Morgunblaðið - 29.01.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.01.1958, Blaðsíða 1
45 árgangur. 24. tbl. — Miðvikudagur 29. janúar 1958. Prentsmiðja Morgunblaðsina Ummœli Ólafs Thors í útvarpinu í gœrkvoldi: Stjórninni ber „að biðjast lausnar og láta fara fram nýjar Alþingiskosningar64 Myndin er tekin af hinum sögulega viðburði í Norður-Carolina í Bandaríkjunum þegar indíánar tóku sig til og gerðu aðför að meðlimum giæpamannafélagsins Ku-Klux-Klan. Indíánarnir voru hinir herskáustu, þótt ekki væru þeir fjöðrum skrýddir, og náðu m. a. á vald sitt einum fána Ku-Klux-Klan-manna, eins og myndin ber með sér. Rússar eru í Ungverjalandi lil að vernda heimsfriðinn Formenn allra stjoramálaflokkanna ræddu um úrslit kosninganna segir Kadar * BÚDAPEST, 28. jan. — í dag lét Janos Kadar svo ummælt, að rússnesku hersveitirnar væru í Ungverjalandi vegna ástandsins í alþjóðamálum en ekki vegna innanlandsástandsins í Ungverja landi. Þetta sagði hann í ræðu sem hann hélt í þinginu, þegar hann lét af embætti sem for- sætisráðherra. Þingið hafði rétt áður einróma samþykkt lausn- arbeiðni Kadars og kosið hinn 72 ára gamla Ferenc Muennicli í hans stað. Kadar hélt því fram í ræðu sinni, að stjórnskipulagið í Ung- vei-jalandi og ungverska þjóðin væru nógu öflug til að hrindá öllum árásum á skipulagið. Jafn- framt mælti hann með því að sættir tækjust milli stjórnarinn- ar og kaþólsku biskupanna, sem hafa verið henni heldur óþægir þjónar. Samvinnan milli ríkis og kirkju verður að byggjast á sterk um grundvelli, sagði Kadar. Muennich sagði i fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra, að hann væri algerlega samþykkur þeirri stefnu, *em stjórn Kadars hefði haldið. Ráðherraskiptin merkja alls ekki neina stefnu- breytingu, því »ú höfum við náð sæmilegu jafnvægi, sagði hann. Fréttlr / stuttu máli ★ MONTREAL, 28. jan. — í borginni Montreal í Kanada, var í dag framið eitthvei't stórfelld- asta bankarán, sem sögur fara af. Komust þjófarnir á brott með hvorki meira né minna en 1.800 —000 dollara. •k k RÓM, 28. jan. — ítalska þingið samþykkti í dag allar 15 greinar nýrra laga, sem banna vændi og mæla svo fyrir, að lok- að skuli um 600 opinberum hóru- húsum í landinu. ★ ★ WASHINGTON, 28. jan. — Innan tveggja daga muh banda- ríski herinn gera tilraun til að skjóta gervitungli út í geiminn, en flugherinn er sagður vonlítill um að koma því í verk. Opinber tilkynning liggur ekki fyrir, en fréttin er höfð eftir góðum heim- ildum. Tyrkir á Kýpur gera uppsleit NÍKÓSÍU, 28. jan. — f dag skutu brezkir hermenn á stóran hóp Tyrkja á Kýpur, sem voru í mót- mælagöngu og stofnuðu til óeirða. Fjórir Tyrkir voru drepnir í óeirðum í Níkósíu og Famagusta. Kröfugöngur og óeirðir Tyrkja stóðu í sambandi við kröfu þeirra um skiptingu Kýpur milli Grikkja og Tyrkja. í Níkósíu voru tveir Tyrkir drepnir og einn al- varlega særður. Brezku hermenn irnir urðu að beita táragasi til að hafa stjórn á mannfjöldanum. f Famagusta misstu einnig tveir Tyrkir lífið, þegar þeir gerðu tilraun til að þröngva sér inn í gríska borgarhverfið. Ró komst á aftur eftir að tyrk- neskir leiðtogar höfðu farið götu úr götu og örvað menn til um- hugsunar og skynsamlegrar hegð unar. Bentu þeir Tyrkjum á, að frekari óeirðir mundu aðeins skaða málstað Tyrkja á Kýpur. Framkvæmdastjóri tyrknesku samtakanna á eyjunni flaug í dag til Ankara til að gefa leiðtoga samtakanna skýrslu, en hann er staddur í Ankara til að fylgjast með umræðum brezku og tyrk- nesku stjórnarinnar um framtið eyjarinnar. í FRÉTTAAUKA útvarpsins í gærkvöldi skýrðu formenn stjórn- málaflokkanna frá skoðunum sínum á úrslitum kosninganna á sunnudaginn. Fyrstur talaði formaður Sjálfstæðisflokksins Ólafur Thors og mælti á þessa leið: „Við Sjálfstæðismenn fögnum að sjálfsögðu sigri okkar og mest þeim, sem stærstur er, það er að segja í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn hefir fengið hreinan meirihluta greiddra atkvæða í landinu og aldrei áður svo háa hlutfalls- tölu við nokkrar kosningar. Sjálfstæðismenn gera sér að sjálfsögðu vel ljóst og meta ef til vill mest, að Islendingar hafa með kosningunum fyrst og fremst kveðið upp áfellis- dóm yfir úrræðaleysi en eii}k- um Þó brigðmælum stjórn- valda landsins. Þjóðin hefir kveðið skýrt á um það, að hún krefst þess, að ríkisstjórn gæti velsæmis, standi við orð sín og eiða. Þjóðin hefir lýst svo ótví- ræðu vantrausti á ríkisstjórnina, að henni ber tvímælalaust að biðjast lausnar og láta fram fara nýjar Alþingiskosn- ingar svo fljótt sem fært telst. