Morgunblaðið - 11.04.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.04.1958, Blaðsíða 13
Föstudagur 11. apríl 1958 woFr.rvnr 4nio 13 Bjarni Bjarnason lœknir: Svar til þjóðleikhússtjóra ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRI skrifar mikla grein í Morgunblaðið 25/3. Hann vegur þar á báðar hendur og er hinn vígreifasti. Þó höggin væru sum hver vel útilátin munu þau eitthvað hafa geigað, því víst er um það að allt það fólk sem vegið var að er ósárt og við beztu heilsu. Tilefni þessa máls, er blaðavið- tal, sem ég og nefnd, frá Félagi íslenzkra einsöngvara, átti við blaðamenn nokkrum dögum áð- ur. Þjóðleikhússtjóri telur að all- harkalega hafi verið veitzt að sér í þessu viðtali, með dylgjum og ranghermum. Einnig talar hann um fólk sem fyllist heift og hatri og reyni að ná sér niðri á sér, fái það ekki vilja sínum fram- gehgt. Hann segir að söngkonur okkar telji sig geta valdið hvaða hlutverki sem er og ræðir um hvílík fjarstæða slíkt sé þar sem, auk söngsins, komi þar leikur, útlit, stærð og hreyfingar mjög til greina. Enn segir hann að gott sé að hafa hæfilegan metnað og sjálfstraust, en stórmennskubrjál æði leiði sjaldan til sigurs. Þarna kennir sem sagt ýmissa kröft- ugra og litríkra grasa, en ekki geðjast mér ilmurinn úr þeirri töðu. Það er næsta erfitt að gera sér grein fyrir hvert tilefni þessa reiðilestrar er. Það var að vísu haft eftir mér, og það réttilega, að ég harmaði að hann hefði ver- ið andvígur þingsályktunartillög- unni um óperu við leikhúsið. Ég gat einnig um ástæðurnar fyrir því að svo hefði verið, en það kom ekki fram í blaðinu. Á öðr- um degi frá birtingu blaðaviðtals ins var þessi vansögn leiðrétt, jafnframt því að fara viðurkenn'- ingarorðum um þjóðleikhússtjóra fyrir hið mikla átak sem hann hefði gert með flutningi söng- leika á undanförnum árum. Enn- fremur færði ég honum þakkir Fél. ísl. einsöngvara fyrir þau tækifæri sem hann hefði veitt einsöngvurunum. Ef til vill hefur það tendrað reiðibál hans að ég hélt því fram að vel mætti auka óperustarfsemi leikhússins, án þess að það þyrfti að verða því fjárhagsleg ofraun. Ekki er útilokað að ég geri nán ari grein fyrir þeirri afstöðu minni seinna, með því að birta álitsgerð þá sem ég samdi fyrir hönd Fél. ísl. einsöngvara í fyrra, samkvæmt ósk fjárveitingar- nefndar Alþingis. Nú tekur þjóð- leikhússtjóri að berja höfðinu við steininn og segir því haldið fram „að hann sé á móti óperustarf- semi“ hér. Þetta eru hreinustu órar, enda væri fjarstæða að gera slíkt, þar sem hann hefur látið þóðleikhúsið flytja 10 söngleiki á 8 starfsárum þess. Hitt er annað mál, að þegar hann sér hilla undir að unnið muni að fastráðningu 4—5 söngv- ara og um leið að stofna til lítið eitt aukins óperuflutnings, hleður hann kínverskann múr um leik- húsið úr öfgafullum tölum áætl- unum og hvers kyns mótbárum, með því að birta álitsgerð þá sem hann gerði sl. vetur samkvæmt beiðni fjárveitinganefndar Al- þingis og hyggst hann sanna með henni að föst óperustarfsemi sé óhugsandi í leikhúsinu, vegna kostnaðar. Vitanlega er það út í bláinn