Morgunblaðið - 02.03.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.03.1958, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 2. marz 1958 ) trgíiitiiífeMifo Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæindastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalntstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Kristiiisson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. SJÓMENNSKA OG SKATTFRÍÐINDI IITAN UR HEÍMI SKORTUR á sjómönnum til starfa á íslenzka fiski- skipaflotanum verður með hverju árinu sem líður erf- iðara og torleystara vandamál. Á sl. ári varð að ráða um 1400 erlenda sjómenn á skipin, en samtals starfa á þeim, vélbátum og togurum, um 5000 manns. Hin- um erlendu sjómönnum urðu ís- lendingar síðan að greiða um 25 millj. króna í erlendum gjaldeyri í kaup á árinu 1957. Öllum má Ijóst vera, hve hættu lega þjóðin er á vegi stödd í þessu efni. Sjómennirnir og sjávarút- vegurinn framleiða um og yfir 95% af útflutningsverðmætum landsmanna. Þegar svo er komið, að ekki fást tæplega 5000 íslend- ingar til þess að sækja sjó á vél- bátum og togurum, er vissulega vá fyrir dyrum. Engum blandast hugur um það, að þótt -skipin séu fullkomnari en þau áður voru, og aðbúð sjómanna mun betri, þá er þó sjómennsk- an erf;ðara og áhættusamara starf en flest önnur, sem unnin eru í þessu landi. Það er því engan veginn óeðli- legt, þó að sjómannastéttin, sem leggur grundvöll að svo að segja allri gjaldeyrisöflun þjóðarinn- ar, geri kröfur til þess að vera ekki sett hjá um kaupgjald og lífskjör. Og þegar á það er litið, að hér er aðeins um að ræða um 5000 manns, ætti það ekki að vera þjóðfélaginu um megn að tryggja sjómönnum sínum þá aðstöðu, það kaupgjald og þau lífskjör, sem gerðu sjómennskuna eftirtóknar- verðari en hún er í dag. Tillögur Sjálfstæðis- manna Sjálfstæðismenn hafa haft á því glöggan skilning, að nauðsyn ber til þess, að gera skjótar ráð- stafanir til þess að auka áhuga ungra manna á Islandi á sjó- mennsku. Sjálfstæðismenn í bæjar stjórn Reykjavíkur hafa á hverju vori undanfarin ár gert út bát, þar sem ungum piltum í bænum hafa verið kennd undirstöðuatriði sjómennsku og fiskveiða. Hefur þetta gefizt mjög vel og vakið áhuga hjá mörgum unglingum á sjómennsku og fiskveiðum. — Þá hafa Sjálfstæðismenh á Alþingi flutt tillögur um að gerðar verði sérstakar ráðstafanir til þess, í samráði við samtök útvegsmanna og sjómanna, að ungum mönnum verði kenndar fiskveiðar, annað hvort með rekstri sérstaks skóla- skips eða útgerð togara eða vél- ' báts, sem sérstaklega hefði það hlutverk að kenna ungum mönn- | um sjómennsku, á líkan hátt og Reykjavíkurbær hefur gert, en i stærri stíl. Loks hafa Sjálfstæðismenn á þingi flutt um það tillögur ár eft ir ár, að sjómönnum verði veitt skattfríðindi, sem auki tekjur þeirra og bæti aðstöðu þeirra. Nú síðast hafa þeir Sigurður Ágústsson þingmaður Snæfell- inga, Björn Ólafsson, þingmaður Reykvíkinga og Kjartan o. Jó- hannsson þingmaður ísfirðinga lagt á þessu þingi fram frum- j varp um skattfríðindi sjómanna. En því hefur verið tekið með full- , komnu fálæti af hálfu vinstri , stjórnarinnar. | Sjómenn verði undan- þegnir tekjuskatti 1 þessu frumvarpi Sjálfstæðis- manna, sem stjórnarliðið er að reyna að svæfa, er lagt til, að sjó- menn, sem ráðnir eru á íslenzk fiskiskip lengri eða skemmri tíma á skattaárinu séu algerlega und- anþegnir því að greiða tekjuskatt Á þetta jafnt að gilda um þá sem taka kaup í hluta af afla sem hina, sem fá kaup sitt greitt í pen ingum. í greinargerð með frumvarp- inu komast flutningsmenn þannig að orði, að áriðandi sé að sjómönn um verði veit; þessi fríðindi, þar sem þjóðinni í heild sé