Morgunblaðið - 14.02.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.02.1958, Blaðsíða 13
Föstud. 14. febrúar 1958 MORCXJTSBLAÐIÐ 13 Kærleikurirm til bænda birtist í ýmsum myndum Eftir Lárus Ág. Císlason, hreppstjóra, Miðhúsum, Rangárvallasýslu 1 LÖGUM nr. 94 frá 1947 um Framleiðsluráð landbúnaðarins, verðlagningu og fleira, stendur þessi setning: „Hins vegar tekur hið opin- bera eða aðrir enga ábyrgð á því, að bændur fái grundvallarverð fyrir afurðir sínar“. Með öðrum orðum: Framleiðsluráðið ma verðskrá' afurðir bænda, engin trygging er fyrir því að bændur fái hið skráða verð, nema vór- urnar seljist fyrir það verð, sem þær eru skráðar á, en það fer vitanlega eftir kaupgetu neyt- andans. Það er því ekki lítið atriði fyrir bændur, að atvinnu- lífið sé með blóma í þorpum og bæjum og afkoma fólksins sem jöfnust og bezt. Því miður hefur oft skort mjög ó, að ýmsir bændur og þeir, sem kalla sig bændavini, skildu þetta eins og vera ber Það hefur ekki skort vinnuafl til að stunda þá öheillaiðju, að bera róg á milli bænda og þeirra, sem búa í þéttbýlinu. Er sú iðja ómannleg og engum til góðs. Mikið rætt mál Bændur hafa á undanförnum árum rætt mjög mikið um þetta ákvæði framleiðslusjóðslaganna, sem ég •hef hér gert að umræðu- efni. Finnst þeim í þessu efni illa að stéttinni búið, og telja tæp- lega við annað unandi en að þeir fái hér á leiðréttingu og að tryggt verði að þeir fái það verð fyrir afurðir sínar, sem verðgrundvöll- urinn gerir ráð fyrir ár hvert. Á bændafundum víða um land hafa verið gerðar samþykktir í þessu máli, meðal annars að hið opinbera taki ábyrgð á verð- grundvellinum. Það mun þó mörgum þykja óæskileg lausn. Er hætt við að slík ábyrgð drægi nokkurn dilk á eftir sér. Á fundi, sem haldinn var í Búnaðarfél. Hvolhrepps fimmtu- daginn 8. ógúst sl., var rætt urn þetta ákvæði framleiðslusjóðs- laganna. Þar var gérð samþykkt í málinu og ákveðið að fulltrúar félagsins, sem mæta áttu á kjör mannafundi Stéttarsambands bænda, sem halda átti að Hellu hinn 15. s. m., skyldu leggja þá samþykkt fram á kjörmanna- fundinum. Fer hér á eftir tillaga sú, sem fulltrúar B. H. lögðu þar fram: „Kjörmannafundur Stéttarsam bands bænda fyrir Rangárvalia- sýslu, haldinn að Hellu 15. ágúst 1957, telur óviðunandi að bætid- ur hafi ekki tryggingu fyrir því að þeir fái það verð fyrir afurðir sínar, sem verðlagsgrundvöllur- inn gerir ráð fyrir, en á það hef- ur skort undanfarin ár. Skorar fundurinn því á Stéttarsamband bænda að beita sér fyrir að stofnaður verði Verðtryggingar- sjóður landbúnaðarins og haf' sjóðurinn það hlutverk að tryggja bændum landsins fullt verð fyrir framleiðsluvörur sín- ar samkvæmt gildandi verðlags- grundvelli ár hvert“. Eftir allmiklar umræður var tillagan samþykkt mótatkvæða- laust, og átti að sendast til aðal- fundar Stéttarsambands bænda, sem halda átti að Hlégarði i Mosfellssveit skömmu síðar. Síð- an hef ég ekki heyrt hennar get- ið. Mér þykir ekki ósennilegt að bændur séu yfirleitt þeirrar skoð unar að þetta mál sé mól mál- anna, sem þurfi nú að beita sér við að leysa. Það mætti því ætla að forustumönnum bænda, væri kærkomin hver sú tillaga, sem fram kæmi í þessu máli. Telja má víst að sjónarmiðin eru mörg, en lausn þess á að byggjast á for sjá en ekki kappi. Skattlagning fóðurbætis Við umræður sem fram fóru á fundinum um tillögu þessa, varpaði Sverrir Gíslason formað- ur Stéttarsambands bænda fram þeirri spurningu, hvort við vild- um láta skattleggja fóðurbæt- inn. Ég held að Sverrir hafi fengið daufar undirtektir fund- armanna, þótt fallast megi