Morgunblaðið - 02.02.1958, Page 11
Sunnudagur 2. febrúar 1958
MORGVNTIT AÐIÐ
11
LeikfrétfBr trá Lundúnum
þess að hún sé honum allt. Hann
tekur á öllum kröftum, beygir
skörunginn, en það verður honum
um megn, — hjartabilun. Tjaldið
Ég var ekki ein um að veeta
vasaklútinn minn í Haymarket-
leikhúsinu vegna leiks þeirra
Ralph’s Richardsonar og Celiu
Johnson, sem Mr. og Mrs. Cherry.
Ralph Richardson er mjög góður
leikari og hefur að baki sér
glæsilegan leikferil. Einna bezt
þekktur varð hann fyrir Pétur
Gaut, sem hann lék 1944, og mörg
Shakespeare’s og Chehov’s hlut-
verk, sem gáfu honum skjóta
frægð, bæði fyrr og síðar. Leikur
hans í „Flowering Cherry“ er
ólýsanlegur, hárfínn og missir
hvergi marks. Sama má segja um
Celiu Johnson, sem leikur konu
hans frábærlega vel, enda virðast
þolinmóð og ástrík eiginkonu
hlutverk eiga sérstaklega vel við
hana. Önnur hlutverk eru leikin
af: Andrew Ray, Frederick Piper,
Dudy Nimmo, Brewster Mason
og Susan Burnet. Öll vel með
farin. Leiknum er örugglega
stjórnað af Frith Banbury.
London 23. janúar 1958.
Krf.
Gula frumvarpiB og með-
ferðin á Hannesi Páissyni
UNDIR Charing Cross járnbraut-
arstöðinni er einkennilegt gamal-
dags leikhús, sem heitir Players
Theatre. Það er einkennilegt fyrir
það, að það er eina leikhúsið í
London, sem heldur uppi sömu
siðum og á Viktoriu tímabilinu;
þ. e. a. s. þegar Viktoria Englands
drottning var við völd 1837—1901.
Efst uppi í áhorfendasalnum er
bar, þar sem meðlimir leikhússins
og gestir þeirra geta keypt sér
bjór eða aðra drykki, og tekið
glösin eða bjórkollurnar með sér
í sætin! Lítil kringlótt borð eru
meðfram sætunum til þæginda
fyrir þá sem vilja losna við glösin.
Saetin eru gamlir garðstólar með
striga, sérstaklega þægileg og
andrúmsloftið er notalegt. Satnt
myndi ég ekki ráðleggja fólki sem
fer í þetta leikhús að klæðast
samkvæmisklæðnaði!
Fyrst kemur fram á sviðið
„The Chairman", klæddur i lafa-
frakka, þröngar buxur, harðan
flibba með barta, sem siður var
á þessu tímabili. Hans hlutverk
er að kynna skemmtiatriðin fyrir
áhorfendum og vera „lífið og sál-
in“ í leiknum. nokkurs konar
tengiliður milli áhorfenda og leik
enda.
I prógramminu, sem við höf-
um keypt er bleik blaðsíða, sem
á eru prentaðir söngvar kvölds-
ins! The Chairman uppi á sviðinu
byrjar með þrumandi röddu, og
jafnskjótt taka áhorfendur undir.
Söngvarnir eru t. d. eitthvað
á þessa leið:
Every night when the Clock
Strikes One,
We all come to life, with
a Rum-tum-tum;
Murderers, Clergymen, Thieves
and Lords,
All so jolly, at Madame
Tussaud’s!
Svo er drukkin skál drottningar-
innar, ekki Elisabetar heldur Vikt
oriu! Eftir nokkra gamansöngva,
kemur aðalleikur kvöldsins, sem
er „pantomime“, í þetta skipti.
„Pantomime" er sérstæður leikur,
sem ég hef ætlað mér að minnast
á fyrr. Upprunalega þýðir það
látbragðsleikur, sem Rómverjar
tíðkuðu mikið. Nú á timum eru
það meira ævintýraleikir, oftast
bundnir við jólin. Ævintýraprins
inn, sem vill eignast konungs-
dótturina er alltaf leikinn af fall
egri stúlku, með fallega leggi,
því að hún klæðist alltaf svörtum
netsokkum, lágun stígvélum,
skrautlegum jakka og pínulitlum
buxum. Ef ævintýraleikurinn
er t. d. „Gæsamamma”, með að-
alkvenhlutverk, þá er það leikið
af karlmanni. Eftir „pantomime”-
kemur eftirleikur sem er kallað-
ur „harlequinade", sem er lát-
bragðsleikur eða nokkurs konar
bendingaleikur með dansi. Aðal-
persónan er „harlequin" trúður,
sem er alltaf klæddur í tíglóttan
búning, honum fylgir „a clown"
hirðfífl. „Columbine" er ástmær
trúðsins, sem lendir í ógöngum
en þeir í sameiningu bjarga
henni, loka óvinina inni í járn-
búri, og allt endar vel. Því miður
er „pantomime“ orðið töluvert
breytt nú á tímum a. m. k. í
Englandi. Þótt að það hafi upp-
haflega verið ætlað fyrir börn,
þá má segja að mörg leikritin,
sérstaklega úti á landsbyggðinni,
séu með öllu óhæf fyrir börn,
tvíræð fyndni og miður skikkan-
legir söngvar. Það er grátlegt að
hugsa til þess, þegar maður sér
síika sýningu og Players' Theatre
gefur kost á um þessar mundir.
