Morgunblaðið - 14.02.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.02.1958, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐ1Ð Föstud. 14. febrúar 1958 Otg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson. Aðaintstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjalci kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. SVIKRÆÐI KOMMUNISTA VIÐ FRAMLEIÐSLUNA Gina Lollobrigida er að skrifa endur- minningar í skáldsöguformi — Cary Grant kjorinn bezf klœddi kvik- myndaleikarinn ★ r IBYRJUN ársins 1955 voru merkileg timamót í íslenzkum efnahagsmálum. Þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks- ins, undir forystu Ólafs Thors, hafði tekizt að skapa og halda jafnvægi í efnahagsmálum þjóð- arinnar undanfarin ár. Framleiðslutækin voru rekin af fullum krafti, sparifjármynd- un í landinu jókst verulega og haldið var uppi miklum og hag- nýtum framkvæmdum. Var þar fyrst og fremst um að ræða hin- ar miklu rafvæðingarfram- kværpdir og stórfelldar umbæt- ur í husnæðismálum almennings. En um haustið 1954 hafði kommúnistum tekizt að ná undir sig völdum í Alþýðusambandi ís- lands með hjálp fáeinna flugu- manna, sem sviku Alþýðuflokk- in og gengu í iið með hinum fjar- stýrða flokki. — Kommúnistar ákváðu að neyta þessarar aðstöðu til hins ýtrasta. Þeir undirbjuggu stórfelld verkföll og sókn á hend- ur útflutningsframleiðslunni. Aðvaranitr Sjálfstæðis- manna Engir vöruðu þjóðina eins greinilega við skemmdaráform- um kommúnista og Sjálfstæðis- menn. Ólafur Thors dró í ára- mótaræðu sinni upp skýra mynd af því, sem gerast mundi ef þjóðin tæki undir kröfur komm- únista í sókn þeirra á hendur út- flutningsframleiðslunni. Af því hlyti að leiða stóraukna dýrtið og hallarekstur, sem síðan yrði velt yfir á almenning. Kommúnistar töldu þetta blekkingar einar og sýna „verka- lýðsfjandskap" Sjálfstæðis- manna. Þeir héldu fast við skemmdaráform sin gagnvart framleiðslunni. Stórfelldum verk föllum var skellt á um leið og, stjórn Alþýðusambandsins krafð- ist þess að vinstri stjórn yrði mynduð í landinu. Þannig misnotuðu kommún- istar hin nýfengnu völd sín í Alþýðusambandinu svívirði- legar en nokkru sinni fyrr. Þeir lýstu því hreinlega yfir að hin miklu verkföll hefðu beinlínis þann tilgang að velta iöglegri og þingræðislegri stjórn landsins frá vöidum, skapa upplausn í efnahagslíf- inu og ryðja sjálfum sér til valda. V erðbólguskriðu hrundið af stað Kommúnistum tókst að koma þessu áframi sínu í framkvæmd. Afleiðingar hinna miklu verk- falla urðu þær, að allt kaupgjaid í landinu hækkaði á árinu 1955 um rúm 20%. Nýrri verðbólgu- skriðu var hrundið af stað. Til- kostnaður útflutningsframleiðsl- unnar jókst að miklum mun. I ársbyrjun 1956 varð að leggja á þjóðina nýjar álögur, er námu um 150 millj kr. til þess að greiða niður hallann hjá fram- leiðslutækjum sjávarútvegsins. Þegar hér var komið hafði kommúnistum tekizt að ná því takmagki að eyðileggja jafnvægis stefnu ríkisstjórnarinnar. Nú var aðeins eftir að komast í ríkis- stjórn. En einnig það tókst. Fram- sóknarflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn hikuðu ekki við að svíkja hátíðlegar yfirlýsingar sínar gefnar fyrir Alþingiskosn- ingarnar 1956 um að aldrei skyldi unnið með kommúnistum. Þessir flokkar tóku nú kommún- ista í ríkisstjórn, fengu þeim m. a. stjórn sjávarútvegsmála, við- skiptamála og félagsmála. Þessi framkoma tveggja lýð ræðisflokka fela í sér hroða- legustu og