Morgunblaðið - 25.01.1958, Page 8

Morgunblaðið - 25.01.1958, Page 8
8 MOnCUNBl 4Ð1Ð Laugardagur 25. janúar 1958 Hvað er það, sem forvitinn vill ekki vita? (Ljósm. Ól. K. M.) Við reynum að hafa ailt sem heimilislegast. en jafnframt eins reglubundið og mögulegt er svo að augun barnshuggunin, \ / vöggustofunni oð Hliðarenda eru að jafnaði 35-40 börn á ári VIÐ stöndum í forstofunni í vöggustofunni að Hlíðarenda við Sunnutorg. Allt virðist vera með kyrrð og spekt inni í barnaher- bergjunum í bili, þó að þar séu rúmlega 20 smábörn. Þó líður ekki á löngu, þar til eitt þeirra lætur til sín heyra. Við nánari athugun kemur í ljós, að þetta er lítill kvenmaður á rauðum gallabuxum. Hún er rúmlega sex mánaða, en skapið virðist vera stórt. Hún er bersýnilega afar reið og lætur óánægju sina í ljós með miklu táraflóði. „Áttirðu bágt núna, Sigga mín?“ spyr for- stöðukonan, um leið og hún tekur Siggu litlu í fangið og þurrkar af henni tárin. Og skammt er milli skins og skúra, því að óðara bros- ir litla krílið, Ijóma. Lítil er segir þar. O—Á-O í leikgrindunum og á gólfinu er mikið af leikföngum, boltum, hringlum, dýrum af ýmsu tagi úr gúmmí og plasti og svo mætti lengi telja. Við þetta dunda litlu börnin sér. Þau sækjast þó ber- sýnilega eftir að fást við stólana í herberginu. Það er gamla sag- an. Börnin vilja helzt handfjalla sömu hluti og fullorðna fólkið. En samt er það afskapalega nota- legt að naga hringluna sína, þeg- ar mann klæjar í góminn undan tönnunum. Börnin eru tekin í vöggustof- una að Hlíðarenda allt frá því þau eru nýfædd og eru þar fram til eins og hálfs árs aldurs. — Barnaherbergin eru þrjú, rúm- góð og vistleg. Eitt er fyrir börn á aldrinum 1—1 Vz árs, annað fyrir þau, sem eru 6 mánaða til 1 árs og það þriðja fyrir vöggu- börnin. mm K Skyldi þessi litli ætla sér að verða hljómsveitarstjóri? Það er nokkuð snemmt að taka slíka ákvörðun tveggja mán- aða að aldri. (Ljósm. Ól. K. M.) í barnaherbergjunum er eng- inn iðjulaus. Reynt er að standa upp og fikra sig meðfram leik- grindunum eða litlu hvítu rimia- rúmunum. Stærri börnin fást við rugguhestana sína, skip og bíla. Yngstu börnin skoða á sér hend- urnar með heimspekilegri ró, sem ys og þys mannlífsins hefir enn ekki náð að raska. Drengirnir eru í meirihluta núna, segir Ólöf Sigurðardóttir, sem verið hefir forstöðukona vöggustofunnar frá upphafi. Þetta er svo að segja orðið drengjaheimili í bili. Og Stebbi litli, 8 mánaða, brosir breitt og veifar hringlunni sinni. Já, það er gaman að lifa og vera íslend- ingur. Rúm fyrir 23 börn Við reynum að hafa allt sem heimilislegast, en jafnframt eins reglubundið og mögulegt er, seg- ir forstöðukonan. Þetta er níunda árið, sem vöggustofan að Hlíðar- enda er starfrækt. Hún var stofnuð fyrir atbeina barna- verndarnefndar Reykjavíkur. í vöggustofunni er rúm fyrir 23 börn og oftast er sérhvert rúm setið. Þeim er ráðstafað í sam- ráði við barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Sum börnin koma beint af fæðingardeildinni hing- að, önnur eru eldri, þegar þau koma. Flest eru til 18 mánaða aldurs en önnur skemur. Að meðaltali munu yíirieitt vera hér 35—40 börn á ári. Hafi mæðurn- ar ekki tök á að sjá börnunum farborða er þau hafa náð IV2 árs aldri, er þeim séð fyrir dvalar- stað annars staðar. Börn einhleypra og sjúkra mæðra Segja má, að umsóknir um rúm fyrir ungbörn í vöggustof- unni hafi verið mjög svipaðar þau ár, sem hún hefir starfað, seg ir frú Ólöf. Börnin eru aðeins tek in, þegar um einhleypar mæður eða sjúkar er að ræða. Nokkrum sinnum hafa ungbörn verið tek- in af