Morgunblaðið - 25.03.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.03.1958, Blaðsíða 2
2 MORGUWnráfíiÐ Þriðjudagur 25. marz 1958 Ummæli Hannibals d Alþingi um íbúðaldnin: Loforðið í október var aðeins um að efnt skyldi loforðið frá því í maí 25 millj. Icr. af tekjum byggingasjóbs á þessu ári hafa verið veðsettar seðlabankanum A FUNDI neðri deildar Alþingis í gær fór fram síðari hluti 2. umr. um frumvarp um húsnæðismál. Jóhann Hafstein minnti á, að ríkis- stjórnin hefði á sl. ári lofað alls 84 millj. kr. til byggingasjóðs, 44 millj. kr. í maí og 40 millj. kr. þegar samið var við verklýðs- hreyfinguna í október. Hannibal Valdimarsson kvað þetta mis- skilning: Loforðið í október hefði verið ítrekun á loforðinu, sem gefið var í maí, en verklýðshreyfingin hefði verið farin að óttast, að það yrði ekki efnt — eða, eins og Magnús Jónsson orðaði það síðar í umræðunum, ríkisstjórnin lofaði í október, að standa við loforðið frá í maí! Þá viðurkenndi Hannibal Valdimarsson, að „nokkuð af“ tekjum byggingasjóðs á þessu ári hefði verið veð- sett seðlabankanum og myndi renna til hans jafnóðum upp í skuldir. Kvaðst ráðherrann ekki vera við því búinn að svara, hversu miklu sjóðurinn hefði úr að spila á þessu ári. Fyrirheitin ekki efnd Frá fyrri hluta umræðunnar var sagt í Mbl. á laugardag. í gær tók Jóhann Hafstein fyrstur til máls og sagði m. a.: Hannibal Valdimarsson félags- málaráðherra hefur staðhæft, að ríkisstjórnin hafi „efnt fyrirheit" sín um lánveitingar til íbúða- bygginga á árinu 1957. Hann vitnar til skýrslu sinnar í ríkis- útvarpinu rétt fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar í janúar sl. Við þetta hef ég tvennt að at- huga: a) Ríkisstjórnin lofaði við af- greiðslu húsnæðislöggjafarinnar á Alþingi í maí 1957, að hún myndi útvega 44 millj. kr. til íbúðalána, það sem eftir væri af árinu. Til viðbótar lofaði hún full trúum verklýðsfélaganna í októ- ber 40 millj. kr. til íbúðalána. — Þetta voru loforð um 84 millj. kr. nýtt lánsfé. Efndirnar eru þessar: Húsnæðismálastjórn úthlutaði tvisvar á árinu 1957, eftir gildis- töku nýju laganna, samtals 20 millj. kr. — 10 millj. kr. í hvert skipti í júlí og nóvember. Þess skal þó getið, að 12 millj. kr. var einnig úthlutað í júlí, en það var til að uppfylla áður gefin lánsloforð og þessu því óviðkom- andi. b) Þá er það skýrslugerð fé- lagsmálaráðherra í ríkisútvarp- inu í janúar sl. um að stjórnin hafi „útvegað“ 52 millj. kr. til íbúðalána. Þessi „lánsútvegun", ef hún á að kallast því nafni, snertir vita- skuld ekki efndir í lánsloforðum vegna ársins 1957, því að ekkert af þessu fé kemur til útlána fyrr en á árinu 1958. Samt sem áður er fróðlegt að gera sér grein fyrir, hvers konar „lánsútvegun“ þetta er. Hún sundurgreinist í þrennt: 1. Fyrirheit seðlabankans á gamlársdag um, að hann myndi útvega frá bönkum og sparisjóð- um 22 millj. kr. 2. Bráðabirgðalán seðlabank- ans sjálfs (25 millj. kr.) 3. Vaxtatekjur byggingasjóðs 5 millj. kr. Þetta eru samtals 52 millj. kr. — En vissulega eru vaxtatekj urnar ekki nein ný lánsútvegun. 