Morgunblaðið - 11.04.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.04.1958, Blaðsíða 9
Pöstudagur 11. apríl 1958 MORCVISBL AÐIÐ 9 Hlustað á útvarp FYRIR heimsstyrjöldina fyrri og lengi þar á eftir var gengi Bkandinavískra króna hið sama í öllum löndunum — og jafn- gilti gulli. Upp úr því breyttist þetta, eins og kunnugt er. Ég vann þessi ár í Landsbanka Is- lands við afgreiðslu erlendra við- skipta. Fannst mér ég yrði að lesa eitthvað um það, er vísir menn segðu um hagfræði og um peningamál. Komst ég í þrjár ritgerðir er merkustu hagfræðing ar Norðurlanda höfðu ritað um þessi efni og las þær allar með athygli. Þetta vox'U langar rit- gerðir eða bæklingar, ein var t.d. eftir hinn nafnkunna hagfræð- ing sænska Cassel. Ðnnur eftir prófessor einn í hagfræði. — voru allar þessar ritgerðir mjög vandaðar að frágangi og virtust á föstum rökum byggðar frá mínu sjónarmiði. En hið merki- lega var, að einn hinna merku höfunda komst að þeirri niður- stöðu, að um fram allt bæri að hækka krónuna aftur í gullgengi. Annar taldi sjálfsagt að festa hana í því gengi sem þá var og hætta öllu hringli með hana. En hinn þriðji hélt því ákveðið fram, að skrá krónuna samkvæmt þeim aðstæðum, sem réðu á hverjum tíma, annað væri ekki fært. Eftir að ég hafði lesið þess ar þrjár merku ritgerðir vand- lega, komst ég að þeirri niður- stöðu, að sú hlið hagfræði er sneri að þvi, hvað gera skyldi í fjármálum hlyti að vera mjög umdeilt efni og að lítið væri á því að byggja, sem hagfræðingar segðu um þau efni. — Á sunnu- daginn flutti Ólafur Björnsson prófessor erindi í vísindaflokki nútímans um hagfræði. Auðvitað var erindið ágætt og mikið á því að græða, enda visindalega sam- ið og ekkert um spádóma né bollaleggingar eins og í hinum áðurnefndu erindum. — Hag- fræðin er í rauninni hjálparvís- indi við viðskiptafræði og ábend- ing til aukinnar velferðar þjóð- félaga, auk þess að safna skýrsl- um af mörgu tagi o. s. frv. ★ Þátturinn nm helgina, 30. marz, var frá Hvanneyri. Tveir þriðj- ungar þeirra er þar stunda land- búnaðarnám verða bændur eða vinna að slíkum störfum, aðrir fara inn á aðrar brautir. Fóru þeir Gestur og Páll með hljóð- nemann víða um skólann, maður heyrði skólastjóra segja frá kennslutíma, menn segja frá verkfærum (að visu talaði einn svo óskýrt að erfitt var að skilja hann), barn leika á harmoniku, bola baula í fjósi og „kindur jarma i kofunum". — Á Hvann- eyri eru 65—70 kýr, sú bezta mjólkar um 6000 lítra. Skepn- um, bæði kúm og kindum er gefinn mikill matur, sumt inn- flutt, slíkt ætti algerlega að leggjast niður í gjaldeyrislausu landi, yfirleitt mætti spara hundruð milljóna króna af gjald- eyri í fóðurbæti, áburði, tilbún- um fötum (einkum kvenfötum) og ótal mörgu öðru. — Svo var þáttur um hestatamningu á Hvanneyri. Var glatt yfir hon- um. .— Eins og kunnugt er fylgir hestum og hestamönnum gleði og glaðværð. Mér finnst mikið hafa dofnað yfir Skagfirðingum á bílaöld, enda ólíku saman að jafna, hinum yndislegu skepn- um, hestunum, eða bílunum, ólíf rænum dauðum hlutum, þótt þægilegir séu. ★ Sér Sveinn Víkingur talaði um daginn og veginn. Benti hann á hættuna, sem stöðugt vofir yfir er næstu hafísár koma og loka öllum samgöngum á sjó við mik- inn hluta landsins. Gæti þá orðið alger skortur á matvælum og fL vörum víða, ef svo færi. Eru þetta orð í tíma töluð, því efa- laust koma