Morgunblaðið - 14.02.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.02.1958, Blaðsíða 11
Föstud. 14. febrúar 1958 MORCUNBT. AÐIÐ 11 Sr. Benjamín Kristjánsson: Með Vestur-íslendingum á íslendingadegi ÉG VERÐ nú um stund að hverfa frá vinum mínum í Winnipeg og bregða mér út úr borginni. Hafði forstöðunefnd íslendingadagsins, sem haldast átti á Gimli mánu- daginn 5. ágúst beðið mig að flytja þar erindi, og var mér þetta mjög ljúft. Þarna gafst mér óviðjafnanlegt tækifæri að hitta fjöldamarga Vestur-íslendinga og ávarpa þá. Gimli er smábær norður við Winnipegvatn með rúmlega þús- und íbúum. Þangað hafði stór hópur íslenzkra landnema komið að óbyggðu landi undir vetur sjálfan haustið 1875, og lengi bjuggu þarna íslendingar einir. Hafði Ólafur frá Espihóli gefið staðnum þetta fornfræga heiti, áður en þangað væri komið og sýnir það glöggt, hvernig fornöld og sögur ættjarðarinnar fylgdu landnemunum vestur yfir hafið. í hitum á sumrin safnast stund- um til Gimli múgur manns, því að þar er dágóður baðstaður og svalara við vatnið. „Vatnið dimma“ kölluðu Indíánar það. Margt þurfti að undirbúa fyrir mánudaginn, og bauð einn af for_ stöðumönnum Islendingadagsins, Jón Laxdal, mér far með sér í bif reið sinni að Gimli seinni hluta laugardags. Jón er bróðir Maríu konu Sveins læknis, sem fyrr getur. Hann fór unglingur frá Akureyri nokkru eftir aldamót, var lengi skólastjóri að Gimli, en er nú umsjónarmaður eða aðstoðarskólastjóri kennaraskóla Manitobafylkis (Manitoba Pro- vincial Normal School), er tekur milli fimm og sex hundruð nem- endur. Kona hans heitir Lára, fædd ísberg, og mundi hún vera af ætt Galdra-Antoníusar í Grímsey. Þau eiga þrjú mann- vænleg börn. Búa þau í skemmti legu húsi skammt frá skóíanum, og var gott þangað að koma. AÖ Gimli Á Gimli átti ég vinum að mæta. Þar býr Auður systir fnín, sem fluttist vestur um haf fyrir nær- fellt 30 árum síðan og sá síðan ekki ættjörðina fyrr en sumarið 1956. Maður hennar Adolf Hólm, er ættaður frá Lundar. Þar býr faðir hans Sigurður, en afi hans: Daníel Sigurðsson hafði fiutzt vestur laust eftir 1890. Hann var ættaður frá Tjaldabrekku i Mýra sýslu, en hafði kvænzt Kristjönu Jörundsdóttur frá Hólmlátrum á Skógarströnd, og þar hófu þau búskap sinn og bjuggu í 20 ár. Jörundur sá var kominn í beinan legg af Arngrími lærða. Ég sá þau Daníel og Kristjönu á Lund- ar sumarið 1929. Var þá deginum mjög tekið að halla fyrir þeim, og hann nærri alblindur. En fal- legur þótti mér þessi gamli maður með sitt fannhvíta skegg, og Ijómaði góðmennskan af svipn- um. Gamla konan, sem þá var orðin eins og visnað strá, lítil en furðu kvik á fæti, leiddi hann við hönd sér með mikilli um- hyggju. Mátti glöggt sjá, að enn þá brann skært sá loginn, sem tendraður hafði verið fyrir 60 ár- um, er þau stofnuðu hjúskap sinn. Ef sú lýsing Hallgríms Péturs- sonar á Arngrími lærða, að hann hafi verið „strembileitur". hafði við nokkuð að styðjast, þá er það víst, jað allt dramb er horfið úr ættinni fyrir löngu síðan. Adólf mágur minn er hið mesta Ijúf- menni eins og allt hans fólk, og eru honum margir hlutir vel gefn ir. Börn þeirra hjóna fjögur