Morgunblaðið - 14.02.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.02.1958, Blaðsíða 19
Föstud. 14. febrúar 1958 MORCVNBLÁÐÍÐ 19 Samvinnan efmir til smásagmakeppni Fyrstu verðlaun eru ferð til meginlands- ins og heim aftur — V.-íslendingar TÍMARITIÐ „Samvinnan“ hefur nú efnt til þriðju smásagnakeppni sinnar og verða fyrstu verðlaun ferð með Sambandsskipi til meg- inlandsins og heim aftur og í 2 þús. kr. að auki. Þátttaka í tveim ur undangegnum smásagnakeppn um var mikil. Hlaut Indriði G. Þorsteinsson, blaðamaður og rit- höfundur verðlaun í fyrstu keppn inni, en Jón Dan rithöfundur í hinni síðari, Fyrir 15. apríl næstkomandi Sögurnar skulu berast ritinu fyrir 15. apríl næstkomandi. í dómnefnd eiga sæti Andrés Björnsson, magister, Andrés Kristjánsson, blaðamaður og Bendikt Gröndal, ritstjóri. Alllr mega taka þátt í samkeppninni f smásagnakeppni þessari mega taka þátt allir íslenzkir borgarar, ungir sem gamlir og gildir einu hvort áður hafi verið birtar sögur eftir þátttakendur eða ekki. Hand ritin skulu sendast Samvinnunni, í Sambandshúsinu £ Reykjavík og skal fylgja nafn og heimilisfang höfundar í lokuðu umslagi, en um slagið og sagan þurfa að vera auðkennd á sama hátt. Stjórnarfulltrúi Breta rekinn frá Yemen Lundúnum, 13. febrúar (Reuter) — Oliver Kemp, stjórnarfulltrúi Breta í Yemen, fór frá landinu sl. mánudag, enda hafði stjórn lands ins krafizt þess, að hann hypjaði sig brott. Allan Noble, varautan ríkisráðherra í brezku stjórninni, sagði á þingfundi í dag, að stjórn in hefði ráðlagt Kemp að hverfa úr Yemen, enda þótt stjórnin þar hefði ekki gefið neina skýringu á því, hvers vegna hún krafðizt þess, að hann yfirgæfi landið. Tilkynnt hefir verið, að forseti Egyptalands, Gamal Abdel Nass- er, ræði við krónprinsinn í Yem- en, Muhameð Ahmed E1 Badr, í næstu viku og verði umræðu- efnið: aðild Yemens að arabíska lýðveldinu, sem Egyptar og Sýr- lendingar hafa stofnað. Þeir hafa rætt mál þetta undanfarið, en í næstu viku verður ákveðið með hverjum hætti Yemen taki þátt í þessu nýja ríki. Gylfi tefst í Reykjavík TOGARINN Gylfi frá Patreks- firði, varð fyrir töfum á leið ginni til Þýzkalands með ísvarinn fisk. Hingað til Reykjavíkur kom togarinn til að taka skipstjóra, til að sigla skipinu utan. En er hingað var komið, kom í ijós að rafall í skipinu var bilaður. Við- dvölin hér átti að vera 3—4 kist., en skipið varð að bíða hér þar til £ gærkvöldi að viðgerð var lokið. Sigurður Þorkelsson skipstjóri sigldi togaranum með aflann. Storkar yfir Bonn BONN, 13. febr. — í dag var mik il veðurblíða um alla sunnan- verða álfuna og náði hún norður í miðja Evrópu. Bonnbúar sáu storka fljúga yfir borginni í dag, mánuði fyrr en venjulega. Þjóð- verjar segja, að storkar boði vor komu og þykir þeim þessi tíðindi hin beztu. Tvenn önnur verðlaun Auk fyrstu verðlauna verða tvenn önnur verðlaun veitt. Eru þau 1000 krónur sem eru 2. verð- laun og 750 krónur sem eru 3. verðlaun. Þar að auki mun Sam vinnan kaupa 10—20 sögur, sem berast, gegn venjulegum ritlaun- um. — Rochdale Framh. af bls. 1 kosningar urðu að engu í auka- kosningunum í Rochdale í dag.