Morgunblaðið - 23.01.1958, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.01.1958, Qupperneq 12
12 MORGU1VBLAÐ1Ð Fimmtudagur 23. jan. 1958 l —------------------------- — Utvarps- umræburnar Framh. af bls. 9 in, skólar og sjúkrahús, svo nokk uð sé nefnt. Það er ekki einungis boðin út vinna heldur allt efni til þessara framkvæmda. Að tilhlutan bæjarstjórnar- meirihlutans var samþykkt víð- tæk byggingaráætlun árið 1955, til útrýmingar herskálum og heilsuspillandi húsnæði. Vegna þess að framkvæmdir þessar höfðu gengið mjög vel, reyna nú minnihlutaflokkarnir að gera verð íbúðanna tortryggilegt og telja það hærra en á öðrum íbúð- um. Til að sýna fólki, að svo sé hafa þeir tekið önnur hús til sam anburðar, sem byggð hafa verið ári fyrr en bæjarhúsin. Slíkur samanburður hefur að sjálfsögðu ekkert gildi þegar á það er litið að verðlag á byggingum hefur hækkað um 15—20% á ári síðan vinstri stjórnin tók við völdum. Öll íbúðarhús bæja'rins hafa ver- ið boðin út og gerðir samningar við lægstbjóðendur, enda er það staðreynd, að íbúðir bæjarins eru afhentar kaupendum á mjög hag- stæðu verði. T.d. kosta raðhúsin fullgerð 220—255 þúsund kr., eft- ir því hvort þau hafa verið af- hent 1956 eða 1957. En það eru sambyggð einbýlishús, 4 her- bergi, eldhús og bað. íbúðirnar í fjölbýlishúsunum hafa aftur á móti kostað fullgerðar 223 þús. kr., tveggja herbergja íbúð, en þriggja herbergja 265 þús. kr. VarlaVer hægt að minnast á verð íbúða hér nema minnast á sölu- skattinn. En hann einn verður yf- ir 20 þús. kr. af hverri íbúð við Gnoðarvog. Það hefði því verið nær að minnihlutaflokkarnir hefðu beitt sér nú fyrir lækkun á slíkri skattheimtu ríkisins á i- búðum í stað þess að ætla að stór auka kvaðir og skattheimtu af þeim. Það er ekki aðeins byggingar- málum, sem þróunin hefur verið ör. Fyrir nokkrum árum ákvað bæjarstjórn að hafin skyldi bygg ing sundlaugar í Vesturbænum. Fjöldi áhugamanna í Vesturbæn- um sýndi þessu máli mikinn á- huga og skilning. Stofnuð var fjáröliunarnefnd, er safnaði miklu fé, til að leggja fram í þessa byggingu. Byggingarnefnd var síðar skipuð af bæjarráði. Nefndin lauk á skömmum tíma við undirbúning, en sótti jafn- framt um fjárfestingarleyfi. En það fékkst ekki fyrr en seint á fyrra ári. Öll árin, sem beðið hef- ur verið eftir fjárfestingarleyfi, hefur bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðismanna lagt fram fé til framkvæmdanna, enda er sund- laugarsjóðurinn nú orðinn hátt á aðra milljón. Auk annarra stórframkvæmda í Laugardalnum, sem alkunnar eru, verður byggt þar mikið og stórt íþróttahús á næsta kjör- tímabili. Þegar hús þetta verður risið af grunni, verður þarna glæsileg íþrótta- og æskulýðs- miðstöð, ekki aðeins fyrir bæjar- búa, heldur fyrir allt landið. — Þarna verður þá stærsti sam- komustaður landsins, jafnt úti sem inni. Nú geta 13 þús. manns horft á þróttmikla æsku á græn- um grundum í leik, en fullgerð- ur mun völlurinn rúma 30 þús. manns. Þetta er sú aðstaða sem bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðismanna er að búa æskunni, framtíð Reykjavíkur. Æskumenn og konur, styðjið Sjálfstæðisflokkinn í því að ljúka þessu verki, sem þegar er svo langt komið. Gunnar Thoroddsen Kommúnistar fengju f)á forystuna Borgarstjóri hóf mál sitt með því að hrekja róg andstæðing- anna um Gísla Halldórsson, arki- tekt, sem hefur ásamt starfsliði sínu, unnið frábært starf í bygg- ingarmálunum. Hann gat þess, að