Morgunblaðið - 02.02.1958, Síða 2
2
— GervitungliB
Frh. af bls. 1.
2800 km og minnsta fjarlægð er
320 kílómetrar. —- „Könnuður"
sést með berum augum og hafa
allmargir sjónarvottar þegar gef-
ið sig fram. Þó segja rússneskir
vísindamenn, að ekki komi til
mála, að hann sjást. —
Mikilvægar upplýsingar
Mjög fjölbreytileg rann-
sóknartæki eru í bandaríska
gervitunglinu, auk tveggja raf
hlaffna, sem eiga aff senda til
jarffar niðurstöður rannsókn-
anna. Er búizt viff, aff önnur
rafhlaffan dugi í tvær vikur,
en hia í tvo mánuffi. Mælitæk-
in í tunglinu eiga t.d. aff sýna
þéttleika lofts, mæia geim-
geisla og hitastig og senda
merki um loftsteina. Vísinda-
menn í Kaliforníu skýrffu frá
því í dag, aff nú þegar hefðu
fengizt mjög mikilvægar upp-
lýsingar um geimgeisla.
214—10 ár
Eins og fyrr segir, fer „Könnuð
ur“ ekki yfir Sovétríkin, enda er
honum fyrst og fremst ætlað að
starfa í þágu vísindanna og þótti
því heppilegast, að leið hans lægi
yfir miðbaug. Getur hann verið
mjög lengi á braut sinni og gizk-
aði bandarískur vísindamaður á
það í dag, að hann mundi vera
á lofti í 2%— 10 ár. — Hljóð-
merki hafa heyrzt viðs vegar frá
„Könnuði", en hinn fyrsti, sem
heyrði í honum, var japanskur
visindamaður. Hann heyrði hljóð-
merkin kl. 9.21—9.28 í morgun.
Síðan hafa hljóðmerkin heyrzt
viðar, t.d. heyrðust þau í Singa-
pore-kl. 12.35 í dag.
★ ★
Það er merkileg saga á bak
við fyrsta bandaríska gervihnött-
inn. Eiginlega getur maður álveg
eins sagt, að hann sé þýzkrar
ættar, þótt hann hafi verið fram-
leiddur í Bandaríkjunum og fyr-
ir bandarískt fé, því að flestir
helztu vísindamennirnir eru af
þýzkum uppruna. En hvað um
það: þeir eru allir orðnir banda-
rískir ríkisborgarar, og auk þess
eiga margir bandarískir vísinda-
menn hér einnig hlut að máli, svo
og nýsjálenzki vísindamaðurinn
dr. William H. Pickering, sem
hefur verið hægri hönd Werners
von Brauns, sem hefur lagt einna
mest af mörkum í gervihnatta-
og flugskeytavísindum Banda-
ríkjamanna. — f>að munaði litlu,
að illa færi fyrir þeim 130 þýzku
vísindamönnum, sem undanfarin
ár hafa unnið með Braun. Þeir
störfuðu allir í flugskeytamiðstöð
Þjóðverja í síðasta stríði. Hun
var í bænum Peenemunde við
Eystrasalt.' Þar unnu fjölmargir
þýzkir vísindamenn að því að
framleiða ný V-skeyti og endur-
nýja þau, sem til voru. Þegar
hermenn Sovétríkjanna og Vest-
urveldanna réðust inn í Þýzka-
land, reyndi hvor aðili um sig
að komast fyrst til Peenemunde.
Rússar urðu á undan. Þegar sýnt
var, að hverju stefndi, áttu vis-
indamennirnir aðeins tvegg’a
kosta völ: þeir gátu verið um
kyrrt og látið Rússa taka sig
höndum eða þá reynt að flýja
til yfirráðasvæða Vesturveld-
anna. Braun og félagar hans tóku
síðari kostinn, en aðrir visinda-
menn féllu í hendur Rússum og
hafa stjórnað flugskeyta- og
gervihnattarannsóknum þeirra æ
síðan.
Werner von Braut og félagar
hans voru ráðnir til Bandaríkj-
anna i eitt ár og settust að í
aðalstöðvum Bandaríkjahers í
Texas. Þar var þeim falið pað
hlutverk að kenna vísindamöun-
um í Bandaríkjunum á svonefnd
V-2 skeyti. Aðbúnaður þeirra í
Texas var ágætur, en þeir voru
undir ströngu eftirliti, máttu t. d.
