Morgunblaðið - 25.01.1958, Blaðsíða 2
1UORGZJNBIAÐ1Ð
Laugardagur 25. Janöar 1958
STAKSTEINAR
„Farðu í rass og rófu£<
í ÞjóðvUjanum 21. janúar birt-
ist undir framangreindri fyrir-
sögn eftirfarandi grein:
„Alþýðublaðið hefur lýst því
af miklu kappi undanfarna daga
hvílíkt hörmungartímabil hafi
runnið upp, þegar nýju ráðherr-
arnir settust í ráðherrastólana,
eins og það var orðað í fyrra-
dag, en þá var Dagsbrún kölluð
„brimbrjótur ríkisstjórnarinnar
gegn öllum kjarabótum". Það
ætti því að vera tímabært að
draga ráðherra Alþýðuflokksins
út úr ríkisstjórninni eftir slíkar
lýsingar á frammistöðu þeirra.
Ekki ættu Alþýðuflokksmenn að
sjá eftir þeim.
Og það er áreiðanlegt að allir
aðrir teldu mikla stjórnarbót að
brottför þeirra".
Traust er nú orðið samstarfið
milli kommúnista og Framsóknar
í hinum nýja „Sameiningarflokki
SÍS og kommúnista“, þegar aum-
ingja Alþýðuflokknum er þann-
ig umbúðalaust sagt að fara í
„rass og rófu“. Og vel hefur
Framsókn reynzt fóstbræðrum
sínum í „Hræðslubandalaginu“,
eða hitt þó heldur, að þola slíka
meðferð á þeim af hendi komm-
únista, sem áður var sagt, að
einangra ætti.
Játning Eyþórs
Enn eitt dæmi um hvert ráða-
menn Alþýðuflokksins eru að
teyma fylgismenn sína, er játn-
ing eins þeirra, Eyþórs Þórðar-
sonar á Norðfirði, sem Þjóðvilj-
inn prentar upp 23. jan. Þar
segir:
„Það er alkunnugt að mig
greindi oft mjög á við sósíalista
um ýms mál meðan ég átti sæti
með þeim í bæjarstjórn. Sérstak-
lega voru það efnahagsmál og
framkvæmd þeirra. Nú skal ég
fúslega játa það að atburðanna rás
hefur orðið sú og þá kannske
fyrst og fremst fyrir atbeina
þings og stjórnar að þeirra skoð-
un heíur reynzt rétt en mín röng
í flestum þessara mála. Það er
líka vitað að um nokkurt ára-
bil hefur ekki verið ágreiningur
milli Alþýðuflokksmanna og
sósíalista um bæjarmál svo telj-
andi sé og að við (ég og þeir)
höfum nú sætzt á hin gömlu deilu
mál, sem líka oft og tíðum voru
meira persónuleg en málefna-
leg... . .“
Hér er sem sé um hreina járn-
tjalds-játningu að ræða. Aðrar
eins hafa naumast heyrzt á ís-
landi síðan í átökunum innan
kommúnistaflokksins.
„Afsakanlegt hnupl?“
Efndir þessari fyrirsögn skrif-
ar íslendingur hinn 18. jan. svo:
„f Tímanum 14. þ.m. er skýrt
frá því, að ungur ólánsmaður
hafi nýlega að næturlagi gert
innbrot á nokkrum stöðum í leit
að peningum, og hafi hún lítinn
árangur borið. Þó hafi þjófurinn
fundið umslag með 25 krónum í,
sem merkt hafi verið Sjálfstæð-
isflokknum, og með því sé „vit-
að um einar tuttugu og fimm
krónur, sem komust aldrei í kosn
ingasjóð Sjálfstæðismanna“. —
Og lýkur frásögninni með þess-
um orðum: „Þannig varð fjár-
söfnun Sjálfstæðisflokksins til að
gleðja þjófinn þessa köldu nótt,
eftir að hann hafði farið erindis-
leysu í tvö hús. Verður því ekki
sagt, að fjársöfnunin verði eng-
um að gagni“.
Margir líta svo á, að þjófnað-
ur sé ætíð þjófnaður, hvort sem
stolið er frá einstaklingi eða
flokki,-------En Tíma-maður-
inn virðist annarrar skoðunar,
og víst er um það, að þetta hnupl
hefur „glatt* fleiri en þjófinn
sjálfan. En hvernig lízt ykkur
á „móralinn“2“
Bretur hofo beizlssð vetnisorknna
London, 24. jan.
ÞAÐ var talinn sögulegur atburður, er kjarnorkunefnd Bret-
lands bauð blaðamönnum og fleiri gestum í dag til kjarn-
orkustöðvarinnar í Harwell. Þar flutti einn frægasti kjarn-
orkufræðingur Breta, Sir John Cockcroft, skýrslu og greindi
frá því að brezkum vísindamönnum hefði tekizt að beizla
vetnisorkuna.
