Morgunblaðið - 29.01.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.01.1958, Blaðsíða 8
8 MORCVTS BL AÐIÐ Miðvik'udagur 29. jan. 1958 tJtg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigíus Jónsson. Aðaintstjorar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Auglýstngar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Simi 22480. Asknftargialrl kr. 30.00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. LÆRDÓMAR KOSNINGANNA SSÍÐAN hinir svokölluðu vinstri flokkar hófu sam starf um ríkisstjórn hafa þeir einbeitt baráttu sinni meira en nokkru sinni áður að óhróðri um Sjálfstæðisflokkinn. Hann hefur verið talinn ábyrgðarlaus einræðisflokkur, sem nauðsyn bæri til að einangra og svipta öllum áhrifum á stjórn landsins. Jafnhliða hafa stjórnarflokkarnir notað aðstöðu sina á Alþingi til þess að svipta Sjálfstæðismenn eðlilegum áhrifum á stjórn ým- issa þjóðarstofnana, er hann hef- ur sem langsamlega stærsti stjórn málaflokkur þjóðarinnar kjörið menn til starfa í. Vinstri stjórnin hefur svo skipað sínum mönnum til starfa á þessum stöðum. Engum dylst að hér hefur ver- ið um beinar persónulegar og pólitískar ofsóknir að ræða á hendur Sjálfstæðismönnum. En bæjar- og sveitarstjórnar- kosningarnar, sem fram fóru sl. sunnudag sýna greinilega að of- sóknaræði vinstri stjórnarinnar gegn Sjálfstæðisflokknum hefur ekki átt góðan hljómgrunn meðal almennings í landinu. ’Svar fólks ins við vinstri stjórninni og hat- ursáróðri hennar er eindregið og ótvírætt . Fylgi Sjálfstæðísflokks ins stóreykst en fylgi stjórnar- flokkanna einkum hinna sósía- lísku flokka hrakar að sarr.a skapi. Þannig hefur þjóðin tekið upp hanzkann fyrir Sjálfstæð- isflokkinn og veitt vinstri stjórninni verðuga hirtingu fyrir svik hennar, oflæti og hatursáróður gegn Sjálfstæðis mönnum. Áfall kommúnista í Reykjavík og Eyjum Kommúnistar biðu nú stærri ósigur hér í Reykjavík en þeir hafa nokkru sinni beðið hér. Þeir töpuðu hvorki meira né minna en 21,2% af fylgi sínu og sam- tals 1542 atkvæðum frá alþingis- kosningunum sumarið 1956. I Vestmannaeyjum, þar sem kommúnistar hafa verið stór og öflugur flokkur hafa þeir einnig stórtapað atkvæðum. í mörgum kaupstaðanna, þar sem allir stjórnmálaflokkarufr höfðu sameiginlega lista sést ekki tap kommúnista í niðurstöðutö.- um k liiiganna. En óhætt er að fullyrða sö þeii hafi tapað bar verulegu t/lgí. í Nesk. istað, höfuðvigi sínu fá þeir t. d. nær sömu atKvæða- tölu og við bæjarstjórnarkosning arnar 1954 enda þótt þeir haíi innbyrt Alþýðuflokkinn í heilu lagi. En hann fékk 115 atkvæði við síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar Þegar við þetta bætist sú stað- reynd, að bæði í fyrra og nú í vetur hafa kommúnistar hríð tapað í fjölda verkalýðsfélaga er auðsætt að kommúnisminn er kominn á greinilegt undanhald hér á landi. Það eina, sem hindrar hrun hans er þátttaka hans í ríkis- stjórn og margvísleg aðstaða hans til þess að hafa áhrif á stjórn landsins. Er það stærsti bletturinn af mörgum svörtum á Framsóknarfiokknum að hafa haft íorystu um að ta ia kommúnista upp af eyðimerk urgöngu þeirra. Sá, sem Framsókn elskar er glataður En Alþýðuflokkurinn hefur einnig orðið fyrir miklu áfalli í þessum