Morgunblaðið - 25.03.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.03.1958, Blaðsíða 10
10 MORCUWBL 4 ÐIÐ Þriðjudagur 25. marz 1958 XJtg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigíus Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Augiysingar: Arni Garðar Kristmsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjalo kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. MISHEPPNUÐ TILRAUN ÞEGAR núverandi ríkis- stjórn var mynduð voru höfuðverkefni hennar sögð tvenn: í fyrsta lagi átti að reka er- lenda varnarliðið brott. í öðru lagi"átti að finna „var- anlega lausn“ efnahagsmálanna með því að tryggja, að almenn- ingur missti einskis í en byrðarn- ar yrðu lagðar á hin breiðu bök, einkanlega milliliðina svoköll- uðu. Stjórnin er nú búin að vera svo lengi við völd, að hún hefði átt að hafa ærinn tíma til að koma áformum sínum fram. Um hið er- lenda varnarlið stóð svo á, að samkvæmt gildandi samningum var hægt að stökkva því úr landi með 1% árs fyrirvara. Sá frestur er nú liðinn og ríflega það. Stjórnin hefur haft fulla 20 mán- uði til að athafna sig á. Er fróð- legt að athuga lýsingar stjórnar- blaðanna sjálfra nú um helgina, á því hvernig komið er fram- kvæmd þessara viðfangsefna. Aðalgrein Þjóðviljans sl. laugar dag heitir: „Burt með herinn af íslandi*1. Þar er sagt frá sam- þykkt 24 stúdenta úti í Kaup- mannahöfn, sem hinn 15. marz gerðu ályktun um þessi efni. í ályktuninni segir m. a.: „Alþingi samþykkti 28. marz 1956 að samningurinn skyldi end- urskoðaður og herinn fara úr landi og í stjórnarsáttmála nú- verandi ríkisstjórnar var stefna hennar í utanríkismálum talin felast í þeirri samþykkt. Eigi að síður frestaði ríkisstjórnin endur- skoðun samningsins um óákveð- inn tíma í nóvember 1956 og þess sjást engin merki að endurskoð- unin sé í nánd. Fundurinn vítir harðlega þessi undanbrögð ríkisstjórnarinnar og telur þau svik á loforðum henn- ar---------“. , Þjóðviljinn segir frá þessari samþykkt stúdentanna 24 með slíkum fögnuði að líkast er þvi, að þar með væri ákveðið, að her- inn skyldi rekinn. En því fer fjarri, að svo sé. Eins og í sam- þykktinni segir, þá sjást þess „engin merki að endurskoðunin sé í nánd“. Þvert á móti hefur stjórnin gert sér að féþúfu þau loforð, sem stúdentarnir réttilega segja, að hún hafi svikið. í skjóli þessara loforða en til að hindra að þau væru framkvæmd, hef- ur stjórnin leitað ásjúr hjá Atlantshafsbandalaginu og fengið fyrir milligöngu þess samskota- lán. Sendimaður er nú suður í Bonn til að sækja þangað greiðslu þess hluta samskotanna, sem þýzka stjórnin hafði dregizt á að veita. Þessar aðfarir minna meira á fjárkúgara, sem menn lesa um í furðufregnum utan úr löndum, eða í skáldsögum, en á stjórn í lýðfrjálsu landi. Abyrgðina á þessu atferli bera ekki aðeins þeir stjórnarliðar, sem frá upp- hafi voru andvígir samþykktinni frá 28. marz, heldur einnig hinir, sem í raun og veru trúðu því, að hún horfði til gæfu fyrir þjóðina. Þessi einkennilega framkvæmd á ályktuninni frá 28. marz hefur staðið svo lengi og er nú orðin svo augljós, að enginn stjórnar- liða getur fært sér til afsökunar, að hann hafi ekki til hlítar gert sér grein fyrir, hvað á ferðum er. Hver sá, er stjórnina styður, hlýtur því vísvitandi að vilja styðja að og taka ábyrgð á, að svona sé farið að. Ekki horfir betur með hina „varanlegu lausn“ efnahagsmál- anna. Þjóðviljinn og Tíminn keppast að vísu við þessa dag- ana, að fullyrða að enn sé of snemmt fyrir stjórnarandstæð- inga „að hlakka yfir“ því, „að stjórnarflokkarnir muni ekki ná samkomulagi um þessi mál“. Því fer fjarri, að nokkur hafi löngun til að hlakka yfir óförum stjórnarinnar í þessum efnum. Kommúnistar ásamt Hermanni Jónassyni bera öðrum fremur ábyrgð á vexti verðbólgunnar á íslandi. Ef