Loftvarnarnefnd hefði nú gert ráðstafanir til málshöfðunar gegn Inga R. Helgasyni og Þjóðviljan- um fyrir róg og illmælgi, en nefndin er að mestu skipuð sér- fróðum embættismönnum bæjar og ríkis. Að lokum sagði borgarstjóri meðal annars: Þórður Björnsson talaði um til- efnisiausar Gróusögur, gular sög- ur. Gula sagan, það er sagan um húsnæðismálafrumvarpið, sem þessir „2 borgarar‘:, Hannes Páls- son og Sigurður Sigmundsson, sömdu. Það er öllum vitanlegt, að Hannibal Valdimarsson og Fram- sóknarflokkurinn hafa staðið og standa á bak við þessar tillögur, en nú keppast Framsóknarmenn svo við að afneita Hannesi, að áður en Þórður var búinn að tala tvisvar, hafði Framsókn afneitað Hannesi þrisvar. Það er talað um hina tæmdu sjóði. — Brunatryggingarsjóður, Framkvæmdasjóður og allir sjóð ir bæjarins hafa farið í óreiðu- og eyðsluhítina, að því er þessir menn segja. Geir Hallgrímsson benti á það, hvilík endemis fjár- málasjórn það væri að ætla að láti sjóði bæjarins standa í bönk- um með 5% vöxtum og taka svo sömu upphæð til láns hjá sömu bönkum fyrir 8% vexti. — En hvað er nú hæft í þessu með tæmdu sjóðina? Langstærsti sjóður bæjarins er Framkvæmda sjóður. Er hann tæmdur í óreiðu- hítina? Nei, Framkvæmdasjóður hefur fyrst og fremst verið not- aður til þess að kaupa 7—8 tog- ara og gera þá út og til þess að reisa og reka fiskverkunarstöð Bæjarútgerðarinnar. Brunatrygg ingarsjóður á að vera tæmdur og margir aðrir sjóðir. Þessir sjóðir hafa verið notaðir til þess að reisa m. a. raðhúsin, skólana og Heilsuverndarstöðina. Og þeir hafa m. a. verið notaðir þannig vegna þess, að ríkissjóður hefur vanrækt að greiða þær skuldir, sem hann stendur í við bæjarfé- sjóðinn, sem eru nú að upp- hæð um 30 millj. kr. Ég vil lýsa því hér yfir í eitt skipti fyrir öll, að þó bæjaryfir- völdin telji sjálfsagt að nota sjóði bæjarins til ýmissa nauð- synlegra framkvæmda, þá hefur aldrei staðið á því að sjóðirnir hafi fengið endurgreitt sitt fé, hvenær, sem þeir hafa þurft á að halda. Nú siðast hefur hita- veitan fengið fé jafnóðum og hún hefur þurft á fé að halda. Guðmundur Guðmundsson tal- aði um hlutdrægni í úthlutun íbúða og lóða. Cm úthlutun íhúða, t, d. Bústaðavegshúsa og raðhúsa, setti bæjarráð fastar reglur og það var algert sam- komulag í bæjarráði og bæjar- stjórn um úthlutun hverrar ein- ustu íbúðar. Sama máli hefur gegnt um lóðir, að það er hrein undantekning, ef ekki er algjört samkomulag í bæjarráði um út- hlutun þeirra. Annað eru stað- lausir stafir hjá manni þessum og það er víst að Guðmundur J. Guðmundsson mun ekki fljóta inn í bæjarstjórn Reykjavíkur á slíkum jakaburði ósannindanna. Bárður Daníelsson sagði, að engum lóðum væri hægt að út- hluta á sumri komanda. Þetta eru ósannindi. Það mun verða hægt að úthluta strax í vor á annað þúsund lóðum á hinu nýja svæði. Baráttan stendur nú um það, hvort Sjálfstæðismenn eigi áfram að fara með stjórn bæjarmála og vinna áfram sem hingað til að auknu atvinnulífi, vaxandi velmegun og lífsþægindum eða hvort nú á að steypa bæjarfélag- inu okkar í óreiðu og ábyrgða- lausan leik með fjöregg bæjarins. Hvaða flokki, sem þið Reykvík- ingar áður hafa fylgt, þá verðið þið að skoða hug ykkar aftur nú. Hvaða lýðræðissinni vill vera valdur að þeirri þjóðarsmán að gera kommúnista, samherja hinna blóði drifnu böðla Ungverjalands, að forystuflokki í höfuðborg ís- lands? Við skorum á ykkur Reykvík- inga, að kynna ykkur sem bezt, þær