Morgunblaðið - 25.01.1958, Blaðsíða 6
6
MORGU1VBLAÐ1Ð
L'augar'dagur 25. Janúar 1958
Á Seifossi er vel stætt og
samt hreppsfélag undir
Sjáifstæðismanna
Kjörorb Sjálfstæbismanna er að
hreppsfélagið styðji einstaklinginn
til sjálfsbjargar og sjálfsforæðis
atorku-
forustu
SAGT er frá því í Alþýðublaðinu
s. 1. fimmtudag að Selfosshrepp-
ur sé auðugasti hreppur lands-
ins og að þar uni menn glaðir
við sitt, eins og komizt er að
orði.
Er rabbað er við þá Sigurð Óla
Ólason, alþm. og Snorra Árna-
son, sýslufulltrúa um hreppsmál-
in þar, í sambandi við væntan-
legar hreppsnefndarkosningar,
liggur beint við að beina þeirri
spurningu til réttra aðila, hvort
hreppur þeirra sé ríkasti hrepp-
ur á landinu. Sigurður Óli hef-
ur verið oddviti þar síðan Sel-
foss varð sérstakt hreppsfélag,
eða síðan í ársbyrjun 1947.
Snorri Árnason hefur setið í
hreppsnefndinni siðustu 8 árin,
yerið nánasti samstarfsmaður
Bigurðar í stjórn hreppsins og
Bddviti þann tíma er Sigurður
hefur gegnt þingstörfum.
Spurningunni svara þeir ekki
beint, en skýra frá því, að skuld-
eign hreppsins hafi sam-
ramt hreppsreikningum verið
Im 5 milljónir króna í árslok
1956. Nú muni þær vera um 6
milljónir. Þetta segir þó í raun
og veru ekki allt. Berst því tal-
ið að þeim ýmsu atriðum, sem
hér koma til greina, er vega og
meta skal „ríkidæmi“ hrepps-
félagsins, og byggist það sem hér
fer á eftir á þeim upplýsingum,
sem þeir hreppsnefndarmenn-
irnir láta í té.
Selfosshreppur er myndaður
úr hluta úr Sandvíkur-, Hraun-
gerðis- og ölfushreppum, árið
1946—47 og munu hreppsbúar
upphaflega hafa verið milli 500
og 600. Stór skuldabaggi fylgdi
hinú nýja hreppsfélagi úr hlaði
og kostnaður við sjálf hreppa-
skiptin varð milli 130 og 140 þús.
krónur. Þá var ekki um neina
ívilnun eða aðstoð frá ríkisins
hálfu að ræða í þessum efnum,
eins og nú á sér stað, t. d. hvað
viðvíkur Egilsstaðakauptúni og
Kópavogskaupstað. Hreppsbúar
á Selfossi hafa frá fyrstu tíð
mátt standa undir öllum útgjöld-
um og allri eignaaukningu hrepps
ins sjálfir, án aðstoðar ríkisins
og um lánsfjármöguleika hefur
ekki verið að ræða. Þegar á þetta
er litið, öðrum þræði, og hins
vegar hvað áunnizt hefur má ef
til vill til sanns vegar færa að
Selfosshreppur sé ríkasti hrepp-
ur í landinu.
— Hverjar hafa svo fram-
kvæmdirnar verið?
— Frá því fyrsta hefur það
verið stefna hreppsnefndarinnar
að hreppurinn eignaðist allt land
innan hreppstakmarkanna. Fyrsta
átakið hér var að hreppurinn
eignaðist allt skipulagt land
Selfossbænda. Síðan voru ýmis
lönd keypt, eftir því, sem þau
til féllu og eftir efnum og ástæð-
um hreppsins. Á síðasta ári hafði
hreppurinn ‘alls keypt _óðir og
lönd fyrir um 800 þús. krónur.