að birta álitsgerðina til að afsanna að hann sé á móti óperu- starfsemi við leikhúsið, því það gerir hún ekki, frekar hið gagn- stæða. Þá kemur að þessu fólki sem er með dylgjur í garð þjóðleikhús- stjóra, og fyllist heift og hatri og reynir að ná sér niðri á honum ef það kemur ekki sínu fram. Hann er að vísu ekki svo hrein- skilinn að hann segi beint hvaða fólk þetta sé, en þar sem mál hans snýst um mig og söngvarana í Fél. ísl. einsöngvara — er ekki um að villast hvert skeytunum er beint. Ég get fullvissað hann um, að ekkert slíkt er á dagskrá í félaginu og hefur aldrei verið. Ég veit ekki hvað ég á að kalla svona fyrirbrigði, og veit það þó því það er eins og hann sé að reyna að særa á sig drauga úr orðum og athöfnum sem eiga sér engan stað. Með því að þjóðleikhússtjóri segir að flestir meðlimir Fél. ísl. einsöngvara hafi fengið fjölmörg tækifæri til að koma fram í söng- leikum þjóðleikhússins verð ég að gera því máli nánari skil. 17 af 33 meðlimum þess munu hafa komið þar fram. Eftirfar- andi skýrsla sýnir svo hin fjöl- mörgu tækifæri þessa fólks á 8 starfsárum leikhússins: 1 hefur fengið 6 hlutverk. 1 hefur fengið 4 hlutverk. 2 hafa fengið 3 hlutverk. 6 hafa fengið 2 hlutverk. 8 hafa fengið 1 hlutverk. Ævar Kvaran er sá sem hefur fengið 6 hlutverk en hann er fastráðinn leikari í Þjóðleikhús- inu. Hræddur er ég um að risið á leiklistinni okkar væri ekki hátt, ef leikararnir fengju ekki fleiri tækifæri en söngvurunum hefur hlotnazt. Þessi skýrsla er talandi vitni þess hvað ísl. söngvarar eru illa á vegi staddir og að full þörf er á að velja söngleikina við þeirra hæfi, en forðast eftir megni að láta mestu hlutverkin falla í hendur erlendum söngv- úrum. Það hlýtur að vera æði tilfinn- anlegt fyrir hið fátæka leikhús að þurfa að greiða hinum út- lendu gestum kaup í erlendum gjaldeyri, kosta ferðir þeirra milli landa, hótelvist meðan þeir dveljast hér og risnu. Ætli að geti ekki farið svo að á þenna hátt étist kúfurinn af því sem græðist á aukinni aðsókn vegna þessa fólks. Þjóðleikhússtjóri hefur eftir mér úr viðtalinu við Morgunblað ið, að ef útlendir kraftar séu fengnir, þá eigi það aðeins að vera heimsfrægir söngvarar. Heldur ónákvæmur málflutning- ur það. í blaðinu stendur orðrétt: „Og okkur er kært að fá heims- þekkta söngvara“ (að vísu sagði ég fyrsta flokks söngvara, sem er dálítið annað). Islenzkum söngvurum er borið á brýn af þjóðleikhússtjóra að þeir tali um Stínu Brittu Meland er af hinni mestu fyrirlitningu, en hins vegar hafi einn af þekkt- ustu gagnrýnendum Þýzkalands talið hana eina mestu söngkonu Evrópu. Ég hefi heyrt marga söngvara hér, bæði karla og konur fara viðurkenningarorðum um Stínu Brittu Melander fyrir söng henn- ar hér, enda er hún ágæt lista- kona, en fyrirlitningarglósurnar hafa með öllu farið framhjá mín- um eyrum. Og hræddur er ég um að þjóðleikhússtjóri ætti erfitt með að finna þeim orðum stað ef til kæmi. Miklir gagnrýrfendur eru yfir- leitt varkárir með að segja það sem þeir ekki geta staðið við, svo að þeir verði sér ekki til háðung- ar. Hver er hann þessi