Morgunblaðið - 29.01.1958, Blaðsíða 16
VEÐRIÐ
S og SV gola. Smáskúrir.
rogtntMfoft
24. tbl. — Miðvikudagur 29. janúar 1958.
Búskapurinn 1957.
(Sjá bls. 9.)
vAðe/ns 42,3% kjósenda í
öllum kaupstöðum landsins
styðja vinstri stjórnina
Sfórfellt fylgistap stjórn -
arflokkana við sjávar-
sí ðuna
BÆJARSTJÓRNARKOSNINGAR 1958 erm fyrstu kosningar eftir
að núverandi rikisstjórn er niynduð. Samanburður á fylgi stjórn-
arflokka 1956 og 1958 er því skýr vísbending um, hvern hug kjós-
endur bera til núverandi ríkisstjórnar.
í 6 kaupstöðum Iandsins, sem jafnframt eru sérstök kjördæmi
má fá samanburð við 'tölur úr Alþingiskosningunum 1956. Þessir
sex kaupstaðir eru Hafnarfjörður, ísafjörður, Siglufjörður, Akur-
cyri, Vestmannaeyjar og Seyðisfjöður.
Bæjarstj.kosn.
R.vík og 6 kaupst. 1958
Sjálfstæðisflokkur 25.309 53.77%
Kommúnistar .... 8.827 18.75%
Alþfl.-Frs. (Hrbl.) 11.105 23.59%
Þjóðvörn ............. 1.831 3.89%
Alþingisk.
1956
21.747 47.23%
10.958 23.79%
11.070 24.04%
2.274 4.94%
Bæjarstj.kosn.
1954
20.189 46.55%
7.965 18.36%
11.393 26.27%
3.824 8.82%
Laugardalurinn
opnast aftur
KAFFÆRÐ hefur verið austur í
Laugardal frá því kringum 10.
janúar, og hafa engir bílar kom-
izt austur í dalinn síðan, þar til
í gær. Þá hafði stórujn öflugum
dráttarbílum tekizt að brjótast
inn í dalinn, en ófærðin er mest
eftir því, sem nær dregur Laug-
arvatni.
Um helgina þurfti Vilhjálmur
Einarsson, sem er kennari þar
eystra, að komast heim frá Rvík,
en slík ferð getur tekið 8—9 tíma
í erfiðu færi. Hann tók á leigu
flugvél Björns Pálssonar, sem
settist á ísilagt " vatnið, eftir
skjóta ferð frá Reykjavík.
Þessi mynd er af einu málverka Einars Baldvinssonar, listmál-
ara, en hann hefur um þessar mundir málverkasýningu í Boga-
sal Þjóöminjasafnsins. Sýningin var opnuð sl. laugardag og hef-
ur aðsókn að henni verið góð. Nokkur málverk hafa selzt. —
Sýningin er opin daglega frá kl. 1—10 eftir hádegi. Ættu bæj-
arbúar ekki að láta hjá líða að skoða verk þessa unga og efni-
lega listamanns.
Atkv. gr. á flokka 47.072 100% 46.049 100% 43.371 100%
Úrslit kosninganna eru skýlaus vantraustsyfirlýsing á núverandi
rikisstjórn. Aðeins 42.34% kjósenda í kaupstöðum, sem eru kjör-
dæmi, styðja ríkisstjórnina, en 53.77% kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Ralsjármælingar sönnuðu að
togarinn var í landhelgi
Osœmileg árás kom múnista á
forseta Islands
Furðulegar sakargiftir og hótanir
FYRIR nokkru var í Hæstarétti
kveðinn upp dómur yfir belgisk-
um togaraskipstjóra.í Maurice
Brackx að nafni, er hafði skip-
stjórn með höndum ó togaranum
Curie frá Ostende. Þetta er í ann
að SKÍpti sem skipstjóri þessi er
dæmdur í Hæstarétti, fyrir að
kafa verið að veiðum innan fisk-
veiðitakmarkanna, en hann var
dæmdur fyrir slíkt brot í apríl-
mánuði 1955.
Forsaga málsins er sú, að varð-
skipið Þór var á eftirlitsferð vest
ur með Tvískerjum. Á þessum
slóðum miðaðist í radsjá skipsins
togarinn Curie. Varðskipsmenn
gerðu nú staðarákvarðanir eftir
ratsjá skipsins. Miðaðist staður
sá, er togarinn var á 1 sjóm. fyrir
innan línu. Var togarinn þá að
enda við að snúa frá landi og hélt
varðskipið beinustu leið að togar
anum. Eftir rúmlega 20 mín. sigl-
ingu sáu varðskipsmenn og tog-
vírar voru á stjórnborðshlið
skömmu síðar var aðvörunar-
skoti hleypt af ag dufl sett út
við víra togarans. Svo slæmt
skyggni var til lands vegna
slydduhríðar, að ekki var unnt
að gera hornamælingar.