25 milljónirnar frá seðlabank- anum eru ekki heldur ný láns- útvegun, því að húsnæðismála- stjórn varð að veðsetja bankan- um væntanlegar tekjur Bygging- arsjóðs ríkisins af skyldusparnaði og stóreignaskatti — og endur- greiðist lánið um leið og þessar tekjur falla til á árinu. Þetta tvennt — eða alls 30 millj. af þessum 52 millj. kr. er auðvitað engin útvegun nýs láns- fjár, allra sízt til efnda á fyrir- heitum um lánsfé á árinu 1957. Framlag Útvagsbankans Þá vil ég leyfa mér að gera at- hugasemd vegna svigurmæla fé- lagsmálaráðherra um það, að erfitt hafi reynzt að „toga út úr mér og bönkunum“ lánsfé til íbúðabygginga. Um þetta vil eg segja: Hinn 20. júní 1957 voru banka- stjórar og sparisjóðsstjórar kvaddir á fund framkvæmda- stjórnar seðlabankans og óskað fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, að þessir aðilar tryggðu ákveðið lánsfé til íbúðabygginga á árinu í tilteknum hlutföllum. Þann 24. júní var þessari málaleitun svar- að játandi af hálfu Útvegsbank- ans, en þar á ég hlut að máli. Síðan var ekki við bankann rætt frekar, fyrr en í desember, en þá hafði ríkisstjórnin loks aft- ur farið á stúfana með bréfi til seðlabankans þann 21. nóv. Fyr- ir áramót var Útvegsbankinn búinn að svara þessari málaleit- un — að vísu með skilyrðum — en efnislega jákvætt, eins og raun hefir á orðið. Loforð og blekkingar ríkisstjórnarinnar. Hitt er annað mál, að mér hafa ofboðið vinnubrögð og háttalag ríkisstjórnarinnar í þessum vanda sömu málum og alveg sérstak- lega blekkingarnar og loforða- gyllingarnar. Um það ritaði ég grein í Mbl. þann 23. jan. sl. — eftir að félagsmálaráðherra hafði flutt skýrslu sína í útvarpinu. Þeirri grein lauk með þessum orðum: „Að lokum endurtek ég aðvör- un mína, að því miður horfir ískyggilega um lánsfjáröflun til íbúðabygginga. Það sem veldur mestu þar um er, að sparifjár- myndun í landinu er því miður ekki eins mikil og skyldi. Við- skiptabankarnir geta ekki, með sama lagi og verið hefir, haldið áfram að festa fé sitt í 25 ára íbúðalánum, nema með því að draga tilsvarandi úr lánveiting- um til atvinnuveganna, en af því mundi enn verra hljótast. Þetta er mjög alvarlegt mál og áhyggju efni hið mesta, þegar höfð er í huga hin brýna þörf fyrir aukið lnásfé. En engum er gerður greiði með því að gylla hlutina umfram það sem efni standa til, hvað þá að gefa almenningi aftur og aftur tálvonir með loforðum og fyrir- heitum, sem reynast haldlausar blekkingar.“ ítrekun á fyrra loforði Hannibal Valdimarsson: Mér er ljósara nú en áður, að tal Jóhanns Hafstein um þessi mál á föstudag er á misskilningi byggt. Það gekk seint að fá fé það, sem lofað var í maí ,og þá hertu verklýðsfélögin á kröfunni um ,að það loforð yrði efnt. Því hét ríkisstjórnin er hún sagðist í október myndi útvega 40 millj. kr. til íbúðalána. • Hér hefur því verið betur að unnið en í tíð fyrrverandi stjórn- ar, en á síðasta heila árinu, er hún var við völd, voru veittar alls 34.559.000 kr. í A- og B- lánum frá húsnæðismálastjórn, en á árinu 1957 og á þeim tíma, sem af er þessu ári, en úthlutun þess fjár, er fékkst á sl. ári stóð fram í þennan mánuð, var út- hlutað í sams konar lánum 65. 