Morgunblaðið - 25.03.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.03.1958, Blaðsíða 18
18 MOnCVNfíT. AÐIÐ Þriðjudagur 25. marz 1958 ísl. námsimsBur í Oslo skrifar: Landsleikur Islendinga oty KorSmanna i handknattieik í BRÉFI sem íþróttasíðunni hefur borizt frá Osló lýsir isl. liandknattleiksmaður landsleik íslands og Noregs. Bréfið er frá Jóni Ásgeits syni í Þró'tti, vel þekktum handknattleiks- og knatt- spyrnumanni og því segir m.a.: Landsleikurinn fór fram í Nordstrandhallen í Oslo. Áhorf- endur voru fáir (ca. 950), en meðal þeirra var allmargt íslend inga, sem dveljast í Noregi, þeirra á meðal sendiherra íslands í Noregi Har. Guðmundsson, Eftir látlausa setmngarathöfn — um leið hylltu Norðmenn Ivar Sandboe, sem fyrstur Norðmanna lék sinn 25. landsleik — hófst leikurinn. Bæði liðin léku af var- færni fyrstu min. og leituðu eftir hvar höggstað var að finna á andstæðingunum. Þó leið ekki á löngu þar til fyrsta markið var skorað, því að á 1. mín. skoruðu Norðmenn sitt fyrsta mark. Stuttu síðar jafnar Einar Sigurðs son með góðu skoti, en norskir svara strax (2:1). Þá er það Hörður Jónsson sem jafnar fyrir Isl. Enn eru það svo Norðm. sem taka forystuna, en íslendingum tekst tvívegis að jafna (6:6, 7:7). Þegar hér var komið voru liðnar um 14 mín. af leiknum. Hraðinn var ekki mjög mikill í byrjun, en nú dró enn úr, einkum hjá Islendingum. Virtist sem einhver ruglingar væri í liðinu um þetta leyti, t. d. lék Birgir Björnsson miðframvörð um tíma, og GunnT laugur Hjálmarsson var skömmu seinna kominn í stöðu miðfram- herja. Sóknaraðgerðir voru mjög einhæfar. Sendingar ónákvæmar •og frumstæðar og kyrrstöður ein stakra leikmanna miklar. Fimm sinnum í röð tekst Norðmönnum að skora, án þess að íslendingar fengju að gert. Og öll þessi mörk eru nákvæmlega eins skoruð og öll af sama manni, miðframherj- anum — Jon Narvestad. Honum tókst að „klippa" þversendingar ísl. og rekja knöttinn leifturhratt fram að marki íslands; átti þar í einvígi við markvörðinn, og fór jafnan með sigur af hólmi. Fram- lína íslenzka liðsins var ekki öll komin yfir á sinn eigin vallar- helming fyrr en eftir að knött- urinn hafði verið hirtur úr net- inu; svo gjörsamlega var hún yfirgefin á hinum enda vallarins. Og enn bæta Norðm. 5 mörkum við fyrir leikhlé, án þess að ís- lendingar nái að skora, þannig að síðustu 15 mín. fyri-i hálfleiks skora Norðm. 9 gegn 0. Þetta forskot varð beinlínis til þess að Norðm. tókst að sigra, því að í seinni hálfleik virtust ísl. mun ákveðnari, og unnu þeir seinni hálfleikinn 15:9. Drjúgan þátt í því átti Birgir Björnsson sem nú var látinn leika nokkuð lausum hala; fékk hann skorað 7 mörk í seinni hálfleik. Bezti kafli leiks ins af íslands hálfu voru síðustu 10 mín., en þá skoruðu ísl. 8 mörk gegn 2. Ekki er vafi á því, að hefði leikurinn varað svo sem 5 mín. lengur, þá heíöu úrslitin orðið öll önnur. Það vakti athygli áhorfandans, hve fá mörk íslendingar skoruóu af linu. Flest voru þau skoruð af löngu færi, og er óvíst að svo oft hefði tekizt að skora, ef markmaðurinn hefði verið góður. En hvers vegnra var ekkert línu spil. — Jú, vegna