Belgíski togarinn var með bil-
aða ratsjá. í undirrétti viður-
kenndi skipstjórinn að hafa ver-
ið að veiðum á þeim tíma, sem
varðskipsmenn gerðu staðar-
ákvarðanir sínar í ratsjá varð-
skipsins, en eigi að hafa verið
fyrir innan línu.
í undirrétti urðu úrslit málsins
þau, að sannað þótti að togarinn
hefði verið að veiðum fyrir innan
línu. Þar eð um ítrekað brot var
að ræða hjá Maurice Brackx, var
hann dæmdur i 90.000 kr. sekt.
Eftir að málið kom fyrir
Hæstarétt voru m. a. tilkvaddir
sérfróðir menn í öllu er að rat-
sjá lýtur, til að sannreyna á sem
ýtarlegastan og tryggilegastan
hátt nákvæmni ratsjá varðskips-
ins Þórs, en þau eru tvö. Fóru
hinir dómkvöddu menn með
varðskipinu út í Faxaflóa.
Sérkunnáttumenn þessir skil-
uðu síðan mjög ýtarlegri skýrslu
til Hæstaréttar, sem síðan m. a.
byggði dóm sinn í málinu á
þeirri greinargerð. Segir í dómi
Hæstaréttar . . . .„að telja megi
að staðarákvarðanir löggæzlu-
manna veiti örugga sönnun fyrir
Jjví að ákærði hafi verið í land-
helgi á nefndum tima. Sannað
er og, að hann var þar að veið-
um“.
Staðfesti Hæstiréttur síðan
hinn áfrýjaða dóm um sektar-
ákvæðin.
FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfé-
laganna í Reykjavík efnir til
kvöldfagnaðar í Sjálfstæðishús-
inu, Hótel Borg, Tjarnarcafé og
Þjóðleikhúskjallaranum annað
kvöld kl. 9 e. h. fyrir starfsfóik
D-listans við bæjarstjórnarkosn-
ingarnar í Reykjavík.
Stutt ávörp verða flutt á
skemmtuninni en auk þess verða
þessi skemmtiatriði:
Einsöngur: Guðrún Á Símonar.
Gamanvísur: Baldur Hólm-
geirsson.
Einsöngur: Kristinn Hallsson.
Loks verður dansað.
Aðgöngumiðar verða afhentir
í skrifstofu Sjálfstæðisfiokksms
MJÖG óvenjuleg árás var
gerð í gær á forseta íslands,
herra Ásgeir Ásgeirsson.
Árásin hlýtur að vekja
enn meiri athygli, vegna
þess, að íslendingurinn, sem
hana gerir, er þekktur fyrir
náin tengslí við rússneska
sendiráðið og mun vinna
þar a. m. k. öðru hverju.
Björn Franzon, einn af þekkt-
ustu menntamönnum í hópi
kommúnistadeildarinnar hér á
landi, birtir í Þjóviljanum í gaer
langa grein, sem hann nefnir:
Forsetinn og hlutleysið.
Grein þessi hefur vafalaust
verið skrifuð fyrir nokkru en hag
kvæmara þótt að geyma hana
fram yfir bæjarstjórnarkosning-
arnar.
Samsetningur þessi er ein ofs-
tækisfyllsta árás á forseta ís-
iands, sem sést hefur. Er þó ekki
í Sjálfstæðishúsinu frá kl. 1 e. h.
í dag.
Kvikmyndasýning
Kvikmyndasýning verður 1
Gamla Bíói kl. 2 síðd. n. k. laug-
ardag fyrir unglinga, sem unnu
við útbyrð blaða, sendistörf og
annað i þágu D-listans við bæj-
arstjórnarkosningarnar. — Að-
göngumiðar verða afherttir í Sjálf
stæðishúsinu frá kl. 1 e. h. í dag.
Lloyd, utanríkisráðherra Breta,
og utanríkisráðherra Tyrkja
ræddust við í Ankara í dag um
Kýpurmálið.
að efa, að þarna eru settar fram
þær skoðanir, sem ríkjandi eru
í kommúnistaflokknum og skulu
þess vegna teknar hér upp nokkr
ar glefsur úr því, sem Björn seg-
ir.
Hann telur það, er forsetinn
sagði í nýjársræðu sinni um hlut-
leysið, síður en svo hafa verið
,,meinlaust“. Orðrétt stendur
þetta í grein Björns:
„Forsetanum fai'ast sem sé orð
á þessa leið:
„Hlutleysi virðist ekki lengur
hugsanlegt í ófriði, enda vísar
reynslan til pess, og hlutleysi á
friðartímum þarf ekki að
tryggja".