436.000 kr. Gunnar Jóhannsson: — í sam- bandi við afgreiðslu þessa máls í heilbrigiðs- og félagsmálanefnd vil ég minna á, að það er ekki neitt nýtt, að frumvörp stjórnar- andstöðunnar hafi tafizt í nefnd- um. En að vísu tel ég þau vinnu- brögð ekki rétt og vil fyrir mitt leyti stuðla að því, að nefndir afgreiði þau mál, er til þeirra er vísað. Magnús Jónsson: — Ég er hræddur um, að í haust hafi lof- orð ríkisstjórnarinnar til verka- lýðshreyfingarinnar um 40 millj. kr. til íbúðalána verið skilið svo, að þar væri um loforð um nýtt fé að ræða, en ekki aðeins lof- orð um að standa við áður gefið loforð. Þá vil ég benda á, að í tölum þeim, er ráðherrann fór með um lán frá ársbyrjun 1957, virð- ist tekið með það fé, sem fékkst með því að veðsetja seðlabankan- um tekjur byggingasjóðs 1958, en sú veðsetning veldur því að sjálf- sögðu, að þeim mun minna verð- ur til úthlutunar hér eftir á ár- inu. Þá var það rangt hjá ráðherr- anum ,að fyrrverandi ríkisstjórn hefði vanefnt gefin loforð í hús- næðismálum. Árið 1955 voru veitt lán til húsbygginga, sem námu yfir 100 millj. kr., og 1956 námu þau um 120 millj. kr. Þess vegna var fyllilega staðið við gefin fyr- irheit. Hannibal Valdimarsson: — Það er rétt, að nokkuð af tekjum byggingasjóðs 1958 hefur verið veðsett. Það er óséð, hvað unnt verður að láta í byggingalán á þessu ári. Það fer eftir því, hvað tekst að fá hjá bankastjórunum. En nauðsynin er brýn og þrátt fyrir alla þörf á að draga úr fjárfestingu verður að halda áfram byggingarframkvæmdum. Magnús Jónsson sagði, að árið 1955 hefði verið látið meira en 100 millj. kr. til húsbygginga. En þar er reiknað með lánum, sem ekki er einu sinni fullkomlega vitað um öll, t. d. frá sparisjóð- um úti á landi, og hið eina rétta ei því að miða við lán frá hús- næðismálastjórn en nú húsnæð- ismálastofnun. Magnús Jónsson: — Ég vil að- eins leiðrétta þann misskilning, að fyrrverandi ríkisstjórn hafi lofað 100 millj. kr. á ári frá hús- næðismálastjórn. Hún hét því, að 100 millj. kr. skyldu renna til húsbygginga, enda skiptir heild- arupphæðin að sjálfsögðu máli fremur en hitt, hvaða aðili veitir lánin. Tölur mínar eru skv skýrslu Landsbankans, og fyrir liggur, að árið 1955 voru fullgerð ar 1225 íbúðir og árið eftir 1439, svo að ráðstafanir fyrrv. ríkis- stjórnar hafa vissulega haft mik- il og góð áhrif. Hannibal Valdimarsson: — Tölur Magnúsar Jónssonar eru að nokkru áætlunartölur og ég tel mun réttara að miða við hin- ar beinu aðgerðir ríkisstjórnar- innar gegnum húsnæðismála- stofnunina. Jóhann Hafstein: — Tölur þær, er ráðherrann nefndi, 34 og 65 millj. kr., eru ekki sambærilegar, því að annars vegar miðar hann við lán á einu ári, en hins vegar virðist hann miða við það, hvaða lán hafi verið veitt og lofað að auki á árinu 1958. Mér er