stúlkum, sem hafa verið að ljúka námi. Meiru er ekki hægt að sinna eins og er. Eftirspurnin er þó ætíð mikiJ Fjöldi þeirra mæðra, sem hlotið hafa eina eða aðra sérmenntun, er nú orðinn mjög mikill. Þær vilja gjarna geta nýtt menntun- ina með því að vinna úti eða vilja fremur vinna úti en sinna börnum sínum. En það má ekki gleymast, að tvímælalaust er bezt fyrir móður og barn að vera sam- an, ef allt er með felldu. Vöggu- stofa hlýtur alltaf að vera neyð- arúrræði, þó að hún sé nauð- synleg til að hjálpa þeim mæðr- um, sem ekki hafa tök á að sinna börnum sínum sjálfar. Á góðri vöggustofu hljóta börnin reyndar alltaf að njóta hlýju af hálfu þeirra, sem annast þau og þar eiga þau að vera fullkomlega örugg, enda á slík stofnun ekki rétt á sér nema svo sé. Ánægjulegt en bindandi starf Það er mjög ánægjulegt starf að hlynna að þessum börnum, en að sjálfsögðu mjög bindandi. segir forstöðukonan. Þó að ég hafi haft mjög gott starfsfólk, finnst mér ætíð hvíla svo mikil ábyrgð á mér, að ég á erfitt með að víkja mér áhyggjulaus frá. Hér í vöggustofunni starfa fimm fóstrur. Og ekki veitir af, því að mikið er að starfa. Það þarf að mata sérhvert barn og sér- hvert barn er með bleyju, svo að hirðingin er mikið verk. Heilsufar hefir ætíð verið mjög gott hér. Kristbjörn Tryggvason er læknir heimilisins. Börnin fá yfirleitt engar farsóttir, enda er vöggustofan lokuð, þ. e. a. s. engum gestum er leyft að koma í heimsókn. O—★—O Samvinna vöggustofunnar og mæðranna hefir ætíð verið með ágætum. Mér hefir virzt, að þær séu ánægðar með að hafa böra sín hér. Þegar svo vel tekst, verð- ur starfið létt, segir frú Ólöf að lokum. Það er gaman að leika sér í snjónum í hraunhólunum fyrir ofan Silungapoll. Sólin er lágt á lofti ennþá, en þá glampar á Silungapollinn og snjórinn glitrar. (Ljósm. Ól. K. M.) Fjölbreytnin í náttúrunni veitir börnunum viðfangsefni, segir Dagbjörg Eiriksdóttir, forstöðu- kona á Silungapolli Á BARNAHEIMILINU að SiJ- ungapolli eru nú 26 börn. Þau eru yfirleitt fæst um jólin og fyrstu vikurnar eftir áramótin, segir forstöðukonan Dagbjört Eiríksdóttir. En þeim fjölgar, er líður á veturinn. Að jafnaði eru hér 30—40 börn yfir vetrarmán- uðina. A sumrin er mjög fjöl- mennt hér, því að þá bætast 60 börn í hópinn til sumardvalar á vegum Rauða krossins. Börn á aldrinum 2—7 ára Langflest börnin eru hér vegna veikinda eða annarra vandræða heima fyrir. Þau eru á aldrinum 2—7 ára, nema þau, sem koma IV2 árs að aldri frá Vöggustof- unni að Hlíðarenda. Börnin dveljast hér misjafnlega lengi, sum eru árum saman, önnur stuttan tíma. Séu börnin alveg munaðarlaus, er reynt að koma þeim í fóstur. o-*-o Leikherbergin eru þrjú, hver aldursflokkur hefir sitt. Það er heldur fámennt inni við. Stærri börnin eru að renna sér á sleð- um uppi í hraunhólunum ofan við Silungapollinn. Yngstu börn- in hafa fengið sér hádegisblund, en koma nú á kreik hvert á fæt- ur öðru — ofurlítið syfjuleg. — Ein lítil hnáta með jarpa lokka segist heita „Digga Dagga“, og önnur sýnir okkur „dúttu mína“. sem hún heldur á í fanginu. Gott samkomulag Börnunum kemur yfirleitt vel saman, segir forstöðukonan. — Fremur er hætta á ósamkomulagi á sumrin, þegar börnin eru svo mörg saman komin. Og stundum er ofurlítill rígur milli sumar- dvalarbarnanna og þeirra, sem eru hér allt árið. Það gengur svo sem á ýmsu eins og ætíð, þegar börn eru annars vegar. Enda kemur nú ljóshærður hnokki Hilmar að nafni hlaup- andi og skýrir frá því óðamála, að hann Bjargmundur sé vondur við hana Fjólu systur sína. Og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.