þess, að beztu línuspilarar okkar voru á áhorf- endapöllunum. Siðustu mín. færðist nokkur hraka í leikinn, en sænski dóm- arinn Gert Blomquist lét engan bilbug á sér finna, var ætíð hinn rólegasti, en jafnframt ákveðinn. Hann hafði greinilega gert sér fulla grein fyrir því, að það var ekki hann sem áhorfendur komu til þess að horfa á, þess vegna lét hann mjög lítið á sér bera (ef hægt er að orða það svo, því hann var ákaflega feitlaginn), greip aðeins inn í þar sem nauð- syn krafði. Þetta virðast margir handknattleiksdómarar i Reykja vík ekki skilja til fulls, heldur blása í hljóðpípu sína í tíma og aðallega ótima, spjalla við mark- dómarana og tefja mjög leikinn. Gert Blomquist mælti ekki eitt einasta orð allan leikinn, hann ræddi aldrei við markdómara og gaf engum leikmanni áminningu. 7. landsleik íslendinga var lokið. Norðmenn léku nú sinn 31. Handknattleiksmeistaramóti ís- lands var haldið áfram síðastl. fimmtudagskvöld. í 3. fl. karla B, A-riðli léku Ármann og F.H. og vann Ármann með yfirburð- um 9:1. í 2. fl. karla A, A-riðli léku Fram og ÍR. Var það úrslita- leikur í riðlinum. Leikurinn var mjög spennandi fram á síðustu mínútu. Þegar 2 mín. voru til leiksloka stóð 10:8 fyrir ÍR, en á síðustu mín. tókst Frömur- um að jafna. Fyrirfram var gert ráð fyrir að Fram mundi reyn- ast auðvelt að sigra ÍR, því að félagið hefur reyndum leikmönn- um, þ.á.m. tveim eða þrem meist araflokksmönnum á að skipa. — Sennilega hafa þeir vanmetið andstæðingana um of Fram fer með sigur af hólmi í þessum riðli þar eð það hefur betra marka- hlutfall en ÍR og mætir Þrótti til úrslita 19. apríl. Ármann—Valur 21:17 (8:7) Fyrri hálfleikur var jafn. Þó höfðu Ármenningar ætíð foryst- una með 1—2 mörkum. í byrjun seinni hálfleiks náðu Ármenning- ar góðu forskoti, sem þeir héldu til leiksloka. Það má segja, að bæði þessi lið séu í deiglunni, 3—4 nýliðar með eldri og reynd- ari mönnum í hvoru liði. Hvort þessi félög láta að sér kveða í handknattleik á næstu árum fer eftir þvi, hvernig á verður hald- ið. Eins og er vantar bæði félög- in þann hraða og festu í leik, sem þari til að komast í fremstu röð hér. í liði Ármanns lofa nýliðarn ir Ingvar, Fríðrik og Magnús góðu, Kristinn og Sigurður í markinu sýndu góðan leik. f liði Vals voru Valur Ben. og Geir beztir. Óskar varði ekki sem bezt. Dómari var Hörður Jónsson. KR—Þróttur 13:10 Fyrirfram hefðu veiflestir á- litið, að hér ættu KR-ingar léttan cg þægilegan leik. En það var nú öðru nær. Mega þeir þakka sín- um sæla fýrir að næla í bæði landsleik. Þeir hafa fjórum sinn- um tekið þátt í HM keppninni í handknattleik, og urðu nú no. 6 sem kunnugt er. Lið íslands var þannig skipað: Kristófer Magnússon FH Birgir Björnsson FH Einar Sigurðsson FH Bergþór Jónsson FH Hörður Jónsson FH Ragnar Jónsson FH Sverrir Jónsson FH Karl Benediktsson Fram Gunnl. Hjálmarss. ÍR Hermann Samúelss. ÍR Guðjón Ólafsson KR Blaðadómar hér voru mjög á einn veg: 1. Leiðinlegur leikur. 2. Norska liðið ekki eins gott og áhorfendur höfðu vonað. 