örlagaríkustu svik við kjósendur, sem um getur í sögu íslenzkra stjórnmáia. Vandinn á nýjum herðum Stjórn atvinnumálanna var nú komin í hendur kommúnista, sem höfðu ruðzt inn í stjórn landsins með því að eyðileggja jafnvægisstefnuna og hella nýju verðbólguflóði yfir þjóðina. En vandinn við að hindra hrun og áframhaldandi hallarekstur útflutningsframleiðslunnar lá nu einnig á þeirra herðum. Þeir höfðu ásamt Framsókn og Al- þýðuflokknum lýst því yfir fyrir- fram, að þeir 'nefðu gnægð „nýrra leiða“ og „varanlegra úr- ræða“ til lausnar öllum vanda. Vinstri stjórnin hefur setið í rúmlega eitt og hálft ár. Enginn maður hefur séð þessi „varanlegu úrræði“ hennar eða „nýju leið ir“. Þvert á móti lét hún það verða sitt fyrsta verk að leggja 300 millj. kr. nýja skatta og tolla á þjóðina eftir að hafa setið að völdum í tæplega hálft ár. Og dýrtíðin hefur haldið áfram að vaxa og aðstaða framleiðslunnar að versna. Enn þann dag í dag hefur ríkisstjórnin ekki getað skýrt þjóðinni frá niðurstöðunni af rannsókn sinni á ástandi efna- hagsmálanna. Spár Sjálfstæðismanna rætast Aliar spár Sjálfstæðismanna um afleiðingarnar af skemmdar- starfsemi kommúnista gagnvart framleiðslunni og atvinnuvegum þjóðarinnar hafa rætzt. Komm- únistar hafa sjálfir orðið að koma til launþeganna og þjóðarinnar í heild og segja henni, að nú verði að taka af henni kauphækk anirnar frá 1955. Þeir hafa neyðzt til þess að lýsa því yfir að allar aðvaranir Sjálfstæðismanna gegn of miklum kröfum á hendur sjav- arútveginum hafi verið réttmæt- ar og byggðar á sannleika og ábyrgðartilfinningu. Þeir hafa orðið að viðurkenna sínar eigin lygar og blekkingar í hinum póli- tísku verkföllum veturinn 1955. Þetta veit íslenzkur almenn- ingur og skilur í dag. Þess vegna biffu kommúnistar og samstarfsmenn þeirra stór- feildan ósigur í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum um daginn. Þess vegna situr vinstri stjórn nú viff einstæff- ar óvinsældir og vantraust is- lenzku þjóðarinnar. NÝLEGA hefir Gina Lollobrigida skýrt frá því, að hún vinni að því að skrifa fyrstu bók sína. Eiga þetta að vera endurminningar í skáldsöguformi. ítalski rithöf- undurinn Alberto Moravia varð að orði, er hann frétti þetta: Beztu línurnar í vaxtarlaginu. „Það er ekki ástæða til að taka þetta nærri sér. Eftir að fyrsta bók hennar er komin út, finnum við vafaluast eftir sem áður beztu línurnar í vaxtarlagi hennar“. ★ Notar frakka frá árinu 1935 Eftirfarandi frásögn sýnir, að þeir, sem spara við sig föt, þurfa ekki að örvænta. Þrjú hundruð kvikmyndaleikarar í Los Angeies hafa nýlega kjörið Cary Grant bezt klædda kvikmyndaleikar- ann. Jafnframt var skýrt frá því, að Cary Grant notar enn frakka, sem hann keypti sér árið 1935. Reyndar er loftslagið í Kaliforníu hlýtt, en fyrr má nú vera! Cary Grant er brezkur að upp- runa, eins og kunnugt er — og það kvað renna skozkt blóð í æð- um hans. Fræðslufundir um búnaðarmál f FYRRAVETUR hlutaðist Bún- aðarfélags fslands til um það, í samráði við formenn búnaðarfé- laga í Kjalarnesþingi, að haldnir voru fræðslufundir um málefni landbúnaðarins seinni hluta vetr- ar. Af ýmsum ástæðum, m. a. vegna örðugra samgönguskilyrða, hefur þessari starfsemi ekkj ver- ið haldið áfram í vetur, en nú er fyrirhugað að taka þráðinn upp aftur og verður fyrsti íundur þessa vetrar haldinn að Hlégarði í Mosfellssveit næstkomandi fimmtudagskvöld. Umræðuefni þar verður Jarffræktarmál, en Kristófer Grírnsson, ráðunautur