Morgunblaðið - 29.01.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.01.1958, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 29. jan. 195S MORGVN BLAÐIÐ 15 Tonleikar kamniermíísikklúbbsiiis SÍBUSTU tónleikar kammer- músíkklúbbsins, á fyrsta starfs- ári hans, voru haldnir í Mela- skólanum föstudaginn 24. þ. m. Verkefni á tónleikunum voru eft- ir Schubert og Mozart. Strok- kvartett Björns Ólafssonar lék verkefnin ásamt þeim Agli Jóns- syni, klarinettleikara og Jóhann- esi Eggertssyni cellóleikara. Fyrst var hinn mikli strok- kvintett Schuberts, op. 163, leik- inn. Þetta unaðslega verk var flutt hér í fyrsta sinn á þessum tónleikum. Það er erfitt að nefna hliðstætt verk þessum kvintett Schuberts. Fluttu þeir félagar verkið einkar vel og skilmerki- lega, og var mikil nautn að hlusta á það í flutningi þeirra. Clarinett-kvintett Mozarts kom á eftir. Heiðríkj a og blámi him- insins ríkir í þessu verki, eins og flestum verkum þessa meistara. Egill Jónsson leysi sitt vanda- sama hlutverk af hendi með mikl um sóma. En allir léku þeir fé- lagar prýðilega' vel í alla staði, svo að ég efast um að þeim hafi öðru sinni tekist betur. Það var öllum meðlimum kammermúsikklúbbsins óblandin ánægja að tilkynnt var af Ragn ari Jónssyni 1 byrjun tónleik- anna, að starfseminni yrði haldið áfram með svipuðu sniði og áð- ur, og jafnvel nokkrum nýjum] mönnum gefið tækifæri til að ger ast meðlimir. Bragi Brynjólfs- son bóksali afgreiðir meðlima- kort fyrir klúbbinn næstu daga. Tónleikar kammermúsíkklúbbs ins eru hverju sinni viðburður í tónlistarlífi bæjarins og ánægju- legt' að sitja svo mannbætandi félagsskap. Þeir Árni Kristjáns- son píanóleikari og Björn Ól- afsson fiðluleikari sjá um efni það, sem flutt verður og er valið í svo góðum höndum sem verið getur. —P. í. LONDON 25. jan. — Ástandið á Kýpur er uggvænlegt. Brezki landsstjórinn ræddi við leiðtoga verkalýðshreyfingarinnar í dag. Verkamenn eru í tveggja sólar hringa verkfalli og láta ófriðlega. 'f\ ' ' > • Qhróttai Enska knattspyrnan VEÐRIÐ á Bretlandseyjum sl. laugardag var mjög óhagstætt fyrir knattspyrnu. í Skotlandi var frost og snjókoma, enda varð að fresta 13 leikum af 17, sem leika átti í deildunum. Englend- ingarnar sluppu miklu betur, því einungis tveim leikum var frest- að í bikarkeppninni. Newcastle United, en félagið hefur unnið bikarkeppnina þrisv ar sinnum eftir stríð, tapaði illi- lega fyrir Scunthorpe, sem leikur í þriðju deild. Erfitt var að fóta sig á vellinum vegna frosts. Jimmy Scoular, fyrirliði New- castle, sagði í viðtali við frétta- menn: „Við lékum eins vel og andstæðingarnir leyfðu okkur. Þeir voru vel af sigrinum komn- ir, og ég óska þeim góðs gengis í keppninni". Vellirnir «í London voru í mjög slæmu ástandi á laugardag inn. Hafði myndazt svað, vegna þess að vatnið seig ekki niður þar sem jörðin var enn frosin. Stutta spilið varð Tottenham að falli í viðureigninni gegn Sheffield United. Minnti spil þeirra á leik Fram í sumar sem leið. Miðvallarspilið varð alltof þröngt, neikvæðar sendingar fram og aftur, ístaðinn fyrir fá- ar jákvæðar sendingar til fram- herjanna. Það er augljóst, að framherjarnir eiga auðveldara með að komast í gegnum öftustu vörnina, áður en framvörðunum tekst að koma vörninni til hjálp ar. Sheffield Utd. notuðu aftur á móti álika leikaðferð og Albert Guðmundsson lék með Hafnfirð- < ingum í sumar. Langar, nákvæm ar sendingar út á kantana og inn fyrir bakverðina, og síðan skotið viðstöðulaust, þegar knötturinn kemur fyrir markið. Þetta gefst vel, þegar vellirnir eru blautir og sleipir. Miðherjinn Pace, en hann er nýkeyptur frá Aston Villa, skoraði fyrsta markið og „skapaði" annað markið. Chelsea var hætt komið gegn Darlington. Darlington er fjórða neðsta liðið í þriðju deild. _ í hálfleik stóðu 2 mörk gegn engu fyrir gestina. Áhangendum Chel- sea var skotið skelk í bringu, þegar því þriðja var bætt við í byrjun seinni hálfleiks. Breytti Chelsea nú um leikaðferð og tókst að jafna. Leikurinn milli Lundúnaliðanna Fulham og Carl- ton var geysispennandi. Mark- verðirnir báðir vörðu af mikilli dirfsku og voru þeir beztu menn liðanna. Fulham skoraði í fyrri hálfleik, en Charlton tókst að jafna á síðustu minútu. WBA vakti vonbrigði fyrir leikinn gegn Nottingham. 