Morgunblaðið - 25.03.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.03.1958, Blaðsíða 6
6 MORCVNBT. AÐIÐ Þriðjudagur 25. marz 1958 Orrustuskipin eru úrelt orðin. Stóru orrustuskipin verða úrelt en kjarnorkukafbátar koma í staðinn Bretar eru einnig að amast við ameriskum flugmönnum, sem hafa bækistöðvar í Bretlandi, á sama tíma og við þeim blasir staðfeynd, sem þeir óttast mest af öllu, að allt hið bandaríska herlið verði kvatt heim. Það má vera, segir James Rest- on, að hver einasta kynslóð sem lifað hefur eftir daga Adams og Evu hafi kallað sitt lífskeið um- brotatíma. En umbrotin og breyt- ingarnar hafa aldrei verið eins miklar og nú. Ýmsar nýjungar I I I í University of Virginia í Charlottesville í Bandaríkjunum hefur tekið í þjónustu sína sjón- varp — á allsérstæðan hátt. Er það í sambandi við lestrarsal skólans — og miðar að því að auðvelda bókavörðum og grúsk- LÖGMÁL sjóhernaðarins taka nú svo miklum breyting<um með nýrri vopnatækni, að heita má að þar sé um algera byltingu að ræða. Þróun tækn- innar á þessu sviði er jafnvel svo ör, að flotaforingjunum veitist erfitt að fylgjast með tímanum. Fyrir nokkru virð- ist þó sem yfirmenn Banda- ríkjaflota hafi viðurkennt þá mikilvægu staðreynd, að stór orrustuskip eru orðin úrelt sjóhernaði. Það var ákveðið að leggja síðasta orrustuskipi Bandaríkjaflotans, hinu 45 þús. rúmlesta Wisconsin. Það hefur aldrei komið fyr- ir síðan einhvern tíma á síð- ustu öld að Bandaríkjamenn hafi ekkert orrustuskip til taks. En sannleikurinn er sá, að slík risaskip, eins og Wisconsin, sem kostaði á sínum tíma um 100 milljónir dollara, eru ákaf lega gagnslítil, — en hins veg- ar hentug skotmörk fyrir óvinaflota. Um líkt leyti og þessu vold- uga skipi er lagt innan um önnur gömul og úr- elt skip berast fregnir um það frá Kaliforniu að nýjum kjarn orkuknúnum kafbáti „Gray- back“ hafi verið hleypt af stokkunum í Vallejo og kaf- báturinn „Skate“ kemur til hafnar í Portland, Englandi, eftir að hafa siglt í kafi yfir Atlantshafið. — Kafbáturinn þurfti aldrei að koma upp á yfirborðið og tók ferðin átta daga. >— Þá er talað um það að senda kjarnorkukafbát undir ísinn á norðurpólnum milli Atlantshafs og Kyrra- hafs. Einn kunnasti fréttamaður New York Times, James Rest- on, ræðir nýlega þessi nýju viðhorf í flotamálum í grein í blaði sínu og skal hér skýrt frá nokkrum atriðum í grein hans. Byltingin í smíði kafbáta get- ur haft í för með sér stórfelldar stjórnmálalegar afleiðingar. Eins og stendur hafa Bandarikin sam- ið um stjórnmálalegar skuld- bindingar við 43 riki um allan heim og þau hafa yfir 200 flug- og flotastöðvar í rikjum allt í kringum kommúnistastórveldið. Þessar stöðvar eru nú nauðsyn- legar, til þess að hið bandaríska herveldi sé í færi við Sovétríkin, ef stórstyrjöld kynni að breiðast út. En hvað um framtíðina? Ekki munu líða mörg ár, — það verður líklega á síðustu ár- um I núverandi stjórnartíð Eisen- howers,—þar til Bandaríkin geta búið kafbáta sina kjarnorkuflug- skeytum. Svo geta kafbátarnir legið svo mánuðum skiptir á hafsbotni, nálægt ströndum Sovét-Rússlands,’ huidir af heim- skautsísnum, þar sem ómögulegt verður að finna þá. Jafnframt þessu mun flug- skeytasmíði fleygja svo fram, að herbækistöðvar í löndum nálægt Sovétríkjunum hætta að vera ódýrasta aðferðin til skjótra gagnárása. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að skilja, hvaða þýðingu það mun hafa fyrir hið víðtæka kerfi herstöðva og varn- arsamninga. Reston ræðir síðan um það, að deilur stórveldanna séu orðnar sifelldar endurtekningar og stöðn un. En meðan menn eins og Eisenhower og Krúsjeff geta engu breytt eru að verki á bak við þá hugsandi menn og vísinda- menn eins og Rickover flotafor- ingi, sem staðið hefur fyrir smíði kjarnorkukafbátanna og Wernh- er von Braun eldflaugasérfræð- ingur. Þessir menn munu valda gerbreytingum á næstunni. Það er stundum talað um það, að stórveldadagar Bretlands og Frakklands séu liðnir. Framtið- in sé tími hernaðar- og iðnris- anna. Máske