verður málshefjandi. Kvikmynd verður sýnd í fundarbyrjun. Fynrverandi eiginkonur kvennagullsins ræðast við Fyrir skömmu átti sér stað mjög athyglisverð ráðstefna í einum af hinum mörgu, fögru svissnesku bæjum, sem auðugt fólk víðs vegar að úr heiminum heimsækir á veturna til að stunda vetraríþróttir og hvíla sig. Þessa litlu ráðstefnu sátu konur þær, sem undanfarna áratugi hafa skilið við kvennagullið Rex Han-i son. Voru það þær Colette Thom- as, Hilli Palmer og Kay Kendall. Því miður var ráðstefnan haldin fyrir luktum dyrum, svo að að- eins er hægt að gizka á, hvað var þar til umræðu. Þess má geta, að Rex Harri- son, sem hlotið hefur viðurnefnið Sexy Rexy, dvelzt einnig um þessar mundir í Sviss sér til hvíldar og hressingar. Hann lék nýiega í óperettunni My Fair Georges Simenon, einn fræg- asti leynilögreglusagnahöfundur vorra tíma, kom fyrir nokkru fram í sjónvarpi í Frakklandi og hitti þar manninn, sem hann hafði í huga, er hann skapaði frægustu söguhetju sagna sinna. Söguhetjan, Maigret lögreglufuli- trúi, mun vera mörgum kunnug, og fyrirmyndin Massu er fulltrúi í lögregluréttinum í París. Mai- gret, sem er ætíð rólegur og heimspekilegur og reykir pípu. hefur komið upp um ótal glæpa- menn í fjölmörgum leynilögreglu- sögum Simenons. Sáust fyrir 27 árum Höfundurinn og fyrirmyndin hittust í grennd við stöðvar lög- regluréttarins í París (La Police Judiciare). Þeir hafa sennilega fundið til nokkurrar tortryggni, en spölluðu um reynslu sína yfir glasi af víni. Þeir höfðu sézt síð- ast fyrir 27 árum. Simenon hefir reynzt fyrirmynd sinni trúr.Skilj anlegt er, hvers vegna hann Lady, sem gerð var eftir leikriti Shaws, Pygmalion. Þótti óperett- an takast mjög vel. Rex Harrison er enskur að ætt og uppruna. ★ Mikið haft við skattreikning Póstþjónusta Nýja-Sjálands lagði mikið á sig til að tryggja, að George Lowe, sem er í för með dr. Vivian Fuchs á Suðurskauts- landinu, fengi í hendur bréf, sem var kyrfilega merkt: „On Her Majesty’s Service“. Bréfið var fyrst se»t til aðal- stöðva Fuchsleiðangursins í Lundúnum. Þaðan til Sahckleton stöðvarinnar, síðan með flugvél til Scottstöðvarinnar og loks til Suðurpólsins. Þar fékk Lowe það í hendur, er leiðangur Fuchs komst til Suðurpólsins. Lowe opnaði bréfið og dró upp úr um- slaginu — skattreikning! Margir munu kannast við Lowe, því að hann var í leiðangri Sir Edmunds Hillarys á Mount Everest. gerði Massu að fyrirmynd söguhetju sinnar, því að Massu er einmitt ágætt dæmi um þunglamalegan, hugsandi og hæggerðan lögreglumann, sem gefst ekki upp, fyrr en honum hefur tekizt að upplýsa má'lin, sem hann fjallar um. Að einu leyti eru Maigret og Massu ólík- ir. Massu reykir ekkij en sögu- hetjan púar dag og nótt. Massu er meira að segja líkur kvikmyndahetjunni Maigret, ei var snilldarlega leikinn af hinum ágæta kvikmyndaleikara, Harry Bauer, sem nú er látinn. Simenon er belgískur að upp- runa. Hann hefur skrifað alls 150 leynilögreglusögur, sem njota mikilla vinsælda. Undanfarin ár hefur Simenon búið í Connecticut í Bandaríkjunum, en þrátt fynr það kemur oft fram í sögum hans, að hann hefur ekki gleymt föðurlandi sínu. Þó að Simenon hafi skrifað fjölda leynilögreglu- sagna, þykir honum hafa tekizt merkilega vel að gera þær hverja um sig frumlega og spennandi. Massu og Simonen spjölluffu saman yfir glasi af víni — ofurlítiff tortryggnir . . , Simenon hittir híaigret

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.