Eins og kunnugt er. mun vetnisorkan nú vera stórkost-
íegasta afl sem manninum hefur tekizt að leysa úr læðingi.
— Vetnissprenging verður með þeim hætti, að vetnisatóm
renna saman. Sérkenni þess atviks eru:
1) Samruni vetnisatómanna getur ekki orðið fyrr en
við mikinn hita, um milljón stig á Celsíus.
2) Við samrunann losnar aftur úr læðingi mikil orka
eða hiti, sem í sinni venjulegu og óbeizluðu mynd
birtist í hinum ægilegu vetnissprengingum.
Vetnissprengingin er svo stór-
kostleg og gerist á svo skömm-
um tíma, að ekki hefur virzt lík-
legt að nýta megi hana, t. d. til
raforkuvinnslu.
Tækist hins vegar að hemja
orkuna og dreifa henni yfir
lengra tímabil, myndi vetnisork-
an verða framtíðar-orkulind
mannkynsins. Og nú telja brezk-
ir vísindamenn, að þeir séu
komnir á sporið. Þeim hefur tek-
izt að framleiða „beizlaðar"
sprengingar við um 5 milljón
stiga hita.
Tækið ,,Zeta“
Sir John Cockcroft sýndi blaða
mönnum merkilegt tæki, sem
notað er til að framleiða vetnis-
sprengingarnar. Tæki þetta nefn-
ist „Zeta“. Er það hringlaga og
gert úr holri metérsbreiðri pípu.
I þennan stóra, hola hring ar
dælt sérstákri vetnisblandaðri
lofttegund er nefnist Deuterium.
5 milljón stiga hiti
Vetnissprengingin verður með
þeim hætti að í gegnum loftteg-
undina er hleypt rafmagnsneista,
örsnöggum en um 15 milljón
wött að styrkleika. Við þetta
myndast í lofttegundinni 5 millj.
stiga hiti og andartaks-samruni
vetnisatóma.
Þessi hiti er svo mikill, að
enginn málmur gæti staðizt
hann, en myndi bráðna eins
og smjör. Við því hafa hinir
ensku vísindamenn fundið
ráð. Allt í kringum hið hring-
laga tæki hafa þeir komið fyr-
ir miklum f jölda af rafseglum.
Og þar sem vetnið er segul-
virkt tekst með þessu móti að
safna því öllu í miðja pípuna.
Er vetninu þannig haldið í
„lausu lofti“ af segulmagninu
svo það kemur hvergi við
málminn.
Blaðamönnum var sýnd mynd
af því í spegli, hvernig vetnið
helzt í miðri pípunni og með
nokkurra sekúnda fresti, sáu
þeir að það blossaði og varð bla-
leitt líkt og ljós í neon-pípu. —
Hinn blái litur táknaði það að
vetnið hafði hitnað upp fynr
milljón stig.
Sir John Cockcroft skýrði
blaðamönnum frá eftirfarandi
staðreyndum:
— Hitinn sem myndast í
miðju „Zeta“-tækinu nemur um
5 milljón stigum. Það er álíka
hiti og talinn er vera á yfirborði
sólarinnar. Við 5 milljón stiga
hita er rafmagnseyðslan meiri en
orkan sem myndast við spreng-
inguna. Ef rafstraumurinn væri
aukinn og hitinn yxi upp í 40
milljón stig, eða álíka og er í
iðrum sólar — þá myndi afgangs-
orka fást fram.
— Þetta er aðeins fyrsta
spor í áttina að nýtingu
vetnisorkunnar, sagði Cock-
croft. — En það verður að
teljast 90% öruggt að eftir
nokkra áratugi verður vetnis-
orkan orðin helzta orkulind
mannkynsins. Til dæmis um
þá iðnbyltingu sem hér er
fyrirsjáanleg má nefna, að
eitt gramm af lofttegundinní
Deuterium kostar um 8 kr.,
en það jafngildir að orkugildi
um 10 smálestum af kolum,
Taldi Cockcroft að fyrstu
vetnisorkustöðvarnar yrðu
teknar til starfa eftir um 20
ár. Hann kvaðst búast við því
að kol og olía myndu verða
aðalorkulindir mannkynsins
fram að næstu aldamótum, ár
ið 2000. Upp úr því taldi hann
líklegt, að vetnisorkan myndi
ryðja öðrum orkulindum til
hliðar.