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka Sjálfstæðis- mönnum um land allt og öllum öðrum, sem stutt hafa að hinum glæsilega sigri, sem er hinn mesti, er unnizt hefir á íslandi í hálfa öld.“ Ólafur Thors Að ræðu Ólafs Thors lokinni töluðu Hannibal Valdimarsson, formaður „Alþýðubandalagsins“, Tíminn líkir Sjálfstœdis- mönnum viö brennumenn og moröingja ! Kommúnisfar krefjjasf meiri einingar" ,vinstri Alþvðtiblaðið telur samvinmma við kommúnista eina meginástæðu ósigurs Alþýðuflokksins STUÐNINGSBLÖÐ vinstri stjórnarinnar gera úrslit bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna öll að umtalsefni í forystugreinum sínum í gær. Viðurkenna þau öll, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi unnið mikinn sigur. Telja bæði „Tíminn“ og „Þjóðviljinn", að þeim sigri beri stjórnarflokkunum að mæta með því að treysta samvinnu sína sem mest. Alþýðublaðið, málgagn Alþýðuflokksins, minnist hins vegar ekkert á nauðsyn aukinnar samvinnu milli vinstri flokkanna. Telur það þvert á móti, að megin ástæðan fyrir hinu mikla tapi Alþýðu- flokksins sé samvinna hans við kommúnista. Líkir Sjálfstæðismönnum við brennumenn og morðingja Tíminn byrjar forystugrein sína á því að rifja það upp að í þessari viku séu 25 ar liðin síðan Hitler tók við stjórnarfor- ystu í Þýzkalandi. Likir blaðið Sjálfstæðismönnum síðan við brennumenn og morðingja naz- ista. Hafi þeir unnið hinn mikla kosningasigur sinn með sömu áróðurstækni og nazistar, enda hafi „ýmsir núverandi leiðtogar Sjálfstæðisflokksins, eins og Bjarni Benediktsson og Gunnar Thoroddsen hlotið pólitíska menntun sína í Þýzkalandi.“ Hvað segir hugsandi og skyn- samt fólk um slíkan málflutn- ing hjá blaði, sem á að heita mál- gagn lýðræðisflokks? Hvað er eiginlega í huga þeirra manna, sem þannig rita? Óhætt er að fullyrða, að yfir- gnæfandi meirihluti fólks í Fram sóknarflokknum fyllist viðbjóði á þessum skrifum Tímans. Jafnvel þótt kosningunum sé lokið getur blaðið ekki dregið úr rógi sínum og illmælum. Undir lok forystugreinar sinn- ar segir Tíminn svo að „íhalds- andstæðingar muni svara með því að treysta samstarf sitt“. I fyrirsögn á forsíðu segir blaðið „nauðsyn aukinnar samheldni stjórnarflokkanna". „Alvarleg aðvörun" Málgagn kommúnista, „Þjóð- viljinn“ kveður úrslitin í bæjar- stjórnarkosningunum vera „ein- hvern lærdómsrikasta stjórn- Framh. á bis. 2 Emil Jónsson, formaður Alþýðu- flokksins, Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins og Valdimar Jóhannsson, form. Þjóðvarnarflakksins. Eftir ræður formanna stjórnarflokkanna skildu menn betur, að þeir viku sér undan því að tala í útvarpið í fyrrakvöld og tóku sér frest til að íhuga, hvað þeir ættu að segja. Þeir töluðu allir miklu lengur en formaður Sjálfstæðis- flokksins, og var meginhluti máls þeirra vandræðalegt yfirklór og sv'ór við blaðaskrifum í gær. Hér á eftir eru birt orðrétt nokkur höfuðatriði úr umsögn- um formanna andstöðuflokka Sjálfstæðismanna: Stjórnarflokkarnir þurfa alls ekki að kvarta(!) Hannibal Valdimarsson sagði m. a.: „Vissulega vann Sjálfstæðis- flokkurinn í Reykjavík mikinn kosningasigur .... Það er í raun- inni þung og réttmæt reiðialda fólksins yfir sundrung vinstri manna í Reykjavík, sem færir Sjálfstæðismönnum í höfuðborg- inni sigurinn heim í þetta sinn. .... Að öðru leyti er það nú augljóst mál, að héðan í frá er Alþýðubandalagið sá flokkur al- þýðunnar, sem sameina verður afl hennar .... Fer vel á því, að það sé gert í nánu samstarfi við pólitísk samtök alþýðufólks- ins í sveitum landsins. En hins vegar verða samstarfsmenn Al- þýðubandalagsins að vita það, að Alþýðubandalagið mun ekki þola það, að traðkað sé á ýmsum stærstu málum pess og fólksins, sem það hefur umboð fyrir. Frh. á bls. 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.