Morgunblaðið - 11.04.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.04.1958, Blaðsíða 2
M ORCtnvnr. 4Ð1Ð Fðstudagur 11. april 1958 Pað lögðu margir land undir fót og nutu góða veðursins um páskana. Flestir dvöldust í ná- grenni bæjarins, en aðrir lögðu meira á sig og héldu inn á hálendið. Hér á myndinni sjást nokkrir Reykvíkingar draga sleða með farangri upp erfiða brekku. Þeir fóru á Langjökul og höfðust við í tjöldum eigi allangt frá skála Ferðafélagsins við Hagavatn. Þeir eru þarna í brekk- unum fyrir ofan Helludal, skammt frá Geysi. (Ljósm.: Sig. Matthíasson). unarráð íslands og Vinnuveit- endasamband íslands. Sneri IMSÍ sér til Framleiðniráðs Evrópu (EPA/OEEC), sem stofmmin á aðild að, með ósk um fyrir- greiðslu vegna útvegunar sér- fræðings til að gera áður greinda rannsókn. Hefur nú — fyrir velvild og með aðstoð Sænskur sérfræðingur rannsukur skattamál íslenzkra fyrirtækja NÆSTKOMANDI sunnudag, 13. Samband smásöluverzlana, Verzl- apríl, er væntanlegur til lands- ins sænski hagfræðingurinn prof. dr. Nils Vásthagen, prófessor í rekstrarhagfræði við Handels- högskolan í Stokkhólmi. Hag- fræðingurinn kemur hingað í þeim tilgangi að athuga áhrif skatta- og útsvarsgreiðslna fyrir- tækja á framleiðni þeirra og vaxtarmöguleika og gera í því efni samanburð við nágranna- löndin. Tildrög rannsóknarinnar eru þau, að sex félagasamtök fóru þess á leit við Iðnaðarmálastofn- un íslands í nóvember 1956, að stofnunin fengi hingað erlendan sérfræðing frá Efnahagssamvinnu stofnuninni eða annarri rann- sóknarstofnun á sviði efnahags- mála til þess að framkvæma fræðilega, hlutlausd rannsókn eins og að ofan greinir. Iðnaðarmálastofnunin ákvað að verða við þessari ósk samtakanna sex, sem eru: Félag ísl. iðnrek- enda, Félag ísl. stórkaupmanna, Landssambandi iðnaðarmanna, i sænskra stjórnarvalda, sem EPA sneri sér til — tekizt að útvega sérfræðing í þessu skyni eins og áður segir. Prof. Vásthagen hef- ur meðal annars átt sæti sem sérfræðingur í ríkisskipaðri nefnd, sem sett var upp vegna endurskoðunar skattamála sænskra fyrirtækja, og á sæti sem sérfræðingur í nefnd, sem fjallar um jafnvægi í sænskum efnahagsmálum, en sú nefnd fæst m.a. við skattamál. Ráðgert er, að prof. Vásthagen dveljist hér í mánaðartíma. Kona prófessorsins verður í fylgd með honum. — (Frá Iðnaðarmálastofn un íslands). Pineau kennir Túnisstjórn um Fékk 100 þús. króna vinning EINN af viðskiptamönnum Há- skólahappdrættisins, varð 100,000 krónum ríkari síðdegis í gær, er dregið var í 4. flokki, en hæsti vinningurinn í þeim flokki nam þeirri upphæð. Vinningurinn kom á heilmiða nr. 31255, og er mið- inn seldur í umboði Elísar Jóns- sonar, Kirkjuteigi 5, hér í bæn- um. í 4. flokki eru vinningar alls 793 og alls að upphæð krónur 1.035.000,00. Næsthæsti vinn- ingurinn, 50.000 kr., kom á Vi- miða 9083. Tveir miðanna eru seldir í Hafnarfirði i bókaverzl. Þorv. Bjarnasonar, einn austur á Vopnafirði og einn hjá Helga Sívertsen í Vesturveri. 10.000 kr. vinningar komu á þessa miða: 1297 — 10217 — 30324 — 32324 — 34403 — 38005. 5000 kr. vinning- ar komu á: 6561 — 13162 — 13397 — 16045 — 31431 — 36657 — 40370 — 43389. 1000 kr. vinningarnir, sem eru 775 talsins verða birtir hér í blað- inu síðar. PARÍS, 10. apríl. — Pineau, ut- anríkisráðherra Frakka, skýrði svo frá í dag, að mála- miðlunartilraunir Murphy og Beeley hefðu strandað á Túnis- stjórn. Frakkar mundu beita neitunarvaldi sínu í Öryggisráð- inuð, ef tilraun yrði gerð til þess að leggja Alsírmálið fyrir Sameinuðu þjóðirnar, en hins vegar mundu Frakkar ekkert aðhafast, enda þótt deilumál þeirra við Túnis yrði borið upp á alþjóðavettvangi. Pineau skýrði utanríkismála- nefnd þingsins svo frá, að Frakk- ar hefðu gert það að skilyrði fyr- ir samkomulagi við Túnisstjórn að Frakkar héldu áfram yfir ráðum yfir flotahöfninni Biz- erta, að frönskum borgurum í