á að réttmætt geti verið að gera ein- hverjar ráðstafanir til að fyrir- byggja óhóflega notkun á fóður- bæti, eins og til dæmis þegar stóreignamenn í bæjum eru að kaupa jarðir og reka upp á sport, og fóðra búfénað sinn mest á innfluttu fóðurmjöli. Þá ber ekki síður að líta á hiti að nýr skattur á fóðurbæti hlyt- ur að auka rekstrarkostnað bú- anna og það þýðir hækkað verð á landbúnaðarvörum, hækkandi vísitölu og aukna verðbólgu í landinu og einnig hitt að þegar hallæri gengur yfir landið eða hluta þess, svo sem grasleysi, óþurrkar eða vetrar- og vorharð- indi, þá er fóðurbætir oftast eina úrræðið til bjargar bústofni bænda. Ef horfið verður að því að leggja nýjan skatt á innfluttan fóðurbæti til þess að draga úr framleiðslu á landbún- aðarvörum, mun það sennilega verða til þess að auka á erfið- leika þeirra, sem landbúnað stunda og stuðla að auknum nið- urgreiðslum hjá ríkissjóði. Mun þó flestum finnast nóg lcomið af því tagi. Með einhverjum ráðum verð- ur að tryggja bændastéttinni það, að hún fái það verð fyrir fram- leiðslu sína, sem verðgrundvöll- urinn gerir ráð fyrir ár hvert. Óþurrkalánin Það hefur verið rætt og ritað nokkuð um hin svokölluðu ó- þurrkalán að undanförnu. Þai sem ég hef tekið þátt í þeim um- ræðum, ætla ég að bæta þar nokkru við. Játvarður Jökull Júlíusson bóndi á Miðjanesi, Austur-Barða- strandarsýslu, flutti erindi í út- varpið 18. nóv. sl. Hann taldi ekki rétt að gefa lánin eftir, en þó gæti hann fallizt á að síðasta afborgunin yrði gefin eftir. Þetta er nú að vísu broslegt. En mér kom í hug að ekki væri stórt hjartáð í Játvarði og læt ég þar með útrætt um erindi hans. Snæbjörn Thoroddsen bóndi í Kvígindisdal, Vestur-Barða- strandarsýslu skrifaði í Morgun- blaðið 19. nóv. sl. um óþurrka- lánin. Grein hans var eins og vænta mátti frá hendi Snæbjarn- ar, rituð af sanngirni og hógværð. Gerir Snæbjörn glögga grein fyr- ir ástæðum sveitunga sinna, enda hann þeim manna kunnugastur' og kunnugir vita að Snæbjörn fer ógjarnan með annað en rétt mál. Ég ætla að birta hér erðrétt klausu úr grein hans. Snæbjörn segir: „Mig uggir, að þeir verði helzt, til margir, sem erfitt munu eiga að valda byrðunum, sem sumar- ið batt. þeim í kjarnfóður- og heykaupum". Þetta eru orð þessa greinda og gætna bónda, sem vandar sína frásögn og segir frá réttum stað- reyndum. Greinar fyrrv. búnaðarmála- stjóra Páll Zophóníasson, fyrrv. bún- aðarmálastjóri, hefur skrifað í „Tímann“ um óþurrkalánin, ekki minna en tvær greinar. Páll er með þessum skrifum að reyna að sannfæra bændur um það, að hann og meirihluti Alþingis haxi gert rétt, þegar þeir ánöfnuðu Bjargráðasjóði óþurrkalánin. — Páll tekur fjórtán dæmi, og er hann þar með að sýna efnahag sumra þeirra bænda, sem þessi lán fengu. Páll hyggst bæta mái- stað sinn og félaga sinna með þessu. Illa væri nú komið efna- hag bænda yfirleitt, ef ekki tæk- ist að finna fjórtán bjargálna bændur í hópi þeirra tæpra þrjú þúsund, sem lán munu hafa feng- ið, eða um helmingur bændastétt- arinnar. Finnst Páli það virkilega sýna góða útkomu um fjárhag bænda- stéttarinnar? Páll Zóphoníasson samþykkti á Alþingi í fyrra að veita útvegs- mönnum hátt á fimmta hundrað milljónir í rekstrarstyrk á árinu 1957. Eg hefi ekki séð frá honum svo mikið sem einn staf um efna- hag þeirra manna, og þykir mer þó ótrúlegt að hann telji þá alla snauða. Ekki er ég með þessum orðum að telja eftir bann styrk. sem Lárus Ág. Gíslason útvegsmenn fá. Hann er víst sízt of mikill. Eg er hér með að- eins og minna Pál á það, sem mér virðist hann muni hafa gleymt Ekki