framkvæmdir og framfarir, sem gert hafa Reykjavík að eftir sóknarverðasta verustað á íslandi Tryggið ykkur Reykvíkingar trausta fjárstjórn, frjálslynda framkvæmdastefnu og þróttmikl ar athafnir með því að veita Sjálfstæðismönnum öruggan meirihluta í bæjarstjórn Reykja- víkur. Tónlsikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar FYRSTIJ sinfóníutónleikarr.ir á þessu ári voru í Þjóðleikhúsinu í fyrrakvöld og voru verkefni Svíta eftir Handel, píanókonsert nr. 1 eftir Chopin og Sinfónía nr. 2 eftir Brahms. Stjórnandi var Róbert Abraham Ottóson og ein- leikari Rögnvaldur Sigurjónsson. Hin svokallaða „Flugeldasvíta" Hándels er þakklát tónlist og fög ur, en naut sín hér ekki fyllilega. Var hvort tveggja að verkið hefði þurft að æfa lengur og hljómur- inn í salarkynnum Þjóðleikhúss- ins er mjög þungur, svo flugelda •sýning tónskáldsins fékk ekki not ið sín til fulls. Píanókonsert Chop ins var víða mjög fallega leikinn, og með köflum framúrskarandi, og er hið sama að segja um ein- leikarann, Rögnvald 'Sigurjóns- son, sem einkum í síðari köflun- um spilaði af þeirri einlægu sann færingu sem hlýtur aðhittaáheyr andann í hjartastað. Síðasta verk ið var Sinfónía nr. 2 eftir Brahms. Hér náði stjórnandinn sér veru- lega á strik, og í lokaþættinum þeim volduga samhljómi sem greip áheyrendur svo djúpt að fagnaðaralda fór um salinn jafn skjótt og stjórnandinn lét tón- sprotann falla. Róbert Ottóson hefir verið í Þýzkalandi síðastliðið ár og stjórnað þar fjölda tónleika með ýmsum heimsfrægum einleikur- um. Þetta eru fyrstu tónleikar hans hér eftir að hann kom heim. Það vakti athygli áheyrenda á þessum tónleikum hve stjórn- andinn er nú miklu öruggari en áður og hefir vaxið að þrótti og músíkgleði. Það hefir verið mikil heppni fyrir okkur hve margt hefir bor- izt hingað erlendra manna, sem gerst hafa íslendingar af lífi og sál. Það er gæfa hverri þjóð, sem eignast slíkan landnámsmann, sem Róbert Abraham Ottóson. Hann er traustur, hámenntaður og hvers manns hugljúfi. Veri hann hjartanlega velkominn heim úr sinni síðustu f»ægðarför. Vikar. HiUury fylgir Fuchs LONDON 22. jan. — Samkvæmt fréttum frá Suðurheimskauts- leiðangri dr. Fuchs mun hann leggja upp frá heimskautinu inn an 24 stunda — og halda til strandar sem fyrr var áætlað. Hillary og menn hans munu fljúga til bækistöðvar 700 — og samkvæmt síðustu fréttum er ætlun þeirra að fylgja Fuchs og mönnum hans til strandar og reyna að gera beim ferðina létt- ari. Skipstjórinn á Sletnes, August Ebeneserson, er íslenzkur að ætt. Hann horfir hér út um glugga á stjórnpalli. Enski togarinn Sletnes varð fastur í ís ÞESSA DAGANA hefur enskur togari, Sletnes frá Grimsby, veriS ‘. viðgerð í Slippnum í Reykjavík. Voru skrúfa og stýri á honum illa farið og skýrði skipstjórinn, August Ebeneserson, svo- frá, að togarinn hefði lent í ís í síðustu viku og orðið fastur í honum nokkra stund. En eftir vestanrokin í þessum mánuði er nú meiri ÍS út af Vestfjörðum en verið hefur í langan tíma. August Ebeneserson er kunn- ur og vel metinn skipstjóri í Grimsby. Hann er af íslenzkum ættum, fæddur á Bíldudal, en fluttist 9 ára til Englands. Hann hefur alltaf stu»dað sjóinn og ekki hefur hann gleymt íslenzk- unni, sem hann lærði í barn- æsku. Hann skýrir svo frá að að- faranótt föstudagsins í síðustu viku hafi hann verið að toga um 25 mílur út af Straumnesi, utan í Djúpálnum. Það var hvasst og talsverð snjókoma svo skyggm var