Skammt fyrir neðan Piccadilly
Srcus er Haymarket Theatre,
m er eitt elzta leikhúsið í
London. Það var byggt árið 1720
en endurbyggt 100 árum síðar og
stendur enn þann dag í dag á
stoltum stoðum, mjög lítið breytt.
Þar er verið að sýna leikritið;
„Laufskrúðuga Cherry", eða eins
og það h«itir á frummálinu;
„Flowering Cherry", fyrsta ieik-
rit Robert’s Bolts, sem er enskur
kennari, og ef að dæma má eftir
þessu leikriti er honum auðsótt
leiðin til frama. Leikritið fjallar
um heimilisvandamál, veikgeðja
einskisnýtan eiginmann og frá-
bærlega þolinmóða og ástríka
konu. Þau eiga tvö börn, sem eru
á gelgjuskeiðinu, dálítið örlynd
og orðhvöss. Mr. Cherry vinnur
við vátryggingarfélag. Honum
leiðist það og lifir í draumi um
að geta eignazt bóndabæ uppi í
sveit, þar sem trén bogna undan
ávöxtunum! Hann talar í tíma og
ótíma um að verða bóndi og
verða eins sterkur og einn vinnu-
manna föður hans, sem gat lyft
heilum hesti. Hann æfir sig á því
að beygja skörunginn, til þess að
reyna að fá konu sína, son sinn
og seinna meir vinstúlku hans,
til þess að líta upp til sín fyrir
krafta og karlmannleika. Vin-
stúlkan verður „skotin" í honum,
því að henni finnst fullorðnir
menn svo miklu meira „spenn-
andi“ en skólabræðurnir. Hún
dáist að honum og hann beygir
skörunginn fyrir hana, en oftek-
ur sig, því að hann hefur veikt
hjarta. Kona hans, sem aldrei
þreytist á að bera í bætifláka fyr-
ir hann, biður hann um að of-
reyna sig ekki framar. í ofanálag
skrökvar hann og drekkur. Hon-
um er sagt upp vinnunni en hann
þorir ekki að segja konu sinni
frá því og fer að heiman á hverj-
um morgni til þess að liggja á
bjórstofunum. Einn daginn kem-
ur hann snemma heim og hnuplar
2 pundseðlum úr veski konu sinn
ar. Þegar hún saknar þeirra, kem
ur hann stuldinum á son sinn.
Eftir nokkurn tíma kemst konan
hans að því að hann hefur verið
atvinnulaus næstum því í mánuð.
Hún verður örvita og vonlaus í
baráttunni við hans eilífu lygi.
Hann fellur saman og tekst að
kreista fram alvörutár. Hún
fyrirgefur honum, einu sinni enn.
Það er aðeins ein von til, að láta
draum hans um bóndabýlið, trén
og ávextina verða að raunveru-
leika. Með því að selja allt sem
þau eiga, geta þau keypt litið
býli, og hún kemur sigri hrós-
andi heim, með fréttina. Hann
verður dolfallinn og fer undan
í flæmingi. Á sömu stundu rekst
kunningi hans inn, sem hefur
komið til þess að bjóða honum
atvinnu við annað fyrirtæki.
Hann tekur því, og það rennur
upp fyrir konunni hans að hann
langar ekki til þess að fara, að
Celia Johnson (Isebel Cherry)
og Ralph Richardson (Jim
Cherry).
hann hefur aldrei langað til
þess að eignast býli, að jafnvel
draumurinn hans er lygi. ,,Örvita
og grátandi tekur hún saman
pjönkur sínar og hleypur út úr
húsinu. Hann stendur eftir ráð-
þrota og hrópar að hann skuii
beygja skörunginn fyrir hana
eina, sem nokkurs konar tákn
ÞAÐ hefur á öllum tímum vei'ð
talin heldur ómannleg aðferð
þegar verkamönnum er vanþakk-
að það, sem þeir vinna eftir fyrir-
skipun húsbændanna, og þeir
sviknir um þá eðlilegu greiðslu.
Þetta gildir ekki einasta um
erfiðisvinnu á sjó og landi held-
ur einnig um aðra starfsemi í fé-
lagslífi og stjórnmálum. Ég nef
hugsað til þessa í undangenginni
kosningahríð, þegar ég hef séð
hvernig Tímaliðið hefur hagað
sér gegn einum sínum trúasta
starfsmanni, Hannesi Pálssym
frá Undirfelli.
Þar eru þakkirnar í samræmi
við innræti húsbændanna og
þann félagsanda, sem lengi hefur
ríkt á því heimili.
