Morgunblaðið - 14.02.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.02.1958, Blaðsíða 18
18 MOTtCV1\ BLAÐIÐ Föstud. 14. febrúar 1958 ‘ Unglingum gefið fækifæri til oð kynnast badmin- toníþróttinni Mikill og góður árangur af kennslu Kirsten Hansen ÞAÐ er mikill hugur í badmin tonmönnum um þessar mundir. Þeir hafa hrundiff af stokkunum umfangsmikilli áætlun um kennslu í íþróttinni og kynningu hennar meðai æskufólks og þess fólks sem staindaö hefur þessa fögru skemmtilegu íþrótt. Dönsk stúlka Kirsten Hansen, starfar hjá félaginu um þessar mundir Kirsten Hansen og hafa margir kennslu hennar. notiff ágætrar Fyrir tekjur af firmakeppni Stjórn Tennis- og badminton- félagsins hefur skýrt svo frá að félaginu hafi auðnazt að fá hina dönsku stúlku til kennslu og gera aðrar áætlanir um kynningu íþróttarinnar, vegna ágóða af firmakeppninni sl. haust. Þeir sem þátt tóku í henni hafa því lagt hlut að auknu gengi badmin- toníþróttarinnar. Kirsten Hansen Það var fyrir milligöngu Jörg- en Baek, sem hér kenndi badmin- ton fyrir nokkrum árum að Kirsten Hansen réðist hingað. Hún er mjög fær badmintonkona, en það að þykja fær í Danmörku er nokkuð stórt lýsingarorð, því þar eru nálægt 500 badminton- félög, sem telja milli 20 og 30 þúsund félagsmenn. Og þar ná margir langt í iþróttinni, því byrjað er að stunda hana á unga aldri. Kirsten Hansen hefur sér- staklega lagt stund á badminton- kennslu. Hún hefur starfað hjá TBR nær 2 vikur. Fyrstu vikuna var hún með 13 leikmenn félagsins á eins konar kennaranámskeiði. Var áherzla lögð á að þeir lærðu öll undirstöðuatriði kennslu byrjenda. Var námskeiðið bæði verklegt í leik og fræðilegt. Þá var og leikfimi með á dagskránni. Létu þeir sem þátt tóku í nám- ske.iðinu mjög vel yfir þjálfun- inni. Annar þáttur kennslunnar er almenn þjálfun. Og mætir Kirsten Hansen á æfingum TBR og veitir tilsögn. Fræðslukvöld Á laugardagskvöldið kl. 6, verð ur efnt til kvikmyndasýningar og er öllum heimill aðgangur. Að kvikmyndasýningunni lokinni sýn ir Kirsten Hansen ásamt Vagni Óttossyni ýmis högg og hvernig taka á á móti ýmsum höggum. Loks verður á þessu fræðslu- kvöldi sýningarleikur í tvíliða- leik. Kirsten Hansen, Vagn Ótt- osson, Þorvaldur Ásgeirsson og Einar Jónsson verða leikmenn- irnir, en hvernig skipt verður niður er enn óráðið. íþróttin kynnt unglingum Á miðvikudag í næstu viku hefst enn nýr kynningarþátt- ur í starfsemi TBR. Ungling- um er þá boðið að koma í KR- húsið á tímanum kl. 1—2,40 og verður badmintoníþróttin þá kynnt fyrir þeim. Félagið legg ur fram spaða fyrir ungling- ana og dvölin í húsinu er þeim að kostnaðarlausu. Þeir fá að- eins tækifæri til að kynnast þeirri íþrótt, sem hundruð- um fslendinga og þúsundum manna víðs vegar um heim þykir skemmtilegust og feg- urst allra. Ekki þarf að hvetja unglinga til notfæra sér þetta einstæða tækifæri. Á TBR miklar þakkir fyrir þessa kynningu sem mun einstæð í sinni röð. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu: JSæri yiir því hvernig dretfi& var í riðlana SL. LAUGARDAG var dregið í riðla í úrslitakeppni heimsmeist- aramótsins í knattspyrnu. 16 lönd keppa til úrslita en keppnin fer fram í Svíþjóð. Riðlaskiptingin varð þannig: 1. riðill: Þýzkaland, Argentína, Tékkóslóvakía, N.-írland. 2. riðill: Frakkland, Paraguay, Júgóslavía og Skotland. 3. riðill: Svíþjóð, Mexico, Ung verjaland og Wales. 