“ Voldugur flokkur Fréttamenn benda þó á, að það sé alls ekki rétt, að Verka- mannaflokkurinn vinni jafnmik- ið á og íhaldsflokkurinn tapar, því að mestur hluti íhaldsatkvæð anna hafi fallið Frjálslynda flokknum í skaut. Sá flokkur vann stóran sigur í kosningun- um og er nú annar stærsti flokk- ur í kjördæminu. Sýnir þetta, að kjósendurnir eru síður en svo áhægðir með stóru flokkana. — Fréttamenn segja, að ef önnur kjördæmi í Bretlandi mundu fylgja í kjölfar Rochdale mundu brezk stjórnmál gjörbreytast frá því, sem nú er. Frjálslyndi flokk- urinn yrði þá stór og voldugur flokkur og svo gæti farið að tveggja flokka kerfið yrði úr sögunni. Fríður frambjóðandi Þó benda menn á, að allar vangaveltur um þessar kosningar séu varhugaverðar, þar sem fram bjóðandi Frjálslynda flokksins sé þekktur sjónvarpsmaður, Kenn- edy að nafni, vinsæll maður af alþýðu, með gott andlit — friður sýnum. Auk þess er hann kvænt- ur leikkonunni Moira Shearer, sem er þekkt ballettdansmær og kvikmyndaleikkona („Rauðu skórnir"). — ® • Mikið er rætt um þessar kosn- ingar í Bretlandi. Stjórnmála- menn í Lundúnum greinir á um það, hvernig beri að túlka þær. Sumir leiðtogar Verkamanna- flokksins eru ekki aðeins ánægð ir með úrslitin og menn gætu haldið. Þeir segja, að fylgistap íhaldsflokksins fari ekki til Verkamannaflokksins, heldur Frjálslynda flokksins og geti það haft af þeim sigur í næstu þing- kosningum í Bretlandi. Aðrir segja, að hér sé ekki um að ræða neina mynd af því, hvernig brezk ir kjósendur líti á stjórnmálin í dag og því muni Macmillan standa við fyrri orð sín um það, að stjórn hans muni sitja út kjör tímabilið, eða til ársins 1960. — Blöð íhaldsmanna eru yfirleitt uggandi vegna kosningaúrslit- anna, en blöð Verkamannaflokks ins fagna. Kosningaúrslitin í Rochdale urðu sem hér segir: Jack McCann (Verkamannafl. fékk 22,133 atkv. Ludovic Kennedy (Frjálsl.fl.) fékk 17.603 atkv. John Parkinson (íhaldsfl.) fékk 9,827 atkv. í síðustu kosningum (1955) fékk íhaldsflokkurinn 26,518 atkv. og Verkamannaflokkurinn 24.928 atkv. Frjálslyndir buðu ekki fram þá. — í kosningunum í gær greiddu 80,19% af þeim 61,809 kjósendum, sem á kjörskrá voru, atkvæði sitt. Er þetta óvenjulega há hundraðstala í aukakosningum. Verkamanna- flokkurinn fékk 44,5% atkv., Frjálslyndi flokkurinn 35,6% atkv. og íhaldsflokkurinn 19,9% atkv. Þess má loks geta, að fyrrum þingmaður Rochdales, Scholfield, lézt í desember sh Framh. af bls. 11 mín tvær ungar stúlkur frá Winnipeg. Þær voru af þriðju kynslóðinni og gátu því lítt bjarg að sér í tungu feðra sinna. En samt voru þær á pílagrímsferð til ættjarðarinnar til að heim- sækja þær stöðvar, þar sem for- feður þeirra höfðu búið. Og þær voru himinlifandi glaðar yfir þessari för, sögðu, að ísland væri fegursta landið, sem þær hefðu augum litið. Það er auðsætt, að 'eigi ættar- böndin ekki að slitna, og íslenzk tunga, saga og bókmenntir að eiga sér eitthvert óðal í hugum og hjörtum Vestur-íslendinga framvegis, verður