiðju- stjórann „HERRA“, því að hann er einn af oss öreigum, alveg eins og allir í okkar þjóðfélagi. Ekki að drekka brenni- vín af stút. Og héðan i frá á það heldur ekki að vera öreigaeinkenni að fara í leikhús eða til dýrindis veizlufagnaða í köflóttum skyrt- um, með fráhneppt hálsmál og skyrtukragann brettan utan yf- ir jakkakragann. Framvegis eiga kommúnistar að hafa hálsbindi og ganga í hvítum skyrtum við Ulbricht — menn eiga að nota tannstöngla. hátíðleg tækifæri, en áður og fyrr þótti slíkur klæðnaður bera vott um afturhaldssemi og um tíma var slíkt jafnvel talið til þjónkunar við „auðvaldsöflin". Þá telst og heldur ekki fínt né öreigalegt að tylla fótunum upp á borðröndina í veitingahús- um, eta fiskinn með hnífnum, vera rheð kámugár hendur og sorgarrendur undir nöglunum — eða drekka brennivín af stút á almannafæri. Áður var slík fiamkoma réttlætanleg og jafn- vel æskileg, segir Kleinschmidt, á meðan við vorum að sigrast á lénsfyrirkomulaginu, og hinu kapitaliska oki. Nú er öldin önn- ur. Óve^’andi að ei"" meiíra en ein svört föt. Oháttvísi og ruddaháttur í framkomu a-þýzkra verkamanna og flokksstarfsmanna er nú ekki lengur sönnun jafnréttis í þjóð- félaginu. Við þurfum ekki leng- ur að sanna afnám stéttaskipt- ingarinnar með óheflaðri fram- komu heima og heiman, nú klæð- urnst við og hegðum okkur sem herramenn. Við eigum að klæð- ast svörtum fötum við hátíðleg tækifæri, en samt er óverjandi að einn maður eigi fleiri en ein svört föt. Frekar ber mönnum að spara saman og kaupa ein góð dökk föt úr kambgarni, en hins vegar meira — og bendir höfundur á föt úr kamgarni, en hins vegar segir hann fólki ekki hvar föt úr því efni fáist í A-Þýzkalandi. Ekki mun um auðugan garð að gresja hvað það snertir þar í landi. Tannstönglar eru og taldir hin ir þörfustu hlutir á hverju mat- borði, því að það getur valdið nærstöddum óþægindum, ef menn halda uppteknum hætti — að sjúga matarleifar úr tönn- unum og spýta þeim á diskinn, segir siðarmeistarinn. „Ftú alþýðutrúi svína- hirðir“. En sérstökum erfiðleikum valda þeir, sem hlotið hafa ýmsa heiðurstitla og afkastanafnbæt- ur — svo sem „Vinnuhetja", ,Stálframleiðslufrömuður‘, ,Kart- öfluræktunarafkastahetja1 og fleiri því um líkir. Kleinschmidt ræður fólki ein- dregið frá því að titla menn á þennan hátt við áritanir á bréf. Nefnir hann einnig fleiri nafnbætur — „Hr. hetja“, „Hr. dygðugur alþýðukennari“, „Hr. heiðursverðlaunaður bifreiða- stjóri" og „Frú alþýðutrúi svína- hirðir“ sem vafasamar eru taldar til notkunar hversdagslega, enda þótt „hetjurnar“ verðskuldi að þær séu ævinlega titlaðar ölluin sæmdarheitum og gefnum nafn- bótum. Segir Kieinschmidt, að hver og einn verði að gera það upp við sjálfan sig hvort hann telji, að framvegis beri að full- titla slíkar hetjur í bréfaskipt- ur og öðru hliðstæðu, en hins vegar sé nú úrelt orðið að ávarpa hetjurnar öllum sæmdarheitum. Hér getur að lua prjá menn, sem hver á sínu sviði munu að verulegu leyti marka hið þýðingar- mikla samstarf Evrópulandanna sex, sem mynda „Litlu-Evrópú*. Myndin er tekin í Luxemborg er þeir hittust allir þrír í fyrsta sinn. Á myndínni eru frá vinstri Hallstein (yfirmaður sameigin- legs markaðar), Finet (yfirmaður kola- og stáliðnaðar) og Armand (yfirm. kjarnorku-„sjóðsins“)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.