Morgunblaðið - 11.04.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.04.1958, Blaðsíða 6
6 MORCVISTU 4 ÐIÐ Föstudagur 11. apríl 1958 Þegar Finnar sluppu ÁRIÐ 1948 var ár valdaráns kommúnista í Tékkóslóvakíu. Það er söguleg staðreynd, sem allir vita. Hitt' hafa menn ekki vitað fyrr en alveg nýlega, að á þessu sama ári, — 1948 slapp Finnland aðeins naumlega við sömu örlög, að hverfa inn fyrir járntjaldið. Það var búið að skipuleggja kommúnískt valdarán í Helsinki, vorið. 1948. Hið eina sem forðaði Finnum frá sömu þjáningum og Tékkar urðu að þola var föður- landsást eins „þjóðlegs kommún- ista“. Maður þessi var Yrjö Leino, sem þá var innanríkisráðherra, álitinn hinn sterki maður finnslca kommúnistaflokksins, tengda- sonur hins gamla byltingarfor- ingja Otto Kuusinen. Maður sem talinn var njóta fullkomins trausts rússnesku leiðtoganna. Leino gengur á fund Sihvo Hér skal lauslega skýrt frá því hvernig Leino hamlaði því, að fé- lagar hans í kommúnistaflokkn- um gerðu Finnland að rússnesku leppríki. Snemma árs 1948 hóf Stalin taugahernað gegn Tékkum með ögrunum og þvingunum. Vorið 1948 krafðist hann þess að Finnar undirrituðu vináttu og öryggissáttmála. Fyrstu við ræður um sáttmálann skyldu hefjast í Moskvu í marz-mán- uði. Meðal fulltrúa Finna í um ræðunum var kommúnistafor- inginn Yrjö Leino. En kvöld- ið áður en sendinefndin lagði af stað, gerðist sá atburður að Leino innanríkisráðherra gekk leynilega á fund yfirmanns finnska hersins, Aarne Sihov og bað hershöfðingjann að grípa til sérstakra ráðstafana til að halda uppi lögum og reglu í landinu, meðan hann væri fjarverandi. Leino sagði Sihvo, að vart hefði orðið við vissar aðgerðir hægri manna að undanförnu, en bætti því við, „að alvarleg ólga hefði einnig komið í ljós annars staðar“. Sihvo hershöfðingi skildi á- bendinguna. Hernum vsir þegar gert aðvart, aðalvegir til Helsinki og þýðingarmestu staðir borgar- innar voru settir undir hervernd, en ríkislögreglan sem kommún- istar réðu yfir, einkalögregla Leinos innanríkisráðherra var af- vopnuð. Þannig var kommúnist- um komið í opna skjöldu, þeir voru sviptir stormsveitum sínum, svo að vonlaust var fyrir þá að framkvæma valdaránið. Leino-verkföllin Það sem á eftir þessum atburð- um fylgdi hefur verið lýðum ljóst. Samningaumleitanir stóðu yfir í Moskvu svo vikum skipti og lauk þeim með því að Finnsk- rússneski samningurinn var- und- irritaður. Nokkru síðar sam- þykkti finnska þingið vantrausts- yfirlýsingu á Leino fyrir óeðli- lega framkomu hans sem ráð- herra. Það voru hægri menn sen» báru fram vantrauststillöguna. Leino neitaði að taka tillit til vantraustsins og segja af sér, en fáum dögum síðar leysti Paasi- kivi forseti hann frá störfum. Verkalýðsfélög kommúnista efndu til mótmælaverkfalla um allt land vegna brottvísunar Leinos, en forsetinn var ósveigj- anlegur í málinu, sem lyktaði með því að Eino Kilpi gamall jafnaðarmaður, sem gengið hafði í kommúnistaflokkinn var skip- aður innanríkisráðherra. Það var mikið rætt um Leino- málið og Leino verkföllin í Finn- landi og í öðrum löndum á þeim tímum og Paasikivi forseti hlaut mikið hrós fyrir hina ákveðnu aistöðu sina til Moskvu-mannsins Leino. Finnsk stjómmálasaga endurskoðuð Sannleikurinn i málinu var samt allt annar og nú verður óhjákværnanlegt að taka þennan þátt finnskrar stj ór nmó iasögu naumiega Eftir Jörgen Schleimann upp til nýrrar athugunar. Því að hlutverk Yrjö Leinos í þessum áhrifamiklu atburðum var allt annað en haldið hefur verið til þessa. Til dæmis má telja víst, að Paasikivi forseti hafi vitað, þegar hann rak Leino úr stjórninni, að hann