unga fólkið vestra, sem af íslenzku bergi er brotið, að fá að kynnast íslandi af eigin sjón og raun. Æskilegt er að árlega kæmu til fslands ekki færri en 20—30 vest- ur-íslenzkir æskumenn eða meyj ar til náms eða dvalar um lengri eða skemmri tíma. Að sumrinu gætu þeir dvalið á góðum íslenzk um sveitaheimilum og unnið þar fyrir kaupi að venjulegum fram- leiðslustörfum, en verið í skóla að vetrinum. í skiptum mætti senda íslenzka unglinga vestur til sams konar dvalar. Um dvalir á fslandi mætti haga svo til, að unglingarnir, sem kæmu að vestan, dveldu einkum, ef því yrði við komið hjá ætt- ingjum eða í átthögum foreldra sinna. Mundu slík heimboð geta orðið sterkur þáttur til að skapa varanlegt vináttuband milli ætt- ingja, báðum til ávinnings og gleði. Þeir skólar sem einkum kæmu til greina væru gagnfræðaskóiar, bænda- og húsmæðraskólar, auk Háskólans og ýmissa mennta- stofnana annarra. Efa ég ekki, að auðvelt sé að útvega vestur-ís- lenzku æskufólki ókeypis skóla- vistir við marga íslenzka skóla, enda tíðkast nú mjög slík nem- endaskipti milli Norðurlanda og fleiri þjóða. Stundum mætti líka koma því þannig fyrir, að ungling ar, sem færu í þessar gagnkvæmu kynnisferðir byggju á heimilum hvors annars, svo að kostnaður þyrfti ekki að verða tilfinnanleg- ur. Vitanlega yrði ferðakostnað- ur þó alltaf einhver. En ekki er samt ósennilegt, að íslenzk flug- félög eða gufuskipafélög veittu nokkurn afslátt á fargjöldum, þegar um slík ferðalög væri að ræða, og að styrkur fengist til þessara kynningarferða af opin-, berri hálfu. Ég varð var við það vestra, að nokkur áhugi var fyrir þessu máli. Aðalvandkvæðin við þessar ferðir er að tímasetja þær þannig, að þær slíti ekki sundur náms- feril unglinganna á óþægilegan hátt. Hygg ég að bezti aldurinn fyrir unglinga þar væri að fara þegar þeir væru búnir með mið- skólana og áður en þeir fara í University, sem er venjulegast um 16—17 ára aldurinn. Hefðu þeir þá ekki nema gott af eins árs tilbreytingu og væru orðnir nægi lega þroskaðir til að geta notið hennar. Myndun og söfnun mannfræðilegra heimilda Árum saman hefi ég borið áhyggju út af því, hvað margt hefir farið forgörðum í Vestur- heimi af rituðum heimildum, sendibréfum frá íslandi, dagbók- um og handritum alls konar. Kirkjubækur hafa brunnið og glatazt, skjalasöfn gaganmerkra presta hafa verið borin á bál, jafnvel gömul handrit, sem ís- lendingar fluttu með sér frá gamla landinu hafa farið sömu leiðina, þegar enginn gat framar lesið þau. Ég þekki fjöldamörg dæmi • um þetta, en miklu fleiri eru þó efalaust hin dæmin, sem fáir vita um, og veit enginn hversu dýrmætir hlutir kunna að hafa farið þannig í súginn. I erindi mínu reyndi ég að brýna það fyrir mönnum að fara varlega með slíkar heimildir og gefa þær heldur til Landsbóka- safnsins í Reykjavík eða Mani- tobaháskóla en eyðileggja þær. Á sama hátt hvatti ég til þess að micro-filmaðar yrðu allar kirkjubækur, sem vitað væri um, En sums staðar þar sem söfnuðir hafa risið upp og starfað litla stund hafa slíkar bækur lent á flækingi og