hörð ár og hafís aftur, eins og var fram yfir aldamótin síðustu, þótt góðæri hafi verið nú lengi. — Þá gat ræðumaður þess að samkvæmt framtali til stóreignaskatts, svonefnds, væru nú hér 600 milljónerar. Að vísu væri krónan nú ekki nema 5 aura virði, ef miðað væri við verð- gildi hennar 1914 (þ. e. gullgildi) — Þá sagði hann að hér á landi væru nú um 2000 geðbilaðir menn og fávitar og er það mikið. Félag stofnuðu nýlega nokkrir menn til hjálpar þessu fólki. Vonandi ganga margir menn, einkum ungt, hraust fólk í þetta félag. — Þá gat séra Sveinn um páskahátíðina, merkustu hátíð kristinna manna. Talaði hann um fórnardauða Krists og upp- risu, sem væri ekki trúaratriði heldur þekkingaratriði. Erindi séra Sveins, var yfirhöfuð, ágætt. ★ „Spurt og spjallað", umræðu- fundur í útvarpssal, fundarstjóri Sigurður Magnússon, fulltrúi; þátttakendur voru nú: Auður Auðuns, forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur, Valborg Sigurðar- dóttir uppeldisfræðingur, Jakob Jónsson prestur og Þórarinn Guðnason læknir, svo ekki var valið af verri endanum. Spurn- ingin, sem um var fjallað var: „Hverja teljið þér tíðastar or- sakir hjónaskilnaðar. Þeir, sem svöruðu, áðurnefndir menn, voru yfirleitt á sama rnáli en komust, sumir, all-langt út fyrir efnið. — Frá mínum bæjardyrum séð er í rauninni ein og aðeins ein or- sök til hjónaskilnaðar og það er lauslæti, þegar ekki er um sér- stakar aðstæður að ræða, svo sem brjálæði eða glæpahneigð annars hvor kynsins. Lauslætið getur or sakast af mörgu, oftar er það karlmanninum að kenna, sem frá upphafi er ekki við eina fjölina feildur. Það eru, eins og stendur í Helgakveri: „hinir skaðlegu og skammarlegu lestir, ofdrykkjan og lauslætið, sem skemma, saur.ga og svívirða bæði líkama og sál“. Þetta er hreint að orði komist og afdráttarlaust. Vafa- laust eru oft orsakir og málsbæt- ur en undirrótin er lauslæti, fram hjá því verður ekki komizt, hvort sem þeim er skilið hafa við menn sína og konur þykir það gott eða illt. Ein orsök hjónaskilnaðar er sú, að unglingar hlaupa saman og giftast, óþroskað fólk og lítt kunnugt. Verður svo dauðleitt hvort á öðru eða annað hvort á hinu og úr verður hjónaskilnað- ui', — vegna lauslætis. ★ Níundi og síðasti þáttur af íramhaldsleikriti Agnars Þórðar- sonar „Víxlar með afföllum" var í þessari viku. Margt broslegt hefur borið á góma í leikþáttum þessum, og hafa þeir allvel lífgað upp daufa dagskrá og alvarlega, nú í vetur. Ég hugsa að þessir gamanþættir Agnars séu engu lakari en gerist og gengur í ut- vörpum erlendra þjóða. Ég held að íslendingar þurfi ekkert að skammast sín fyrir skáld sín og standi fullkomlega til jafns við aðrar þjóðir hvað það snertir í öllum greinum skáldskapar. Við megum ekki með nokkru móti láta blindast af áróðri margra bókmenntafræðinga, sem ekkeit finnst til neins koma, nema út- lent sé. ★ Dagskrá Bræðrafélags var ágæt og átti vel við að flytja hana á föstudaginn langa. Eink- um þótti mér mikið til koma hinnar samfelldu dagskrár, er séra Jakob Jónsson hafði búið til flutnings, og nefndi Hinn líðandi þjónn. Voru það smekklega vald- ir áhrifamiklir þættir úr heilagri ritningu og yfirleitt vel með efnið farið. — Miklir og fagrir tón- leikar voru fluttir um bænadag- inn að venju og hafa vafalaust orðið fjöldamörgum til ánægju, þótt langt sé frá því, að allir séu móttækilegir fyrir slíka