Túnis yrði tryggt öryggi — og Ágæt aflabrögð HAFN ARFIRÐI — Netjabátarnir hafa fiskað vel síðustu daga. I fyrrakvöld komu t. d. 13 þeirra hingað og tveir til Grindavíkur, og var aflamagn þeirra tæp 200 tonn. Mestan afla hafði þá Guðbjörg eða 32 tonn, Kópur var með 8, Jóh. Einarsson 11, Fróða- klettur 16, Flóaklettur 8, Hafn- firðingur 9, Gulltoppur 11, Fjarð arklettur 9, Reykjanes 13, Dóra 15, Hafbjörg 8, Örn Arnarson 9, Alftanes 12, Faxaborg 11, Fiska klettur 19. — Síðastl. mánudag og þriðjudag lönduðu allmargir bátanna hérna og var Hafnfirð- ingur þá aflahæstur með 32 t. Togarinn Júlí kom af veiðum í gærmorgun og mun vera með um 150 tonn. Afli hefir verið mjög tregur hjá togurunum und- anfarið og hafa þeir yfirleitt ekki náð 200 tonnum eftir um 12 daga útivist. — G. E. Eftirminnilegui fundur í Gamla Bíói: Lærum af reynslunni frá Hitlerstímanum að flugvellir í Túnis yrðu settir undir hlutlausa stjórn. Umfram allt telja Frakkar að nauðsyn- legt sé, sagði Pineau, að alþjóð- legt gæzlulið annist landamæra- vörzlu á landamærum Túnis og Alsir svo að komið verði í veg fyrir að deilur skapist á ný milli Frakka og Túnismannna vegna tíðra ferða uppreisnarmanna inn í Túnis. Á þessu síðasta atriði hafa málamiðlunartillögur strandað. Afli Akranesbáta nokkuð dvínandi AKRANESI, 10. apríl. — 1 gær komu 18 netjabátar með með 220 lestir af þorski. Mestan afla höfðu þessir þrír: Sigurvon 19,5 lestir, Ólafur Magnússon 17 lestir og Sigrún 15 lestir. Meðalafli í gær var 12,2 lestir á bát. Þetta er að vísu dálítið dvínandi, en ýmsir spá nýrri fiskigöngu og annarri aflahrotu á vertíð þessari. — Oddur. Kosið í Bretlandi LONDON, 10. apríl. — Bæjar- og sveitastjórnarkosningar fara fram í Englandi og Wales næstu fjórar vikur, og hófust í dag. Var kosið í 20 kjördæmum af 62 — og verða fyrstu úrslit kunn á morgun. Vænta verkamanna- flokksmenn mikils sigurs. BONN, 10. apríl. — V-Þjóðverj- ar ætla að festa kaup á miklu ÞEGAR árið 1933 sá ég fólk, sem hafði oröið fyrir því, að nazist- arnir ráku eldspýtur undir negl- ur þess. Allt þar til stríðið brautzt út var þó erfitt að fá Dani til að trúa því, að þræla- búðir væru í Þýzkalandi. Fóik hafði sjálft komið til Þýzka- lands og ekkert séð. Ef fólk hefði skilið eðli nazismans 1933, hefði verið unnt að stöðva framsókn hans. Stendur ekki svipað á í dag — eða e.t.v. eias? Þó er furðulegur munur á. í dag er það álitið göfugt og skarplegt að hafa sagt sannleikann um Hitlersbúðirnar sinum tima — en gróft og ósæmilegt, stríðsæsingar, ef sann- leikurinn er sagður um þræla- búðirnar í Sovétrikjunum. Á þessa leið fórust Frode Jakobsen, hinum fræga forystu- manni dönsku frelsishreyfingar- innar, orð, er hann talaði í gær- kvöldi í Gl.bíói á fundi um austrið og vestrið— baráttuna um manns sálina. Hann ræddi um menning- arbaráttuna í heiminum, hætt- una, sem stafar af kommúnistum og hlutverk menntamanna í bar- áttunni við þá. Áki Jakobsson alþingismaður ræddi um lýðræðið, nauðsyn þess, að allur almenningur stæði vörð um að grundvallarreglur þess væru virtar, og um báráttu kommúnista gegn lýðræðinu. Áki talaði um baráttuaðferðir ís lenzku kommúnistanna, haturs- og öfundaráróðurinn og svívirð- ingarnar um andstæðinga þeirra. Sagði hann, að hið hættulegasta, sem orðið gæti, væri að svara þeim með sömu aðferðum. Ég þekki mennina, sem standa að rógskrifunum, er daglega birtast í Þjóðviljanum, sagði Áki. Það eru ekki vondir menn, en þeir gætu orðið hættulegir, ef þeir fengju völdin. Margir þeirra urðu kommúnistar, er skýjaborgir æsku þeirra hrundu. Þeir þarfn- Flugstjórinn sýndi snarræði SEOUL, 10. apríl. — Erindrekar kommúnistastjórnar N-Kóreu reyndu í dag að þvinga suður- kóreanska farþegaflugvél til þess að lenda í N-Kóreu. Foringi í flugher S-Kóreu, sem var meðal farþega í flugvél, sem var á leið til Seoul, dró skyndilega upp skammbyssu, brauzt fram