Morgunblaðið - 29.01.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.01.1958, Blaðsíða 11
Miðviltudagur 29. fan. 1958 MORGVNBLAÐ1Ð n Brunaverðir í kynnisför lil Finnlands Starfsmannafélag Reykjavíkurbæjar: Þorrablot félagsins verður haldið í Sjálfstæðishúsinu föstu- UNDANFARIN ár hefur Sam- band norrænna slökkviliðs- manna gengist fyrir náms- og kynningarviku, sem haldnar hafa verið til skiptis í höfuðborgum Norðurlanda. Hefur íslenzkum slökkviliðsmönnum verið boð- ið að senda þangað fulltrúa og reykvískir slökkviliðsmenn sent þangað tvo þátttakendur úr sin- um hópi nokkur síðastliðin vor. Þessar námsvikur hafa í senn verið hinar gagnlegustu og ánægjulegustu. Þar hafa fulltrú- ar norrænna slökkviliðsmanna | haldið fundi um áhugamál sin og . stéttarmál, auk þess sem fluttir hafa verið hinir fróðlegustu fyr- irlestrar um brunavarnir og önn- ur starfsatriði, oft af færustu sér- fræðingum, nýjungar í slökkvi-1 tækni og ný tæki sýnt, auk þess j sem skoðaðar hafa verið slökkvi | liðsstöðvar og slökkvitæki. Hafa fulltrúar héðan þótzt sækja þang að margvíslegan fróðleik. Að þessu sinni var námsvikan haldin í Helsingfors í Finnlandi, í maímánuði, dagana 13. til 18.. og sóttu hana af hálfu reykvískra slökkviliðsmanna þeir Brynjólf- ur Karlsson og Hermann Björg- vinsson. Lögðu þeir af stað héð- an flugleiðis til Gautaborgar h. 11. maí. Þar var tekið á móti þeim af fulltrúum slökkviliðs- manna í borginni, er sýndu þeim margt þar, meðal annars slökkvi- stöðina. Daginn eftir var förinni haldið áfrarn flugleiðis, um Stokkhólm til Helsingfors, þar sem formaður slökkviliðssamtak- anna í borginni beið þeirra á flugvellinum við þriðja mann og bauð þá velkomna. Var þeim bú- in gisting í aðalslökkvistöðinni meðan mótið stóð yfir. Þar skiptust á fyrirlestrar um brunavarnir og skyld efni, og kynnisferðir um borgina, til slökkvistöðva og stórra atvinnu- fyrirtækja. Frá Helsingfors héldu íslenzku fulltrúarnir til Kaupmannahafn- ar, þar sem þeir skoðuðu slökkvi- liðsstöðvar, og síðan til Óslóar þar sem þeir höfðu nokkra við- dvöl á vegum slökkviliðsins þar í borg og skoðuðu stöðvar þess Komu síðan heim margs fróðari og ánægðir mjög, bæði yfir ár- angri fararinnar og móttökum, hvar sem þeir fóru. Þess er skylt að geta, að ekki hefði getað orðið af þáttöku þeirra ef bæjaryfirvöld Reykja-1 víkur og Menningar- og kynn- ingarsjóður Starfsmannafélags Reykjavíkurbæjar hefðu ekki styrkt þá og stutt til farar og kunna reykvískir slökkviliðs- menn þeim þakkir fyrir velvild og skilning í því sambandi. Samkomur daginn 31. jan. n.k, kl. 19.30 e.h. Skemmtiatriði. Ólafur Magnússon verður forsöngvari á skemmt uninni eins og undan farin ár. Dansað til klukkan 2. Verð aðgöngumiða kr. 115.00. Skemmtinefndin. er öruggasti kúlupenninn Verð kff. 10.00 — — 14.00 — — 35.00 — — 63.00 Austurstræti 1 Kristniboðsliúsið Retuniu, Laufásveg 13. — Almenn sam- koma í kvöld kl. 8,30. Gunnar Sigurjónsson talar. — AUir vel- komnir. Hjúlpræðisherinn Æskulýðsvika. í kvöld kl. 20,30, samkoma. Regnkápur Oott úrval i. o. G. T. St. Minerva nr. 172. Fundur í kvöld. Vígsla ernbætt- ismanna o. fl. St. Einingin nr. 14. Fundur í kvöld kl. 8,30. Inn- taka nýliða. — Eftir fund félags vist. Verðlaun. — Æ.t. MARKAÐURINN Laugavegi 89 IBIJÐ TIL LEIGIJ Nýtízku 3ja herbergja íbúð á Seltjarnarnesi til leigu nú þegar. Reglusemi áskilin. Tilboð sendist blaðinu fyrir 31. þ.m. merkt: „Rúmgóð — 3841“. Unglingspiltur eða stúlka óskast til afgreiðslu í KJÖTBÍJÐIIMA Langholtsvegi 17 Atvinna Afgreiðslustúlka óskast strax. Kjötverzlun TÓMASAR JÓNSSOMAR Laugaveg 2 A ðalfundur Slysavarnardeildarinnar Ingólfs í Reykjavík verður haldinn í Grófinni 1, fimmtudag- inn 30. janúar kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. VE.TKAEG AKÐURINN DANSLEIKUR í Vetrargarðinum í kvöld kl. 9. Hljóinsveit Vetrargarðsins leikur. Miðapantanir i síma 16710, eítir kl. 8. V. G. DAMSLEIKUR AÐ ÞÓRSCAFÉ í KVÖLD KL. 9 K.K.-SEXTETTINN LEIKUR Söngvari: Ragnar Bjarnason. Simi 2-33-33 Vinsamlegast látið mig vita, sem fyrst um málverk og aðra listmuni, sem þé^ ætlið að selja á næsta listmunauppboði. Sigurður Benediktsson. Listmunauppboð Sigurdar Benediktssonar, Austurstræti 12, sími: 1-37-15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.