Morgunblaðið - 02.03.1958, Síða 18

Morgunblaðið - 02.03.1958, Síða 18
18 MORGVNfíL AÐIÐ Sunnudagur 2. marz 1958 Smásaga dagsins: 2), rciugci liúáiÉ eftir Andrés Maurois Bók til láns! Lærið að lesa 1 lófa. Spáið fyrir vinum yðar næst þegar þið hittist. Sendið nafn og heimilisfang ásamt greiðslu í Pósthólf 339, Rvík, og ég sendi yður fulikomna kenn'slubók í lófalestri. Ef yður líkar ekki bókin, þá endursendið hana innan 5 daga og ég endursendi greiðsl- una. Verð bókarinnar er kr. 20. Félagsláf Knattspyrnufélagið Þróttur Leikfimin er í dag kl. 4,20 í K.R.-heimilinu. Mætið stundvís- iega.— Nefndin. Knattspyrnuféiagið Valur Skemmtifundur fyrir 4. og 5. flokk verður í félagsheimilinu í dag kl. 2. Mörg skemmtiatriði, m.a. verða sýndar teiknimyndir. Fjölmennið. _________— Unglingaleiðtogi._ Knattspyrnufélagið Valur Handknattleiksfólk. Æfingar mánudag: Stúlkur kl. 6.00. III flokkur kl. 6,50. Meistara, I og II fl. kl. 7,40. Myndatökur verða eftir æfing- ar. Fjölmennið og mætið rétt- stundis. — Þjálfari. k____________________________ Kennslo Enska — Danska Örfáir tímar lausir. Kristín Óladóttir Bergstaðastræti 9 B Sími 14263. FYRIR tveimur árum, sagði hún frá, var ég talsvert lasin. Þá tók ég eftir því, að mig dreymdi á hverri nóttu sama drauminn: Ég var á gönguferð úti í sveit. Úr fjarlægð sá ég hvítt, lágreist hús, sem var um lukið linditrjám. Til vinstri var tún, þar sem nokkur tré voru á stangli, en fyrir framan húsið var hvítmál- uð girðing. Innan við girðingarhlið- ið tók við stuttur, krókóttur vegar- spotti inn á milli trjáa, en þar uxu falleg blóm, prímúlur og anemónur. Húsið var byggt úr hvítum steini og á því var helluþak. Litlar tröpp- ur lágu upp að útidyrunum, en hurðirnar voru úr björtum eikar- við og skreyttar útskurði. Mig laug aði til þess að sjá húsið en enginn anzaði mér, er ég hringdi og kallaði. Og ég var mjög vonsvikin, þegar ég vaknaði. Þannig dreymdi mig og þessi draumur kom hvað eftir ann- að marga mánuði í röð og smátt og smátt sótti það á mig að ég hefði sennilega séð þetta hús og þennan garð í æsku minni. En mér var ómögulegt að muna í vöku, hvar þetta hús var. En það var mér smátt og smátt likt og ástríða að leita úppi þetta hús og ég i k vað að nota sumarleyfi mín til þess að leita að því við þjóðvegi Frakk- lands. Gerði ég margar ferðir í þessum tilgangi í litla bílnum mín- um. Ég leitaði og leitaði eftir draumahúsinu mínu. Einn dag fór ég um dalverpi, sem liggur rétt hjá Isle-Adam og það var eins og ég hrylcki við, en þó ekki óþægilega. Það var svipuð tilfinning og þegar maður kemur aftur á stað, sem maður hefur unn- að og sér aftur fornar slóðir og gamla kunningja. Þó ég hefði aldrei áður komið í þetta hérað, þekkti ég landslagið maetavel. Þarna voru trén á engihu, þarna voru líka lind- trén og bak við hið fingerða lauf þeirra glitti í hús. Þá vissi ég, að þarna hefði ég fundið drauma húsið mitt. Það var mér sízt af öllu ókunnugt, að hundrað metra frá þeim stað, er ég stóð á, lá beinn vegur, sem mundi skera götuna. Vegurinn var þarna og ég gekk hann. Þá kom ég að hliðinu og að stígnum, sem ég hafði svo oft