Morgunblaðið - 20.03.1958, Side 1

Morgunblaðið - 20.03.1958, Side 1
„Innan fiskveiðitakmarkanna eiga íslendingar einir að ráða" Jón Jónsson og Davið Ólafsson fluttu mál Islands i Genf i gær Genf, 19. marz. — Einkaskeyti frá Gunnari G. Schram, fréttaritara Morgunblaðsins. í DAG tóku fulltrúar íslands í landgrunnsnefndinni og fisk- friðunarnefndinni til máls. Voru það þeir Jón Jónsson fiski- fræðingur og Davíð Ólafsson fiskimálastjóri. Jón Jónsson talaði á fundi færi ekki út í öfgar, eins og landgrunnsnefndarinnar og gerði á rökstuddan og skilmerkilegan hátt grein fyrir sjónarmiðum Is- lendinga. Kvað hann íslendinga vilja njóta forgangsréttar til fisk- veiða og friðunaraðgerða á land- grunnshafinu og gagnrýndi að svo hefði ekki verið áætlað í til- lögum þjóðréttarnefndarinnar. Sagði hann ekki nægiiegt að strandríkjum væri heimilað að vinna auðæfi úr sjávarbotninum, fiskveiðilögsaga í landgrunnshaf- inu væri strandríkjum nauðsyn- leg. Reynslan hefur sýnt, sagði Jón, að mjög erfiðlega hefur gengið að ná alþjóðasamkomulagi um friðun fiskistofnanna, svo sem til raunir til friðunar Faxaflóa sýna. Rakti hann síðan landgrunnslög- in og aðgerðirnar 1950 og 1952 — og um ofveiði nefndi hann sem dæmi skarkola og aukningu stofnsins eftir friðunina. Reglurnar frá 1950 og 1952 hafa borið allgóðan árangur í heild, en þær verða að teljast fyrstu skrefin á markaðri braut. Skoðun okkar er sú, að nauð- synlegt muni verða að setja regl- ur, sem ná út fyrir núverandi fiskveiiðtakmörk, sagði hann. Við teljum að fiskurinn sé okk- ar „landsgrunnsauðæfi“, og við getum ekki fallizt á þá megin- reglu, sem ekkert tillit tekur til þess, sagði Jón. Síðan benti Jón á að íslending- ar ættu engar landgrunnsauðlind ir aðrar en fiskinn, friðunarað- gerðirnar hefðu ekki aðeins leitt til hagsbóta fyrir íslendinga, held ur tugþúsundir erlendra fiski- manna. Kvaðst hann síðar mundu ræða málið í einstökum atriðum. Fulltrúar Ástralíu og Kanada töluðu einnig og rökstuddu land- grunnskröfur sínar, en undan- skildu fiskveiðiréttindi. O—♦—O Á síðdegisfundi fiskfriðunar- nefndarinnar flutti Davið Ólafs- son ræðu, sem mikla athygli vakti — og túlkaði á rökfastan og mjög skilmerkilegan hátt sjón armið Islendinga í fiskfriðunar- og fiskverndunarmálunum. Lýsti hann sérstaklega aðstöðu íslands með tilliti til iiskveiðanna og gerði tölulegan samanburð á þýð- ingu fiskveiðanna fyrir íslend- inga — og aðrar þjóðir. Sá samanburður sýndi greini- lega hina algjöru sérstöðu íslands í þessu tilliti. Rakti Davíð stutt- lega sögu ofveiðanna og taldi ís- land mjög lilynnt aðgcrðum til friðunar fiskstofninum. Friðunaraðgerðir byggðar á al- þjóðasamvinnu gætu þó aðeins komið til greina utan fiskveiði- takmarkanna, eins og þau eru á hverjum tíma. Innan fiskveiðitakmarkanna eiga íslendingar einir að ráða framkvæmdum, sem hlytu að miðast við að tryggja afkomu þjóðarinnar á forgangsgrund- velli, sagði Davíð. Lagði hann áherzlu á að Is- lendingar hefðu mikinn áhuga á aö tryggja jafnan rétt allra á haf- inu, en gæta yrði þess að sú regla reynslan hefði orðið við ísland, þegar öllum skipum var leyft að fiska upp að þriggja mílna land- helgi og inni á flóum. Sagði hann, að með þeim fyrirvara, sem hann hefði gert, mundi íslenzka sendinefndin geta í meginatrið- um