jafnvel glatazt með öllu eða enginn veit hvar þær eru niður komnar. Eru líka fjar- lægðir svo miklar á meginlandi Norður-Ameríku, að ekki er hlaupið að því að ná þessu saman. Einnig vakti ég athygli á hvílíkur geysilegur mannfræðilegur fróð- leikur væri í útfararræðum presta, þar sem þær væru oft ýtarleg æviferilsskýrsla og iðu- lega sú eina, sem til væri um líf vesturfaranna. Gerði ég nokkra gangskör að því að koma í veg fyrir að meira yrði eýðilagt af þessum heimildum en þegar er búið, og varð mér nokkuð ágengt í því efni. Tóku menn yfirleitt vinsamlega í þetta, þegar vakinn var skilningur á því, og hefi ég von una að allmörgum ræðusöfn- um verði bjargað. Þanmg barst mér fyrsta uppskeran af lestri mínum strax daginn eftir, er ég var á leið frá Gimli til Winnipeg. Kom ég við í Húsavík í Nýja-ís- landi, en þar býr Þorsteinn sonur séra Jóns Jónssonar frá Hlíðar- húsum, sem lengi gegndi prests- þjónustu á Lundar. Átti hann fullt koffort af ræðum eftir föður sinn, er hann lét Landsbókasafn- inu fúslega í té. Sagðist hann oft hafa verið að því kominn að brenna þessu en einhvern veginn veigraði sér við því. Væri hann glaður að vita þetta heldur heima. Af því litla, sem ég leit í þessar ræður, áður en ég sendi þær heim, sá ég að þar voru tugir af nákvæmum ævisögum, sem flestar hefðu gleymzt að fullu og öllu, ef Þorsteinn hefði ekki hald ið yfir þeim verndarhendi. Þökk sé honum fyrir það. Allmikil von er nú til að kirkju bækur og kannske fleirj skjöl verði micro-filmuð. Ég skrapp seinna um sumarið til Salt Lake City og átti tal við Ættfræðifé- lagið þar með þeim árangri, að þeir buðust til að micro-filma kirkjubækurnar og meira segja gefa Landsbókasafninu og Mani- tobaháskóla eintak af filmunum, ef Islendingar safna kirkjubókun um samain á einn stað. Mun prófessor Haraldur Bessason, sem áhuga hefir fyrir málinu beita sér fyrir þessu með aðstoð kirkjufélaganna og verður þetta væntanlega unnið í sumar. Um leið hefði helzt þurft að filma manntöl úr íslendingabyggðum og fleiri skrár, sem geymdar eru í ríkisskjalasafninu í Ottawa, en sennilega mundi þetta kosta nokkra vinnu og undirbúning þar. Benjamín Kristjánsson. Nelirú vill stórveldafund NÝJU DEHLI, 13. febr. (Reuter) — Forsætisráðherra Norður-Víet nams, kommúnistaleiðtoginn Ho Chiminh og Nehru hafa ræðzt við hér í borg og sent frá sér yfirlýsingu, þar sem studd er tillagan um stórveldafund. í yf- irlýsingunni segir ennfremur, að á fundi þessum eigi að undirrita bann við tilraunum með kjarn- orkuvopn og vinna að því, að draga úr kalda stríðinu. Samkomur Fíladelfia Samkomur heldur Fíladelfíu- söfnuðurinn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag föstudag og laugardag kl. 8,30. Einnig sunnu- dag kl. 2 e. h. — Margir ræðu- menn, kórsöngur, kvartett. Allir velkomnir. 48 af 51 völdu KITCHEN AID uppþvottavél Á árinu 1957 voru fluttar til íslands 51 uppþvottavél, og voru 48 þeirra af KITCHEN AID-gerð Leitið upplýsinga hjá oss Samband isl. Samvinnufélaga RAFMAGNSDKILD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.