maður, einn af þekktustu gagnrýnendum Þýzkalands? Og vel má þjóðleik- hússtjóri minnast þess að engum er greiði gerður með því að bera hann lofi sem hann ekki á. „Þat væri þá háð en eigi lof“. Bezta söngkona Evrópu fengi ekki að vera stundinni lengur í Wiesbad- en. Eitt virðist hafa angrað þjóð- leikhússtjóra mjög. Einhver blaðamaðurinn spurði um fyrir- ætlanir söngvaranna. Ein söng- konan okkar skaut þá hlæjandi inn í blaðaviðtalið, að bezt væri að læra sænsku og flytja til Sví- þjóðar, til þess að fá hlutverk í Þjóðleikhúsinu. (Þannig er það rétt hermt) Víst hefur engum við stöddum dottið annað í hug en þetta væri . sagt í gamni og græskuleysi og vitanlega var því ætlað að vera innskot sem ekki kæmi blaðaviðtalinu neitt við. En það er nú svona. Blaðamenn hafa stundum gaman af að bregða á leik og birta skrítna hluti sem hrökkva í hugsunar- leysi af vörum þeirra sem þeir tala við. Slíkt getur valdið óþæg- indum þegar hörundsárt fólk á í hlut. Ekki verður sagt að þjóðleik- hússtjóri vandi söngkonum okkar kveðjurnar. Eins og áður er tekið fram, segir hann að þær virðist þeirrar skoðunar að þær geti sungið og leikið hvaða hlutverk sem er. En hvers vegna ganga þá þrjár þeirra, sem mest hafa komið við sögu í Þjóðleikhúsinu á fund hans, ásamt mér og Kristni Hallssyni, til að óska þess að framvegis yrði reynt eftir mætti, að velja söngleiki þannig að þeir verði við hæfi íslenzkra söngvara, svo að ekki þyrfti að leita nema sem minnst út fyrir landsteinana og þá einvörðungu til 1. flokks söngvara, sem við töldum að ísl. söngvurum myndi vera kært, enda lærdómsríkt fyr ir þá. Því var skotið fram á þess- um fundi að engin ísl. söngkona gæti sungið Carmen. Ekki mót- mæltu söngkonurnar því einu orði. Stangast þetta ekki dálítið á við staðhæfingar þjóðleik- hússtjórans? Svo er mér ékki grunlaust um að hann sé að bregða þeim um stórmennsku- brjálæði, seinna í greininni, rétt eftir að þær hafa leitað verndar hans og fyrirgreiðslu. Þetta hefðu musterisriddarar miðaldanna tæp lega gert. Ekki get ég látið hjá líða að þakka þjóðleikhússtjóra hlýjar kveðjur í garð .Syngjandi páska‘, enda komu þær á heppilegum og viðeigandi tíma, eða daginn sem þeir hófu göngu sína að þessu sinni. Hann telur að með þeim hafi Einsöngvarafélagið markað sina listrænu stefnu. Fyrst hann vill ekki vita betur verð ég að fræða hann á því að Fél. ísl. einsöngv- ara markaði sína listrænu stefnu með því að halda klassíska hljóm leika í Gl. bíói, til heiðurs mesta söngvara sem fsland hefur átt, og í öðru lagi, með því að flytja óperuna La Boheme í samvinnu við Tónlistarfélagið, með íslenzk um söngvurum, í sjálfu Þjóðleik- húsinu. Sá flutningur tókst þann- ig að mörgum mun hafa fundizt að þá hefðu ísl. söngvarar unnið sér þegnrétt á þeim stað. En bitur reynsla sýndi, að ekki var hægt að afla félaginu eða söngvurunum tekna á þenna hátt. Því var stofnað til „Syngj- andi páska“, ef takast mætti að afla félaginu tekna svo það gæti framvegis fylgt fram þeirri stefnu, sem það markaði í fyrstu. Annars vorkenni ég þeim sem eru svo aftur úr tímanum að þeir