eru uppkomin og tvö farin að heiman. Elzt er Sylvía, mjög vel gáfuð kona. Hún var orðin efnilegur píanóleikari áður *n hún giftist lækni af skozkum ættum, og búa þau nú í Bandaríkjunum. Næst- ur er Oswald Benjamín. Hann vinnur fyrir stjórnina við radar- tækni eða eitthvað því um líkt í Austur Kanada og hefur þar vel launað starf. Yngri drengirnir Roy og Róbert hafa enn ekki lok- ið skólanámi og eru því heima. Mér leið harla vel þarna hjá systur minni og mági. Þau búa á friðsælum stað vestan við járn- brautina umkringd skóginum og er falleg grasflöt umhverfis húsið. Það gladdi mig að sjá, er ég leit í bókaskápinn hjá frænda mínum yngsta, sem lánaði mér svefnher- bergið sitt, að þar var ekkert léttmeti að finna, heldur eintóm- ar sígildar bókmenntir, sem hann hafði dregið í búið. Það var dögg á stráum, þegai megin var söngflokkur frá Winni peg, sem ásamt íslendingum var skipaður Norðmönnum og Svíum. Sungu þeir íslenzkuna merkilega lýtalaust, og Svíinn, sem stjórn- aði komst aðdáanlega vel frá því Lengi undi mannfjöldinn sér J geta gengið í fararbroddi menn- við sönginn og var eins og helgi- ingarlega, ef þeir skilja sitt hlut- blær yfir þessum hluta skemmti- skrárinnar, því að dauðaþögn var milli sönglaganna. Það er eins og slíkir ættjarðarsöngvar hefji menn yfir stund og stað, sam- eini þá í einni tilfinningu og flytji þá austur yfir Atlantshafið í brekkuna við kotbæinn græna. Eiríkur Stefánsson á ljómandi fallega konu, sem 'Sigrún heitir. Ég þekki marga af ættingjum að kynna lögin á íslenzku. Undir | hennar austan hafs og vestan. □- -□ Þriðjá grem □- -□ leikarinn var minn gamli og góði j vinur: Gunnar Erlendsson frá Sturlu-Reykjum, og var nú hið dökka hár hans orðið snjóhvítt. En um hann má segja eins og í vísunni stendur: Fögur sal er ávallt ung undir silfurhærum. Gunnar er alltaf sami sómadreng urinn og verður því bjartara um hann, sem hann eldist meir. „Svo skal Væringjans lag alla veröld á enda.“ Hjá mér sat forsætisráðherra Manitoba, allra viðkunnanlegasti maður, en á aðra hönd mér dr. 'Richard Beck, ræðismaður, sem ég hitti fyrst þarna, en átti seinna margar ánægjulegar samveru- stundir með. Einnig var þar Grett ir Jóhannsson ræðismaður og fluttiK þessir menn allir ávörp. Auk ræðu minnar talaði Stefán Hansen B. A. mjög geðugur Meðal annars gifti ég tvær systur hennar í barnæsku minni, fynr 25 árum síðan. Bauð hún mér heim til sín um kvöldið og sagði að ekki mætti seinna vera. að ég fæi'i að líta eftir þessum hjóna- böndum, hvort í nokkru lagi færi. Móðir hennar, hin elskulegasta kona var stödd hjá henni og systkinin mörg, sem öll voru hvert öðru mannvænlegra, tengda fólk og nokkrir gestir. Þarna var skemmtilegt að koma. Ekki bar á öðru en hjónaböndin hefðu tek- izt ágætlega. Rök sögunnar Vík ég nú aðeins að því, sem ég var að ræða við þennan stóra söfnuð á þessum bjarta og fagra þjóðminningardegi. íslendingar austan hafs og vest an hafa vanrækt frændsemi sína maður fyrir minni Kanada, en I báðum til ómetanlegs tjóns. Staf- sólin kom upp broshýr í morgun- kyrrðinni, en á kvöldin gaegðist tunglið upp á bak við skóginn eldrautt eins og urðarmáni og