geng- ið. Ég dáðist að blómaskrautinu og þegar ég hafði gengið stíginn undir linditrjánum sá ég grænan gras- blett og litlu tröppurnar en við efsta þrepið blöstu við hvítu eikar- dyrnar. Ég gekk rösklega upp tröpp urnar og hringdi. Ég hafði óttazt að enginn mundi anza, en næstum því óðara kom fram í dyragættina gamall maður, með dapran svip, klæddur í svartan jakka. Þegar hann sá mig, virtist honum verða mikið um það. Hann horfði á mig með skarpri athygli, en sagði ekk- ert. „Ég kem hér ef til vill íram með undarlega bæn“, sagði ég. „Ég þekki ekki eiganda hússins en það mundi vera mér til mikillar gleði ef ég gæti fengið leyfi til að líta á húsið.“ „Húsið er til leigu, náðuga frú", sagði hann í döprum tón. „Og ég er hér til að sýna það“. „Til leigu!“, hrópaði ég upp. „Það var óvænt! En af hverju býr fólkið ekki í svona fallegu húsi? „Eigendurnir hafa búið hér, náð- uga frú. Þeir hafa þá fyrst yfirgefið það, þegar þeim var ekki lengur vært fyrir draugagangi." „Draugagangi!", hrópaði ég upp. „Það truflar mig reyndar ekki Ég hef ekki mikla trú á draugum og dulsýnum. Ég vissi ekki, að menn væru svo trúaðir á upprisu hirma dauðu hér í þessu héraði". „Ég mundi heldur ekki trúa því“, svaraði hann alvarlegur, „ef ég hefði ekki sjálfur mætt þessum svip svo margoft hér í húsinu, þessum sama svip, sem hefur rekið fólk mitt á burt". „Þetta er meiri skáldsagan!", kall aði ég upp yfir mig og reyndi að hlæja. „Já, skáldsaga", sagði gamli mað urinn og leit á mig með ásökunar- svip. „En það er saga, sem þér ættuð allra sízt að hlæja að, náð- uga frú. Því að þér — voruð sjálfar draugurinn!" PARKER SKILINN LONDON, 28. febr. — í dag féli dórnur í skilnaðarmáli Parker- hjónanna, sem frægt er nú orðið. Parker var áður einkaritari her- togans af Edinborg, en sagði því embætti af sér í sumar vegna þess að kona hans krafðist skiln- aðar sakir grunsemda um hju- skaparbrot. Það fór einnig svo, að hjúskaparbrot sannaðist á Parker — og var konunni veittur skilnaður. Börn þeirra tvö verða í umsjá móðurinnar. t LESBOK BARNAN 'A r ESBÓK BARNANNA S FELUMYND Tommi fór út á göngu með litla hvolpinn sinn. Hann hafði með sér poka, sem hann geymdi í mat handa mörgum dýrum, er hann bjóst við að sjá á leiðinni. Hvaða dýr haldið þið, að það hafi verið? Þau eru öll á myndinni, en það er dálítið erfitt að koma auga á þau. — Reyndu nú að finna níu dýr og litaðu svo myndina á eftir. hann, að um vetrarsól- hvörf sjáist ekki sól á Thule. Margt annað segir hann, sem sýnir að klerk- ar þeir, er hann átti tal við, hafa verið hér kunn- ugir og sagt honum sann- ar fréttir af landinu. Fyrsta byggð Eins og sést af frásögn Dicuilusar, hafa írskir munkar og einsetumenn verið farnir að dvelja á íslandi, þegar fyrir árið 800. Ekki er vitað, hve- nær írar hafa fundið ts- land en telja má öruggt, að það hafi verið a.m.k. 100 árum áður en norræn- ir menn fundu landið (Naddoður, Garðar Svav- arsson). írsku munkarnir og einsetumennirnir, sem dvöldu á íslandi voru af norrænum mönnum kall- : Víkingur gengur á ldnd. aðir Papar (feður). Þeir sóttust eftir að lifa á af- skekktum eða óbyggðum