ekki fara til næstu borgar nema
einu sinni í viku og þá aðeins
til að verzla og fara í kvik-
myndahús. — Vísindamennirnir
ílendust í Bandaríkjunum og
þegar Bandaríkjaher ákvað 1949
að hefja framleiðslu á flugskeyt-
MORCUNBT/AÐIÐ
Sunmidagur 2. febrúar 1958
um, fengu þeir bandarískan ríkis-
borgararétt og hafa dvalizt í land
inu æ síðan og lagt stund á geim-
vísinda. Undanfarin tvö ár hafa
þeir búið í Alabama og einbeitt
sér að Júpíterskeytinu, undan-
farnir mánuðir hafa t. d. aðal-
lega farið í að sanna, að unnt
sé að senda gervitungl upp í há-
loftin með slíku skeyti. Landhei-
inn hefur þó ekki fengið leyfi til
að gera þessa tilraun fyrr en nú
eftir að Vanguardskeyti flotans
hafa reynzt meingölluð. Ei..s
og menn muna sprakk Vanguard-
skeyti með bandarískum gervi-
mána í loft upp hinn 6. des. si.
— Sennilegt má telja, að Banda-
ríkjamenn hefðu getað sent
„Könnuð" út í geiminn fyrir
alllöngu, ef Braun og félagar
hans hefðu fyrr fengið tækifæri
til að gera tilraunir sínar með
Júpíter. Að minnsta kosti sagði
hann hinn 6. júní sl. í blaðavið-
tali eitthvað á þessa leið: „Þaff
er leiðinlegt fyrir hóp vísinda-
manna aff verpa fleiri stáleggj-
um en nokkrir affrir og fá ekki
tækifæri til aff unga þeim út“. —
í morgun sögðu New York-blöð-
in, að Braun og félagar hai.s
hefðu fengið tækifæri til að
, unga eggjum sínum út“ — og
hefðu þeir geft það með miklum
sóma. Þá veltu New York-blöðin
einnig fyrir sér nafninu á „Könn-
uði“ og vildu sum láta hann heita
Júnó, eftir konu Júpiters, sem
var æðstur guða í rómverskri
goðafræði. Sú tillaga festi þó ekki
rætur, en þó segja blöðin, að
„Könnuður" verði sennilega upp-
nefndur „Júnó“.
Annar gervihnöttur
Loks má geta þess, að
Werner von Braun skýrði frá
því í dag, að Bandaríkjamenn
mundu skjóta út öðrum gervi-
hnetti síðast í marz.
Fréttinni vel tekið
Fréttinni um bandaríska gervi-
tunglið var víðast hvar ágætlega
tekið. Vestur-Þjóðverjar hafa
sent Bandaríkjastjórn heilla-
skeyti, blöð og almenningur í
Bretlandi og Frakklandi fagna
fréttinni og í morgun gáfu þrjú
stærstu blöð Ítalíu út aukablöð
til að geta skýrt lesendum sinum
frá hinni miklu frétt. Finnsk
blöð segja, að bandariska gervi-
tunglið muni styrkja pólitíska trú
manna á Vesturveldin og stefnu
þeirra. Þetta sé mikill sigur fyrir
bandarísk vísindi. í Lundúnum
segja stjórnmálamenn, að „Könn
uður“ muni hafa áhrif á afvopn-
unarmálin, enda hafi hann komið
á meira jafnvægi í alþjóðamálum
en verið hafi.
6 línur hjá Tass — Rússneskir
vísindamenn ánægffir
Frá Moskvu er símað, að í
morgun hafi útvarpið þar
ekki sagt frá fréttinni á rúss-
nesku, en aðeins í fréttasend-
ingum til útlanda. Þegar á dag-
inn leið síaðist fréttin út til al-
mennings í Moskvu, en hann
virtist ekki hafa ýkjamikinn
áhuga á henni. Þó ræddu menn
um „bandaríska Sputnik“ á göt-
um úti. Þótti Rússum þetta held
ur góð fregn og sögðu:
„Khorosho" — ágætt! Og maður
nokkur vatt sér að vestrænum
fréttamanni og spurði: „Hvenær
ætla Bretar að skjóta upp sínum
Sputnik?" — Rússneskir vísinda-
menn sýndu málinu meiri áhuga
en almenningur. Forseti rúss-
nesku vísindaakademíunnar,
A. N. Nesmyanov, sagði, að rúss-
neskir vísindamenn væru „vissu-
lega mjög glaðir yfir því að
heyra um hina ágætu frammi-
stöðu bandarískra starfsfélaga
sinna". Talsmaður rússneskra
visindamanna, sem þátt taka í
Alþjóða eðlisfræðiárinu. sagði:
„Þetta eru góðar fréttir. Ég
sendi bandarískum vísindamönn-
um heillaóskir vegna þessa vís-
indaafreks þeirra". — Rússneskir
stjórnmálamenn hafa ekkert sagt
um „Könnuð“, en þess má geta,
að Tassfréttastofan skýrði frá
honum í morgun — í sex línum.