var þá búinn að svíkja félaga sína kommúnistana. Ef satt skal segja er ekki ólíklegt, að það hefði beinlínis verið ögrandi fyrir Rússa, ef Leino hefði fengið að sitja áfram í ráð- herrastól. Svo virðist sem kommúnistar hafi fljótlega komizt á snoðir um svik Leinos. Vart hafði Sihvo hershöfðingi framkvæmt varúðar ráðstafanir sínar, fyrr en nefnd frá kommúnistaflokknum gekk á fund hans og krafðist skýringar á aðgerðum hans. Sihvo hershöfð- ingi var ekkert að hylma yfir með Leino, heldur lýsti því yfir að aðgerðir hans væru fram- kvæmdar í samráði við innanrík- isráðherrann. Frekari upplýsinga þörfnuðust kommúnistar ekki. Það var því algert fals, þegar þeir efndu til verkfalla „til stuðnings Leino“. Verkföllin mið uðu aðeins að því að einhver kommúnisti yrði áfram í embætti innanríkisráðherra fram til kosn- inganna, er haldnar voru í júli (en í þeim kosningum biðu komm únistar mikinn ósigur). Breytt viðhorf I sjálfum kommúnistaflokkn- um hófust þegar árásir á Leino, sem jukust stöðugt, unz hann var rekinn úr flokknum á heppi- legum tíma ákærður um svik. Leino hefur sjálfur sagt Touminen, fyrrverandi for- ingja finnskra kommúnista, söguna af því, hve við- horf rússnesku leiðtoganna Paasikivi forseti hlaut 1948 lof fyrir að reka Moskvu- manninn Leino úr ráðherra- stöðu. En Leino naut þá ekki lengur trausts Moskvu. hefðu breytzt í Moskvu, þegar frgnir bárust frá Helsinki um aðgerðir hans. Áður voru Rúss arnir fullir af skjalli og lofi um hann, en nú urðu þeir kuldalegir og virtu hann oft ekki viðlits. Hann kveðst einn- ig hafa orðið hræddur um líf sitt, þegar Rússar buðu hon- um til hressingardvalar á Krímskaga. Þá fyrst þóttist hann öruggur um líf sitt, þeg- ar hann steig aftur á finnska grund á flugvellinum við Hels ingfors. Það var ekki nóg með að Leino væri rekinn úr kommúnista- flokknum, heldur slitnaði einn- ig upp úr hjónabandi hans. Kona hans, Moskvu-kommúnistinn Hertta Kuusinen lét ekki á sér standa að sýna að hún fyrirliti eiginmann sinn og sleit sambúð- inni við hann. En aldrei hefur verið minnzt á aðvörun Leinos við Sihov hers- höfðingja fyrr en nú nýlega, að gamli kommúnistaforinginn Arvo Tuominen skrifar um þessa at- burði í endurminningabók sinni. Og það er rétt að taka það fram að frásögn Tuominens er ekki gripin úr lausu lofti, þvi að Sihvo hershöfðingi hefur lýst því yfir, að hún sé sannleikanum sam- kvæm. Leino felur sig Leino er sjálfur hins vegar þögull um þessa atburði og meira en það. I heimsókn minni til Helsingfors reyndi ég að finna hann. En það var engu líkara en jörðin hefði gleypt hann. Það getur verið að Leino vilji af öryggisástæðum ekki gefa neina yfirlýsingu um málið. Sem fyrrverandi yfirmaður finnsku lögreglunnar eftir stríðið, mun hann hafa framselt and-kommún- ista til rússnesku öryggislögregl- unnar. Leino er því nákunnug- ur starfsaðferðum hinnar rúss- nesku ógnarstjórnar. Hitt getur líka verið, að Leino vonist til að komast aftur til valda í kommún- istaflokknum, þar sem framtiðin réttlæti „þjóðlegan kommúnisma hans.“ Þjóðlegur kommúnismi Tuominen virðist sannfærður um það að sú hvöt sem stóð að baki aðgerðum Leinos hafi verið föðurlandsást þjóðlegs kommún- ista og Tuominen þekkir það víst betur en flestir aðrir. Þegar hann komst hæst á frægðarferli sínum var hann meðlimur miðstjórnar Komintern og foringi finnska kommúnistaflokksins. Hann neit- aði boði Stalins um að taka að sér myndun kvislinga-stjórnar í Terijoki, veturinn 1939, þegar Rússar réðust á Finnland. Tuom- inen sá að nú átti hann að velja á milli Finnlands og Rússlands. Hann kaus að vinna fyrir föður- land sitt. Síðar