hálfu fyrirferðarmeira en heima. Hins vegar eru stjörnurnar hinar sömu: Pólstjarnan, Karlsvagninn og Cassiopea. Úti á grasbalanum er dálítið fuglahús, sem frændur mínir hafa smíðað og komið fyrir á háum staur. Þegar ég kem út á morgnana sitja ungar mæður úti í hverjum glugga, eða kann- ske það séu pabbarnir, og syngja skaparanum lof fyrir unganórurn ar, sem kúra síhungraðar inni í hreiðrinu og halda varla höfði. En þeim þykir sinn fugl fagur. Undir trénu stendur kötturinn Loðinbarði og setur stýrið beint upp í loftið, sárgramur yfir því, að honum skuli vera meinað að borða þessa heimsku smáfugla, sem hann getur ekki skilið að skapaðir séu til annars. íslendingadagurinn Himinn var heiður og blár, sól- bjart Manitobaveður með hæg- um andvara frá vatninu. Á betra varð ekki kosið eftir ofsahitana undangengna daga. Fyrra hluta dagsins fóru fram íþróttir. En ég hafði lítinn tíma til að gefa þeim gaum, því að ég var að dunda við ræðuna, sem ég átti að flytja, og þess á milli var ég að spjalla við gamla vinkonu mína, frú Halldóru Thorsteins- son, sem ég hitti þarna góðu heilli. Hún er systir séra Svein- bjarnar Ólafssonar, tóskapar- kona mikil og ferðaðist með rokk inn sinn um þvera og endilanga Ameríku, eins og Gandhi sálug gerði á Indlandi. Þannig fór hún einu sinni til Utah, þar sem ein systir hennar bjó. Sagði hún mér margt af menningu Mormóna, meðal annars það, að þeir störf- uðu meira að ættartölum en dæmi fyndust um á íslandi. Aðalsamkoma íslendingadags- ins hófst kl. 2 e. h. Fór hún fram í lystigarði Gimlibæjar, en þar er fallegt umhorfs, tré há og tígu- leg, en stór opin svæði á milli. Búið var að koma fyrir pöllum fyrir heiðursgestina, og sat Fjall- konan í öndvegi með tveimur hirðmeyjum, en sitt til hvorrar handar við hásæti hennar voru tvö geysistór málverk. sem tákna skyldu íslenzkt landslag. Fjall- kona íslendingadagsins var að þessu sinni frú Margrét Helga Scribner á Gimli, myndarleg kona, og flutti hún ávarp í líku formi og venja er til. Til annarrar handar við Fjall konuna sátu heiðursgestirniv og íslendingadagsnefndin, en hinum Franklin Johnson, ungur maður frá Árborg flutti frumort kvæði fyrir minni íslands. Enda þótt hann sé af þriðju kynslóðinni, yrkir hann fullum fetum á ís- lenzku. Það eru ennþá margir menn í Nýja-íslandi sem ekki láta að sér hæða, hvað íslenzkuna snert- ir. Þar heimsótti ég mann, sem heitir Gunnar Sæmundsson, ramman Islending, sem kann ógrynni af ljóðum. Leggur hann svo mikla stund á að kenna börn- um sínum íslenzku, að enginn mundi verða annars var af mál- færi þeirra, en að þau væru alin upp á íslandi. Þau kunna löng kvæði utanað. Að ræðuhöldunum loknum var gengið að minnisvarða landnem- anna og lagði Fjallkonan á hann blómsveig. — Hátíðahöldunum stjórnaði Eric Stefánsson forseti íslendingadagsins, bæjarráðsmað ur á Gimli, og fóru þau hið bezta fram. Þegar aðálsamkomunni var lokið bauð hann öllum ræðu- mönnum til kvöldverðar á einu bezta veitingahúsi bæjarins og nokkrum gestum með þeirri. Þar var Guttormur J. Guttormsson, hið tröllaukna skáld Ný-Islend- inga, og sópar enn mjög að hon- um, þó að aldurinn færist yfir. Gizkað