Vetnisorkan er hagkvæmari en
venjuleg atómorka til nýtingar
vegna þess, að geislahætta er
margfallt minni frá henni. Nefndi
Sir John Cockcroft sem dæmi, að
ef allri orkuþörf mannkynsins í
dag væri fullnægt með klofnings-
orku frá liraníum væri myndun
geislavirkra, hættulegra efna
jafnmikil og við 500 þúsund atóm
sprengingar.
Við hagnýtingu vetnisorku er
myndun geislavirkra efna hms
vegar aðeins smávægileg.
Alger sundrung í sjálfstæðis-
hreyfingu Kýpurbúa
Kommúnistar svívirða Makaríos erkibiskup
Níkósíu og Aþenu, 24. jan.
KLOFNINGURINN í gríijku sjálfstæðishreyfingunni á Kýp-
ur hefur enn aukizt. Virðist sem nú ríki fullur fjandskapur
milli hægri og vinstri manna í henni. í hægri fylldngunni
stendur Eóka-félagsskapurinn undir forystu Georgs Grivas
og Makarios erkibiskups. í vinstri fylkingunni standa m. a.
kommúnistar. sem hafa á sínum snærum 35 þúsund meðlima
verkalýðshreyfingar eyjarinnar.
Makaríos niddur
Deilurnar náðu í dag hámarki
er verkalýðshreyfingin efndi til
mótmælagöngu í Nikosia og voru
borin spjöld þar sem háðungar-
og svívirðingarorðum var farið
um Makarios erkibiskup, sem
Kýpurbúar hafa fram til þessa
litið á sem eins konar dýrling fyr
ir þátt hans í frelsisbaráttunni.
Verkalýðshreyfingin hefur nú
boðað tveggja sólarhringa verk-
fall, sem á að hefjast í næstu
viku. Óttast brezka herstjórnin
að það verkfall kunni að leiða til
nýrra ofbeldisaðgerða og mann-
Efstu menn
D-listans í
Vestmanna-
eyjum
Arsæll Sveinsson
forseti bæjarstjórnar
Guðlaugur Gíslason
bæjarstjóri
Sighvatur Bjarnason
skipstjóri
Páll Scheving
vélstjóri
Jón Sigurðssou
hafnsögumaður
falls. Hefur Sir Hugh Foot lands-
stjóri óskað þess, að foringjar
verkalýðssamtakanna komi til
fundar við hann á morgun og
mun hann krefjast þess, að verk-
fallinu verði aflýst.
Forðizt klofning
Eóka hefur svarað verkfalls
hótuninni með því að bera
dreifimiða út um Níkósía og
fleiri bæi á Kýpur. Á miðum
þessum er skorað á fólk að
virða að vettugi fyrirskipanir
frá klofningsmönnum. Þar er
verkalýðshreyfingin sökuð um
að sundra þjóðinni. Hún sé nú
teymd af kommúnistum, er
hugsi meira um eigin hag en
hag þjóðarinnar. Skorar Eóka
á alla þjóðholla Grikki að taka
ekki þátt í slíkum innbyrðis
deilum og pólitísku rifrildi.
Umræðuefni í Aþenu
Blöðin í Aþenu ræða nú fátt
meira en síðustu atburði á
Kýpur. Ekki eru þó öll blöðin
sammála um orsakir sundrungar-
innar í sjálfstæðishreyfingunni.
Stjórnarblaðið „Kathimerini“
segir að þeir fáu verkamenn á
Kýpur, sem þátt tóku í mótmæla-
göngunni er níddi Grivas og
Makarios, hafi verið kommúnist-
ar, sem lengi hafi verið í þjón-
ustu Breta.
Annað stjórnarblað „Apogev-
matini“ birtir á forsíðunni risa-
stóra ljósmynd af Grivas leiðtoga
Eóka og meðfylgjandi fyrirsögn
þess efnis, að Grivas verði nú að
sæta sameiginlegri árás Breta og
kommúnista.
Blað Hægri-flokksins „Akro-
polis“ staðhæfir, að Bretar hafi
aðeins bannað kommúnistaflokk-
inn til málamynda á Kýpur. Stað-
reyndin sé sú, að þeir ætli komm
únistum það hlutverk að sundra
sj álfstæðishreyfingu eyjar-
skeggja.
Vinstri-blaðið Aughi er hins
vegar á allt annarri skoðun. Það
segir að Eóka-hreyfingin sé hand
bendi Brsta. Hún hafi m.a. myrt
tvo foringja verkalýðshreyfingar-
innar á Kýpur, samkvæmt fyrir-
skipun frá Bretum.
Hong Kong, 21. jan. — Blöð
kínverskra kommúnista birta í
dag myndir af öldungi einum,
Liu Chen. Hann kvað vera 138
ára í dag. Er skýrt frá því að
enn gangi hann að vinnu á rís-
ökrunum.