Slæmar heimtur
REYKJUM, Mosfellssveit, 1. febr.
Ekki eru bændur hér í sveitinni
og nærsveitum enn búnir að ná
öllu sinu fé heim og eru meiri
brögð að þessu nú en áður. Sumt
af því fé, sem smalað var í fyrstu
leit, hefir horfið og ekki fundizt
aftur. Eru bændur yfirleitt þeirr-
ar skoðunar, að þetta fé hafi
fennt í snjóakaflanum, sem gerði
undir lok októbermánaðar. Talið
er að fé hafi drukknað í svo
nefndu Borgarvatni, en um tölu
þess er ekki vitað.
Alger jarðbönn hafa verið hér
í janúarmánuði fram undir mán-
aðamótin, er brá til hláku. Bólgn
uðu þá ár og lækir, svo þeir
flæddu yfir bakka sína, og sums
staðar flæddi vatn inn í gripahús
og gróðurhús. —J.
Þessa dagana stendur yfir í Sýningarsalnum viff Hverfisgötu
leiktjaldasýning þeirra Sigfúsar Halldórssonar og Magnúsar
Pálssonar. Sýna þeir þar myndir af leiktjöldum og búningum,
svo og líkön af nokkrum leiksviffum. Loks sýnir Magnús tvo
búninga úr leiknum „Ætlar konan aff deyja“, sem Þjóffleik-
húsið sýndi á sínum tíma. Hér aff ofan sést Magnús klæffa
myndarlega gínu í föt rómverska hermannsins, sem i leik-
ritinu átti aff standa á verffi og gæta líka nokkurra hengdra
manna. Sú varðstaffa stóff reyndar ekki lengi, því aff syrgjandi
ekkja kom upp úr grafhvelfingu rétt hjá og glapti varffmann-
inn — en af því er önnur saga. Sýning þeirra Sigfúsar og
Magnúsar er opin kl. 10 f. h. — 10 e. h. alla daga, nema
sunnudaga, frá kl. 2—10 e. h. — (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Hörmulegt slys í Vestmunnaeyjum
Bam, sem hvarf á föstudagskvöld,
fannst drukknað í höfninni
Þriðja slysið við Vesfmannaeyjahöfn
VESTMANNAEYJUM 1. febr. —
Um 400 Vestmannaeyingar tóku
þátt í dauðaleit að þriggja ára
stúlkubarni í gærkvöldi og fram
á nótt. Var það dóttir danskra
hjóna, sem nýflutt eru hingað,
Anna Greta Klaris. —- Leit-
inni var hætt um klukkan 2 að-
faranótt laugardagsins, er lík
barnsins fannst hér í höfninni.
Þetta hörmuega slys, er þriðja
sviplega slysið, sem orðið hefur
hér við höfnina frá því um ára-
mótin.
Það var um kl. 9 á föstudags-
kvöldið, sem lögreglan hér í Vest
mannaeyjum fékk tilkynningu
um hvarf. barnsins. Foreldrar
litlu telpunnar höfðu þá leitað
árangurslaust nokkurn tíma og
munu fleiri hafa tekið þátt í
þeirri leit. -
Fregn þessi barst óðfluga um
allan bæinn og lögreglan bað
Vestmannaeyinga um að koma
til hjálpar og taka þátt í dauða-
leit að barninu. Á skömmum tíma
höfðu um 400 bæjarbúar gefið sig
íram og var leitin brátt hafin í
bænum og fyrir utan hann.
Það var leitað í sæmilegu veðri,
stilltu, en gekk á með éljum, allt
fram til kl. 2 um nóttina, en þá
fannst lík telpunnar á floti í
skipakvínni við Nausthamars-
bryggju.
Um aðdraganda þessa hörmu-
lega slyss, er ekki vitað. Það er
síðast vitað um ferðir Önnu
Grétu, að hún var í hópi annarra
barna á Bárugötunni, sem er
skammt heiman frá henni, um
kl. 6,30 um kvöldið, en af Báru-
götunni er stutt niður að skipa-
kvínni.
Foreldrar telpunnar, Henry J.
Klaris, og kona hans frú Roma,
fluttust til Vestmannaeyja í sept-
embermánuði sl. frá Danmörku
og búa þau í Víðidal við Vest-
mannabraut. Starfar Henry í
kemiskri fatahreinsunarstofu
hér.
Telpan litla var einkabarn
þeirra hjóna. —Bj. Guðm.
Áfengi finnst
í kálgörðum
VESTMANNAEYJUM, 1. febrúar
— I morgun fundust nokkrar
áfengisbirgðir geymdar í tunnum
í matjurtagörðum, sem hér eru
fyrir vestan bæinn.