er það rétt. En hins vegar munu bæði Bretar og Frakkar innan skamms geta vopnað eigin kjarnorkukafbáta eigin kjarnorkuflugskeytum og skipað þeim til varðstöðu undir heimskautsisnum. Þá yrði Moskva enn á ný að hlusta á rödd Lundúna og Parísar og máske einnig á rödd Stokkhólms. Hér er ekki aðeins um spenn- andi skáldsögur eða reyfara að ræða. Það er staðreynd, að kjarn- orkukafbáturinn Nautilus hefur þegar siglt óravegalengdir undir heimskautsísnum. Hann átti að- eins eftir ófarna um 300 km til Norðurpólsins. Bylting kjarnorku kafbátanna felst í því að áður hafði enginn kafbátur farið meira en 25 km innundir ís-hafþekjur, en Nautilus sigldi yfir 2000 km undir ísnum á fimm og hálfum degi. ' Það er furðulegast í þessu sam- bandi, segir James Reston, að stjórnmálamenn og almenningur skilur ekki enn hvílík bylting hefur orðið. Brezka þjóðin er enn að andvarpa og stynja yfir hinni sífelldu afturför, einmitt þegar hún stendur við upphaf nýrrar tæknibyltingar, sem mun endur- reisa iðnaðar- og hernaðarveldi hennar. Viðskipfasamning- ur við Pólland AÐ undanförnu hafa farið fram í Reykjavík viðræður um við- skipti milli Islands og Póllands. Lauk þeim fimmtudaginn 20. marz með undirskrift viðskipta- samkomulags, sem gildir frá l'. marz 1958 til 28. febrúar 1959. Samkomulagið undirrituðu Guð- mundur I. Guðmundsson, utan- ríkisráðherra, og Leonard Lac- howsky, formaður pólsku samn- inganefndarinnar. í samkomulaginu er gert ráð fyrir, að íslendingar selji Pól- verjum freðsíld, saltsíld, fisk- mjöl, gærur, lýsi og garnir, en kaupi í staðinn kol, vefnaðar- vörur, járnvörur, gips fyrir sementsverksmiðjuna, búsáhöld, vélar, verkfæri, efnavörur fyrir málningarverksmiðjur, sykur, ávaxtapulp, síkoríurætur o. fl. íslenzku samninganefndina skipuðu Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, sem var formað- ur, Pétur Pétursson, forstjóri Innflutningsskrifstofunnar, og bankafulltrúarnir Sigurbjörn Sig tryggsson og Haukur Helgason. (Frá utanríkisráðuneytinu). sbrifar úr daglega lífinu K Málverkasýningin í bogasalnum ÆRI Yelvakandi: Borgari" sendir Samsýn- ingu nokkurra amerískra listmál ara hnútur í bréfi til yðar 20. þ. m., og spyr hver ráði því, hvaða verk eru tekin til sýningar á þessum stað. Ég sendi yður hér með eitt eintak af fjölritaðri umsögn um flesla listmálarana, um skólun þeirra og listabraut. Er þér hafið lesið þessa umsögn vænti ég, að þér verðið sammála mörgum að enginn ósómi sé að sýna þessi málverk. Ég fékk send tvö málverk eftir einn af málurum þessum og sýndi þau tveim þekktum íslenzkum málurum, þeim Jóni Þorleifssyni og Guðmundi Einarssyni frá Mið dal. Ég spurði Jón Þorleifsson: „Hvað mundir þú segja um svona málverk ef þú værir gagnrýn- andi, eins og þú varst við Morg- unblaðið áður fyrr?“ Jón svaraði, hógværlega: „Ég mundi segja gott um þau, ég þekki skólana". Álit Guðmundar frá Miðdal var líkt þessu. Ég tilkynnti hlutaðeigendum álit þessara manna og af því kom sýningin. Sýningin hefír verið vel sótt og líkað vel og hefi ég aðeins orðið var við hnútur frá þremur mönnum, sem ekki eru málarar og mun einn vera „borg- arinn“, sem ritar yður bréfið. Tveir þessara hnútumanna bjuggust við nútímalist, líklega abstrakt meðtalin. Ég bað ein- mitt um að senda eitthvað af slíkri list en fékk ekki áheyrn, enda hefði sú list varla átt sam- stöðu með því sem sent var, enda hlutfallslega hvergi nærri eins mikið í tízku vestra eins og hér. Ég vona svo að listasmekkur og sál þessa góða borgara og miklu manneskju líði ekki varanlegt tjón af því að hafa séð þessa sýningu. Páll B. Melsteð. Kuklinn koniinn aftur I«AÐ var heidur svalt hér í höf- uðstaðnum í gærmorgun, góða veðrið, sem var í vikunni sem leið, hafði brugðið sér á aðrar slóðir, og kuldaúlpurnar voru aftur komnar í gagnið. Ki. 9 í gærmorgun var 1 stigs frost, en á laugardag og föstudag var 3 stiga hiti á sama dagstíma, — á sunnudaginn sýndu mælarnir 0 stig. í gamla daga var það kennt í Menntaskólanum, að marz væri ásamt með janúar kaldasti