þessir aðilar hefðu gengið heils hugar til stjórnar- samstarfs, mátti þess vegna vænta þess, að þeim tækist að lækna þessa meinsemd. Hún var þeirra verk og þeim stóð næst að kveða niður sinn eigin draug. Hættan af því að leiða kommún- ista til valda, var ærin, þó að tryggt væri, að þeir hjálpuðu til lækningar verðbólgunnar a. m. k. meðan þeir nutu skjóls í stjórn- arráði íslands. En þessari lámarkskröfu hefur síður en svo veitið fullnægt. Verð- bólgan hefur haldið áfram að magnast alla valdatíð V-stjórnar- innar. Vísitölustigin 15, sem ým- ist hafa verið falin eða launþeg- ar hafa verið sviptir, ásamt hinni viðurkenndu hækkun vísitölunn- ar um 5 stig, stórhækkað verðlag þar fyrir utan og sívaxandi gjald- eyrisskortur tala sínu ótviræða máli um, að verðbólguvöxturinn hefur aldrei verið meiri en á þessu síðasta rúma lVz ári. Tím- inn kemst og ekki hjá því að viðurkenna það, að horfurnar séu nú ærið alvarlegar. Ofan á þetta boðar Þjóðviljinn sl. föstudag: „---að það ætti að vera tímabært fyrir verkamenn í almennri vinnu að segja upp samningum til þess að fá ein- hverja la.gfæringu á núverandi kaupgjaldi, án þess að efnahags- kerfið bíði tjón af því“. Þessi boðskapur, sem raunar er aðeins óhjákvæmileg afleiðing þess, að félagsmálaráðherrann, Hannibal Valdimarsson, beitti sér skömmu áður fyrir ákvörðun um uppsögn síldarsamninga í sumar af hálfu sjómanna, kemur einmitt þegar stjórnarliðið er önnum kaf- ið dag hvern við að finna úrræði, er g'eti haldið fleyi þess á floti eitthvað enn. Morgunblaðið telur allar líkur til þess, að sú viðleitni takist. Það verður ekki vegna þess, að stjórnarliðum hafi heppnazt að ráða við úrlausnarefnin. Þvert á móti. Hvort sem núverandi stjórn lifir lengur eða skemur, er það nú orðið augljóst að hún hefur ekki ráðið við að leysa þau úr- lausnarefni, er hún tók að sér. Reynslan hefur skorið úr um það, að tilraunin með vinstri stjórn hefur misheppnazt. Þetta gera hinir skynsamari menn í stjórnarliðinu sér nú fulla grein fyrir. Astæðan til þess að þeir taka ekki afleiðingunum af þessu og láta stjórnina hverfa frá völd- um, er einungis sú, að tilraunin hefur misheppnazt svo gersam- lega, að ráðamennirnir þora ekki að taka dómi þjóðarinnar, er þeir 1 vita, að bíður þeirra. Aðalfulltrúinn, Aly Kahn, réttir Dag Hamniarskjöld skilríki sín. Aly Khan orðinn stjórnarerindreki ALY KHAN er orðinn aðalfull- trúi Pakistans hjá Sameinuðu þjóðunum. Það var mjög hljótt um þessa ráðstöfun, og Aly Khan kom til New York með mikilli leynd til að komast hjá því að verða á vegi blaðamanna og ljós- myndara. Aðeins mjög fáir af siarfsmönnum Pakistans hjá SÞ vissu, að þetta var í undirbún- ingi og þeir, sem vissu það, þögðu rækilega yfir leyndarmálinu. Þegar menn mættu til vinnu í skrifstofunni mánudaginn 3. marz klukkan hálftíu, var þeim sagt, að prinsinn vildi ekki láta truíla sig. Það varð uppi fótur og fit, því að enginn vissi, að hann væri kominn. Allir vilja vera Aly Khan innan handar Siðan hefir síminn í skrifstofu Pakistan hjá SÞ hringt í sífellu. Ekki verður betur séð en sér- hver New Yorkbúi vilji vera Aly Khan innan handar. Mjög erfitt Reglur um hunda- hefir verið að fá húshjálp í New York, en nú standa þjónar og ráðskonur í biðröðum, þegar Aly á í hlut — svo að ekki sé minnzt á fasteignasala og blaðamenn. En nýi SÞ-fulltrúinn vill hvorki sjá né heyra blaðamenn, fyrr en hann hefir áttað sig á þessu nýja starfi sínu, og það getur enginn láð honum. Skömmu eftir komu sina réð Aly iðnaðarmenn og innanhúss- arkitekta til starfa, því að gera átti miklar breytingar á móttöku herbergi skrifstofunnar. Sl. sunnudag var þjóðhátíðardagur Pakistanbúa, og í tilefni af því bauð Aly Khan til veizlu. Á þriðja þúsund manns var boðið, og það þykir heldur fámennt sam kvæmi í New York, þar