Síðan hefur svo verið gengið frá
kaupum á hálfri jörðinm Heili,
sem er innan hreppstakmark-
anna, en í landi þeirrar jarðar
er öll byggðin vestan ölfusár. Þá
byggði hreppurinn myndarlegt
barnaskólahús. Starfa þar nú
barnaskóli og gagnfræðaskóli
með yfir 300 nemendum. Sund-
laugarhús er í byggingu. Er það
vel á veg komið og hefur þegar
kostað rúmlega eina milljón
króna. Brunastöð og áhaldahús
er í smíðum og er fýrirhugað að
byggja skrifstofuhús fyrir hrepp-
inn og fyrirtæki hans í sambandi
við það.
Á undanförnum árum hefur
hreppurinn úthlutað öllum þeim
hreppsbúum, sem þess hafa ósk-
að, leigulóðum til íbúðabygg-
inga. Á undanförnum 4 árum
hafa verið byggð og eru í bygg-
ingu alls 71 íbúðarhús með sam-
tals 111 íbúðum. Aðallega er hér
um einbýlis- og tvíbýlishús að
ræða. 20 nýjar umsóknir liggja
fyrir síðan í haust um lóðir.
Þessar stórfelldu byggingar-
framkvæmdir í þorpinu hafa að
sjálfsögðu haft í för með sér mik-
inn beinan kostnað fyrir hrepps-
félagið. Má í því sambandi nefna
að síðasta kjörtimabil hefur verið
varið til holræsagerðar um 680
þús. krónum og til gatnagerðar
um 360 þús. krónum.
Þá hefur miklu fé verið varið
tii ræktunarframkvæmda á veg-
um hreppsins, ræstir fram um 20
hektarar lands og úthlutað til
hreppsbúa. Ennfremur eru fyrir-
hugaðar allmiklar framkvæmdir
í þeim efnum.
Þrátt fyrir það, þótt þurft hafi
að taka fé til allra þessara fram-
kvæmda, svo að segja jafnóðum
af hreppsbúum, þar sem engir
lánsmöguleikar eru fyrir hendi
í þessum efnum, hafa útsvörin á
Selfossi verið lægri en -á sam-
bærilegum stöðum, annars stað-
ar á landinu.
Þegar rætt er um framtíðar-
verkefni hreppsfélagsins á Sel-
fossi við þá Sigurð Óla Ólason
og Snorra Árnason, kemur þeim
saman um að þau muni verða
mörg, ef afkoman leyfir og hald-
ið verði áfram á sömu braut, auk
þeirra, sem þegar hafa verið
nefnd. Minnast þeir í því sam-
bandi á byggingu félagsheimilis
og hús fyrir bókasafnið, auk þess
á þátttöku hreppsins í hinu vænt-
anlega Sjúkrahúsi Suðurlands,
en Selfosshreppur hefur að
nokkru leyti átt þar frumkvæði.
Forustu í hinum miklu fram-
kvæmdum Selfosshrepps hefur
Sigurður Óli Ólason haft og
farnazt þar afburða vel og notið
mikilla og sívaxandi vinsælda í
því starfi, vinsælda, sem náð
hafa langt út fyrir hin flokks-
pólitísku takmörk. í hrepps-
nefndinni hafa frá upphafi verið
7 menn og^ Sigurður oddviti
hennar frá byrjun. Fyrsta kjör-
tímabilið 1947—’5ö áttu Sjálf-
stæðismenn 2 menn í hrepps-
nefndinni og nutu þá stuðnings
tveggja samvinnumanna í hrepps
stjórn. Kjörtímabilið 1950—’54
áttu Sjálfstæðismenn 3 menn í
hreppsnefnd og nutu þá stuðnings
eins hreppsnefndarmanns, sem
kosinn var af óháðum lista. Við
síðasta hreppsnefndarkjör fékk
listi Sjálfstæðismanna 4 menn
kjörna og hreinan meirihluta.