58 þús. áhorfendur sáu þennan spenn- andi leik milli tveggja liða úr 1. deild. Það kom á óvart, að Stoke skyldi vinna leikinn gegn Midd- lesbrough. Clough, hinn ungi og efnilegi miðherji Middlesbrough, skoraði fyrsta markið. Stoke svar aði tveim mörkum í fyrri hálf- leik, en liðið bætti þriðja mark- inu við í seinni hálfleik. Vinstri útherjnn Wilshaw skoraði öll 3 mörkin. Hann var keyptur ný- lega frá Úlfunum fyrir 10 þús. pund. Wilshaw hefir leikið tólf sinnum fyrir England. Manshester United hefði átt að skora strax á fyrstu mínútunum gegn Ipswich. Taylor komst í gegnum vörnina og dró mark- vörðinn út úr marki sínu. Síðan gaf hann knöttinn til vinstri inn- herjans Charlton, en hann skaut yfir fyri ropnu marki. Charlton bætti þó úr þessu með því að skora bæði mörk United. Manchester United getur ekki notað Gregg, markvörðinn fræga, í bikarkeppninni þetta árið. Ástæðan er sú, að hann lék með fyrrverandi félagi sínu Doncaster gegn Chelsea í þriðju umferð. — Lögin mæla svo fyrir, að leik maður megi aðeins leika með einu félagi í bikarkeppninni, hvert tímabil. Úlfarnir hófu þegar sókn í leiknum gegn Portsmouth. Um leið og komið var að vítateig skutu Úlfarnir viðstöðulaust. Á 16. mín. varði Uprichard mark- vöi'ður Portsmouth vítaspyrnu, sem framvörðurinn Clamp tók. í hálfleik stóðu leikar 2:1 fyr- ir Úlfana. Vegna hæfileika Up- richard markvarðar tókst Úlfun um aðeins að skora 3 mörk í seinni hálfleik. Bristol Rovers 2 — Burnley 2 Cardiff 4 — Leyton Orient 1 Chelsea 3 — Ðarlington 3 Everton — Blackburn, frestað. Fulham 1 — Chai'lton 1 Liverpool 3 — Northampton 1 Manch. United 2 — Ipswich 0 Newcastle 1 — Scunthorpe 3 Notts County — Bolton, frestað Sheff. Wed. — Hull City, frestað Stoke City 3 — Middlesbrough Tottenham 0 — Sheffield Utd. West. Brom. 3 — Nottingh. For. 3 West Ham 3 — Stockport 2 Wolves 5 — Portsmouth 1 York City — Bolton frestað. Búið er að draga fyrir fimmtu umferð bikarkeppninnar. Þessi lið leika saman: Manch. United — Sheffield eða Hull City. Wolves — Chelsea eða Darlingt. Bristol Rovers eða Burnley — Bristol City. Bolton eða York City — Stoke City. Scunthorpe — Liverpool. West Ham — Charlton eða Ful- han Cardriff — Everton eða Blackburn Sheffield Utd. — WBA eða Northampton Town. G. K. Til sölu BLOKKÞVIiXiGIJR 25 skrúfur í 5 búkkum. — Upplýsing- ar í síma 18909. Amerískar kennslubækur í teikningu (How to draw) IVSargar gerðir Verð kr. 26.40 HELGAFELL Laugavegi 100 Rafsuðuhjálmar OvítmáBniur Járnsagarlsloð H.sp. sagarbloð fyrirliggjandi — eHflB8ÍHH880HgJ0BM80HI ------ mm TlliTI- .... « .... lilf Grjótagötu 7 — Sími 2-42-50 Þakka hjartanlega öllum þeim, sem glöddu mig á átt- ræðisafmælinu, 24. janúar sl. Sigurður Níelsson. Innilegar þakkir færi ég vinum mínum og frændfólki, sem glöddu mig með gjöfum og heillaóskum, á sjötugs. afmæli mínu þann 12. jan. sl. Sigríður Þórðardóttir, Kirkjuvegi 22, Keflavík. Sonur minn FKIÐJÓN GUÐMUNDSSON bóksali frá Staðarbakka andaðist 16. þ.m. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hins látna. Guðmundur Einarsson, Staðarbakka, Helgafellssveit. Móðir okkar SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR frá Borðeyri andaðist á Bæjarspítalanum 27. þ.m. Dýrfinna Tómasdóttir, Hans J. K. Tómasson, Sigurbjarni Tómasson. Jarðarför SIGURJÓNS GUÐMUNDSSONAR múrarameistara, Hraunteig 26 fer fram frá Fossvogs- kirkju, föstudaginn 31. jan. kl. 1,30 síðdegis. Anna Ólafsdóttir og börn. Innilega þökkum við öllum þeim, nær og fjær, sem á einn eða annan hátt minntust móður okkar KRISTÍNAR KARÓLlNU JÓNSDÓTTUR við andlát hennar og jarðarför. Guðrún Halldórsdóttir, Kristín Halldórsdóttir. Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim, nær og fjær, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðar- för eiginkonu minnar CHRISTINE TOFT Fyrir mína hönd, dætranna og tengdasona. Hartwig Toft. Af alhug viljum við þakka öllum þeim sem sýndu okk- ur framúrskarandi vinarhug og samúð við andlát og jarð- arför sonar okkar SIGURJÓNS FRANKLÍNSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Iíristín Hansdóttir, Franklín Steindórsson, systkini og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.