skil ég hvernig Páll telur sig geta sagt með vissu um efna- hag bænda eða annarra manna, þar sem sparifé er undanþegið framtalsskyldu og ómögulegt er með öruggri vissu að vita hverj- ir það geta átt. Mér finnst Páll pota í þessu beint út í óvissuna. Hann byggir útreikning sinn um efnahag þeirra manna, sem hanr, tekur sem dæmi á skattamati bú- fjár. Þetta tel ég mjög hæpið hjá honum. Eg held að eðlilegra væri að miða við markaðsverð og þá í sláturhúsi. Bústofn bænda er ekki annað en dauðlegir grip- ir, og almennt er ekki um aðra sölu að ræða en í sláturhús. Kýr, sem metin er til skatts á þrjú þúsund krónur, leggur sig ekki meira í sláturhúsi en á sex til tíu hundruð krónur, 14 v. hestur, sem metinn er til skatts á tvö þúsund krónur, leggur sig í sláturhúsi á þrjú til fimm hundr uð krónur. Fleira mætti nefna. en þetta ætti að nægja til að sýna, hve hæpnar tölur það eru, sem Páll fer hér með. Það söluverð sem ég hefi hér bent á, ætti að vera það verð sem byggt væn á þegar búfé væri reiknað tii skatts. Þótt hægt sé að selja einn og einn grip fyrir hærra verð en skattmat er, þá er það ekki heild- arverðlag í landinu og því rangt að byggja skattmat á því. Spor óþurrkasumarsins Sporin sem óþurrkasumarið 1955 skildi eftir sig sjást gleggst, ef athuguð er skuldaaukning bænda það ár. Hún nam 71,2 milljónum ,en árði 1956 53,1 millj. Skuldaaukning bænda var því 18.1 milljón meiri 1955 heldur en 1956, en samtals hefur skulda- aukning þeirra orðið þessi tvö ár 124.3 milljónir kr. Voru skuldir bænda í Norður-Múlasýslu 11,64% móti 22.28% í Rangár- vallasýslu (sjá Árbók landbún- aðarins 1957, 4. hefti bls. 220— 221). Ég gat þess í grein minm í Morgunblaðinu 7. nóv. sl., að skuldir bænda væru orðnar i skyggilega miklar. Arnór Sigur- jónsson ritstjóri Árbókar land- búnaðarins segir á bls. 221: „Skuldir bænda eru orðnar svo miklar, að ástæða er fyrir þá að gæta þess að þær aukist ekki stórlega frá því sem er, nema úr- kostirnir til að bera þær aukist jafnframt". Þetta ætti að vera hlutlaus dómur. Ég er ekki að ræða um skulda- mál bænda af því að ég sé að berja lóminn fyrir bændur, held- ur er ég að benda á staðreyndir. sem erfitt er að hrekja. Það er mála sannast, að mjög er svipað með landbúnaðinn og sjávarút- veginn, að báðir eru þessir höfuð- atvinnuvegir þjóðarinnar reknir með tapi. En bændur hafa ekki enn verið eins harðir af sér og útvegsmenn að krefjast rekstr- arstyrks til að geta borgað verka- fólki, þó mörgum bóndanum og bóndakonunni veiti ekki af að fá hjálp. Ábyrgðarskuldirnar Ég hef áður í blaðagrein bent á ábyrgðarskuldir þær, sem ár- lega væru að falla á ríkið og eru nú á fjárlögum 18 milljónir kr. Æskilegt væri ef Páll eða aðr- ir flokksmenn hans vildu upplýsa bændur um það. hvað töp ríkisins vega ábyrgða væru orðnar margar milljónir í allt, og eins það hvort ekki væru líkindi til að hægt væri að efla Bjargráðasjóð með því að ánafna honum þessum milljónum og gera það á svo myndarlegan hátt að sjóðurinn væri ekki á neinn hátt skyldaður til að gefa eftir af þess um milljónum. Mér þykir undar- legt að Framsóknarmenn, þeir Bjarni á Laugarvatni og Pall Zóphoníasson skuli ekki vilja tala um þetta mál. Hér er þó eitthvað til að tala um. Ég vil benda þeim félögunum á það, að það hefur ekki þótt bera vott um heiðarleik að fá menn til að ganga í ábyrgð fyrir sig og láta svo skuldirnar falla á þá. Það virðist að Framsóknarmenn á þingi telji þetta gott og blessað. Þarna er víst ekki virðing Ai- þingis í veði, eins og Bjarni á Laugarvatni gefur 1 skyn í „Tím- anunuí* í gær ,er hann