kunn- ugt um það, að á árinu 1957 og fram í janúar sl. höfðu aðeins verið veitt A og B-lán að upp- hæð innan við 30 millj, kr. Þessu næst var gcngið' til at- kvæða. BreytingatiIIaga Jóns Sigurðssonar á Reynistað um að unglingar í sveitum skyldu vera undanþegnir skyldusparnaði, ef þeir leggja 25% af tekjum sínum til bústofnsaukningar, var sam- þykkt með 14 atkv. gegn 9. Aðr- ar breytingatillögur Sjálfstæðis- manna voru felldar — v*ru yfir- leitt 12 atkv. með þeim, en 13—15 atkv. á móti. Málið fór síðan til 3. umr. Styrktariélag vangef- inna stoðnað á Kvík FYRIR forgöngu nokkurra áhuga manna í Reykjavík var s. 1. sunnudag stofnað Styrktarfélag vangefinna. Er tilgangur þess að stuðla að því, að komið verði upp nægilegum og viðunandi hælum fyrir vangefið fólk, þar sem því megi veitast ákjósanleg skilyrði til þess að ná þeim þroska, sem hæfileikar þess leyfa og starfsorka þess verði hagnýtt sem bezt. Ennfremur að styrkja fólk til þess að afla sér nauð- synlegrar menntunar til þess að annast slíkt fólk og kenna því meðal annars þau störf, sem bezt kann að henta hverjum og ein- um. Stofnfundurinn var haldinn í félagsheimilinu Kirkjubæ í Reykjavík. Ríkti þar almennur áhugi á þessu nauðsynjamáli og innrituðust á fundinum 120 stofn félagar. Á fundinum voru samþykkt lög fyrir félagið og kosin stjórn. Skipa hana: Hjálmar Vilhjálms- Dr. Smetacek stjórnar Sin- fóníuhljómleikum í kvöld Einleikari Guðrún Kristinsdóttir, pianóleikari SINFÓNÍ UHL J ÓMS VEIT ís- lands heldur hljómleika í Þjóð- leikhúsinu í kvöld kl. 8,30. Dr. Václav Smetacek stjórnar hljóm leikunum og eru þetta aðrir hljómleikar Sinfóníuhljómsveit- arinnar sem hann stjórnar hér. nú. Einleikari á píanó með hljóm sveitinni er ungfrú Guðrún Kristinsdóttir frá Akureyri. Jón Þórarinsson átti viðtal við fréttamenn í gær, ásamt Guð- rúnu Kristinsdóttur og dr. Smeta cek. Hann kvað aðsókn mikla að hljómleikum Sinfóníhljómsveit- arinnar og hefði hún aukizt jafnt og þétt. Sérstaklega hefur verið góð aðsókn að hljómleikum þeim sem dr. Smetacek hefur stjórnað og voru allir aðgöngumiðar að hljómleikunum í kvöld uppseld- ir á hádegi í gær. Þetta eru fimmtu hljómleikar hljómsveit- arinnar frá áramótum. Viðfangsefni Sinfónuíhljóm- sveitarinnar verða að þessu sinni eingöngu eftir Beethoven. Fyrst verður leikinn Promeþeus-for- leikur óp. 43. Er þetta forleikur að ballett, sem tónskáldið samdi 1801 og er eitt af fyrstu verkum þess sem náði verulegum vinsæld um. Þá er Píanókonsert nr. 5 í Es- dúr, óp. 73. Þetta verk er stund- um kallað Keisarakonsertinn. , Er það eina verkið sem Beethov en lék aldrei sjálfur og er samið 1809. Verkið er mjög stórbrotið, sagði Jón Þórarinsson og hressi- legt og þróttmikið. Að síðustu er Sinfónía nr. 8 í F-dúr. Þessi sinfónía er sjaldn- ast leikin af sinfóníum Beet- hovens. Hún er stutt, en mjög mikil glaðværð er yfir henni og ákaflega fagurt verk, sagði Jón. Jón Þórarinsson komst svo að orði um ungfrú Guðrúnu Krist- insdóttur, að hún hefði fræki- legan námsferil að