fallizt á uppkastið varðandi friðunarreglur, en áskilja sér rétt til þess að bera fram eða styðja breytingartillögur, þegar þar að kæmi. Hammarskjöld lil Moskvu NEW YORK, 19. marz — Hamm- arskjöld fer áleiðis til Moskvu á morgun, en þangað fer hann í boði Ráðstjórnarinnar. Mun hann hafa stutta viðdvöl í Stokkhólmi og Helsingfors á austurleið — og ráðgert er að hann komi til Moskvu á sunnudag — og á mánudag hefur hann viðræður i við Gromyko utanríkisráðherra. | Á heimleiðinni er ákveðið að hann komi við í London og ræði við brezka utanríkisráðuneytis- stjórann 31. þ. m. Franska sfjórnin enn í PARÍS, 19. marz — Ekki þykir horfa vænlegar í frönskum stjórn málum nú en fyrri daginn, því að jafnvel er búizt við því að forsætisráðherraferli Gaillards verði lokið í þessari viku — a. m. k. í bili. íhaldsmenn eiga 3 ráðherra í stjórn hans og þeir hafa hótað að hætta stuðningi við stjórnina ef slakað verður hið minnsta á kröfum Frakka um áframhaldandi herbækistöðvar í Túnis. Hægri sinnaðir radikalar og de Gaullistar styðja íhalds- menn hvað þessu viðvíkur. Vinstrisinnaður radikalar og jafnaðarmenn eru á öndverðum meiði og krefjast málamiðlunar við Bourgiba og friðsamlegri sam skipti við Túnisbúa. — Sljórn Gaillards er hin 24. í röðinni síð- an styrjöldinni lauk — og hún hefur nú setið í 19 vikur. Murphy og Beeley ræddu við Gaillard í dag. Sagt er, að þeir 7 tungl ú 7 múnuðum WASHINGTON, 19. marz — John Hagen skýrði svo frá í dag, að bandaríski sjóherinn ráðgerði að skjóta út í geiminn 7 gervitungl- um á næstu 7 mánuöum. Þessi taingl verða um og yfir 10 kg. að þyngd og 50 cm. í þvermál, eða nokkru stærri en „Framvörð- ur“. Margvíslegum mælitækjum verður komið fyrir i tunglunum — og sagði Hagen, að í næsta tungli yrðu tæki, sem aðallega mundu gefa upplýsingar um sól- argcislana. Enn flýja Pólv erjar KAUPMANNAHÖFN, 19. marz— Þrír pólskir sjómenn komu til hafnar í Borgundarhólmi í dag á litlum fiskibáti. Tveir þeirra báð- ust hælis sem pólitískir flótta- menn í Danmörku. Sá þriðji vildi ekki stíga á land og hélt kyrru fyrir á skipsfjöl. 10 pólskir sjómenn hafa flúið til Danmerk- ur það sem af er þessu ári. hafi fengið Frakka til þess að fallast á að láta flugvelli í Túnis af hendi við þarlend stjórar- völd. Samkvæmt síðustu fréttum mun hafa náðst samkomulag við Burgiba um að Frakkar fengju að halda flotahöfninni í Bizerta þar til öðru vísi væri ákveðið, ef þeir hyrfu þegar í stað með allan her sinn á brott úr öðrum hlutum- landsins. Hér er um að ræða samkomulag milli Bourgiba og brezka og bandaríska sátta- semjarans. Þá mun Bourgiba einnig vera reiðubúinn til þess að veita tryggingu fyrir því að uppreisnarmenn í Alsír fái ekki að hafa afnot af flugvöllum í Túnis. Ef Bourgiba hvikar hvergi frá þessari afstöðu — og fransk- ir íhaldsmenn sitja við sinn keyp — þá mun skammt til falls frönsku stjórnarinnar. „Litla Evrópa66 STRASSBORG, 19. marz — Þing hinnar nýstofnuöu „Litlu-Ev- rópu“ kom saman í Strassborg í dag í fyrsta sinn. Hér er um að ræða yfirstjórn markaðsbanda- lagsins, Euratom, og kol- og stál- samsteypunnar, en ttalía, Frakk- land, V-Þýzkaland og Benelux- löndin eiga aðild að þessum sam- tökum. Franski stjórnmálamað- urinn Schuman var kjörinn for- seti þingsins. Dr. Hagen, sem stjórnað hefur tilraunum með