3. Rólegt „tempó“ sérstaklega hjá íslendingum. stigin að þessu sinni. Leikurinn hófst með „einstefnuakstri“ á mark Þróttar og er 15 mín, voru af leik stóð 7:1 fyrir KR. En Adam var ekki lengi í Paradís. Næstu 25 mín. skoruðu KR-ingar ekki eitt einasta mark, en Þróttarar 8. — Þeir léku eins hægt og mögulegt er með tilheyrandi niðurstung- um. Þeir bókstaflega svæfðu hina leikvönu KR-inga, sem tóku lífinu með ró og biðu. Þegar KR- ingarnir svo við og við náðu knettinum, þutu þeir sem elding að marki Þróttar og skutu við fyrsta tækifæri, en Guðm. varði. Þegar staðan var 9:7 Þrótti í vil og aðeins um 10 mín. eftir af leik rönkuðu KR-ingar við sér. Þeir fóru á. móti Þrótturunum og trufluðu tafarspil þeirra, og brátt tókst þeim að jafna 9:9. Þrótt- ararnir skoruðu 10. markið, en KR ingar 4 mörk í röð á síðustu mínútunum og unnu 13:10. Þróttarar mega vera ánægðir með að hafa velgt hinum nýbök- uðu Reykjavíkurmeisturum svo mjög undir uggum. Aftur á móti var ekkert ánægjulegt við leik þeirra fyrir utan tvö eða þrjú falleg skot og markvörzlu Guð- mundar. Ætli þeir sér að eignast gott handknattleikslið á næstu árum og það virðist ekkert vera þvi til fyrirstöðu, þar eð yngri fiokkar þeirra eru mjög sterkir, verða þeir að leggja niður slíka leikleysu og þeir sýndu í þessum leik. í liði Þróttar var Guðmund ur í markinu langbeztur. Er langt síðan sézt hefur betri leikur hjá islenzkum markverði. Það gegnir furðu, áð KR-ing arnir,. sem hafa jafnleikvönum og góðum einstaklingum á að skipa, skyldu missa svo alger- lega tökin á leiknum. Það vant- ar þá festu, sem liðið sýndi fyr- ir áramótin. Leikmennirnir ríf- ast um að skjóta, stinga niður í tíma og ótíma og línuspilið virð- ist vera horfið. Það má vera að hér sé um stundarfyrirbrigði eða vanmat á andstæðingum að ræða Landsleikir fslands í handknatt leik: 1. ísland—Svíþóð í 'Svíþjóð 1950 7:15 2. Island—Danmörk í Danmörku 1950 6:20 3. ísland—Finnland í Reykjavík 1951 3:3 (úti) 4. ísland—Tékkóslóv. í Þýzkalandi 1958 Í7:27 5. ísland—Ungverjal. í Þýzkalandi 1958 16:19 6. ísland—Rúmenía í Þýzkalandi 1958 13:11 7. ísland—Noregur í Noregi 1958 22:25 J. Á. Ármann vann Val 21:17 og KR Þrótt 13:10 Marta — gestur mótsins sigrað'i í kvennaflokki Deildmkeppnin ensba Á LAUGARDAGINN fóru einn- ig fram leikir í deildunum. Úrslit urðu: I. deild Arsenal — Sheffield W. 1:0 Blackpool — Birmingham 4:2 Everton — Portsmouth 4:2 Leeds — Burnley 1:0 Leicester — Chelsea 3:2 Luton — Tottenham 0:0 Sunderland — WBA 2:0 Wolves — Man. City 3:3 II. deild Barnsley — Huddersfield 2:3 Bristol Rov. — Leyton O. 4:0 Derby — Charlton 1:3 Ipswich — Cardiff 3:1 Lincoln — Middlesbro 2:3 Notts. C. — Liverpool 0:2 Sheff. Utd — Stoke 2:0 Swansea — Doncaster 4:3 West Ham. — Grimsby 2:0 ®-:---------- H©gl NiSssen KR Reykja- víkurmeisfari í svigi YFIR 40 skíðamenn tóku þátt í Stórsvigsmóti Reykjavíkur'sem háð var í Marardal við Kolviðar- hól á sunnudaginn. Veður var gott en nokkuð kalt og hvasst nokkuð efst í fjallinu þar sem brautin lá. Hún var 1000 m löng og hliðin 30—40. Bolton kemst á Wembley í UNDANÚRSLITUM ensku bik- arkeppninnar, er fram fóru á laugardag, urðu úrslit þau að Bolton sigraði Blackburn meS 2:1 og tryggði sig til úrslita á Wembley. Leik Manch. United og Fulham lauk með jafntefli 2:2 og verður aukaleikur á morg- un. Úrslit í mótinu urðu þessi: Kvennaflokkur: Martha B. Guðmundsd. ísafirði (Gestur á mótinu) 1:07,9. 