Hannes Pálsson hefur alla ævi
varið kröftum sínum og tíma í
þjónustu Framsóknar. Hann hef-
ur þar ekkert til sparað innan
síns heimahéraðs og utan þess
Hefur mér og mörgum öðrun
fundizt sú starfsemi byggð á mik
illi oftrú á þeim málstað, sem
við álítum slæman, og mætti
margt til færa í því sambandi.
Ýmsa umbun í störfum og
greiðslu hefur líka Hannes feng-
ið. En þegar mest á reið, nú fyrir
skemmstu, þá fékk hann þæ*
kveðjur frá sínum ímynduðu vin-
um, að lengi mun í minnum haft.
Hannes hafði um nokkurra ára
skeið starfað sem fulltrúi Fram-
sóknarflokksins við úthlutu.i
íbúðalána í kaupstöðum og kaup-
túnum. En þegar V-stjórnin kom
til valda, var hann í fyrstu gerð-
ur að formanni húsnæðismála-
stjómar. Þeirri stjórn var síðan
falið að semja lagafrumvarp um
húsasölu, húsaleigu o. fl., allt í
samræmi við þær skoðanir sem
Framsóknarmenn og kommúnist-
ar höfðu lengi haldið fram. Við
þetta verk var Hannes Pálsson
umboðsmaður FramsóknarflokKs
ms og vann að eðlilegum hætti
í samráði við sina umbjóðendur.
Hann og Sigurður Sigmundsson
sömdu svo eftir fyrirskipan það
frumvarp, sem nú hefur hlotið
nafnið „Gula frumvarpið“.
Það er í einu og öllu byggt á
þeim hugsimarhætti Eystems
fjármálaráðherra, sem Jónas
Jónsson frá Hriflu lýsti forðum
á þann veg, að hver sá peningur
sem einstaklingar eignuðust væri
að áliti Eysteins undandreginn
skattpeningur, sem nauðsynlegt
væri að ná aftur í ríkissjóð, eða
sveitarsjóð.
í þessu efni var Hannes Páls-
son í sömu aðstöðu, sem verka-
maðurinn gagnvart húsbóndan-
um. Og húsbóndinn var sá floKk-
ur sem Hannes hefur þjónað alla
ævi. En þegar það kom í Ijós, að
afkvæmi flokksins: gula frum-
varpið, væri harla óvinsælt
meðal almennings, var blaðinu
snúið við heldur óþyrmilega. Þá
átti öll sökin að vera hjá fóstur-
föður barnsins, Hannesi Pálssyni.
A hann var allri ábyrgð, þeirri
sem flokkurinn bar, nú slengt.
Meira að segja var hinum trúa
þjóni útskúfað. Hann var talinn
óbreyttur borgari, sem flokknum
kæmi ekkert við. Það var kallað
haugalygi úr Sjálfstæðismönnum
að gula frumvarpið væri flokks-
ins mál. Jafnvel sagt að það væri
ekki til.
Þessi aðferð öll samsvarar þvi
athæfi fyrri tíma, að bera út sín
eigin börn. Og helzt að útskúfa
,í yztu myrkur hverjum þeim er
hinum deyjandi börnum vildi
bjarga. Þeir sem þekkja innræti
þeirra sem ábyrgðina bera gera
sér þó í hugarlund að þetía
breytist þegar kosningum er lok-
ið. Hitt er þó alla daga víst, að
Hannes Pálsson hefur nú betur
en áður séð hvernið það er að
eiga ódrengilega húsbændur og
starfa fyrir ranglátan og stefnu-
lausan flokk.
Viðbrögð kommúnistanna gagn
vart sínum umboðsmanni, Sig-
urði Sigmundssyni, voru þó ólíkt
mannlegri. Þéim datt ekki í hug
að bera út barnið. Það mun lika
.vera ætlun þeirra, að ala það
upp £ félagi við Framsókn gömlu
þegar dutlungar hennar og yfir-
lýst óvild í garð Hannesar er
rokin út í veður og vind.
Þessi saga skal nú ekki lengur
rakin hér. En hún er öll þannig,
að mér þykir ástæða til að halda
henni á loft. Einnig vil ég vara
við þeirri villu, að færa allar
sakir á einn mann fyrir verk,
sem hann hefur unnið í umboði
síns flokks.
ca. 200 ferm. óskast. — Tilboð merkt:
„Léttur iðnaður — 3870 sendist Mbl.
fyrir þriðjudagskvöld.
Jón Pálmason
ÆT
Utsalan
á fatnaði hefst á mánudag
Selt vetrður lítið gallað og eldri
gerðir af herranærfatnaði
Karlmannasokkar
Unglingaóipur, vatteraðar kr. 260.00
Dömuálpnr — 250.00
Regnkápur kvenna — 395.00
Sjóstakkar karim., gallaðir — 100.00
Verzlunin
GARÐASTRÆTI 6
Úr „Ilarlequinadc": Trúðurinn og ástmey hans.