var á, að um þrjú þús- und íslendingar hafi sótt sam- komu þessa víðs vegar að, svo að þarna hitti ég fjölda manna, sem of langt væri upp að telja. Einnig eru að venju mjög margir Winni- pegbúar í sumardvöl að Gimli um þetta leyti, svo að bærilegt var að ganga á milli góðbúanna. Eru allir umgengnishættir frjálslegri þarna á baðströndinni en í stór- borginni. Um kl. 7,30 hófst aftur kvöld- skemmtun í garðinum með því að hljómsveit lék, en síðan fór fram almennur útisöngur, sem séra Eric Sigmar, forseti lúterska kirkjufélagsins stjórnaði með miklum skörungsskap. Hann er enn tiltölulega ungur maður, hef- ir bylmingsrödd, er snar í hreyf- ingum, manna glaðastur og vei til foringja fallinn. Átti ég eftir að kynnast honum betur mér til mikillar ánægju, sem síðar mun sagt verða. Þarna voru sungnir margir al- kunnir islenzkir söngvar í kvöld- kyrrðinni meðan rökkrið seig yf- ir, unz stjörnurnar tóku að skína: Ó, fögur er vor fósturjörð, Hvað er svo glatt, Táp og fjör, Þú sæla heimsins svalalind, Þú bláfjalla- geimur og svo framvegis. Ungar og myndarlegar stúlkur frá Ár- borg sungu: Sú rödd var svo fög- ur, og fleiri íslenzka söngva með fjöri og tilfinningu. Enginn gat heyrt, að þær væiu eigi aldar upp á Islandi. ar þetta sumpart af því, að marg ir litu vesturferðirnar óhýru auga og töldu það fólk að fullu glatað ættjörðinni, sem burtu fluttist. Hins vegar fannst sumum vestur- förunum þeir hafa horfið frá litlu og eiga íslandi fátt gott að gjalda. Benjamín Kristjánssðn. Hvorugt er rétt eða þarf að vera rétt. Mundi ekki ýmsum i Noregi hafa þótt það horfa til landauðn- ar, er svo margir stórbændur flýðu land og sigldu til íslands? En það var þó þetta brot norsku þjóðarinnar, sem varðveitti og skapaði hinn mikla hugsjónaauð og sagnaljóð, sem varð öllum Norðurlöndunum og jafnvel ger- mönskum þjóðum andleg forða- næring um margar aldir. Þannig urðu íslendingar velgerðarmenn sinna gömlu forfeðra með því að vernda menningarerfðir sinar og endurmeta þær í nýju ljósi. Einmitt þessi sama aðstaða gaf skáldgáfu Stephans G. Stephans- sonar byr í seglin, og var hann að þessu leyti arftaki fornskáld- anna. Hann játar það, að dýrmæt astar af öllu og drýgstar til and- legs ávinnings hafi sér orðið hin- ar íslenzku endurminningar, þær voru gulltöflurnar hans. Vestur-íslendingar fluttu ekki j með sér veraldarauð fremur en Stephan yfir hafið, en þessar gull töflur gátu orðið öllum jafndýr- mætar, sem kunnu að meta þær, þær gerðu Stephan hlutgengan með stórskáldum veraldar og munu reynast öðrum álíka drjúgt fararnesti til brautargengis með- al erlendra þjóða. Þannig fóru allir með stóran arf, og sá arfur kann að geta ávaxtazt sjálfum þeim, ættþjóð- inni og öllum heimi til blessunar. Með landnámi sínu í Vesturheimi færir íslenzkur andi út áhrifa- svæði sitt. Eins og þeir voru frumferlar hvítra manna til þess- ) arar álfu, þannig eiga þeir og að verk rétt. Sagan hefir sín innri rök, sem tíminn leiðir í ljós. Þó að vesturferðirnar væri mikil blóðtaka fyrir litla þjóð á sínum tíma, getur sú blóðtaka orðið heimaþjóðinni jafnþýðingarmikil og landnám íslands varð fyrir Norðurlönd, ef