Það er ekki um að villast, að
Ásgeir forseti er hér að svara
bréfi Búlganíns forsætisráð-
herra Ráðstjórnarríkjanna, þar
sem boðin er fram trygging á
hlutleysi íslands, og svo mun
verða á litið um öll lönd. Hann
er að minnsta kosti að svara fyrir
sig svo sem æðsti embættismaður
þjóðarinnar, hvort sem hitt er
rétt eða ekki, sem Moxgunblaðið
heldur fram, að á þetta beri jafn-
framt að líta sem svar meirihluta
hinnar íslenzku ríkissstórnar".
Alveg er óþarft að hafa þann
fyrirvara á, að Morgunblaðið
telji þetta „svar meiri hluta
hinnar íslenzku ríkisstjórnar".
Ríkisstjórnin ber auðvitað öll —
ekki aðeins meirihluti hennar,
ábyrgð á svo þýðingarmikilli
yfirlýsingu forseta íslands sem
þessari.
Björn heldur áfram:
„Fyrirlitningartónninn leynir
sér ekki-------. Það er þjóðhöfð
ingi kotríkis, sem hér er að svara
friðarboðskap stórveldis-------“
Þarna lýsir sér einkar vel sam
bandið, sem kommúnistar telja,
að skuii vera á milli Islands og
Rússlands. ísland er kotriki, sem
ekki má gerast svo djarft að hafa
sjálfstæðar skoðanir, þegar stór-
veldi hefur talað!
Enn segir Björn:
„Það er nauðsyn, — lífsnauð-
syn, — að allir íslendingar geri
sér þess ijósa grein, hvað felst
í þessari yfirlætislegu yfirlýsingu
forsetans. Hann er i raun og veru
að segja við þær þjóðir, er lenda
kynnu í styrjöld við Bandaríkin
og Atlantshafsbandalagið: Gerið
svo vel, ef yður sýnist svo. að
varpa yðar fyrstu vítissprengj-
um á Reykjavík og Keflavíkur-
flugvöll--------“
„-------einmitt þetta og ekk-
ert annað felst í yfirlýsingu for-
setans. Það er verið að mana á
oss öflugasta herveldi heims,
kalla yfir oss tundui-flaugar þess
og vetnissprengjur — — —
„-------Þá myndu kjarnorku-
sprengjurnar dynja á íslandi sam
kvæmt heimboði Ásgeirs for-
seta og annarra þeirra stjórn-
málaleiðtoga, sem honum eru
samábyrgir —“.
Hér er öllu snúið við og við-
leitninni til að koma í veg fyrir
heimsstyi-jöld og vernda ísland
kölluð „heimboð Ásgeirs Ásgeirs
sonar og annara þeirra stjórn-
málaleiðtoga, sem honum eru
samábyrgir“ til láta kjarnorku-
sprengjur dynja á íslandi! í beinu
framhaldi þessa hótar Björn með
„útþurrkun allrar byggðar á Suð
vesturlandi".
Hinu gleymir Björn að „stjórn
málaleiðtogar sem eru samábyrg
ir“ forseta fyrir þessum ósköp-
um eru einmitt leiðtogar komm-
únista, sem tekið hafa á sig
ábyrgð á stefnu ríkisstjórnarinn-
ar í þessum málum sem öðru.
Um þetta þegir Björn, en sakar
forseta ísiends, hera Ásgeir Ás-
géirsson, um „hræsni og blekk-
ingu“, „blindni“, ,,ofstæki“ og
„glæframennsku allra hættuleg-
ustu tegundar". Til enn frekari
áherzlu segir Björn hann hafa
„svívirt það, sem var heiður“ ís-
lands „og sómi“.
Hið hatursfulla skrif sitt endar
Björn Franzson með þessum
ávarpsorðum til „forseta Islands,
herra Ásgeirs Ásgeirssonar og
annara ábyrgðarmanna þeirrar
utanríkismálastefnu, sem enn
telst í gildi á landi voru.“
„— — — þá kunnið þér að
skapa yður ægilegri ábyrgð og
voðalegri sök en svo, að fáar
aldir þyngstu meinlætinga entust
yður henni tiL afpiánunar“.
Samkvæmt þessu hyggur Björn
sig ekki einungis ráða yfir því,
hvað gerist í þessu lífi heldur út
hlutar sjálfum forseta íslands
,þyngstu meinlætingum um
meira en „fáar aldir“!
KvöSdiagnaÖur tyrir
starísíólk D-Iistans
Verður annað kvold í Sjálfstæðishús-
inu, Hótel Borg, Tjarnarkaffé og
Þjóðleikhúskjallaranum