líta slíka viðleitni hornauga og telja það góðum listamönnum ósamboðið, að heilla og gleðja fólkið með léttum skemmtunum, svo að það gleymi þá stundina köldu stríði, kjarnorkuvopnum og harðri samkeppni. „Syngjandi páskar“ bera ekki neitt á borð fyrir sína áheyrend- ur, sem á skylt við það sem Þjóðleikhúsið var látið bjóða gestum sínum með Ullu Vinblad. Ef að sá sem ber ábyrgð á þeirri sýningu ætlar að kasta steini, ætti hann að hugsa sig vel um áður, því hann býr sannarlega í glerhúsi. Til allrar hamingju hef- ur hann sýnt það síðan, að ekki var verið að marka stefnu Þjóð- leikhússins, með þessu óhappa- verki. „Það hefur lengi verið skoðun frjálsborinna manna, að listin eigi að vera frjáls, að sköpunar- máttur mannsandans verði að njóta frelsis, til þess að eðlileg þróun geti átt sér stað.“ Þarna mælti þjóðleikhússtjóri hið rétta orð. En því aðeins má þetta verða að þjóðfélagið og þeir sem ráða lista- og menningarstofnunum þess veiti lista- og vísindamönn- um sínum öll hugsanleg tækifæri til þroska og sjálfstæðis, en bindi þá ekki á klafa utan landamæra þeirra. Hitt er fjarstæða að halda þvi fram að verið sé að setja listinni stjórnmálaleg eða þjóðernisleg landamæri þó þjóðfélagið reyni að vernda sína listamenn og hlúi að þeim eftir mætti, „svo að sköp unarmáttur þeirra megi njóta frelsis til eðlilegrar þróunar". Það gera allar þjóðir sem standa á háu menningarstigi — og ein- mitt þess vegna stendur menning þeirra hátt. Enn segir Þjóðleikhússtjóri: „Það er furðlegt að listamenn skuli dæma listgildi eftir móður- máli listamannsins". Ég er á hvía andi gati hvernig eigi að fara að því og þekki áreiðanlega ekki þá listamenn sem það gera. Loks kemur að því, að aldrei muni skapast friður um söng- leikastarfsemi Þjóðleikhússins einsöngvaranna vegna, sem séu óánægðir, þó allt hafi verið gert fyrir þá sem hægt er. Því miður er þetta ekki rétt að því leyti að söngvararnir hafa með þökkum tekið þeim h’utverkum sem þeim stóðu til boða. en svo að segja ekkert gert til að koma málum sínum í sæmilegt horf, miðað við það, sem ýmis samtök annarra listamanna hafa gert. En svo er Guði fyrir þakkandi að þeir eru að vakna og vonandi unna þeir sér aldrei friðar, með þeim, sem þar eiga að sækja miðin, fyrr en þeír hafa komið ár sinni svo fyrir borð að bæði þeir sjálfir og þjóðin öll megi vel við una. Svo bið ég þjóðleikhússtjóra árs og hæfilegs friðar í hans mikla og vandasama starfi. Ajarni Bjarnason. ALLT A SAMA ST/VÐ I Nýjar vorur fyrir skoðun á bifreið yðar Það er yður og bifreiðinni í hag að verzla hjá Agli Sendum í póstkröfu FRAM-olíusigti í llesta bíla Fjaðrir Fjaðrablöð og hengsli. Startarar Dínamóar og Ankeri Allt í kveikjuna Ýmiskonar svvissar og ljósaútbúnaður í ameríska bíla. Pakkningar og Pakkdósir Flautur, Ljósasamlokur, Rafgeymar, Rafmagnsvír og fleira Viftureimar Vatnsdælur Bremsudælur Bremsuborðar Bremsuvökvi TRICO — þurrkur, blöð og teiuar. llljóðkútar Eflaust eigum við það sem vantar í bíl yðar Egill Vilhjálmsson h.f. Laugaveg 118 — Sími 2-22-40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.