að skjóta Van- guard-gervitunglinu á Ioft, hefur hvað eftir annað orðið fyrlr miklum vonbrigöum, þegar tilraunirnar liafa mistckizt. Loks gerðist sá atburður fyrir nokkrum dögum, að Vanguard lióf sif á loft frá Canaveral-höfða og þeytti gervitunglinu á sporbraut umhverfis jörðina. — Á mynd þessari sýnir dr. Hagen gervi- tunglið, vinstra megin og síðasta þrep eldflaugarinnar, hægra megin. Það er þetta þrep sem bar gervitunglið síðasta áfang- ann og snýst það nú ásamt gervitunglinu kringum jörðina. Mun þctta siðasta þrep eldflaugarinnar stundum sjást með berum augum. Miðar í rétta átt? NEW YORK, 19. marz — Tals- maður Bandaríkjastjórnar hefur látið svo um mælt, að stjórn hans sé hlynnt því að fundur æðstu manna verði boðaður annað hvort í Genf eða í Stokkhólmi að hausti. Talið er, að Bandaríkja- stjórn sé mjög mótfallin því að fundurinn verði haldinn í Banda- ríkjunum, Krúsjeff og Bulganin hafi lengi langað til þess að koma til Bandaríkjanna — og sagt er, að stjórnin óttist að þeir mundu vinna áróðurssigur, ef þeir kæmu fram fyrir bandarískan almenn- ing. Utanríkisráðherrafundi IMorðurlanda lokið STOKKHÓLMI, 19. marz — Fundi utanríkisráðherra Norður- landa lauk hér í borg í dag. í sameiginlegri yfirlýsingu fundar- ins sagði m. a., að Norðurlöndin myndu styðja allar tilraunir, sem miðuðu að því að koma á sam- komulagi um afvopnun og stöðv- un framleiðslu kjarnorku- sprengna. Taldi fundurinn heilla- vænlegt að „afvopna“ einhver un tilrauna með kjarnorkuvopn um lengri eða slcemmri tíma — og jafnvel um óákveðinn tíma. Þá töldu utanríkisráðherrarnir ekki úr vegi að athuga betur hvort ekki mundi reynast heilla- vænlegt að afvopna einhver ákveðin svæði — það gæti orðið vísir að stærri vopnlausum belt- um — og algerri afvopnun. Þá var ákveðið á þessum fundi, að afnám vegabréfa í ferðalögum Norðurlandabúa á milli Norðurlandanna skyldi ganga í gildi 1. maí nk. BONN, 19. marz — Ráðstjórnin hefur gert V-Þjóðverjum tilboð þess efnis, að gerðir verði friðar- samningar Rússa og Þjóðverja — og meðal skilyrða er, að fulltrú- ar V- og A-Þjóðverja undirriti samningana báðir. Þá segir i fréttum, að sendi- herrar Rússa í London, París og Washington hafi fengið nauðsyn- leg fyrirmæli frá Kreml til þess að hefja undirbúning að utan- ríkisráðherrafuridinum, sem und- irbúa á ríkisleiðtogafundinn. — Bandaríkjastjórn heldur enn fast við kröfu sína um að sameining Þýzkalands verði rædd á ríkis- leiðtogafundi, en Rússar eru því algerlega andvígir. Verkfallið algert BONN, 19. marz — Sólarhrings- verkfall opinberra þjónustu- manna og flutningaverkamanna í V-Þýzkalandi lamaði í dag með öllu allar reglulegar samgöngur í landinu. Þátttakan er sögð hafa verið alger — og um 225 þús. manns lögðu niður vinnu til þess að leggja áherzlu á að þegar verði gengið að kröfum atvinnu- stétta þessara um hærri laun. Samninganefndir koma saman á morgun, en ef ekki hafa náðst samningar fyrir sunnudagskvöld, hafa atvinnustéttir þessar hótað algeru verkfalli frá og með mánu dagsmorgni. Einnig er talin hætta á því að verkföll skelli á í járn- og stáliðnaðinum á næst- unni. □-----------------□ HÖFÐABORG, 19. marz. — Vís- indamenn í S-Afríku tóku í dag myndir af bandaríska gervimán- anum Könnuði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.