Morgunblaðið - 25.03.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.03.1958, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 25. marz 1958 MORGUNBLAÐtÐ 19 Tito fagnar sigri í kosn- ingum án keppinauta BELGRAD, 24. marz (Reuter) — Júgóslavnesk yfirvöld segja, að kosningarnar sem fram fóru uih helgina hafi verið sigur fyrir Tito forseta og kommúnistaflokk- inn. Segja þau að fylgi flokks- ins hafi verið meira en við síð- ustu kosningar árið 1953. Tilkynnt er að 90% hinna 11 milljón kosningabæru manna hafi nú neytt atkvæðisréttar síns, en 89% í síðustu kosningum. — Mike Todd Frh. af bls. 1. menn auk Mike Todds, kvik- myndahöfundurinn Art Cohn og flugmaður vélarinnar. Mike Todd var giftur kvik- myndaleikkonunni Elisabeth Taylor. Ætlunin hafði verið í fyrstu, að hún kæmi með honum í þessa ferð. En hún hætti við það á síðustu slundu vegna las- leika. ★ Hinn látni kvikmyndafram- leiðandi er mörgum harm- dauði. Todd var talinn mikill töframaður og svo auðugur, að sagt var að hann gæti veitt sér allt í þessum heimi. Fræg- astur hefur hann orðið fyrir hinar þrívíðm Cinerama kvik- myndatökur sínar, en auk þess kostaði hann upptöku á kvik- myndum sem hlutu frægð um allan heim. Nýlega lét hann hefja tökni á stórkostlegri kvik mynd um Don Quixote. í titil- hlutverki átti að vera franski leikarinn Fernandel. Er sagt að Fernandel hafi verið sem bugaður maður er hann frétti lát Mike Todds. — Nú verður kvikmyndin um Don Quixote aldrei búin til, því að enginn gat gert hana nema Mike Todd sagði Fernandel. Félagslíl Iþróttafélag Kvenna Munið mynda- og kaffikvdldið í kvöld_kl. 8,30 í Aðalstræti 12. Víkingar, 4. og 5. fl. Æfing á Valsvelli þriðjudag, kl. 6,45, — Þjálfari. Víkingar M.-, 2., 3. fl. Æfingar verða fyrst um sinn á þriðjud. kl. 7. Fimmtud. kl. 7 á Valsvelli. — Knattspyrnunefnd. Kjósendur höfðu um fátt að velja, því að enginn má bjóða sig fram nema með samþykki kommúnistaflokksins. — Kosinn var 301 fulltrúi á sambands- þingið í Belgrad. í nær öllum kjördæmum var aðeins einn í kjöri. f sex kjördæmum mátti velja á milli tveggja. Þá skyldi einnig kjósa 810 fulltrúa á héraðs- þing og voru 884 í framboði um þau sæti. Af þessu sést að í fæstum kjör- dæmum var um nokkuð að velja. Kjósendur gátu þó lýst van- trausti á stjórnina með því að skila auðum atkvæðaseðlum eða ógilda þá. Segja júgóslavnesk yfirvöld að yfirleitt hafi 5% at- kvæða verið auð og ógild. í nokkr um sveitum Slóveníu var sú hlut- fallstala þó hærri, allt upp í 15%. Tito náði sjálfur kosningu í Cukarica kjördæmi í Belgrad. Enginn mótframbjóðandi yar. — 37.570 atkvæði voru greidd eða 99,3%. Þar af voru aðeins 246 atkvæðaseðlar auðir og ógildir. Tvö innbrot um helgina TVÖ innbrot voru framin um relgina hér í bænum. Hið fyrra aðfaranótt laugardags, er brotin var rúða í sýningarglugga verzl- unarinnar Optiks, Hafnarstræii 18. Þaðan var stolið tveimur ágætum Jenar-sjónaukum og einnig Exa-ljósmyndavél. Var ekkert af þessu í töskum. Er ekki útilokað að þjófarnir hafi reynt að koma þessu þýfi í verð. Hitt innbrotið var framið í Skoda-bílaverkstæðið, þar sem stolið var rafknúinni smergil- skífu. Páskaferð í QRÆFI Ferð’askrifstofa PÁLS ARASONAR Hafnarstræti 8. Sími 17641. FÉLAG ÍSLEZRA EINSÖNGVARA í Austurbæjarbóói í kvöld kl. 11,30. Næsta sýning annað kvöld miðvikudag kl. 11,30. Aðgöngumiðasala í Austurbæjarbíó, Bókaverzl. Sig- fúsar Eymundssonar og Hreyfilsbúðinni frá kl. 2. VALUR. — Páskadvöl Þeir félagar, sem hafa í hyggju að dveljast í skálanum yf- ir Páskana, eru minntir á, að sök um mikillar aðsóknar er nauðsyn- legt að skrifa sig á lista sem ligg ur frammi að Hlíðarenda, fyrir föstudagskvöld. Skíðanefndin. Skíðafólk! Skíðaferðir verða hér eftir á hverju kvöldi kl. 8,30 að Skíða- skálanum í Hveradölum. Afgr. hjá BSR, sími 11720. Brekkan er upplýst og lyftan í gangi. ___________________Skíðafclögiit. Innilega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig á átt- ræðisafmæli mínu 15. marz sl. með höfðinglegum gjöf- um og heillaóskum. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Halldórsdóttir, frá Langagerði. Flugbjörgunarsveitin Æfing í kvöld kl. 8,30 í heimilinu. — Stjórnin. VaLs- ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT 30 TEGUNDIR AF K R Y D D I FAST í Bæjarskrifstofurnar Austurstræti 16 verða lokaðar frá hádegi í dag þriðjudaginn 25. marz vegna jarðarfaratr. VALDIMAR BRYNJÓLFSSON frá Sóleyjarbakka andaðist 24. þ.m. í Sjúkrahúsi Hvítabandsins. Börn og tengdabörn. Jarðarför mannsins míns SIGURÐAR BJÖRNSSONAR fiskimatsmanns, fer fram miðvikudaginn 26. þ.m. kl. 13.30 frá heimili hans Bárugötu 23, Akranesi. Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Sjúkrahús Akraness. Elísabet Jónsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar HELGU GUÐMUNDSDÓTTUR Börn og tengdabörn. ÍWI f#1 j Sonur minn MATTHÍAS lézt að Vífilsstaðahæli að morgni 23. þ.m. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Ólafur H. Matthíasson. Móðursystir okkar SIGRlÐUR RÓSA PÁLSDÓTTIR Nýlendugötu 7, andaðist í Landakotsspítalanum 23. marz. Torfi Ölafsson, Steinunn Ólafsdóttir, Ingiberg Ólafsson, Ólafur Ölafsson. Móðir okkar og tengdamóðir ÞURlÐUR BJARNADÖTTIR andaðist í Bæjarsjúkrahúsinu aðfaranótt sunnudagsins 23. þ.m. Jóhannes Heigason, Eirný Guðlaugsdóttir, Margrét Helgadóttir, Hersveinn Þorsteinsson, Ellert Helgason, Guðleif Sveinsdóttir, Bjarnveig Helgadóttir, Vilhjálmur Björnsson, Lovísa Helgadóttir, Magnús Pálsson. Hjartkær eiginkona mín, og móðir okkar og tengdamóðir STEFANÍA TH. BJARGMUNDSDÖTTIR sem andaðist í sjúkrahúsinu Sólvangi mánud. 17. marz, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. marz kl. 2 e.h. Jarðarförinni verður útvarpað. Fyrir mína hönd, barna og tengdabarna. Hallmundur Sumarliðason. Útför litlu dóttur okkar LINDU sem andaðist 21. þ.m. fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 25. marz klukkan 2 eftir hádegi. Jóna Gunnarsdóttir, Gunnar Kristjánsson. Faðir okkar ÞORBJÖRN JÓSEFSSON sem andaðist miðvikudaginn 19. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 26. þ.m. kl. 3.15. Blóm og kransar vinsamlega afbeðið. Friðvin Þorbjörnsson, Sigurður Þorbjörnsson, Guðjón Þorbjörnsson. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vinarhug, við andlát og útför BJARNDlSAR BJARNADÓTTUR Guðrún og Edward Cleaver Inga Cleaver Guðrún Pétursdóttir, Magnús Karl Pétursson Pétur H. Magnússon. Kærar þakkir til allra, sem auðsýndu vináttu og samúð við fráfall og jarðarför INGIBJARGAR GUÐMUNDSDÓTUR frá Skáleyjum. Vandamenn. Hjartanlegt þakklæti viljum við færa hinum mörgu, nær og fjær, er sýndu okkur hálpsemi og hluttekningu við fráfall og jarðarför konu minnar og móður okkar MARGRÉTAR ÓLAFSDÓTTUR Vesturgötu 61, er lézt í sjúkrahúsinu Sólheimum 12. marz sl. Einkum viljum við þakka hjúkrunarkonunum í sjúkra- húsinu fyrir alla umönnun þeirra. Sömuleiðis systur henn- ar sem vakti allar nætur yfir henni með systurlegum kær- leika. Ennfremur þökkum við blóm og skeyti send okkur hér og þar að, utanlands og innan. Axel R. Magnusen og börnin. Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okk- ur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför foreldra okkar GUÐRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR og SVERRIS SVERRISSONAR húsasmíðameistara. Guð blessi ykkur öll. — Guðlaug Sverrisdóttir, Gunnlaug Sverrisdóttir, Sverrir Kr. Sverrisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.