Morgunblaðið - 25.03.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.1958, Blaðsíða 1
20 síður Atlas-flugskeyfiÖ Mynd þessi af Atlas-flugskeytinu bandaríska var tekin fyrir nokkru vestur á Canaveralhöfða í Flórída. Þessari risavöxnu eldflaug er hægt að skjóta heimsálfa milli, yfir þver úthöfin. Flugskeytið er um 25 metrar á hæð og sjást stærðarhlutföllin af hermönnunum innan í hringnum neðarlega til hægri. Sex eldflaugum af þessari tegund hefur verið skotið frá Canaveral- höfða, þar af hafa heppnazt tvær tilraunir. sjóflugvél getur sjórinn alltaf tekið við og því ekki talin eins mikil hætta samfara þessum til- raunum í sjóflugvél. Bandaríkjamenn vilja hraða tilraunum sínum með kjarnorku- hreyfla fyrir flugvélar. Verði Princess-flugbátarnir tiltækir er talið að það myndi flýta verkinu um mörg ár. Flugvélar af þeirri tegund vega um 140 smálestir, en vænghaf þeirra er rúmir 70 metrar. 'ldarveftíð jregzt BJÖRGVIN, 24. marz — Norska síldarútvegsnefndin skýrir frá því að fram að helginni hafi ver- ið landað í Vestur-Noregi 1,1 milljón hektólítra af vorsíld og 3,6 millj. hektólítra af vetrar- síld. í fyrra á sama tíma hafði ver- ið landað 2,7 millj hektólitra af vorsíld og 8,4 millj. hektólítra af vetrarsíld. Þessar tölur sýna þá ömurlegu staðreynd, að síldarvertíðin norska hefur brugðizt stórkost- lega og er það hið mesta áfall fyrir norskan sjávarútveg og at- vinnulíf í heild. —NTB. Er Feisal krónprins, fylgismaður Nassers, að taka völd í Arabíu? Gamlir risaflugbáfar Dreta flýta tilraunum Bandaríkjamanna með kjarnorkubreyfla Óljósar fregnir af stjórnarbreytingum K.AIRO OG BEIRUT, 24. marz. — Einkaskeyti frá Reuter. — Egypzk dagblöð staðhæfa í dag, að raunveruleg valdaskipti hafi orðið á sunnudaginn í Saudi Arabíu, þegar Saud konungur gaf út tilskipun, sem eykur mjög völd bróður hans, Feisals krón- prins, en hann telja egypzku blöðin mjög vinveittan Nasser. Feisal krónprms gegndi áður embætti forsætisráðherra og utan- rikisráðherra, en á sunnudaginn var honum falið til viðbótar að gegna embættum innanríkis- og efnahagsmálaráðherra. Segir i tilkynningu Sauds konungs um þessar stjórnarbreytingar, að þær séu gerðar til þess að styrkja stjórnina. Ósamlyndi bræðra Blöðin í Kairó sögðu í síðustu viku frá ósamlyndi milli þeirra bræðra Sauds og Feisals og var þá m. a. greint frá því að Feisal krónprins væri í stofufangelsi. Egyptar hafa að undanförnu ráðizt harðlega á Saud Araba- konung og er þess skemmzt að minnast, að hann var op- inberlega sakaður um að bjóða sýrlenzka herforingjan- um Abdel Serraj fé ef hann vildi myrða Nasser Egyptalandsfor- seta og koma í veg fyrir samein- ingu Sýrlands og Egyptalands. Þýðing atburðanna óljós Sendiráð Araba í Bagdad birti tilkynningu um stjórnarbreyt- ingar þessar og lét fylgja með þá yfirlýsingu, að þetta sýndi að fullt samkomulag og vinátta væri milli bræðranna. Dagblöð í Lebanon, sem fylgja Nasser að málum segja að stjórn- arbreytingar þessar þýði í raun- inni að Saud konungur sé búinn að leggja niður völd. Hlutlaus blöð í Lebanon segja að Feisal krónprins sé fremur vinveittur Nasser. Þau benda hins vegar á það, að alls óvíst sé að áhrif Feisals hafi vaxið fyrir þessar breytingar. Hann hafi að undan- förnu haft lítil völd, þótt hann bæri titil forsætis- og utanríkis- ráðherra. Vel megi vera að valda aukning hans nú sé aðeins á yfir- borðinu. Hammarskjöld í IHoskvu MOSKVU, 24. marz — Hammar- skjöld framkvæmdastjóri S. Þ. er kommn til Moskvu og hóf hann í dag viðræður við forustu- menn Sovétríkjanna. Hann sat lengi dags á fundi með Krúsjeff og er álitið að umræðuefnið hafi verið um möguleika á fundi