mán- uður ársins. Velvakandi talaði við veðurstofuna í gær, og fékk þær upplýsingar, að hér væri rangt með farið. Marz er yfir- leitt fjórði kaldasti mánuður árs- ins. Meðalhiti í Reykjavík er tal- inn — 0,6 stig í janúar, — 0,2 stig í febrúar, 0,0 stig í desember og 4- 0,5 stig í marz. Þessar tölur eru miðaðar við árin 1901—1930, en veðurfræðingar um allan heim hafa komið sér saman um að miða meðalhita við þau ár, þegar þeir fjalla um hitabreytingar á síðustu áratugum. Ef maður sér þess t. d. getið, að marzmánuður einhvers ársins hafi venð fyrir ofan meðallag, er miðað við með- altal þessara ára. Hins vegar get- ur hann vel verið kaldasti marz, sem komið hefur síðan 1930, þvi að síðan hefur farið hlýnandi. Meðaltal áranna 1931—1950 er t. d. þetta í Reykjavík : febrúar 0,0 stig, janúar 0,3 stig, marz + 1,6 stig. Með öðrum orðum: nú er svo komið, að meðalhiti ein- stakra mánaða í Reykjavik fer aldrei niður fyrir frostmark. April er eins og menn vita mun hlýrri en marz. Á árunum 1931— 50 var meðalhiti í marz sem fyrr segir -(- 1,6 stig, en í apríl + 3,3 stig. Enn meiri munur er þó á apríl og maí, því að meðalhiti maímánaðar er + 7,2 stig. Þess má geta, að frost eru alltíð bæði í apríl og maí, og snjór og kuldi geta enn hrellt okkur. Síðasti snjórinn í fyrra féll t. d. 20 api’íl, svo að úlpurnar geta komið sér vel enn um stund. urum starfið. Á borðum lestrar- salsins eru sjónvarpsskífur og símar. Óski gestur í lestrarsal að skoða einhverja bók, sem ekki liggur frammi í salnum sjálfum, fær hann símasamband frá borð- inu við aðalbókasafnið og biður um þessa ákveðnu bók. Er hún síðan sett undir sjónvarp í safn- inu — og kemur myndin út á skíf unni á borðinu í lestrarsalnum. Þannig er hægt að lesa bókina og fletta henni með fjarstýrðum „flettara". ^ Aðalverkfræðingur Lockheed flugvélaverksmiðjanna banda- rísku, skýrði svo frá fyrir skemmstu, að verksmiðjurnar gætu nú byggt kjarnorkuknúna flugvél, sem gæti flogið til hvaða staðar á jörðu sem væri án þess að taka eldsneyti á leiðinni. Kvað hann hægt að smíða flugvél, sem gæti borið 50 lestir og flogið í einum áfanga 24.000 mílur. Þess verður ekki langt að bíða, að hægt vei'ður að smíða kjarnorkuknúnar flugvélar, sem geta flogið miklu lengra. í- KVIKMYNDIR + „Heimaeyjarmenrí' í Hafnarfjarðarbíói ÞETTA er sænsk mynd tekin í litum og geið eftir samnefndri skáldsögu Augusts Strindbergs, er mai’gir hér munu kannast við frá því er Helgi Hjörvar las hana í útvarpinu fyrir nokkrum ár- um. — Segir þarna trá náunga einum Carlsson að nafni, er kem- ur til ekkjunnar í Heimaey, þar sem hann á að annast búpening- inn og sjá um annað er að bú- skapnum lýtur. Carlsson er kald- rifjaður og ófyrirleitinn og líður ekki á löngu þar til hann hefur náð fullu valdi á ekkjunni, sem hann að lokum kvænist til fjáv, þrátt fyrir eindregna andstöðu Gústavs sonar hennar, sem sér þegar hvern mann Carlsson hefur að geyma. Carlsson fer þegar að halda fram hjá konu sinni og fer ekki leynt með, en það veldur henni miklum þjáningum. — Fer svo að lokum að konan ofkælist og deyr, en Carlsson hlýtur sín makleg málagjöld. Mynd þessi er mjög efnisxúk og lýsir allvel högum og háttum bænda í skerjagarðinum. Og hún er mætavel leikin. Einkum er ágætur leikur Eriks Strandmarks í hlutverki Carlssons og Hjördís Pettersson er leikur ekkjuna. — Þá er og Nordström prestur, sem Douglas Hage leikur, svipmikill og traustur karl, hálfgerð Björn- sons-týpa, þó ekki sé hann sterk ur á svellinu þar sem Bakkus er annars vegar. Arne Mattson, sá er stjórnaði kvikmyndinni „Sölku-Völku“ hefur annazt leikstjórn þessarar myndar. Er ýmislegt við þá hUð málsins að athuga, — einhver byrjandabragur a mörgu og töku myndarinnar er í ýmsu nokkuð ábótavant, — t. d. vantar oft ofan á persónurnar, af hverju sem það kann að stafa. — Þrátt fyrir þetta er margt gott um myndina að segja og er hún vissu lega þess virði að sjá hana. — Myndinni fylgir danskur skýr- ingatexti. Ego.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.