rétt er að farið. Sagan hefur ávallt sýnt, að aukin viðskipti og andleg tengsl milli þjóða hafa skilað menning- unni fram á við. Ný viðfangsefni og aukin lífsreynsla hafa stælt gáfurnar, en vaxandi samúð og samvinna þjóða stutt þær og eflt til framfara. Ekki ætti að þurfa langa umhugsun til að sjá, hversu geysilegur ávinningur íslandi hlyti að vera að því bæði fjár- hagslega og menningarlega að eiga sér sem öflugastan frænda- styrk meðal þeirra voldugu þjóða, sem byggja Vesturheim. Og því meir sem ættleggur vor þar er virður, því áhrifameiri sem hann verður þeim mun meiri þýðingu hefir það fyrir ísland, að glata ekki frændum sínum í Vesturheimi. Þetta er svo auðsætt bara frá hagfræðilegu sjónarmiði, að undravert er, hvað menn hafa verið blindir fyrir því. En utan við allt þetta og jafn- vel enn dýrmætara er gleðin af því, að lifa í stærra samfélagi, hafa fundið þjóð sina vaxa og auka sambönd sín við heimsmenn inguna. Stephan G. sagði að vísu: Ég á orðið einhvern veginn ekkert föðurland. En með meiri rökum hefði hann getað sagt, að hann ætti tvö föðurlönd, og vissulega kunni hann að færa sér það í nyt öðrum betur. Með sterkara sambandi sín á milli og heimaþjóðarinnar gætu Vestur-Islendingar leyft sér þann munað að eiga tvö föðurlönd: ættlandið og fósturlandið. Og með því að halda betra sambandi við Vestur-íslendinga gætum vér hér heima notið. margs af gæðum beggja. Þetta reyndi ég að prédika eigi aðeins á þessum íslendingadegi, heldur og ýmsum öðrum sam- komum er ég var á vestra. Hvernig er unnt að treysta sambandið? Eigi ekki mikil tækifæri og stór saga að fara forgörðum verður að gera nú þegar róttækar ráð- stafanir. Fyrstu áratugina, meðan fólks- flutningar voru sem örastir vest- ur um haf, héldust frændsemis- og vinarböndin við af sjálfu sér. Bréfaskipti voru tíð og Vestur- heimsblöðin voru mikið lesin heima. Á sama hátt fylgdust land ar vestra með öllu, sem heima gerðist af lestri blaða og bóka. Nú er öðru vísi ástatt. Enda þótt samgöngum hafi fleygt fram, og nú sé ekki orðin dagleið yfir hafið, hafa íslendingar beggja megin hafsins fjarlægzt hverir aðra. Til þess liggja eðlilegar orsakir. Hópur landnemanna er tekirin að þynnast, og þriðja kyn- slóðin, sem alin er upp í enskum skólum þekkir ekki til gamla landsins neima af afspurn. Ef ætt arböndin eiga nú ekki að rofna og þjóðarbrotið vestan hafs að slitna að fullu úr tengslum við heimaþjóðina má sá vegur, sem milli þeirra liggur, ekki vaxa hrísi og hávu grasi, heldur verða fjölfarinn. Nú verður að gera mikið átak og stofna til stórauk- inna kynna milli Vestur-íslend- inga og heimaþjóðarinnar, báðum til ómetanlegs ávinnings. Gagnkvæmar heimsóknir Hópferðir aldraðs fólks úr Vest urheimi, eins og tíðkaðar hafa verið nokkur undanfarandj ár, eru mjög ánægjulegar. Vér höf- um hlakkað til þess á hverju sumri að mega eiga von á ætt- ingjum og vinum, sem komið hafa heim til gamla landsins eftir langa útivist. En þetta er ekki nóg. Af eðlilegum ástæðum hljóta þessar ferðir að fara þverrandi. Unga fólkið þarf líka að koma. Á síðastliðnu sumri komu til Framh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.