göfuga og tignarlega músík. En nokkuð hafa menn þó lært að njóta slíkra tóna og má það, held ég þakka dr. Páli Isólfssyni mest. „Systir Gracia“ heitir leikrit, sem útvarpið hefur flutt tvö laug ardagskvöld. Það er eftir Mart- inez Sierra, ágætt skáld, þýtt af séra Gunnari Árnasyni. Þetta er ágætt leikrit, lærdómsríkt og snjallt, en, eins og ég hef oft rit að, tel ég að útvarpsleikrit eigi að vera stutt, taka um hálfan tíma alls ekki yfir einn tíma. Þó má segja að ágæt leikrit, eins og þetta.flutt í útvarpssal af beztu leikurum og undir leikstjórn góðra manna eins og Vals Gísla- sonar þoli menn að hlusta á einn og hálfan til tvo tíma í einu án þess að þreytast. Þorsteinn Jónsson. Verkamenn vantar strax — UPPLÝSINGAR I SlMA 50165 — Fiskverkunarsttíð Jóns Gíslasonar HAFNARFIRÐI Félag íslenzkra dægurlagahöfunda Aðalfundur verður haldinn í Breiðfirðingabúð mánudaginn 5. maí n.k. kl. 8.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Þeir dægurlagahöfundar er óska eftir inngöngu í félagið eru vinsamlega beðnir að senda sýnishorn af tónsmíðum sínum (eitt eða fleiri) til formanns félagsins, Víöimel 44, fyrir 20. þ.m. ásamt inntöku beiðni. Stjórnin. Remington rafkn. rakvélar. — Faileg fei'mingargjöf. — Umboðið 1 Bárugata 6. — Enskt ullarkambgarn svai't, í dragtir. Vesturgötu 4. Akranes Húseign á Akranesi til sölu. Upplýsingár gefnar í Akur- gei'ði 15, Akranesi. Hafnarfjörður Barnavagn óska.st til kaups. — Sími 50623. — Stúlka óskast í vinnu í iðnfyrirtæki. — Upp- lýsingar í síma 1-16-00. KEFLAVÍK 3 lierbergi og eldhús til leigu. Úpplýsingar í síma 637 eftir kl. 6 á kvöldin. Herbergi til leigu í Laugai'ásnum. Ca. 15 ferm., gott útsýni. Tilboð sendist af- greiðslunni fyrir 15. þ.m., — merkt: „8461“. Sandblásum bila Ryðlireinsum og inálmhúðuni samvinnufélag. Görðum við Ægissíðu. Sími 1-94-51. Sendisveinahjól óskast Má vera notað. — Upplýsing- ar í síma 18980. Chevrolet '55 Chevrolet Station ’55, í góðu lagi, til sýnis og sölu í dag. Bílasalan Klapparstíg 37. Sími 1-90-32. Chevrolet '49 Sendiferðabíli, með sætum fyr ir 8. Burðarmagn 750 kg. Aðal BÍLASALAN Aoaxstr. 16. — Sími 3-24-54. Lélegur bill Viljum kaupa 6 manna Foi-d, ’41—’46, í mjög lélegu ástandi. Staðgreiðsla. — Bílasalan Klapparstíg 37. Sími 1-90-32. Plymouth V51 2ja dyra, lítið keyrðui', gott verð og greiðsluskilmálar. Aðal BÍLASALAN Aðalstr. 16. — Sími 3-24-54. Járnsmiðir Vantar vana járnsmiði, plötu- smiði og handriðasmiði. Vélsmiðjan KYNDILL Sími 3-27-78. Bilar til sölu Zim ’55, 7 manna Buick ’52 og ’55 Kaiser ’52 De Soto ’53 Studebaker ’53. Skipti Chevrolet ’53, ’50, ’46 Volkswagen ’56, ’51 Skoda 440 ’57 Vauxhall ’50 Citroen ’47 Renault ’46 Bifreiðasalan Ingólfsstræti 4. Sími 17368. Ýta til leigu B J Ö R G h.f. Sími 1-71-84 og 1-49-65. Ný 12 liestafla smábátavél' til sölu með öllu tilheyrandi. Upplýsingar í síma 11453 og 12059. — Fyrir íermingarnar Drengjaföt Telpukjólar Kvenkjólar Dragtir Kápur Notað og Nýtt Bókhlöðustíg 9. Ráiskona óskast strax, á heimili í nágrenni Reykjavíkui'. Má hafa með sér barn. — Upplýsingar í síma 14652. — SVEIT öska eftir að koma tveimur telpum, á aldrinum 6 og 7 ára, á gott sveitaheimili í tvo mán- uði. Tilb. sendist afgr. blaðs- ins, mei'kt: „Vel borgað — j 8460“ Komið sem fyrst með dragtir og sumarkápur. Notað og Nýtt Bókhlöðustíg' 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.