4. riðill: Austurriki, Brazilía, Rússland og Englana. Það vakti þegar auiygli að 4. riðillinn er áberandi sterkastur, en "þar eru 3 lið sem til greina þóttu koma sem sigurvegarar. Og nú hefur drátturinn í riðl- ana í heild verið kærður. Það eru Austurríkismenn sem kæra til alþjóðaknattspyrnusambands- ins. Rök þeirra eru þau, að áð- ur en dregið var í riðlana hafi löndum verið skipt í hópa eftir hnattlegu þeirra og síðan dregið úr hverjum hópi fyrir sig í hvern riðil. Þetta telja Austurríkismenn brot á reglum alþjóðasambands- ins. Enn er ekki vitað hvernig mál- inu lyktar, en þetta sýnir að keppnin er þegar orðin hörð og heit, jafnvel áður en leikirnir eru hafnir Bragi Kristjánsson Olympíunefnd Islands Á SAMBANDSRÁÐSFUNDI fþróttasambands íslands er hald- inn var á sl. hausti voru sam- þykktar nýjar starfsreglur fyrir Ólympíunefnd íslands og er nefndin nú fullskipuð samkv. þeim reglum. Sl. mánud. (10. febr.) hélt svo Ólympíunefnd sinn fyrsta fund. Þar var kosinn framkvæmda- nefnd og voru þessir kosnir: Bragi Kristjánsson, formaður. Gísli Halldórsson, varaform. Jens Guðbjörnsson, gjaldkeri. Ólafur Sveinsson, bréfritari. Birgir Kjaran, ritari. Fullskipuð er Ólympíunefndin þannig: Ben. G. Waage fulltrúi nefnd- arinnar hjá alþjóðaólympíunefnd inni, Guðmundur Sigurjónsson frá FRÍ, Árni Árnason frá HSÍ, Sigurjón Jónsson frá KSÍ, Gísli Kristjánsson frá SKÍ, Erlingur Pálsson frá SSÍ, Guðjón Einars- son, Stefán Runólfsson og Her- mann Guðmundsson frá ÍSÍ, Gunnar Vagnsson frá mennta- málaráðuneytinu, Bragi Krist- jánsson og Jens Guðbjörnsson fulltrúar fráfarandi Ólympíu- nefndar, Gísli Halldórsson, Birg- ir Kjaran og Ólafur Sveinsson fulltrúar Sambandsráðs ÍSÍ. IKF vann stúdenta 40=39 ÍÞRÓTTAFÉLAG stúdenta og ÍKF háðu æfingaleik í körfu- knattleik. Buðu stúdentar Kefl- víkingum til Reykjavíkur og fór leikurinn fram í íþróttahúsi Há- skólans. ÍKF bar sigur úr býtum með 40:39. í hálfleik stóð 21:13 fyrir Keflvíkinga. Leikurinn var góður og mjög spennandi. Verða opinberar stofnan- ir fluttar trá Reykjavík? Páll Zéphóníasson telur vafasamt, að Reykgavík eigi að fá öll útsvör ríkisstarfsmanna GÍSLI Guðmundsson, þingmaður Norður-Þingeyinga, flytur þings ályktunartillögu um aðsetur ríkis stofnana og embættismanna. Var hún rædd í sameinuðu þingi í gær. Tillaga Gísla er á þessa leið: „Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að láta fara fram endur skoðun á lagaákvæðum og stjórn arákvörðunum um aðsetur ríkis- stofnana og embættismanna og leggja fyrir Alþingi tillögur til breytinga, eftir því sem ástæða þykir til, að endurskoðun lokinni. Gefa skal fulltrúum — tilnefnd- um af fjórðungsþingum Aust- firðinga, Norðlendinga og Vest- firðinga, einum frá hverju fjórð- ungsþingi — kost á að taka þátt í endurskoðuninni, svo og einum fulltrúa frá fjórðungsþingi Sunn lendinga, ef stofnað verður“. Staðsetning skiptir miklu Gísli Guðmundsson fylgdi til- lögu sinni úr hlaði. Hann sagði, að staðsetning embætta og stofn ana gæti skipt miklu máli. Reykjavík hefði yfirleitt orðið fyrir valinu, m.a. vegna aðstæðna í samgöngumálum áður fyrr. Nú væru aðrir tímar, og gæti það skipt miklu fyrir önnur byggðar lög, ef unnt reyndist að flytja embætti eða stofnanir út á land. Það ætti hins vegar ekki að koma að sök fyrir höfuðstaðinn. Jöfnunarsjóður útsvara Páll -Zóphóniasson: Nefndin, sem athugar þetta mál, þarf að athuga fleira í þessu sam- bandi. í Reykjavík eru ýmsar opinberar stofnanir, sem vinna í þágu alls landsins. Menn sem þar vinna, greiða 30— 40% af útsvörum í Reykja- vík. Er réttlátt, að staður, sem menn eru staddir á af tilviljun, fái öll útsvör þeirra, og svo sé hægt að segja með sanni, að út- svör séu þar lægri en annars staðar? Væri ekki réttara, að út- svörin rynnu í einhvers konar jöfnunarsjóð? Og svo er þess líka að minnast, að í Reykjavík er heildverzlunin fyrir allt landið að mestu leyti. Sjónarmið þjóðarheildarinnar Bjarni Benediktsson: Það er síður en svo óeðlilegt, að stað- setning embætta og stofnana verði endurskoðuð. En það er óeðlilegt, að staðarleg sjónarmið verði látin ráða við þá endurskoð un eins og hér er gert ráð fyrir. Hér á fyrst og fremst að taka tillit til hagsmuna þjóðarheildar- innar og eðlilegast væri, að nefnd kosin af Alþingi fjallaði um hana. Ef gefa á fjórðungsþingunum