lífsnauð- synlegt að ungir menn fáist til þess að vinna við aðalútflutnings- framleiðslu landsmanna, sem sér þeim fyrir 90—95% af þeim er- lenda gjaldeyri, sem þeir afla sér árlega fyrir seldar afurðir á er- lendum mörkuðum. Allir, sem til þekkja, vita, að hin ofsalega skattheimta, sem birtist í skattránsstefnu Eysteins Jónssonar er ein meginorsök þess að sjómenn fást ekk’i á íslenzka fiskiskipaflotann. Menn þreytast á þvi að vinna erfiðustu störfin í þjóðfélaginu til þess að láta rýja sig inn að slcyrtunni ef sæmilega aflast og sjómaðurinn fær góðan hlut öðru hverju. Það er gömul saga og ný að fjöldi sjómanna fer í land vegna þess að þeir eru þreyttir á að „fiska fyrir Ey- stein“. 1 þessum efnum dugar ekkert annað en veruleg stefnubreyting. Hinn fámenni hópur, sem stendur undir útflutningsframleiðslu Is- lendinga verður að fá bætta að- stöðu. Þá aðstöðu er háegt að veita honum án þess að íþyngja sjálf- um framleiðslutækjimum, sem verðbólgustefna kommúnista og fylgifiska beirra hafa steypt út í botnlausan hallarekstur. Með þvi að undanþiggja sjómenn greiðslu tekjuskatts eins og Sjálf stæðismenn leggja til, er stórt og raunhæft spor stigið í þá átt að tryggja fiskiskipaflota okkar nægilegan íslenzkan mannafla og spara okkur stórfelldu gjaldeyr- iseyðslu og margvíslegt óhagræði af ráðningu erlendra sjómanna til landsins. Kák vinstri stjórnar- innar 1 frumvarpi ríkistjórnarinnar um breytingu á skattalögum, sem nýlega var lagt fram á Alþingi, er gert ráð f „ rir nokkrum skatt- friðindum sjómönnum til handa. En þær tillögur eru kák eitt. Þar er lagt til að sjómenn fái heimild til að draga frá tekjum sínum sem svarar 500 kr. á mánuði vegna hlífðarfatakostnaðar. Þá er og lagt til í frumvarpinu, að sjó- mönnum sé veittur sérstakur frá- dráttur að upphæð kr. 850 fyrir hvern mánuð ,g á hann að miðast við þann vikufjölda, er þeir eru háðir greiðslu slysatrygginga- iðgjalda sem fiskimenn, enda hafi þeir verið skipverjar á fiskiskip- um i að minnsta kosti þrjá mán- uði á skattárinu. Þessi hlunnindi eru svo smá- vægileg að þau geta aldrei valdið neinum straumhvörfum í þá átt, að hvetja unga og efnilega menn til þess að leggja stund á sjó- i jnennsku. i Elísabet drottningarmóðir hefir veriff á ferffalagi um Ástralíu. Myndin er tekin í Canberra, en þar var drottningarmóffirin m. a. kynnt fyrir nokkrum hóp manna, er tekiff höfffu þátt í Búa- stríðinu. Að baki drottningar sést landstjórinn Sir William Slim, marskálkur. Myndin var tekin, er nýr rektor tók viff embætti stól og heldur ræffu, og áheyrendur hlýffa á, þ. misjafnlega mikilli eftirtekt, því aff viff þetta tæ aff engin hætta er á, aff athöfnin verffi hátíffleg slíku í rektor og tigna áhorfendur. í þetta sinn ir ein þeirra lent fyrir framan Fjlip prins eins hafa látiff eins mikiff til sín taka og viff þessa Just viff Edinborgarháskóla. Rektor stendur í ræffu- á m. Filip prins. Álieyrendur munu þó hlusta af kifæri hafa stúdentar til siffs aff láta allilla, svo um of. Þeir kasta tómötum, eggjum og öffru köstuffu þeir einnig klósettpappírsrúllum, og hef- og sjá má á myndinni. Sjaldan munu stúdentar athöfn. Nýi rektorinn heitir dr. James Robertson Eins og margir affrir arabískir þjóffhöfffingjar er Shakhbut bin Sultan hamingjusamur maffur, ef hamingja verffur keypt fyrir peninga. I ríki hans, Abu Dhabi, er mikiff um olíu og hann hefur samiff um helmingaskipti á ágóffanum eins og venja er. Á myndinni er Shakhbut á leið til „eyjarinnar“ fljótandi, „Ádma Enterprise" en þaffan er boraff niffur á hafsbotn eftir olíu. Meff höfffingjanum á myndinni eru stjórnendur olíufélagsins sem deila auffinum meff honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.