kosningum. Hann fær nú færri atkvæði í Reykjavík en Framsóknarflokkurinn og aðeins einn bæjarfulltrúa kjörinn. Sú var tíðin að Alþýðuflokkurinn átti sex fulltrúa í bæjarstjórn Reykjavíkur og var sterkur og öflugur flokkur. í bæjarstjórnar- kosningunum veturinn 1954 hlaut flokkurinn 4274 atkvæði og tvo bæjarfulltrúa kjörna. Hann hlaut þá 13,5% atkvæða í bænum. Nú hlýtur hann 2860 atkvæði, einn bæjarfulltrúa og aðeins 8,2% atkvæða í bænum. Þetta er vissulega dapurleg þróun fyrir flokk íslenzkra jafn- aðarmanna. Samkvæmt úrslitum bæjarstjórnarkosninganna gæti hann hvergi á öllu landinu fengið mann kosinn á Alþingi, án að- stoðar annarra flokka. Ein meginástæða þess að svo er komið fyrir Alþýðuflokknum er tvimælalaust svik hans við þá yfirlýsingu Haraldar Guðmunds- sonar fyrir síðustu alþingiskosn- ingar að flokkurinn myndi aldrei vinna með kommúnistum í ríkis- stjórn. Mikill meirihluti íslenzkra jafnaðarmanna fyrirlítur alla samvinnu við kommúnista. Margir Alþýðuflokksmenn hafa því áreiðanlega skilið við sinn gamla fiokk í þessum bæj- arstjórnarkosningum vegna þátt- töku hans í ríkisstjórn með komm únistum. Önnur ástæða fylgishruns Alþýðuflokksins er svo sú. að sá tlokkur, sem Framsókn slær ást sinni á er glataður. En eins og kunnugt er hafa Framsóknarmenn tekið AI- þýðuflokkinn í nokkurs konar pólitískt fóstur og látið blítt að honum á alia lund. Þetta hefur svipt Alþýðuflokkinn miklu trausti í Reykjavík og víðar. Allt bendir til þess, að Alþýðu- flokkurinn muni halda áfram að tapa og jafnvel gliðna í sundur, ef hann unir áfram, annars vegar í fóstri hjá Framsókn og hins vegar í samvinnu við kommún- ista, sem sífelit hamra á blekk- ingu um „einingu vinstri aflanna" en meina aðeins með því klofning og upplausn samstarfsflokka sinna. Viðbrögð stiórnar- stj ctrnarf lokkanna Viðbrögð vinstri stjórnarklokk anna gagnvart hinum mikla ósigri sínum virðast vera þau, að þeir játa hann en neita að taka afleiðingum hans. Kommúnistar krefjast þess að stjórnarflokkarn ir treysti samvinnu sína. Tíminn talar um nauðsyn „aukinnar sam heldni stjórnarflokkanna". Sjálfstæðismenn þakka þjóð inni þá traustsyfirlýsingu, sem stefna þeirra hlaut í kosinng- um. Þeir ofmiklast ekki af sigri sínum heidur heita kjós- endum sínum og allri þjóð- inni því, að berjast áfram af festu og ábyrgðartilfinningu fyrir þjóðarhag. SSlUTAN ÚR HEIMI I — Úr ýmsum áftum — Á jólunum bauð Júlíana Hollandsdrottning öll<u þjónustufólki sínu upp á kaffi og jólabollur. Samkvæmið var haldið í skála í grennd við So estidijkhöllina. Eins og sjá má á myndinni helitu Beatrix krónprinsessa og drottningin kaffinu í bolla gestanna. Myndin sýnir greinilega, hversu misjafnlega menn bregðast við vonbrigðum eða gleði. Á bíla- sýningu í Bandaríkjunum var kjörin „drottning“ Þegar myndin var tekin, var „drottningar“-kjör- inu nýlokið, og hér sjást þær þrjár stúlkur, sem glæsilegastar þóttu. Unga stúlkan í miðjunni hróp- ar upp yfir sig af gleði yfir að verða nr. 1, keppandi hennar til hægri varð þriðja í röðinni, og virðist nr. 3 vera nægilega ánægð til að klappa fyrir „drottningunni“. En nr. Z til vinstri viröist hafa orðið fyrir vonbrigðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.