kaus hann einnig frelsið fremur en að starfa í þágu kommúnismans og gerðist Jafn- aðarmaður. — Nú er hann rit- sferifar úr daglega lifínu Viðhald vega MIG langar, kæri Velvakandi til þess að vekja athygli þína á því, hversu viðhald vega hér í kring um bæinn er ábóta- vant. Fyrir nokkru var skipaður í embætti vegamálastjóra ungur maður, sem margur vænti sér mikils af, en að því er bezt verð- ur séð, hefir ástandið sízt batnað, frá því hann tók við. Margur mun segja sem svo, að hægara sé um að tala en í að komast: Það er að visu satt, en hitt sjá allir, að viðhald þjóðveg- anna er í hreinasta ólestri. Ég hefi átt tal við marga, sem eru nýkomnir úr ferðalögum, og ber flestum saman um það, að of lítið sé gert að því að hefla veg- ina. Til dæmis má taka leiðina fyrir Hvalfjörð og upp í Borgarfjörð. Vegurinn fyrir Hvalfjörð var all- góður fyrir páska, en spilltist mjög á rigningardögunum, sem komu fyrir hátíðina. Vegurinn varð holóttur og nokkrar vilpur mynduðust. En hér brugðust starfsmenn Vegagerðarinnar skyldu sinni: Þeir gerðu ekkert til þess að bæta veginn, þó að vitað sé, að páskahelgin er mikið notuð til ferðalaga. Mér er ekki kunnugt, hvernig viðhaldi er háttað og hverjir bera hér ábyrgð á sleifarlaginu, en von mín er sú, að ef þessar línur birtast í dálk- um þínum megi þær vekja við- komandi til umhugsunar og at- hafna í því að bæta vegina. B.“ vantar yður barnfóstru? VANTAR yður barnfóstru — eða fjórða mann í bridge? Þarf að hreinsa portið, berja tepp ið, stinga upp garðinn eða vökva blómin, meðan þér eruð í fríi? Vantar yður þjón í fermingar- veizluna eða viljið þér láta yrkja afmæliskvæði? Ef svo er, skuluð þér hringja til okkar. Við þvoum bílinn yðar og gluggana, vélritum handrit yðar og fjölritum, búum til mat fyrir yður, gætum barnanna, meðan konan er á fæðingardeildinni, ger um við farartæki yðar, lesum með börnunum, málum eldhúsið. í stuttu máli sagt: Við getum næstum allt. Hringið milli kl. 3 og 6 o. s. frv. Á þessa ieið er bréf, sem dansk ur blaðamaður segist hafa fengið nýlega frá „Þjónustufyrirtækinu Studius". Hann hélt auðvitað, að þetta væri siðbúið aprxlgabb, og hringdi og spurði, hvort þeir gætu ekki hjálpað sér með mann, svo að fullsetið væri við spila- borðið. Jú, það var reyndar hægt, og að auki fengust ýmsar frekari upplýsingar, sem sönnuðu, að þetta fyrirtæki væri alls ekkert spaug. Það reyndist stofnað af fólki um tvítugt, sem er við ýmiss konar nám: í menntaskóla, iðn- skóla, hjúkrunarkvennaskóla, kennaraskóla, — og þarf á pen- ingum að halda. Þetta fólk hugs- aði sem svo: Það hlýtur að vera sitthvað, sem fólk þarf að láta gera fyrir sig. Sólarhringurinn er 24 tímar, svo að einhver tími ætti að vera afgangs frá náminu. Þá er að nota hann til að vinna sér inn peninga með því að ganga í hús. Hinum danska fréttamanni voru sagðar ýmsar frægðarsögur af afrekum þeirra, sem að þessu starfa. Einu sinni hafði frú ein t. d. miklar áhyggjur af því, að stúlkan, sem félagsskapurinn hafði sent henni til að ganga um beina í veizlu, er hún ætlaði að halda, myndi ekki reynast þeim vanda vaxin að bera mafcinn fyrir hina tignu gesti. Eitthvað fór frú in að tala um þetta við stúlkuna, en sú litla lét sér fátt um finnast. Hún hafði nefnilega stjanað við Filippus drottningarmann, þeg- ar hún var í vist í Englandi hér um árið! Hvort sem hinir dönsku þjón- ustumenn eru jafnfjölhæfir og landi þeirra blaðamaðurinn vill vera láta, er hitt víst, að samtök skólafólks til að sinna ýmiss kon- ar störfum af þessu tagi fyrir borgun eiga fullan rétt á sér. Það mun t. d. vera mjög sjaldgæft, að reykvískar skólastelpur