stöðum, þar sem þeir gótu þjónað Guði ótrufl- aðir af heiminum, en þeir voru menn kristnir. Paparnir lifðu fábrotnu lífi í hellum eða hreysum og vörðu tímanum til guð- rækilegra íhugana og bænagerða. Þeir vildu ekki búa í nábýli við heiðna menn. Upp úr 874 fara nor- rænir menn að flytjast til íslands, svo ört að talið er að landið hafi orðið al- byggt á 60 árum. Heiðnir víkingar höfðu numið land. Einsetumenn irnir gátu ekki lengur notið kyrrðar og friðar, og þess vegna yfirgáfu þeir hina fátæklegu bú- staði sína og héldu aftur heim til írlands. Sums staðar líkist brott för þeirra flótta, því að þeir skildu eftir irskar bækur, bjöllur og bagla (biskupsstafi) og fleiri hluti. Nokkur örnefni á Is- landi eru kennd við pap- ana, en engin sýnileg um- merki um dvöl þeirra í landinu hafa varðveizt. Kæra Lesbók. Við sendum þér hér tvær stafaþrautir, sem við biðjum þig að birta i næsta blaði. Stöfunum í þraut nr. 1 á að raða þannig, að lesa megi tvö kvenmannsnöfn, lárét.t og lóðrétt, en í þraut nr. 2, tvö karl- mannsnöfn. Svo þökkum við þér fyrir alla skemmtunina, sem þú hefur veitt okkur í vetur. Fóstbræður. G Á T U R 1. Hvert er það grjót- búr, sem gefur af sér regn skúr? ?-?-? 2. í hverju báru meyj- arnar mjöðinn til skemmt unar? — Það var hvorki með höndum gert, né hamri slegið. ?-?-? 3. Gettu hvað ég fann á Grímseyjarsundi; úr kú; af kálfi; úr manni; af sauð? ?-?-? 4. Upp úr öskustó, hún arkar há og mjó. Tróðan var svo tindilfætt, hún teygði sig og hló. ?-?-? 5. Út gekk ég óvís, inn gekk ég vís. Sá ég hvar átján tungur í einu höfði inni sungu. Helga Guömundsd., 9 ára. Rannveig Guömundsd., 12 ára. Reykjavík. SKRÍTLUSAMKEPPNIN 71. Einu sinni fór stúlka til myndasmiðs og bað hann að taka mynd af sér. „Hvers konar mynd viltu fá“, spurði mynda- smiðurinn, „á það að vera brjóstmynd?" „Mér þætti vænt um, ef höfuðið mætti fylgja með“, svaraði stúlkan. j i i 72. Tannlæknirinn: — Hvers vegna hljóðið þér svona, maður? Ég er ekki farinn að snerta við neinni tönn enn þá. Sjúklingurinn: — Nei, veit ég það, en þér troðið ofan ó tærnar á mér. 73. Lilli: — Pabbi! Pabbi: — Æ, þegiðu, ég hef ekki tíma til að svara þér. Lilli: — Pabbi! Pabbi: — Ég er búinn að segja, að ég hefi ekki tima til að svara þér. Lilli: — Það er bara ein spurning. Pabbi: — Hvað viltu þá? Lilli: — Hvað er vind- urinn að gera, þegar hann blæs ekki? ! ! ! 74. Nokkrir bændur voru samankomnir . og meðal þeirra var einn með mjög milcið og úfið hár. Einn bændanna segir þá við hann í gamni: „Höfuðið á þér er eins og heysáta að sjá“. „Nú þess vegna eru all- ir þessir asnar í kringum mig“, svaraði hann. ! ! ! 75. Dómarinn (við litla stúlku): „Var hann pabbi þinn undir áhrifum víns, þegar hún mamma þín barði hann?“ Stúlkan: „Nei, hann var undir eldhúsborðinu“. Fóctbræður, Reykjavík. —o— 76. Mamma: „Ef þú ert svona vond telpa og ó- þekk, Ella mín, þá verða börnin þín svona líka“. Ella (hróðug): „Þarna komstu upp um þig, mamma, þú hefur þá ver- ið óþekk, þegar þú varst lítil“. Júlía, 7 ára, Rvík. —o— 77. Málarinn: „Það tók mig tíu ár að komast að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.