kost á að tilnefna menn til að fjalla um málið, ætti og Reykja- vík að hafa sama rétt. Þarfirnar fara ekki eftir því, hver launin greiðir. Þá er það ræða Páls Zóphónías- Kvikmyndasýning Germonin EINN þekktasti málari Þjóðverja á siðari hluta síðustu aldar var Wilhelm Leibl. Eru myndir eftir hann í söfnum víða, og er hann þekktur fyrir mannamyndir sín- ar af öldruðu fólki í Bayern, og eru sumar þeirra gamansamar. Á kvikmyndasýningu Germaniu í Nýja Bíói laugardaginn 15. þ. m. kl. 2 e. h. verður sýnd kvikmynd í litum um Leibl, þ. á. m. af mörgum undraförgum málverk- um hans. Á þessari kvikmyndasýningu verður ennfremur sýnd kvik- mynd í litum frá ýmsum bæjum, er liggja við ána Main, og eru sumir þeirra gamlir mjög. Þá verða einnig sýndar nokkrar fréttamyndir um markverðustu atburði síðari hluta síðasta árs. Aðgangur að sýningunni er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. sonar hér áðan. Ef fara ætti eftir sjónarmiði hans um að binda fjár magnið við staði, ætti ekki að mega eyða neinu ríkisfé á öðrum stöðum landsins en þar sem það er fengið. Þetta er frumleg hugs- un og lýsir sveitavináttu ræðu- mannsins. Svo er og þess að minnast, að útsvör eru lögð á til að sinna þörfum borgaranna á hverjum stað og þær fara ekki eftir því, hvort launin koma frá ríkinu eða öðrum aðilum. Er þetta augljóst mál, og virðist Páll ekki hafa hugleitt það sem skyldi. Loks mun því fara víðsfjarri, að starfsmenn ríkisins greiði 30— 40% af útsvörunum í Reykjavík. Fulltrúar Reykvíkinga. Gísli Guðmundsson: í tillögu minni er ekki beinlínis gert ráð fyrir nefndarskipun. Ég geri ráð fyrir að leitað verði álits margra manna búsettra í Reykjavík, t. d. embættismanna, og auk þess er gert ráð fyrir að fjórðungsþing Sunnlendinga fái aðild að endur- skoðuninni, ef það verður stofn. að. Reykjavík yrði væntanlega þar með. Bjarni Benediktsson: í tillög. unni, sem hér liggur fyrir, er tal- að um fulltrúa tilnefnda af fjórð ungsþingunum og það eru slíkir hópar, sem í daglegu tali kall. ast nefndir. Þá sagði síðasti ræðu maður, að Reykvíkingar fengju talsmann, ef fjórðungsþing væri stofnað. Ætli sjónarmið Reykja- víkur væru ekki nokkuð önnur hér en t. d. manns úr Skaftafells sýslu? Og vafasamt er um aðild Reykvíkinga að slíku fjórðungs- þingi. — Einnig var talað um, að rætt yrði við ýmsa menn bú- setta í Reykjavík. Bæði Gísli Guðmundsson og Páll Zóphónías- son eru búsettir þar, en ég vildi gjarnan sjá framan í þann Reyk- víking, sem vildi kjósa þá fyrir fulltrúa sína. Gísli Guðmundsson: í heilum fjórðungum hafa ekki allir sömu sjónarmið, en við það verður að sitja. Annars hef ég ekki á móti, að Reykjavík verði gerð að 5. fjórðungnum hvað þessa endurskoðun snertir. Frekari umræður urðu ekki og fór málið til 2. umr. og fjárveit- inganefndar. Fjölmenn samkoma Skafffellinga HöFN í Hornafirði, 11. febr. —• Menningarfélag Austur-Skaftfell inga hélt hið árlega mót félags- ins í Mánagarði 8.—9. febrúar sl. Mótið setti formaður félagsins, séra Rögnvaldur Finnbogason í Bjarnarnesi, með ræðu. Þuríður Pálsdóttir, óperusöng- kona, söng bæði kvöldin, við mikla hrifningu áheyrenda. Hörð ur Ágústsson, listmálari, flutti er indi um myndlist og Sigurður Blöndal, skógfræðingur, flutti er indi um skógrækt og sýndi skuggamyndir til skýringar. Karlakór Hornafjarðar söng und- ir stjórn Bjarna Bjarnasonar í Brekkubæ. Síðari daginn hófst mótið með guðsþjónustu í Bjarnarneskirkju. Sóknarpresturinn, séra Rögn- valdur Finnbogason, messaði. Síð an var haldið í Mánagarð, þar sem mótinu var haldið áfram. Auk þess sem áður er sagt, fór þar fram ræðukeppni og ým- islegt fleira til skemmtunar og fróðleiks. Mótið var mjög fjöl- sótt, enda færð góð. Eru heima- menn aðkomufólkinu þakklátir fyrir komuna til Hornafjarðar. — Gummi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.