Hvað, sem um það má segja,
hvort Sjálfstæðisflokkurinn eigi
vaxandi fylgi að fagna á Sel-
fossi, en til þess benda allar lík-
ur, þá er eitt víst: Stefna Sigurð-
ar Óla Ólafssonar og samstarfs-
manna hans í stjórn hreppsins
á vaxandi fylgi*á Selfossi, enda
hefur hreppsfélaginu farnazt vel
undir hans forustu. Ágreinings-
málin þar, sem hvorki hafa ver-
ið mörg né veigamikil, hafa ver-
ið til lykta leidd með hógværð
og af mannviti, enda hefur Sig-
urður mikla og góða reynslu að
byggja á. Þetta kunna Selfoss-
búar vel að meta.
Menn munu yfirleitt líta svo á,
að þótt samvinnufélög þau, sem
hafa aðsetur á Selfossi, Kaup-
félag Árnesinga og Mjólkurbú
Flóamanna veiti mörgum Sel-
fossbúum vinnu og eigi óneit-
anlega sinn mikla þátt í vexti
og viðgangi þorpsins á Selfossi,
sé varhugavert, frá sjónarmiði
hreppsbúa að þessi fyrirtæki íbúa
Árnes- og Rangárvallasýslna, ráði
lögum og lofum í hreppsmálum
Selfosskauptúns. Það er raunar
um þetta atriði, framar öllu öðru,
sem menn greiða atkvæði á Sel-
fossi á sunnudaginn kemur.
s. 1.
ákvæði „gulu bókarinnar“ kæmu til framkvæmda, gæti
raunveruleikinn orðið slíkur sem þessi mynd sýnir.
Einar Buldvinsson listmólori
opnor mólverkosýningn í dng
I DAG kl. 4 opnar Einar Baldvinsson listmálari málverkasýningu
í Bogasal Þjóðminjasafnsins við Hringbraut. Sýnir listamaðurinn
þar 28 málverk. Eru það bæði olíumálverk og ripólínmyndir.
Baldvinsson málar bæði mannaihöfn og var þar í 4 ár, eða
til ársins 1950.
Einnig ferðaðist hann til Frakk
lands, Italíu og Hollands.
Einar
figurativar og abstrakt myndir.
Hann er Reykvíkingur að ætt,
sonur Baldvins Einarssonar söðla
smiðs og Kristine Karoiine Einars
son konu hans. Baldvin hóf Iist-
nám sitt hjá þeim Finni Jónssyni
og Jóhanni Briem. Síðan var hann
um skeið í Handiðaskólanum. En
árið 1946 hóf hann nám við Kon-
unglega listháskólann í Kaup-
shrifar
daglega lifinu j
úr
I
K
Um kvikmyndir
OLLEGI“ minn hér á blað-
inu hefur skrifað mér eftir-
farandi bréf:
Enginn vafi leikur á því, að
kvikmyndirnar eru einhver
bezta skemmtun manna nú á dög
um. Varla er hægt að hvíla sig
betur en einmitt í kvikmynda-
húsunum og skiptir þá ekki öllu
máli, hvort myndin er góð eða
slæm, eins og sagt er. Aðal-
atriðið er, að hún dreifir hugan-
um, eða kannski við ættum frek-
ar að segja, að hún dragi ahygl-
ink frá lýjandi starfi, hversdags-
leikanum. Ég veit ekkert betra,
lyf við þreytu en að fara í bió
og hlakka alltaf til þess eins og
lítill snáði sem fer í fyrsta skipti
að sjá kúrekamynd. Svo er einnig
sá kostur við kvikmyndirnar, að
þær hafa verið tiltölulega ódýr
skemmtun, ég held það sé jafn-
vel ódýrara að fara í bíó hér en
í þeim löndum sem ég þekki til.