baki. Guðrún son, ráðuneytisstjóri, Guðmund- ur Gíslason, múrarameistari, Aðal steinn Eiríksson, námsstjóri, Kri^trún Guðmundsdóttir, frú, og Sigríður Ingimarsdóttir, frú. Á fundinum gat Jón Sigurðs- son, borgarlæknir, þess, að enda þótt ekki lægju fyrir fullkomn- ar skýrslur um tölu vangefins fólks hér á landi, mundi láta nærri, að það sé um 2000 talsins, þar af fávitar og örvitar senni- lega nær 500. Er af þessu ljóst, hversu knýjandi þörf er á því að sjá þessu fólki fyrir sóma- samlegum dvalarstöðum, fræðslu við þess hæfi og kennslu í hag- nýtum störfum. Hefur og reynsla sú, sem þegar er fengin á þeim hælum fyrir vangefin börn, sem starfandi eru, að margt má kenna þessum olnbogabörnum þjóð- félagsins, ef alúð er við lögð og völ er á sérmenntuðu fólki til þess að leiðbeina þeim. Vaxi þessu félagi fiskur um hrygg og njóti þess stuðnings al- mennings og hins opinbera, sem nauðsynlegt er og málefnið verð- skuldar, vinnst þrennt í senn: 1. Hinu vangefna fólki verða sköpuð betri skilyrði því til heilla og blessunar. 2. Starfsorka þess verður bet- ur nýtt, eh það er þjóðarhagur. 3. Margir einstaklingar og heimili verða leyst undan þung- um vanda, sem þau ekki eru fær um að leysa af hendi, hversu góður og einlægur vilji sem þar er fyrir hendi. Að endingu skal þess getið, að nýir stofnfélagar geta látið inn- ritast í félagið fram til páska hjá eftirtöldum mönnum: Birni Stefánssyni, Kvisthaga 9, sími 18931. — Guðmundi Gísla- syni, Sigtúni 27, sími 32023. — Frú Sigríði Ingimarsdóttur, Njörvasundi 2, sími 34941 og Hall dóri Halldórssyni, Drápuhlíð 12, sími 16905. Enda þótt heimilisfang félags- hefur haldið sjálfstæða hljóm- insifs! * Beykjavik, er það að sj alfsogðu felag allra landsmanna leika, bæði hér heima og í Kaup mannahöfn, og hlotið frábæra dóma. Síðast lék Guðrún hér í nóvember s.l. á vegum Tónlistar félagsins. Eftir æfingum að dæma, kvaðst Jón telja að um merkan tónlistarviðburð væri hér að ræða. Kvað hann Guð- rúnu hafa náð mjög góðum tök- um á verkefni sínu, Píanókon- sent í Es-dúr. Kvað hann mjög sjaldgæft að kven- fólk næði góðum tökum á þessu verki en Guðrún hefði þá hæfi- leika til að bera sem með þyrfti. Dr. Smetacek er nú á förum héðan í þessari viku. Mun hann dveljast eina viku í Prag, síðan eina viku í Rúmeníu og tvær vikur á Ítalíu. Hann mun stjórna hljómleikum á þessum stöðum öllum. og leyfir sér að vænta stuðnings og þátttöku úr öllum héruðum landsins. Frestur til að gerast stofn- félagar er, eins og áður segir, til páska. En að sjálfsögðu er haldið áfram að veita viðtöku nýjum félögum eftir þann tíma. Ætlun- in er, að þetta verði félag allra þeirra, sem einhvern skerf vilja leggja fram til þess að létta þung- an kross á veikum herðum þeirra, sem fara á mis við dýrmætar gjafir, sem hinir heilbrigðu fá að njóta. ♦ Stokkhólmi, 20. marz — Hin margumtalaða sænska prinsessa Margaretha fór frá Stokkhólmi í dag áleiðis til Spánar, þar sem hún mun taka sér naánaðarhvíld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.