í flug- mannsklefann og ætlaði að neyða flugstjórann til þess að breyta um stefnu. Réðist flugstjórinn gegn manninum ,vopnlaus. Hljóp skot úr byssunni og hæfði loft- skeytamanninn, sem þegar beið bana. Tókst flugstjóranum að brjóta árásarmanninn á bak aftur og binda hann með aðstoð far- þeganna. Særðist flugstjórinn — svo og annar maður. Tókst flugstjóranum síðan að nauð- lenda flugvélinni — og tók lög- reglan í S-Kóreu árásarmanninn ast hjálpar, sem veitt er I anda mannúðar og umburðarlyndis. Gunnar Gunnarsson skáld kynnti ræðumenn í snjallri inn- gangsræðu. Fundinn sóttu um 500 manns og var máli ræðu- manna af burðavel tekið, enda var hér um að ræða eftirminnilegan fund, sem nánar verður sagt frá hér í blaðinu innan tíðar. — Krúsjeff Frh. af bls. 1 Steig einræðisherrann í ræðu- stólinn og sagði, að átta daga dvöl hans í Ungverjalandi hefði verið unaðsleg. Hann átti ekki gott með að tala mikið, því að hann var hás eftir öll ræðuhöld- in í Ungverjalandi, en engu að síður hélt hann ótrauður áfram og var glaðklakkalegur yfir þvl, að heimsvaldasinnar hefðu verið að vonast til að Ungverjalands- för hans yrði hneyksli. Raunin hefði hins vegar orðið allt önnur. ★ ★ ★ Krúsjeff gat því næst um upp- reisnina í Ungverjalandi og sagði, að Rakosi og aðrir komm- únistaflokksbroddar hefðu borið alla ábyrgð á hennl. Rússar hefðu hins vegar orðið sér til „stórskammar“ að áliti alls verka lýðs heimsins, ef þeir hefðu ekki skorizt í leikinn í UngverjalandL ★ ★ ★ Ræddi hann um síðustu dellur á alþjóðavettvangi og sagði: Biblían kennir, að sértu sleginn á aðra kinn — þá eigir þú að rétta hina fram. Ef við erum slegin á aðra kinn, þá borgum við fyrir okkur með því að slá andstæðinginn á báðar. Sagði Krúsjeff og, að erlendir fréttamenn hefðu rangfært um- mæli hans, en honum skildist, að það væri gert samkvæmt „lögum kapitalismans". Þeir yrðu að hegða sér samkv. skipunum at- vinnuveitenda sinna. „Sjáið þið, hvernig þeir hafa rifið mig í sundur", hrópaði hann. Hins vegar lýsti hann því yfir í ræðu sinni, að ef einhver hefði lýst sig andvígan rússnesk-ung- verskri vináttu í Ungverjalandi, hefði slíkur maður „áreiðanlega ekki þurft að kemba hærurnar". Þetta er í fyrsta sinn, sem Krú- sjeff kemur opinberlega fram i Rússlandi eftir að hann var skip- aður forsætisráðherra hinn 27. marz. Talið er, að um 15,000 manns hafi hlýtt á ræðuna. Ræða Krúsjeffs er talin benda til þess að hann veiti Kadar og Múnnich fullan stuðning og hafi ekki í hyggju að senda Rakosi aftur til Ungverjalands. Samkv. umsögn fréttamanna voru fjölda- fundir þeir, sem skipulagðir voru við ræðuhöld Krúsjeffs í Ungverjalandi illa sóttir — og ólíklegt er talið, að Krúsjeff hafi ekki séð þá almennu andúð, sem fólk sýnir stjórnarvöldunum. Þess vegna er ólíklegt talið, að réttarhöld verði hafin á næstunni í máli Nagy. Lagt til að kanadiska tillagan verði samþykkt GENF, 10. apríl. — (Einkaskeyti til Mbl.). — Fulltrúi Pakistan lýsti í dag stuðningi við tillögu Kanada um 3 mílna landh. og 12 mílna fiskveiðirétt — og skoraði á þátttökuríki ráðstefnunnar um réttarreglur á höfum úti, að sam- þykkja tillögima til þess að magni vopna í Frakklandi. —jtryggja árangur af ráðstefnunni Talið er að aðallega sé um að'Ef ráðstefnan færi út um þúfur ræða flugvélar og fjarstýrðar eld mætti búast við að öngþveiti flaugar, sem beitt er gegn skrið- ríkti a hafinu. Fór hann viður- drekuni. [kenningaurorðum um Bandaríkja- stjórn fyrir að hafa samþykkt kanadísku tillöguna enda þótt Bandaríkin misstu mikilvæg fiskveiðiréttindi, ef tillagan yrði samþykkt. Fulltrúi S-Arabíu lagði til að ráðstefnan leitaði aðstoðar fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, ef ráðstefnan færi út um þúfur, og færi þess á leit við hann að hann reyndi að finna einhverjar leiðir til samkomu- lags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.