Að vísu hefur ríkisstjórnin ný-
lega sótt nýja skatta í greipar
kvikmyndaunnenda og lagt þann
ig sinn skerf til þess að torvelda
mönnum að sækja þessar góðu
skemmtanir, og ber að harma
það tiltæki.
Stúlkan við fljótið
ASTÆÐAN til þess að ég hripa
niður þessar línur er sú. að
ég fór i Stjörnubíó í þessari viku
og hafði mikla ánægju af. Þar
er verið að sýna ítölsku stór-
myndina. Stúlkuna við fljótið, og
fannst mér það einhver bezta
mynd, sem ég hef séð upp á síð-
kastið. Leikurinn er afbragðsgóð-
ur, ekki sízt leikur Sophíu Loren,
og kom það mér heldur á óvart,
hélt satt að segja að hún væri
ekki leikkona, heldur kyn-
bomba. En leikkona er hún líka,
það verður ekki frá henni tekið
Efni myndarinnar, sem er sýnd
í fallegum litum, er mjög spenn-
andi, og hin sorglegi endir henn-
ar gerir hana svo áhrifamikla. að
ég minnist þess varla, að hafa
séð kvikmyndahúsgesti jafn-
snortna og að sýningu lokinni.
í henni ev ákaflega vel farið með
þær andstæður, sem hún er gerð
af, annars vegar „sensúalismann“,
sem svo mjög mótar þessa undar
legu öld, sem við lifum á, og
hins vegar harmþrungin örlög
þess unga fólks sem um er fjall-
að. Þessi mynd sýnir þeim, sem
ekki vissu áður, að lífið er eng-
inn barnaleikur, þó að svo geti
virzt í fljótu bragði og hið sæta
epli mannúðar og lífsþorsta get-
ur verið súrt í „annan endann".
Fyrsta sjálfstæða sýningin
Hann hefur tekið þátt i nokkr-
m samsýningum og hafa verk
Léttar myndir
listaverk
og
NÚ er það svo. að margir fara
ekki í bíó til að sækja þang-
að alvarlegan boðskap, því síður
til að horfa á listaverk. Þegar
Orðið eftir þá Munk og Dreyer
var sýnt í Hafnarfirði, þótti
flestum lítið til koma, en þegar
ítalska súkkulaðimyndin um
Önnu kom þagngað, ætlaði allt
um koll að keyra og ef ég man
rétt, var myndin sýnd mánuðum
saman. Það er skoðun mín, að
okkur sé ekki siður nauðsyn á
því að sjá góðar myndir og lista-
verk í kvikmyndahúsunum en
léttar myndir og skemmtilegar.
eins og kallað er. Auðvitað eiga
léttu myndirnar fullan rétt á sér
af ástæðum, sem ég gat um hér
að framan, en þær einar geta
aldrei svalað þeirri fegurðar- og
listaþrá sem býr með hverjum
manni. Þess vegna er bæði gott
og holt að sjá myndir eins og
Stúlkuna við fljótið, öðru hverju.
Það gæti stælt eggjar þeirrar
þurrmyntu Rimmygýgjar sem
okkur er ætlað að nota í viður-
eigninni við dutlungafulla púka
hversdagsins.
Einar Baldvinsson
hams þar vakið athygli. En þetta
er fyrsta sjálfstæða málverka-
sýning hans.
Sýningin verður opnuð kl. 4 í
dag fyrir boðsgesti en kl. 7 i kvöld
fyrir almenning. Verður hún opin
daglega frá kl. 1—10 til 2. febrú-
ar. Öll málverkin eru til sölu.
Ætla má að marga fýsi að sjá
verk þessa unga listamanns, sem
nú sýnir í fynsta skipti.
Kópa-
vogur
KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf-
stæðisflokksins í Kópavogi er aff
Melgerffi 1. Opin frá kl. 10 til 10
daglega. Símar: 19708 og 10248.
Stuffningsmenn D-listans í
Kópavogi. Hafiff samband við
skrifstofuna.