sem Mike Todd bauð einu sinni 10 þús. manns til veizlu. Þess má því vænta, að mjög hafi verið vandað til hinnar fámennu veizlu Aly Khans. Ekki er ósennilegt, að margir hafi farið fram á að fá boðskort til veizlunnar, er það fréttist, hversu fámenn hún yrði, og ekki ólíklegt, að boðflennur hafi reynt að komast inn. Þann 4. marz sl. afhenti Aly Khan framkvæmdarstjóranum, Dag Hammarskjöld skilríki sín. Blaðamenn voru þá á rölti í húsa kynnum SÞ, en fáir voru svo heppnir að ná tali af prinsinum. • Aly Khan þykir ekki vera eins mikilúðugur í allri framkomu og faðir hans, Aga Khan, var. En hann er mjög aðlaðandi og ung- legur í útliti miðað við, hversu „hátt“ hann hefir lifað. Aly Khan verður eftór- sóttur ' samkvæmislífi Allt bendir til þess, að Aly Khan ætli sér að taka stöðu sína mjög hátíðlega, en það verður erfitt fyrir hann. Allir stjórnar- erindrekar verða að sameina mik ið starf og þátttöku í samkvæm- islífinu. Og Aly Khan verður mjög eftirsóttur sem samkvæm- ishetja. Elsa Maxwell talaði ný- lega um hann sem „manninn, er hún elskaði meir en nokkurn annan í þessum heimi“. Og hafi Elsa tekið einhvern undir vernd- arvæng sinn, er hægara sagt en gert að koma í skrifstofuna kl. 9 á hverjum degi. Aly Khan hef- ir a.m.k. góð áform, og tíminn mun leiða í ljós, hversu vel hon- um tekst að framkvæma þau. Engin n ý sjónarmið STOKKHÓLMI 19. marz. — Lange, utanríkisráðherra Norð- manna, hélt heimleiðis í dag af fundi utanríkisráðherra Norður- landanna, sem haldinn hefur ver ið í Stokkhólmi. Við brottförina sagði Lange, að allir fulltrúarnir er fundinn sátu, hefðu verið ugg andi vegna horfanna í alþjóða- málum. Alþjóðamálin hefðu ekki verið rædd í einstökum atriðum og sagði Lange að ekki hefðu komið fram nein ný sjónarmið. ALEXANDRIA, 19. marz. — Norskur sjómaður, sem setið hef ur í egypzku fangelsi í nær eitt ár sakaður um að hafa sýnt skips félaga sínum banatilræði, var 1 dag dæmdur í eins árs fangelsi af egypzkum dómstóli. Á AÐALFUNDI Dýrverndunar- félags íslands er haldinn var í vetur, var gerð eftirfarandi sam- þykkt: „Að gefnu tilefni samþykkir aðalfundur Dýraverndunarfélags íslands, að beina þeirri áskorun til lögreglustjóra og sýsiumanna, að gerðar verði samþykktir um, að allir hundar í lögsagnarum- dæmum þeirra beri helsi sem á sé letrað nafn lögsagnarumdæmis ins og númer, sem sé hið sama og á hundaskrá, er embættið hef ur í skjölum sínum. Einnig mælist fundurinn ein- dregið til þess, að flækingshund- ar verði ekki teknir af lífi fyrr en þeir hafi verið auglýstir og vika liðin frá auglýsingardegi, án þess að eigendur hafi vitjað þeirra. ) Vegna geymslu flækingsdýra (ályktar fundurinn að skylt sé | það öllum bæjarstjórum að hafa • hentugar geymslur fyrir dýrin, meðan þeirra er ekki vitjað. Loks skorar fundurinn á allar bæjarstjórnir og sýslunefndir að endurskoða reglur um hundahald og samræma ákvæði þeirra lög- . um um hundahald og lögum um I varnir gegn bandormum." Gina Rhonda Éf vl! hvorki sjó pokakjólo né heyra segir Gina Lallobrigida Pokatízkan er ekki vinsæl með al karimannanna, og margar kon- ur eru mjög lítið hrifnar af henni. Hafa þær verið grunaðar um að vera andvígar pokunum, vegna þess að þær væru ekki nógu vel vaxnar til að bera þá. Þó verður Ginu Lollobrig- idu varla borið á brýn, að hún sé ekki nógu glæsileg, en hún segir um pokakjólana: Ég vil hvorki siá pokakióla né heyra. Mér finnst pokakjóll hæfa bezt konu, sem á von á barni. Það yrði lítiö úr mínum vexti ef ég klæddist slíkum kjól! Qg Rhonda Fleming tekur und ir: Ég vildi ekki fyrir nokkurn mun láta sjá mig í slíkum kjól. Hvers vegna ættu konur að ham ast við að megra sig og æfa sig til að verða fallega vaxnar til þess eins að fela svo vöxtinn í poka?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.