ræðir um óþurrkalánin. Óþurrka- og hall- ærislánin, sem þessi deila stend- ur um, eru að upphæð 13,5 millj kr. Er það svipuð upphæð og heyrzt hefur að ríkisstjórnin hafi boðizt til að greiða í rekstrar- styrk á sex togara á þessu ári. Þó heyrist ekki nefnt að mann- gildi eða fjárhagsþroski útvegs- manna sé í hættu, hvað þá heldur virðing hins háa Alþingis. Hannibal Hálfdánar- son frá Kofum, ■ ■ OnundarfirSi F. 2. ág. 1880. D. 9. febr. 1958. Á sólardegi sveifst þú héðan burt, um sjúkdóm þinn ei lengur verður spurt Þú ferðast nú við Frelsara þíns hönd, þér framar halda’ ei jarðnesk þrautabönd. Ég færi Guði Föður þakkir hér, að fórnin mikla dugði líka þér. Nú ekkert framar angrar huga þinn, ég af því gleðst og fagna, Pabbi minn. Þú varst mér kær í æsku alla tíð og ávallt fannst mér hönd þin mjúk og blíð, þótt veðurbarinn barmur væri þinn í blíðu’ og stríðu sannur vinur minn. Er mér þvi ljúft við minninganna fjöld að mæta því, sem veröld býður köld. Já, Páll Zóphoníasson var a8 tala um manngildi og fjárhags- þroska í fyrri grein sinni. Skyldi annars nokkur Is- lendingur vera til, sem tryði þvi í alvöru, að sú fjármálapólitík, sem þjóðin þarf að búa við, og er undir forustu hæstv. fjármála- ráðherra, sé líkleg til þess að efla manngildi og fjármála- þroska? Ég held að svo geti ekki verið. „Misrétti milli bænda“ Bjarni á Laugarvatni skrifar í „Tímann“ í gær um óþurrka- lánin. Bjarni segir á þá leið, að ef Alþingi samþykki þessa urn- ræddu þingsályktunartillögu, þá skapist svo mikið misrétti milli bænda að virðing hins háa Al- þingis sé í hættu, að mér skilst. Áttar Bjarni sig ekki á því. að Alþingi er búið að samþykkja þetta misrétti, sem hann talar um. Alþingi hefur samþykkt að gefa Bjargráðasjóði lánin með því skilyi’ði að honum er heim- ilt að gefa þau eftir að einhverju leyti eða öllu, ef viðkomandi sveitarstjórnir mæla með því. Hvað er svo verið að tala um að Alþingi megi ekki fremja mis- rétti í þessu máli? Vitanlega ma Alþingi ekki fremja misrétti, en þegar það er búið að þvi, þá verð- ur það tæplega aftur tekið. Sveit- arstjórnum virðist vera ætlað að fremja ranglætið með því að leggja til að sumum verði gefið eftir en öðrum ekki. Það er toi- skilið, að það sé huggun fyrir þá bændur, sem ekki tóku þessi lán, að Bjargráðasjóður gefi þau eftir. Guðmundur á Kópsvatni segir í „Tímanum" fyrir nokkrum dög- um, að sú leið sem Alþingi hafi valið, sé sú vitlausasta, sem hægt hafi verið að velja í þessu máii. Þetta er harður dómur um Al- þingi og meirihluta þess, en mörgum mun finnast hann rétt- ur. Réttmæt tillaga Þegar athugaðar eru aðgerðir Alþingis í fjármálum, eins og ég hef áður bent á, þá virðist það fyllilega réttmætt að tillaga sú sem hér um ræðir verði sam- þykkt.„ Verði það hins vegar svo að Alþingi geti ekki fallizt á að gefa eftir þessar 13,5 milljónir óþurrka- og harðindalána til bænda, en tekur á sama tíma inn á fjárlög 18 milljónir, sem það virðist gefa einstaklingum og bæjarfélögum, þá'sé ég ekki annað en það sé fyllilega rétt- mætt að sveitastjórnir leggi til við Bjargráðasjóð að lánin veröi öll gefin eftir. Það vermir hugann, vermir hjarta mitt, að vita’ að Drotinn annast rúmið þitt. Mín kveðja verður því í þetta sinn að þakka Guði fyrir Jesú minn. Hann er það bjarg, sem byggja verður á svo. brúin nái yfir dauðans sjá. Kristín Hannibalsdóttir. Þorvaldur Ari Arason, hdl. LÖGMANNSSKRIFSTOFA Skólavörðustig 38 t-/c Háll Jóh—twrletlsson h.J. - Póslh 621 Sitnat 15416 og 15417 - Simnefni !>» 16. 1. 1958

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.