hafi með sér samtök um að sitja hjá krökkum. Hví ekki að stofna Barnagæzlusveit menntaskóla- stúlkna? Sjálfsagt væri það mörg um foreldrum til léttis og ung- meyjunum til tekjuauka. Og ýmis fleiri verkefni sjálfsagt kæmu til greina. Það væri t. d. ekki ónýtt að fá stælta leikfimisgarpa til að berja teppi, þvo loft og veggi og hrista bækur, þegar konan tekur ákvörðun um herferð gegn ryki og öðrum óhreinindum. stjóri Jafnaðarmanna-blaðsins Kansan Lehti í bænum Tampere. En einmitt í þessum bæ hóf hann stjórnmálaferil sinn fyrir 40 ár- um. En sýna ekki dæmin um Leino og Tuominen, sem og Djilas og Imre Nagy, að þjóð- legur kommúnismi, sé lítið annað en persónulegt viðhorf, að koma heiðarlega fram, þegar reynir endanlega á hið mannlega í hverjum einstakl- ingi? Það er í sjálfu sér mikil. vægt, en á lítið skylt við und- anlátssemi einræðisherra eins og Títós og Gómúlka. Valda- græðgi samrýmist illa mann- legri virðingu. Ógnarstjórn Stalíns Leino-málið er aðeins einn af mörgum merkilegum atburð- um, sem lýst er í endur- minningum Tuominens. Frásögn hans kemur víða við, jafnt í finnskri verkalýðshreyfingu, i skrifstofum Kreml og í Hótel Lux í Moskvu. Bók Tuominens er full af athyglisverðum upp- lýsingum fyrir lesanda, sem vill kynnast hinum alþjóðlega komm- únisma. Þar er líst frægum komm únistum eins og Kuusinen og dótt ur hans Herttu. Þar er lýst fyrri eiginmanni Herttu, byltingarsér- fræðingnum Tuure Lehén, sem barðist í borgarastyrjöldinni á Spáni og er kunnur undir rithöf- undanafninu Alfred Langer. Og Tuominen lýsir hinni hat- ursfullu deilu milli Manuilsky og Bela Kun á miðstjórnarfundi í Komintern, vorið 1937, en af- leiðing þeirrar deilu var að Bela Kun var fordæmdur og tekinn af lífi. Sú frásögn er ein hin hræði- legasta og þó áhrifaríkasta mynd in af ógnarstjórn Stalins, sem ég hef kynnzt. Tuominen lítur ekki með beiskju til þessara liðnu ára. Ég átti langt samtal við hann, sem hefur orðið uppistaða þessarar greinar. Tuominen er þroskaður og æfður stjórnmálamaður. En það er undarleg staðreynd, að eftir áralanga þjónustu í komm- únista-samsærinu er hann orðinn ákveðinn lýðræðissinni. Hann þráir að reisa við það sem hann átti sinn þátt í að rífa nið- ur á tuttugu árum. Það getur líka verið að hann eigi enn fyrir höndum stjórnmálaferil. Jafnað- arstefna Finnlands er illa farin sem stendur, hana skortir góða forustumenn. Styrkur til náms í Grikklandi GRÍSKA ríkisstjórnin hefur boð- izt til að veita íslenzkum náms- manni styrk til náms í Grikk- landi skólaárið 1958—59. Styrk- urinn nemur 150 drökmum á dag og veitist til sjö mánaða náms- dvalar (1. október 1958 til 1. maí 1959). Umsóknir um styrkinn sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 10. maí n. k. í umsókn skal greina nafn, fæðingardag og ^ heimilis- fang umsækjanda, hvaða nám umsækjandi hyggst stunda í Grikklandi, upplýsingar um náms feril og ennfremur skulu fylgja meðmæli, ef til eru. (Frá menntamálaráðuneytinu). Ausfurrískur námssfyrkur HINN 15. janúar s. 1. auglýsti ráðuneytið eftir umsóknum um styrk til náms við austurrískan háskóla, er austurrísk stjórnar- völd höfðu boðizt til að veita ís- lenzkum stúdent. Styrkurinn er að fjárhæð 13.600 schillingar. Samkvæmt nýjum upplýsing- um, sem ráðuneytinu hafa borizt, er styrkur þessi ekki einvörð- ungu bundinn við stúdenta og háskólanám, heldur kemur einnig til greina að veita hann t. d. til listnáms, og er stúdentspróf eigi skilyrði til að hljóta styrkinn. Umsóknarfrestur um styrk þennan framlengist til 25. þ. m. (Frá menntamálaráðuneytinu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.