Það kom brátt í ljós, er lög-
reglan hafði fengið málið í sínar
hendur, að hér var um að ræða
áfengi það, sem stolið var á dög-
unum úr afgreiðslu Flugfélags
íslands. Hér var um að ræða vín.
sendingar til manna hér í bæn-
um frá ÁVR, því áfengisútsala er
hér engin.
Þarna fannst því sem næst
helmingur þess áfengismagns,
sem stolið var, en það voru milli
40 og 50 flöskur.
Málið hefir verið í rannsókn
síðan þjófnaðurinn var framinn
og hafa nokkrir menn verið kal!
aðir fyrir rétt. Þessi áfengisfund-
ur í kálgörðunum þykir benda
til þess, að þjófarnir munu ekki
hafa haft yfir að ráða húsnæði
til geymslu á því. —Bj.Guðm.
Skákþing
SKÁKÞING Reykjavíkur 1958
hefst í dag kl. 2 í Þórskaffi. Tafl-
félag Reykjavíkur sér um mótið.
Keppendur verða milli 80 og 90.
Teflt verður eftir Monrad-kerfi.
Meistaraflokkur og 1. flokkur
tefla í einni heild og einnig A
flokkur teflir í einni heild.
í unglingaflokki verður teflt
í tveim riðlum. Meðal þátttak-
enda í meistaraflokki verða Ingi
R. Jóhannsson, Eggert Gilfer,
Guðmundur Ágústsson, Benóný
Benediktsson og Jón Þorsteins-
son.
Tefldar verða 11 umferðir og
hverri skák' verður lokið á sama
kvöldi.
Gunnar R. Hansen
er leikstjóri
í leikdómi um hið nýja leikrit
Leikfélags Reykjavíkur, „Gler-
dýrin“, sem birtist í blaðinu í
gær, urðu þau slæmu mistök að
leikstjóri var ranglega tilnefnd-
ur. Leikstjóri er Gunnar R. Han-
sen, en ekki Jón Sigurbjörnsson,
eins og stóð í fyrirsögn. Eru allir
beðnir velvirðingar á þessum mis
tökum .
Dulles, utanríkisráhðerra
Bandaríkjanna, skýrði frá því, að
Bandaríkjastjórn hefði ákveðið
að veita Múhameðstrúarlöndun-
um í Bagdadbandalaginu 10
millj. dollara efnahagsaðstoð nú
þegar. — Sömu ríki fengu 12
millj. dollara frá Bandaríkjun-
um á síðasta ári.
Fwðusögur um ómunnúðlegn
meðierð hestu ú íslundi
STJÓRN Dýraverndunarfélags
tslands hafa borizt þær fréttir
frá dýraverndunarfélögum í Sví-
þjóð og Þýzkalandi, að í blöðum
þessara landa hafi komið þær
fréttir, að hér úti á íslandi líði
hestar svo mjög fóðurskort, að
þeim verði að slátra unnvörp-
um. Ein fréttin telur sláturhross-
in 50.000 <— hrossaeign lands-
manna 1956, var rúm 31.000
hross).
Lýsingar á hinu slæma ástandi
hafa verið svo hrollvekjandi, að
hin ágætu dýrverndarfélög þess-
ara landa, hafa boðið hjálp sína,
eða spurzt fyrir um það, hvort
við héldum að þau gætu eitt-
hvað hjálpað. í öðru lagi hafa
borizt harðorðar orðsendingar t.
d. frá Sviss, um þessar meintu
ómannúðlegu mðeferð hrossa hér
úti á íslandi.
í sambandi við blaðaskrif í
Þýzkalandi um innflutning ís-
lenzkra hrossa þangað, hefur
komið fram sú skoðun að útflutn
ingur hrossanna frá íslandi væri
dýraverndun, líklega vegna þess,
hve hross ættu hér illa ævi og
þeirra biði ekkert annað en að
verka rekin til slátnmar. Einnig
kemur það fram í auglýsingum
um hina íslenzku hesta, að meðal
annars sé ágæti þeirra fólgið
í því, hversu þurftarlitlir þeir
séu, því að þeir séu ekki góðu
vanir og þurfi ekki einu sinni þak
yfir þá, því að þeir séu vanir að
ganga úti allt árið.
Hvernig svo sem á þessum
leiðu fréttum í blöðum megin-
landsins stendur, þá eru þaer
okkur fslendingum til vansa, og
þá sérstaklega islenzkum bænd-
um.
Félagið hefir sagt þeim erlendu
dýraverndunarfélögum, sem til
þess hafa skrifað það, sem það
veit sannast um þetta mál og eins
mun verða skrifað til þeirra al-
þjóða dýraverndunarsambanda,
sem félagið er meðlimur í.
(Frá Dýraverndunarfélagi
íslands).