2. Ingibjörg Árna dóttir Á. 1:18,2. , A-fl. karla: 1. Bogi Nilsson KR 1:16,5, 2.-3. Valdimar Örn- ólfsson og Guðni Sigfússon báð- ir ÍR 1:16,8. Magnús Guðmunds- son KR 1:18,3 5. Svanberg Þórð- arson ÍR 1:22,8. B-flokkur karla: 1. Leifur Gíslason KR 1:10,1, 2. Þorbergur Eysteinsson ÍR 1:13,9, 3. Ásgeir Ólafsson KR 1:17,6. C-flokkur: Úlfar Andrésson ÍR 1:05,1, 2. Þorkell Ingimarsson ÍR 1:07,9, Björn Stefensen KR 1:12,9. Drengjaflokkur: Hinrik Her- mannsson KR 33,2, 2. Björn Árnason Á 37,2, 3. Andrés Sig- urðsson ÍR 43,3. Skíðaráðið efnir til ferða upp í Skíðaskála á hverju kvöldi og eru ferðir kl. 7 frá BSR. Er skíða fólk hvatt til að nota sér þessar ferðir og æfa fyrir Landsmótið sem fram fer um páskana. Frjálsar íþróttir innanhúss: Vilhjálmur Einarsson þrefaldur ísl. meisfari MEISTARAMÓT fslands í frjálsíþróttum innanhúss fór fram um helgina. Stangar- stökkskeppnin fór fram í ÍR- húsinu á laugardag en keppni í öðrum greinum í íþróttahúsi Iiáskólans á sunnudag. Náðist sæmilegur árangur, en hvergi nema í hástökki án atrennu komust ísl. metin í hættu. Ekkert met varð þó bætt. Öruggur signirvegari Vilhjálmur Einarsson var öðr- um fremur maður þessa móts. Hann bar glæsilegan sigur úr býtum í 3 greinum, og hafði hafið keppni í hinni fjórðu, hástökki með atrennu, er hann varð fyrir smáslysi, skór hans rifnaði í uppstökki og var hann heppinn að snúast ekki, og eftir það var hann ekki til afreka í greininni. Hann var þyngri í stökkunum nú en oft áður, en sigraði þó glæsi- lega. og mega þeir halda vel á, ef þeir ætla að komast taplausir í leik- inn á móti F.H. í leiknum bar mest á Þóri, Reyni, Karli og Guðjóni. Dómari var Ólafur Örn Arn- arsson. Mótið heldur áfram á laugard. Þá keppa m.a. í meistara flokki karla KR:Fram og ÍR: Aft- urelding. Athyglisvert KR-ingar voru nú einráðir í kúluvarpinu, eins og ÍR-ingar í stangarstökki. Athygli vakti Hörður Lárus- son, maður að austan, sem nú keppir fyrir KR. Hann kom sannarlega á óvart með mjög góðum árangri í langstökki og þrístökki. Langstökk án atrennu. fsl,- meistari Vilhjálmur Einarsson, ÍR, 3.20. 2. Hörður Lárusson, KR, 3,15 m. 3. Valbjörn Þorláksson, ÍR, 3,12 m. 4. Sig. Björnsson, KR, 3,08 m. Hástökk án atrennu. ísl.meist. Vilhjálmur Einarsson, ÍR, 1,61 m. 2. Valbjörn Þorláksson, IR, 1.52 m. 3. Rúnar Sigmundsson, ÍS, l, 50 m. Þrístölck án atrennu. ísl.meist. Vilhjálmur Einarsson, ÍR, 9,81 m. 2. Jón Pétursson, KR, 9,48 m. 3. Hörður Lárusson, KR, 9,48 m. 4. Sig. Björnsson, KR, 9,31 m. Ilástökk með atrennu. ísl,- meist. Jón Pétursson, KR, 1,85 m. 2. Heiðar Gebrgsson, ÍR, 1,80 m. 3. Helgi Valdimarsson, ÍS, 1,75 m. 4. Sig. Lárusson, Á, 1,70 m. Kúluvarp. ísl.meist. Gunnar Huseby, KR, 15,08. 2. Friðrik Guðmundsson, KR, 14,25. 3. Pét- ur Rögnvaldsson, KR, 13,87. Stangarstökk. ísl.meist. Val- björn Þorláksson, IR, 3,85. 2. Heiðar Georgsson, ÍR, 3,75. 3. Val I garður Sigurðsson, ÍR, 3,60.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.