æðstu manna stórveldanna. —Reuter. Olíuvinnsla haiin að nýju á MiS-Súmötru SINGAPORE, 24. marz—Ríkis stjórnin í Djakarta tilkynnti í dag, að hún hefði nú allt olíusvæðið á Mið-Súmötru, kringum Pakan Bahru á valdi sinu. Mun olíuvinnsla nú hefj- ast á ný og verður olíuskipu.n heimilt að sigla upp fljótin til að taka farm. Innanríkisráðherra uppreisn arstjórnarinnar, Hutabarat herforingi, talaði í útvarpið í Padang í dag og skýrði frá hryðjuverkum, sem hermenn Djakartastjórnarinnar hefðu unnið. Sagði hann, að þegar hópur uppreisnarherforingja kom til viðræðna við innrás- arherforingja stjórnarinnar á Austur-Súmötru hafi þeim verið heitið griðum. Þau grið voru rofin, sagði Hutabarat, og voru uppreisn- arherforingjarnir, 19 talsins, teknir og skornir á háls. Útvarpsstöð uppreisnar- manna segir að tveimur her- skipum Djakartastjórnarinn- ar hafi verið sökkt, en yfir- maðiur Djakartaflotans ber það til baka. —Reuter. Ein síðasta myndin sem tckin var af hinni hamingjusömu f jöl- skyldu Mike Todd, Elísabeth Taylor og barni þeirra, skömmu áður en Mike lagði upp í síðustu óhappa-flugferðina. Dularfull sprenging í flug- vél og Mike Todd fórst HINN heimsfrægi bandaríski kvikmyndaframleiðandi, Mike Todd, fórst seinni hluta laugar- dags s. 1. í flugslysi yfir Nýju Mexikó í Bandaríkjunum. Hann var á ferð með einkaflugvél sinni frá Los Angeles til New York. Slysið varð með dularfullum hætti. Hafði flugmaðurinn radíó- samband við flugumferðarstjórn- ina á Grants-flugvellinum í Nýju Mexíkó og bað leyfis til að mega hækka flugið úr 3300 metrum í 3900 metra, þar sem ísingar hefði gætt á vængjum. Umferð- arstjórnin veitti leyfið, og heyrði ekki meira frá fiugvélinni. En rétt á eftir sáu menn frá flugturninum á Grant skyndi- legan blossa úti við sjóndeildar- hring. Var lítil flugvél þegar send upp til að kanna hvernig á þessum glampa stæði. Flugmað- ur hennar tilkynnti eftir skamma stund, að hann sæi brennandi flugvélarflak niðri í dalskorn- ingi. Fiugvélin var að mestu brunnin, aðeins vængbroddar og stél eftir. Með henni fórust tveir Frh á bis. 19. LONDON, 24. marz — í fjögur ár hefur brezki flugbáturinn Princess, stærsta flugvél í heimi, legið ónotaður í flugskála á eynni Wight við suðurströnd Englands. Nú benda allar líkur til þess að hann komi í góðar þarfir í til- raunum með' kjarnorkuhreyfla fyrir flugvélar. í dag tilkynnti stjórn Samnders Roe-flugvélaverksmiðjanna á Wight, að fulltrúar fyrirtækisins liefðu rætt við bandarísk hern- aðaryfirvöld um notkun Princess flugbátsins við slíkar tilraunir. Flugbátar úreltir Brezka birgðamálaráðuneytið gerði árið 1946 samninga við flugvélaverksmiðjur Saunders Roe ,um smiði á þrenxur risa- stórum flugbátum, sem hlutu tegundarheitið Princess. Hlutar í þessar þrjár risaflugvélar voru smíðaðir, en aðeins einni þeirra var lokið og flugtilraunir gerðar með hana 1952. Þegar þar var komið sögu, hafði þróunin gert flugbátana úrelta. Landflugvélar urðu allsráðandi. Risaflugbátur- inn og hinir ósamsettu hlutar í systurflugvélar hans var allt sett í geymslu. En nú virðist loks sem Princess flugbátunnn muni gegna þýðing- armiklu hlutverki. Það er tvennt sem gerir hann hagkvæman til tilrauna með kjarnorkuhreyfla. í fyrsta lagi að hann getur borið mikið hlass, en atómhreyflar í flugvélar munu vega tugi tonna. í öðru lagi þykir heppilegt að nota sjóflugvél til tilraunanna. Hættan er of mikil með land- flugvél, — ef flugtak hjá henni misheppnast getur það valdið sprengingu á flugbraut og dreif- ingu geislavirkra efna, yfir stórt landssvæði. Þótt illa tækist flugtak hjá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.