sama og ekkert. Á einni svipstundu var hann kom- inn inn í ísinn. Það var að vísu lágur lagnaðarís, en svo þéttur, að skipið varð strax eins og innikróað í hann. August kvað fyrstu viðbrigði sín hafa verið, að gefa fyrirmæli um að taka skipið aftur á bak. En eins og á stóð var það máske ekki rétt, því að við það hefur ísinn keyrst á skrúfuna og stýr- ið og skemmdust bæði. Hætti hann nú við þá fyrirætlun að taka skipið aftur á bak út úr ísnum. í stað þess reyndi hann að taka skipið rólega áfram og eftir um 20 mínútur eða hálftima greiddist ísinn sundur. Var þeg- ar ákveðið að slgla til ísafjarð- ar. Sú sigling var þó vandkvæðf um bundin, því að eftir skemmd- irnar á stýrinu var ekki hægt að beygja meira en um 10 gráður á stjórnborða. Var það sérstak- lega erfitt í innsiglingunni til ísafjarðar, sem er all kröpp. Nokkur lagfæring fékkst á skemmdunum á ísafirði og var þá haldið til Reykjavíkur. Fyigdi Sletnesi til hafnar annar togari, Stafnes, sem er frá sama útgerð- arfélagi í Grimsby, Sletnes var með um 450 kitta afla, er hann kom hingað til Reykjavíkur. Mjög voru báðir þessir togarar klakaklambraðir, svo að venjuleg stög voru þykk eins og mannshandleggir. Þó höfðu sjómenn nokkuð unnið að því að höggva klaka af skipun- um. Var auðséð að þessi skip höfðu verið að veiðum norður undir ísbreiðunum. Þegar viðgerð fór fram kom í ljós, að þrjú skrúfublöð höfðu bognað, svo að gagn var að þeim til að knýja skipið áfram. En það bjargaði í þessu tilvirki, að þetta voru koparskrúfublöð. Hefðu þau verið úr stáli má ætla að þau hefðu brotnað og skrúfu- öxullinn jafnvel skemmst. Fellsl Macmilían ■ dnndirhúinn ríkisleiðtognfund? LONDON, 22. jan. — Sögusagnir eru á lofti þess efnis, að Mac- millan sé nú horfinn frá því, að utanríkisráðherrafundur þurfi nauðsynlega að fara á undan ríkisleiðtogafundi — og herma sömu fregnir, að í svari hans við síðasta bréfi Bulganins stingi Svipað veðiir á kosnmgaílagiiin? MENN eru farnir að ræða um það í Iivernig veðrið muni verða á kosningadaginn, því vissulega er mjög undir því komið að veður verði skaplcgt þann dag. Enn er norðanállin ríkjandi um land allt, enda er hið mikla há- þrýstisvæði yfir Grænlandi, sem henni veldur orðið stöðugt og það svo að sennilegt má telja að veðr- ið muni verða svipað því sem ver- ið hefur undanfarna daga. 1 gær var hér um sunnanvert landið nokkru minna frost en ver- ið liefur, cn um norðanvcrt land- ið og á Auslurlandi var 5—-10 stiga frost með snjókomu. Macmillan upp á því að leiðtog- ar 4—5 ríltja komi saman og ræði bann við tilraunum og notkun kjarnorku og vetnis- sprengja. Margir þingmenn neðri deildar brezka þingsins eru fylgjandi því að efnt verði til ráðstefnu ríkis- leiðtoganna um friðarmálin —. og mun Butler gera Macmillan, sem nú er i Nýja Sjálandi, grein fyrir skoðunum þinghcims áöur en forsætisráðherrann Iýkur við að svara Búlganin. Svarbréfið verður rætt í fastaráði Atlants- hafsblandalagsins áður en það verður athent, sem vart verður fyrr en eftir hálfan mánuð. LONDON 22. jan. — Wisky-út- flutningur Englendinga fer stöð- ugt vaxandi og á sl. ári voru fluttar út sem svarar 72 milljón- um lítra af þessu eftirsótta víni. Færði útflutningur þessi Bretum sem svarar 15 milljónum sterlingspunda í erlendum gjald- eyri. Útflutningurinn til Banda- ríkjanna hefur aukizt mest, en Wisky-drykkja í Englandi hefur hins vegar minnkað verulega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.